Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 4
4 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 1/11-7/1
MjsÆÉL
INNLENT
►TOGARARNIR Hólma-
nes og Hólmatindur í eigu
Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar hf. fóru ekki til veiða
í byrjun vikunnar en
áhafnir skipanna hafa
krafist leiðréttingar á fis-
kverði. Fimmtán manns
eru í áhöfn hvors skips.
Sjómennimir telja að það
verð sem þeir hafa fengið
hafi verið nokkuð lægra
en það meðalverð sem
fiskverkendur í landinu
hafa greitt fyrir hráefni
af eigin skipum.
►Lánsfjárþörf ríkissjóðs
og byggingarsjóða Hús-
næðisstofnunar er
18-19 milljarðar kr. fyrstu
þrjá mánuði þessa árs.
Tæplega 10 milljarða má
rekja til flokks fimm ára
spariskírteina frá 1990
sem kemur til innlausnar
í febrúar.
►EFTIRLITSSTOFNUN
EFTA hefur sent fjár-
málaráðuneytinu bréf þar
sem gerðar era athuga-
semdir við þá mismunun
sem erlendir bjórfram-
leiðendur sæta við verð-
lagningu hjá Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins.
Ofan á cif-verð innflutts
bjórs er lagt 35% auka-
gjald áður en önnur
álagning kemur til. Fjár-
málaráðherra segir að
gjaldið leggist af við af-
nám einkaréttar á áfeng-
isinnflutningi en með sér-
stakri ákvörðun hljóti
frumvarpið ekki sam-
þykki. Innfluttur bjór
gæti lækkað að meðaltali
um 12% í verði við afnám
gjaldsins.
Sóst eftir hlutabréf-
umí ÚA
STJÓRN KEA á Akureyri hefur lýst
sig reiðubúna til að kaupa 30-35%
hlut í ÚA af Akureyrarbæ sem á 53%
hlut í fyrirtækinu. KEA á nú 8% hlut
í ÚA en með slíkum kaupum ætti
KEA ráðandi meirihluta í fyrirtæk-
inu. Yfír 80% hluthafa íslenskra sjáv-
arafurða er því hlynntur að ÍS flytji
höfuðstöðvar sínar svo fremi sem um
það tekst samstaða að ÍS bjóðist öll
viðskipti við ÚA. Þrír aðilar hafa því
óskað eftir viðræðum við Akur-
eyrarbæ um kaup á hlut hans í ÚA
en útgerðarfélagið Samheiji hf. hefur
lýst sig reiðubúið að kaupa allan hlut
bæjarins.
Atkvæðagreiðsla um
kennaraverkfall
FULLTRÚARÁÐ Kennarasambands
íslands og Hins íslenska kennarafé-
lags ætla að efna til atkvæða-
greiðslna um boðun verkfalls meðal
félagsmanna sinna. Verði verkfalls-
boðunin samþykkt hefst verkfall í
öllum grunn- og framhaldsskólum
landsins 17. febrúar ef ekki semst
fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslan
nær til 5.000 félagsmanna í báðum
kennarafélögunum.
Drög að tilvísana-
kerfi kynnt
SIGHVATUR Björgvinsson heil-
brigðisráðherra hefur kynnt læknum
drög að reglugerð um nýtt tilvísana-
kerfi í heilbrigðisþjónustunni. Ráð-
herra hyggst koma aftur á tilvísunum
til sérfræðinga. Fari sjúklingur til
sérfræðings eftir að tilvísanakerfi
verður komið á greiðir hann fullan
kostnað vegna heimsóknarinnar.
Ráðgert er að þessi breyting skili um
100 millj. kr. spamaði á ári. Hörð
mótmæli hafa komið fram við tilvís-
anakerfíð frá félögum í Læknafélagi
Reykjavíkur.
Mannskæðar árásir á
Grosní gagnrýndar
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
kvaðst á föstudag vilja að ákveðið
yrði hvaða dag hemaðaraðgerðunum
í Tsjetsjníju yrði hætt og krafðist
skýrslu um hvort
fyrirmælum hans
um að stöðva loft-
árásirnar á Grosní,
höfuðstað uppreisn-
arhéraðsins, hefði
verið hlýtt. Jeltsín
sagði þetta á fundi
með Öryggisráði
Rússlands, sem
æðstu embættis-
menn á sviði örygg-
ismála eiga sæti í. Haft var eftir
rússneskum þingmanni, Ajvars Lezd-
insh, að loftárásunum hefði verið
haldið áfram þrátt fyrir tilmæli for-
setans og að úrvalssveit rússneskra
hermanna væri á leið til Grosní frá
höfuðstöðvum hersins í grennd við
borgina. Hart var barist um borgina
í vikunni sem leið og sættu aðgerðirn-
ar vaxandi gagnrýni vestrænna leið-
toga, sem hörmuðu mannfallið meðal
óbreyttra borgara.
