Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 8
8 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Markaðsátak Lands- Kirkjuferð
sambands veiðifélaga Utivistar
Landssamband veiðifélaga og
nokkrir leigutakar lax- og silungs-
veiðiáa hafa tekið höndum saman
og hleypt af stokkunum átaki í
markaðssókn. Er spjótunum einkum
beint að erlendum veiðimönnum.
Hópurinn hefur látið hanna og
prenta möppu með upplýsingum um
14 lax- og silungsveiðistaði. Allt er
á vönduðum pappír og litprentað,
unnið af Rafni Hafnfjörð sem er
kunnur af vejðimennsku sinni og
ljósmyndun. Átak þetta kemur í
beinu framhaldi af ört minnkandi
sókn innlendra sem erlendra veiði-
manna í íslenskar ár hin seinni ár
og náði sú þróun hugsanlega há-
marki síðasta sumar. Þá var einnig
víða aflabrestur í ám þannig að
ástandið var fjarri því gott.
Deilur
Ekki hefur farið hjá því, að deilur
hafa verið uppi um framtak landeig-
enda og leigutakanna sem um ræð-
ir. Hafa einkum forráðamenn hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
gagnrýnt átakið og sagt það benda
til þess að bændur og einstakir leigu-
takar vilji beija hausnum við stein
ef vera skyldi að takast mætti að
halda við lýði of háu verði veiði-
leyfa. Það þurfí að lækka veiðileyfí
og SVFR hefur einmitt unnið ötul-
lega að því að ná þeim markmiðum
á veiðisvæðum þeim sem félagið
hefur á leigu eða í umboðssölu.
Hafa forráðamenn SVFR gefið í
skyn að markaðsátak ofangreindra
bendi eindregið til þess að litið sé á
íslenska veiðimenn sem annars
flokks viðskiptavini, en benda á, að
bændur gætu aldrei „botnselt" ár
sínar ef innlendir veiðimenn væru
ekki til staðar til að kaupa dreggj-
arnar af veiðitímanum, þ.e.a.s. þann
tíma sem erlendir auðkýfíngar líta
ekki við, júní, ágúst og september.
Böðvar Sigvaldason á Barði í Mið-
fírði, formaður Landssambands
veiðifélaga, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að langur vegur væri að
LANGÁ er ein þeirra áa sem
kynntar eru í möppunni sem
um ræðir. Hér eru þeir Runólf-
ur Ágústsson, einn leigutaka
árinnar, t.v. og „Toni“, ræðis-
maður íslands í Puerto Rico,
með 16 punda fisk úr Gianna.
því að hér væri um aðför að íslensk-
um veiðimönnum að ræða. Þeir
hefðu alltaf verið og yrðu vonandi
enn um sinn mikilvægustu og trygg-
ustu viðskiptavinir veiðiréttareig-
enda. „Hins vegar hefur framboðið
aukist en eftirspum minnkað vegna
sérstakra aðstæðna. Við erum svona
að athuga hver viðbrögð verða við
þessu, hvort möguleiki sé á því að
auka eftirspumina með því að leita
að nýjum markhópum. Þar fyrir utan
þá telst það vera nýmæli að leigutak-
ar og veiðiréttareigendur þjappi sér
saman um eitthvað. Yfírleitt hefur
það fremur verið þannig að menn
hafa haldið spilunum fast að sér og
troðið skóinn hver af öðrurn," sagði
Böðvar.
Sem fyrr segir eru fjórtán veiði-
vötn kynnt í möppunni sem um ræð-
ir og hefur hvert svæði eitt laust
blað í möppunni. Flestar eru mynd-
irnar eftir Rafn Hafnfjörð og konu
hans Kristínu Jóhannsdóttur. Svæð-
in sem um ræðir eru Flekkudalsá,
Laxá í Kjós, Kvíslaveitur (nieð Þóris-
vatni og Köldukvísl), Laxá í Þingeyj-
arsýslu, urriðasvæðið, Langá,
Grímsá, Vatnsdalsá laxasvæði,
Vatnsdalsá, silungasvæði, Víðidalsá,
Miðfjarðará, Hítará, Laxá í Dölum
og Rangárnar. Það er einnig ný-
mæli að silungsveiði á íslandi sé
borin á borð sem söluvara fyrir er-
lenda veiðimenn.
AÐ VENJU verður fyrsta dagsferð
Útivistar á nýju ári, nýjárs- og
kirkjuferð.
