Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ misserum og árum. Kjósendur á ís- landi eiga skilyrðislaust kröfu til þess að frambjóðendur og flokkar geri grein fyrir afstöðu sinni til þess máls, vegna þess að allar líkur benda til að því verði ekki lengur frestað að taka afstöðu til málsins á næsta kjörtímabili. Mér fínnst það koma úr hörðustu átt þegar sjálfskipaðir kvótaeigendur brigsla öðrum um að þeir vilji fram- selja auðlindina í hendur útlending- um. Við beittum okkur fyrir þeirri lagabreytingu að fiskveiðiauðlindin væri ýfírlýst sameign þjóðarinnar. Við höfum beitt okkur fyrir því, að menn verði að greiða gjald fyrir þau forréttindi að fá skammtaðan aðgang að auðlindinni. í stefnuskrá núver- andi ríkisstjórnar var kveðið á um að við vildum gera stjómarskrárlega virkt ákvæði fískveiðistjómunarlag- anna um sameign þjóðarinnar á fískimiðunum. Til þess að taka af öll tvímæli um að það er fullkomin þjóð- arsamstaða um sameign þjóðarinnar á auðlindinni tel ég að við eigum að binda það í stjómarskrá að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar, varanleg eign og óframseljanleg. Þá þarf eng- inn að velkjast í vafa um það hvert samningsmarkmiðið á að vera.“ Er ekki Alþýðuflokkurínn að úti- loka sig frá stjórnaraðild eftir kosn- ingar með Evrópustefnu sinni? „Nei. Við munum ekki setja öðr- um neina úrslitakosti í þessu máli. Málið nær ekki fram að ganga nema meirihluti þjóðarinnar kveði á um þann vilja sinn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Við teljum langtímahags- munum okkar best borgið með því að skipa okkur í sveit sem aðildar- ríki í framtíðinni. Við viljum viðræð- ur við aðra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila um samnings- markmiðin. Við teljum okkur hafa veigamikil rök fyrir því að við getum náð þessum brýnustu samnings- markmiðum fram. Umræðan hefur ekki náð lengra hér en þessum samn- ingsmarkmiðum verðum við að ná fram. Um það er enginn ágreining- ur. Síðan þarf að vinna heimavinn- una varðandi mat á kostum og göll- um aðildar. Ríkisstjórnin steig fyrsta skrefið í þá átt með því að fela rann- sóknarstofnunum Háskólans að vinna skýrslur um málið. Viðbrögð einstakra þingmanna við því voru reyndar þeim og Alþingi til skamm- ar. Auk þess hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að kveðja til aðila vinnumark- aðar og atvinnulífs til að halda áfram þessari vinnu. Ég tek undir það með Vilhjálmi Egilssyni og þeim forsvarsmönnum atvinnuveganna, sem hafa ályktað um þetta, að þetta mál er ferli. Fyrst þarf að skapa sem mesta samstöðu um samningsmarkmiðin, í öðru iagi að sækja um þannig að Island verði rpetið sem umsóknarland, í þriðja lagi að fara út í samningaviðræður, fyrr fáum við ekki svör við lykil- spurningunni. Loks þarf að fara fram rækileg kynning á samning- sniðurstöðunni og þjóðaratkvæða- greiðsla um málið. Þetta er það ferli sem ég vil gjarnan sjá fara af stað á næsta kjörtímabili vegna þess að ef við sláum því á frest, vinnur það gegn hagsmunum okkar. Ég hef ekki heyrt Sjálfstæðisflokkinn úti- loka þessa leið. Reyndar hef ég skil- ið ummæli formanns Framsóknar- flokksins á þá leið, að hann útiloki ekkert og hann viðurkennir að við þurfum að tryggja hagsmuni okkar gagnvart þessu bandalagi," segir hann. Hvaða möguleika sérðu á gerð kjarasamninga nú í aðdraganda kosninga? „Stóra spurningin er sú, hvernig við getum nýtt efnahagsbatann tii að bæta lífskjörin og til kjarajöfnun- ar, án þess að tefla stöðugleikanum í hættu. Öilum er Ijóst að Iaun á íslandi eru lág og það þarf að leið- rétta hlutskipti þeirra sem bera minnst úr býtum. Launakerfið geng- ur út frá því að hver ijölskyida þurfi tvær fyrirvinnur, án þess þó að þjóð- félagið hafi lagað sig að þessari stað- reynd. Við eigum að nýta efnahags- batann til að bæta kjör þeirra sem verst eru settir með tryggum og öruggum hætti án þess að það þýði kollsteypu þannig að allur sá árang- ur sem náðst hefur fari forgörðum. Heimilin og fyrirtækin eru skuldug og aukin verðbólga mun einfaldlega þýða framlengingu á stöðnuninni, sem mun bitna á lífskjörum. Þetta vita aðilar vinnumarkaðarins. Efna- hagsbatinn er einhverjir x-milljarðar króna og ef við skiptum honum út frá því hvert iaunahlutfallið er í þjóð- artekjunum, höfum við nokkra millj- arða til ráðstöfunar. Okkar sjónar- mið er að það sé best við þessi skil- yrði að semja um krónutöluhækkun sem fjari út við umsamið mark, þannig að þeir sem eru þar fyrir ofan verði að bíða. Þetta á að gera í samningum milli aðila vinnumark- aðarins og með útspili ríkisstjórnar- innar fyrir jól um tekjujöfnunarað- gerðir í tengslum við fjárlög er þetta fær leið.