Varað við hruni fiski-
stofna í Norðursjó
FISKISTOFNAR em í bráðri hættu
í fiskveiðilögsögu Evrópusambands-
ins (ESB) og breytinga er þörf á sjáv-
arútvegsstefnu þess ef næsta kynslóð
á að geta notið þorsks og ýsu, að
sögn ráðgjafarnefndar Johns Majors,
forsætisráðherra Bretlands, á
fímmtudag. Hún spáir því að fiski-
stofna í Norðursjó og írlandshafi bíði
að óbreyttu álíka hrun og varð við
Nýfundnaland fyrir tveim árum.
►REPÚBLIKANAR
tóku formlega við völdum
á Bandaríkjaþingi á mið-
vikudag og er þetta í
fyrsta sinn í 40 ár sem
þeir hafa meirihluta í
báðum þingdeildunum.
Newt Gingrich, nýr for-
seti fulltrúadeildarinnar,
boðaði miklar umræður
um nýja áætlun repúblik-
ana, „Samning við Banda-
ríkin“.
►TALSMENN PLO,
Frelsissamtaka Palest-
ínumanna, sögðu á þriðju-
dag að friðarsamningarn-
ir við Israela hlytu að fara
út um þúfur þar sem nú
væri ljóst að Israelsstjórn
ætlaði sér ekki að stöðva
nýbyggðir gyðinga á
Vesturbakkanum. Isra-
elsstjórn bannaði bygg-
ingu 500 íbúða í grennd
við palestínska þorpið al-
Khader en leyfði hana
nálægt gyðingabyggðinni
Efrat í sama héraði.
►IVAN Johansen, sjáv-
arútvegsráðherra Fær-
eyja, vinnur að því ásamt
Iandstjórninni allri að af-
nema tiltölulega nýsett
lög um framseljanlega
kvóta. Segir hann þau
erfið í framkvæmd og vill
taka upp sóknarmark í
staðinn.
►SAMEINUÐU þjóðirn-
ar hafa óskað eftir 6.000
friðargæsluliðum til við-
bótar í Bosníu til að hafa
eftirlit með fjögurra mán-
aða vopnahléi sem sam-
þykkt var á gamlársdag.
FRÉTTIR
Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri
Sýnir skilningsleysi
á þörfum atvinnulífs
GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson,
fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði, vís-
ar því algerlega á bug að viðskipti
Hagvirkis-Kletts hf. við Hafnar-
fjarðarbæ bijóti í bága við ákvæði
sveitarstjómarlaga. Niðurstaða
endurskoðunarfyrirtækisins Lög-
giltir endurskoðendur hf. er sú, að
ábyrgðaveiting bæjarsjóðs á víxl-
um sem Hagvirki-Klettur var
greiðandi að í árslok 1992 og byij-
un árs 1993 bijóti á bága við 89.
gr. sveitarstjómarlaga.
„Ég hef ekki séð þessa skýrslu
og get ekki svarað einstökum efn-
isatriðum en mér finnst þetta mál
endurspegla fullkomlega skiln-
ingsleysi núverandi meirihluta á
þörfum atvinnulífs og eðli sam-
skipta bæjarins við stór atvinnu-
fyrirtæki í bænum. Það er áug-
ljóst mál að þessi meirihluti er að
sprengja sig innan frá,“ segir
hann. „Þarna snýr málið ekki að
Alþýðuflokknum heldur einum
bæjarfulltrúa meirihlutans," segir
hann ennfremur.
Guðmundur Árni neitar því að
um ábyrgðarveitingar hafi verið
að ræða heldur fyrirframgreiðslu
upp í verk til fyrirtækisins. Hag-
virki-Klettur hefði um árabil verið
með stórverkefni fyrir Hafnar-
fjarðarbæ sem það hefði fengið
vegna hagstæðra tilboða. „Þegar
Dæmi um að
reglum er
ekki fylgt
MAGNÚS Gunnarsson, forseti
bæjarráðs í Hafnarfirði og oddviti
sjálfstæðismanna, segir að skýrsla
Löggiltra endurskoðenda hf. um
úttekt á viðskiptum Hagvirkis-
Kletts og Hafnarfjarðarbæjar sé
enn eitt dæmið Um að menn hafi
ekki virt þær reglur sem þeim sé
gert að starfa eftir sem sveitar-
sljórnarmenn.
„Þessi skýrsla er alls ekki góð.
Hún verður lögð fyrir bæjaráð en
ég á eftir að mynda mér skoðun
á framhaldi málsins,“ sagði Magn-
ús. Hann sagðist þurfa að átta sig
betur á efni skýrslunnar áður en
hann gæti tjáð sig um það hvaða
kostir væru í stöðunni.
meirihluti Alþýðuflokksins fór frá
var þetta fyrirtæki í stórum verk-
efnum. Ef ekki hefði til þess kom-
ið að þetta fyrirtæki var rekið í
gjaldþrot og bæjarsjóður gerði
ekkert til' að koma í veg fyrir
það, þá hefði verið leikur einn að
ná inneign bæjarins til baka,“ seg-
ir hann. „Það er augljóst að þessi
endurskoðunarkontór hefur ekki
nokkurn skilning á því hvernig
gangur mála er hjá sveitarfélög-
um,“ segir hann ennfremur.