Fyrst er gengin gamla þjóðleiðin
að Krísuvíkurkirkju en hún er fyrsta
kirkjan sem heimsótt er í hinum
árlegu nýjárs- og kirkjuferðum fé-
lagsins. Áð því loknu verður ekið
til Hafnarfjarðar og fjallað um
kirkjur sem íbúar Hafnaríjarðar
hafa sótt í gegnum aldirnar. Komið
verður við á kirkjustæðum og kirkj-
ur heimsóttar.
Kl. 14 verður farið til messu að
Görðum hjá sr. Braga Friðrikssyni,
prófasti. Þaðan verður gengin göm-
ul alfaraleið niður í Hafnarfjörð.
Farið verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 10.30 á sunnudaginn
8. janúar. Stoppað verður á Kópa-
vogshálsi við Ásgarð í Garðabæ
og við Sjóminjasafnið í Hafnar-
firði. Þar kemur Kristján Bersi
Ólafsson, skólameistari, í rútuna
og verður fylgdarmaður hópsins í
ferðinni. Áætlað er að koma til
baka að Umferðarmiðstöðinni um
kl. 18.
------» ♦ «-----
Jafnaðarmannafélag
Islands
Lýsir stuðningi
við Þjóðvaka
Jafnaðarmannafélag íslands hef-
ur samþykkt stuðning við Þjóðvaka
og hvetur meðlimi sína til að taka
þátt í stefnumótun og starfi flokks-
ins.
Þetta var samþykkt á félagsfundi
Jafnaðarmannafélags íslands á
fimmtudagskvöld og í samþykktinni
er einnig skorað á alla íslenska jafn-
aðarmenn og fijálslynda að fylkja
sér um framboð Þjóðvaka í kom-
andi kosningum.
Jafnaðarmannafélag íslands var
stofnað á síðasta ári og sótti um
inngöngu í Alþýðuflokkinn. Sú inn-
ganga var samþykkt með því for-
orði að félagið breytti um nafn en
af því varð ekki. Félagið hvatti í
haust til stofnunar nýrra stjórn-
málasamtaka undir forustu Jó-
hönnu Sigurðardóttur.
Framkvæmdastjóri Hljóðvarps hættir
Lífið býður
upp á margt
Elfa Björk Gunnarsdóttir
ELFA Björk Gunn-
arsdóttir settist við
skriftir á nýársdag
og skrifaði uppsagnarbréf
með nýja lindarpennanum
sínum. Hún hættir störfum
1. apríl næstkomandi.
Hvers vegna sagði hún upp
sem framkvæmdastjóri
Ríkisútvarpsins - Hljóð-
varps?
„Þann 1. febrúar verð
ég búin að vera í þessu
starfi í tíu ár. Þetta hefur
verið gífurlega gaman og
mjög lærdómsríkt en ég
hef haft það í huga í nokk-
ur ár að breyta til. Á mín-
um aldri er eðlilegt að
hugsa út í það að annað-
hvort lætur maður verða
af því _ um fímmtugt eða
ekki. Ég er æviráðin og
gæti þess vegna verið 19
ár í viðbót!“
- Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég er ekki komin með annað
starf, er bara laus! Ég get veitt
mér það að fara í virkilega langt
og gott frí, jafnvel allt upp í eitt
ár. Mig hefur dreymt um að fara
aftur í nám, ég er ein af þeim sem
geta alltaf verið að læra. Mér
finnst lífið hafa upp á svo margt
að bjóða. Mér fínnst að ef það er
einhver leið og maður getur veitt
sér það þá sé skemmtilegra að fá
fleiri Iiti í lífíð. Þetta er því mjög
jákvætt."
- Svo þér fannst bara tímabært
að hætta?
„Já, mér fínnst eðlilegt að það
séu tímabundnar ráðningar í svona
stöður, þótt auðvitað séu skiptar
skoðanir um það. Svo er víðast
hvar við erlendar útvarpsstöðvar.
Menn eru þar gjaman í sex eða
átta ár. Mér finnst eðlilegt að fólk
sé bara visst árabil í svona erfiðum
störfum og svo fái aðrir tækifæri."
- Þú hefur flutt þig til á tíu ára
fresti?