“ Hefur ekki ríkisstjórnin þvert á móti hagað sér ógætilega í þessum málum með samningum um f% launahækkun til sjúkraliða, sem aðr- ir aðilar á vinnumarkaðnum munu óhjákvæmilega taka mið af? „Nei. Það náðust samningar við sjúkraliða á seinustu stundu sem hafa stysta gildistíma sem um getur eða í rúman sólarhring. Þeir byggj- ast á forsendum um samanburð við aðrar heilbrigðisstéttir, að mati gerðardóms. Eftir þá samninga eiga sjúkraliðar að vera jafnsettir öðrum. Vafalaust má fínna rök fyrir því að teflt hafi verið á tæpasta vað með samningnum við hjúkrunarfræðinga á sínum tíma en það geta aldrei orðið rök fyrir því að þess vegna eigum við að ana blindandi út í ófær- una, sem væri til dæmis að fallast á 25% kaupkröfur. Það vita allir hvernig það endar,“ segir Jón Bald- vin. Óraunhæfir kjarasamningar stefnubrigð Nú standa menn frammi fyrír kröfugerðum upp á 15-25% og at- kvæðagreiðslum um verkfallsboðun. Kemur til greina að þínu mati að flýta kosningum eða hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum? „Það væru algjör stefnubrigð nú- verandi stjórnarfiokka að ganga til samninga sem við vissum að myndu ekki færa launþegum neinar raun- verulegar kjarabætur heldur þýða að við værum að kollvarpa grund- velli fyrir áframhaldandi stöðugleika og þar með hagvexti og framförum í þessu þjóðfélagi á komandi tímum. Það vita allir sem að þessu koma að það er ekkert svigrúm til 25% kauphækkana yfir alla línuna. Hversu óánægðir sem menn kunna að vera með sín kjör þá verða menn samt sem áður að gæta að því að óánægja og reiði eru vondir ráðgjaf- ar. Menn verða að láta skynsemi og raunsæi ráða, og réttlætiskennd og sanngirni. Það er svigrúm til kaup- hækkana og ef menn halda þeim innan þeirra marka sem þjóðarbúið hefur efni á geta þær haldist. Ef ástandið verður þannig að það verði hér allt logandi í verkföllum til stuðnings slíkum kröfum þá er ein- sýnt að það bæri fremur að efna til kosninga þannig að það verði kosið um þessar leiðir. Hvernig á að nýta efnahagsbatann? Á að koma honum til skila sem raunverulegum verð- mætum í hendur þeirra sem mest þurfa á að halda eða á að efna hér til bögglauppboðs pólitískra yfirboða og spellvirkja í okkar hagkerfi sem mun taka fram á næstu öld að bæta fyrir? Þessi ríkisstjórn mun ekki axla þá ábyrgð að láta undan slíkum kröfum og láta svo nýja ríkisstjórn taka afleiðingunum." Fyrir tíu árum fórstu um landið undir kjörorðinu „Hverjir eiga ís- land?“. Er meiri jöfnuður á Islandi í dag en þá eftir tæplega átta ára stjórnarsetu Alþýðuflokksins? „Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að öll okkar stefna, öll okkar viðleitni og öll okkar bar- áttumál hafa snúist um það að vinna gegn einokun og forréttindum, að vinna fyrir almennum reglum þar sem hinir mörgu fá að spjara sig við aðstæður jafnræðis og sam- ræmdra samkeppnisreglna. 10-11 ára 12-13 ára 14-15 ára bamanna Börnin eiga það be<ita jkiluf Skemmtilegur dans, þjálfun í líkamsburði, jafnvægisæfíngar, léttar fimleikaæfingar, hreyfiþroski, hollar teygjur og nauðsynleg liðkun líkamans. 15. vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið 2- 3 óra 3- 4 ára 5-6 ára 7-9 ára 10-11 ára Hefot 14. janáar Innrihui hafin G V\ DANSSTUDIO sólveigarA,_____ - náða Ijrainjá'm íegta/ Engjateigi 1 Símar 568- 7701 I • • * • » • » »• • * « • • I » •. • »• • • • • •••« • f • « •«•• «• • ;; ” ••jjTf” dönsumj^^ 15. vikna B .\ námskeið wB 'V_ s •••• **•* ••# o«« . ••• • » • • • • • • • • • I • • ■ • • • !• •« •* »•« • • • «« • • •« • « A innritun hafin \ íár! DANSS TÚDÍÓ SÓLVEIGAR'H^____ - náðu, /-m/m b&staj Engjateigi 1 Simar 568-7701

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.