Viðskipti ganga ekki öll í
gegnum bæjarráð
Hann segir það einnig rangt
að „bæjarráði hafi ekki verið
kunnugt um gangverkið í þessum
málum“, eins og hann orðaði það.
„Oft og iðulega voru þessi málefni
fyrirtækisins mjög opinskátt til
umræðu í bæjarráði,“ segir hann.
Aðspurður hvort umræddar sam-
þykktir hefðu ekki verið afgreidd-
ar formlega í bæjarráði sagði hann
að það gæfi augaleið að bæjarsjóð-
ur ætti í viðskiptum við fjölda
aðila og þau gengju ekki öll í gegn-
tim bæjarráð.
í Slippnum
ÞÓTT trébátum í flota lands- eiga tréskipin sjálfsagt eftir að
manna hafi farið ört fækkandi sigla marga báruna enn, þar á
undanfarna áratugi fer því fjarri meðal þessi trébátur sem þessa
að slík för heyri sögunni til. Með dagana er í klössun í slipp í
hæfilegu viðhaldi og endurbótum Reykjavík.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka
forval á lista Kvennalistans í Reykja-
neskjördæmi fyrir Alþingiskosning-
arnar í vor þar sem Kristín Halldórs-
dóttir, fv. þingkona, hefur tekið
áskorun um að gefa kost á sér.
Að sögn Helgu Siguijónsdóttur,
oddvita Kvennaiistans í Kópavogi,
var búið að samþykkja á félagsfundi
að láta forval sem þegar hefur farið
fram gilda. Þar var Helga í efsta
sæti. Helga mun ekki segja sig úr
flokknum vegna þessa en hún mun
ekki taka þátt í forvali á ný.
„Þetta eru ekki fyrst og fremst
sárindi vegna eigin persónu," sagði
Helga. „Eg er innilega sorgmædd
vegna þess hvernig þessi kvenna-
hreyfing er að fara. Hreyfing sem
ætlaði sér að standa uppúr hvað
varðaði heilindi og heiðarleg vinnu-
brögð.“ Helga sagðist telja að þarna
væri á ferð hópur sem ekki sætti
sig við lýðræðislegar ákvarðanir.
Forval Kvennalista í
Reykjanesi endurtekið
Kristín Hall-
dórsdóttir
tekur áskorun
Jóhann G. Bergþórsson 1 bréfi til bæjarráðs Hafnarfjarðar
Bærinn hagnaðist um
170 milljónir króna
í NÝLEGU bréfi til bæjarráðs Hafn-
arfjarðar um uppgjör Hagvirkis-
Kletts hf. við bæjarsjóð Hafnarfjarð-
ar kemst Jóhann G. Bergþórsson
bæjarfulltrúi og fyrrv. fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins að þeirri
niðurstöðu að bæjarsjóður Hafnar-
fjarðar hafi ekki tapað krónu á við-
skiptum sínum við fyrirtækið, heldur
þvert á móti haft af þeim ómældan
hag.
Jóhann bendir á í bréfi sínu að
ef skoðaður sé mismunurinn á tilboð-
um Hagvirkis og síðar Hagvirkis-
Kletts í þau verkefni sem þau hafi
unnið gegnum tíðina fyrir bæjarsjóð
og á næstlægstu tilboðum sem í
verkin bárust nemi hagnaður bæjar-
sjóðs af þessum viðskiptum rúmlega
170 milljónum króna.
Jóhann telur að samkomulag
skiptastjóra þrotabús Hagvirkis-
Kletts hf. og Hafnarfjarðarbæjar
hafi ekki verið í samræmi við eðlilegt
uppgjör við starfandi fyrirtæki, held-
ur til þess gert að unnt sé að selja
eignir þrotabús án tillits til raunveru-
legrar stöðu viðskiptareiknings við
fyrirtækið. Tekur hann dæmi um
ýmis viðskipti fyrirtækisins við Hafn-
arfjarðarbæ og bendir m.a. á að aldr-
ei hafi verið gengið til endanlegs
uppgjörs vegna byggingar safnaðar-
heimilis og tónlistarskóla. Greiddur
kostnaður fyrirtækisins vegna fram-
kvæmdanna umfram greiðslur frá
bæjarsjóði hafi numið rúmum 38
millj. kr. án virðisaukaskatts við
gjaldþrotið og úr þessu verði aldrei
afgreitt, hversu mikið af þessurn
kosntaði Hagvirki-Klettur hafi átt
rétt á að fá endurgreitt.
Segir hann að leiða megi rök að
því að bæjarsjóður hafi hagnast á
gjaldþrotinu en ekki tapað, sé horft
fram hjá hagnaði bæjarsjóðs af
öflugum atvinnurekstri og tekjum
af útsvari starfsmanna.
>
I
>
I
>
>
1