„Já, þetta er eitthvað í persónu-
leikanum. Ég kom heim eftir tíu
ára dvöl við nám og störf í Svíþjóð
og fór þá að starfa hjá Borg-
arbókasafninu. Ég byijaði þar með
hljóðbókasafn sem nú er Blindra-
bókasafn. Við unnum býsna
kraftmikið í safninu og vorum að
breyta því í nútímastofnun. Ég
held að það hafí tekist, að ein-
hveiju leyti að minnsta kosti. Svo
þegar ég var búin að vera borgar-
bókavörður í sjö, átta ár fór ég
að leita mér að öðru starfi. Fór
virkilega að óróast! Ég er mjög
ánægð yfir að ég skyldi hætta að
vera borgarbókavörður og fara í
Útvarpið. Það var mikið ævintýri!"
- Þekktir þú eitthvað til Út-
varpsins þegar þú gerðist fram-
kvæmdastjóri þess?
„Já, ég var þar meira
segja sem barn. Ég var
í barnatímarium hjá
Skeggja [Ásbjamar-
syni]. Maður kom með
bókina sína grafalvarlegur og sett-
ist inn í stúdíóið og beið eftir
græna Ijósinu. Svo var ég á auglýs-
ingadeildinni og innheimtunni.
Þetta var allt áður en ég flutti til
Svíþjóðar."
- Nú varstu æviráðin og hefðir
getað setið lengi enn. Hvað finnst
þér um æviráðningar?
„Ég skoðaði svolítið ráðningar-
reglur yfírmanna hjá ríkinu fýrir
nokkrum árum og mér fínnst
ástæða til að samræma þær. í sum-
um stofnunum gildir æviráðning, í
öðrum eru menn ráðnir um ákveð-
inn tíma og hægt að endurráða þá,
sem oft reynist æviráðning í raun.
Svo em líka dæmi um að menn séu
►Elfa Björk Gunnarsdóttir er
fædd 29.9.1943 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá MR
1965. Nam bókmenntasögu,
ensku og enskar bókmenntir við
Stokkhólmsháskóla 1966-71.
Útskrifaðist sem bókasafns-
fræðingur frá Stockholms
Stadsbiblioteks biblioteksskola
1973. Elfa var deildarstjóri á
Borgarbókasafni Reykjavíkur
1974- 75 og vann meðal annars
að uppbyggingu hljóðbókasafns
Borgarbókasafnsins og Blindra-
félagsins, sem nú er Blindra-
bókasafn Islands. Hún var borg-
arbókavörður í Reykjavík
1975- 85 og gerðist þá fram-
kvæmdasljóri Ríkisútvarpsins -
Hljóðvarps. Elfa hefur átt sæti
í fjölda stjórna og nefnda, með-
al annars í stjórn SinfóníuhUóm-
sveitar íslands frá 1986 og
Krabbameinsfélags íslands frá
1989.
ráðnir eitt, eða í hæsta lagi tvö
tímabil. Ég var í stjóm Félags for-
stöðumanna ríkisstofnana. Þar
varð ég vör við að marga langar
eðlilega til að skipta um eftir mörg
ár í sama starfí. Manneskjan er
þannig að hún kemur að nýju starfí
full af orku og vinnur vel, en síðan
kemur þreyta og þá er tímabært
að skipta um. En það er svo erfitt,
sérstaklega ef það þýðir að menn
þurfa að fara í lægri stöðu. Þetta
verður til þess að það er allt of
mikið af þreyttum toppstjómend-
um. Þeir geta verið ágætir menn,
en þeir em bara búnir að fá nóg!
Ef þeir gætu skipt um starf þá
væri það bæði gott fyrir ríkið sem
vinnustað, fyrirtækin og einstakl-
inginn.“
- Áttu þér ekkert draumastarf?
„Ég hefði ekkert á
móti því að fínna ein-
hvem tíma starf þar
sem ég ætti svolítið
meira eftir af sjálfri
mér, fyrir heimili mitt,
vini og ættingja. Maður hefur það
ekki í svona starfi, það er aldrei
neitt eftir af manni. Þetta er lýj-
andi, en þannig á það bara að
vera. Nú vantar mig bara eftir
fríið að fá virkilega skemmtilegt
starf. Ég er búin að vera í 20 ár
í stjórnunarstarfi, en gæti vel
hugsað mér að breyta alveg til.
Ég er bókasafnsfræðingur, en líka
menntuð í leiklist, ensku og ensk-
um bókmenntum. Svo hef ég hald-
ið sænskunni við og það kemur
sér vel innan Norðurlandanna. Ég
vona bara að mér hegnist ekki
fyrir það að vera svolítið ævintýra-
leg í þessu og segja upp án þess
að hafa tryggt mér annað starf.“
Tímabært
að skipta
um starf