Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 17
netið. Efnið er meðhöndlað sérstak-
lega í hvoru tilviki fyrir sig. Þannig
eru greinar og fréttir flokkaðar í
efnisflokka sem birtast í valmynd
blaðsins á Interneti. Við hvern efn-
isflokk er tilgreint hversu margar
fréttir eða greinar hann geymir
hveiju sinni. Þegar lesandinn velur
sér efnisflokk birtast honum fyrir-
sagnir og með því að velja eina
þeirra fær hann texta greinarinnar
eða fréttarinnar.
Þessi þjónusta hefur vakið mikla
athygli víða um heim. Um hádegi
síðastliðinn föstudag höfðu alls 465
aðilar víðs vegar á hnettinum lesið
blaðið á netinu, sumir oft, aðrir
sjaldan. Á meðfylgjandi mynd má
sjá hvaðan lesendurnir eru.
Margir hafa sett sig í samband
við Streng hf. bæði til að leita upp-
lýsinga og tjá álit sitt á þessari
nýbreytni. Flestir þeirra eru utan-
lands og lýsa yfirleitt allir ánægju
sinni með þetta framtak og finnst
gott að geta lesið nýjustu fréttir
að heiman.
Aðgangur að blaðinu er ókeypis
og öllum heimill til 1. febrúar næst-
komandi. Þá verður farið að selja
áskrift og á hún að kosta 1.500
krónur. Nokkrir hafa gert athuga-
semd við þetta og finnst ýmist þjón-
ustan vera of dýr eða að hún eigi
að vera ókeypis. Það kostar jú ekk-
ert að setja þetta á Internetið, segja
menn. Haukur Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Strengs hf., segir að
það sé misskilningur að þetta kosti
ekki neitt. Það villi mönnum sýn
að á Internetinu er ókeypis aðgang-
ur að miklum hafsjó upplýsinga.
„Upplýsingar kosta það sem kostar
að búa þær til,“ segir Haukur. „Þær
upplýsingar sem eru ókeypis á net-
inu eru gjarnan frá stofnunum sem
ná kostnaðinum öðruvísi en með
því að innheimta.hann af notendum
Internets. Þær eru þá kostaðar af
skattborgurum eða á annan hátt.
Það hefur kostað mikla fiármuni
að koma Morgunblaðinu á Internet-
ið og ekkert óeðlilegt að lesendur
greiði þann kostnað, rétt eins og
hefðbundna áskrift. Til að gera
þetta kleift höfum við hjá Streng
hf. fjárfest í öflugum tölvubúnaði,
tengibúnaði, samskiptahugbúnaði
og fleiru. Við erum með starfsfólk
sem sér um að þetta sé í lagi og
svo kostar sitt að reka kerfið, leigja
samband hjá Pósti og síma og fleira
mætti telja. Svo má ekki gleyma
því að það kostar heilmikið að búa
Morgunblaðið til. Blaðamennirnir
gera það ekki í sjálfboðavinnu!"
Þróunin heldur áfram
Það sér ekki fyrir endann á
tækniþróuninni. Þeim hjá Streng
hf. varð tíðrætt um þá möguleika
sem opnuðust þegar það verður
fjárhagslega kleift að nýta sér öfl-
ugra tölvusamband við umheiminn.
Nú er notast við 128Kb samband,
vegna þess að annað er ekki fjár-
hagslega kleift, en til að þjóna not-
endum sem best þyrfti að verða
fjárhagslega mögulegt að nota 2Mb
samband sem hefur margfalda
flutningsgetu. Þetta ræðst af verð-
lagningu hjá Pósti og síma að sögn
þeirra hjá Streng hf.
Stöðugt er verið að skoða nýja
möguleika. Þannig má nefna að
skipstjórnarmenn hafa óskað eftir
því að fá Morgunblaðið sent um
borð daglega og eru þeir hjá Streng
hf. að kanna möguleika á því.
soniGsn/iiDJAiu
A U G L Y S I R :
NU 6ETA ALLIR LÆRT AÐ SYN6JA
unqir sem aldnir, laqlausir sem laqvísir.
z
z
o
PC
FYRIR FOLKA
ÖLLUM ALDRI!
NU GETAALLIR
HALDIÐ ÁFRAMAÐ
LÆRAAÐSYN6JA!
Byrjendasnámskeið:
Námskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa.
Söngkennsla í hóp. Þátttakendur fá grunnþjálfun í raddbeitingu, réttri
öndun og ýmsu fleiru sem hjálpar þeim að ná tökum á söngröddinni.
Framhaldsnámskeið:
Fyrir fólk á öllum aldri, fyrir þá sem hafa verið á byrjendanámskeiði hjá
Söngsmiðjunni eða í öðru sambærilegu námi. Einnig fyrir kórfólk sem vill
bæta söngkunnáttuna. Þátttakendur fá þjálfun í raddbeitingu og líkamsburði
(læra að virkja röddina, rétta líkamsbeitingu og rétta öndun). Unnið er með
létta og skemmtilega tónlist sem sungin er í hóp.
Einsönqsnám (klassískt oq sönqleikja):
Fyrir þá sem hafa hæfileika, iöngun og metnað til að leggja út á einsöngvarabraut,
er boðið upp á einstakt tækifæri til náms.
Klassísk deild, en einnig er boðið upp á kennslu fyrir þá sem ætla að leggja fyrir sig
aðrar tegundir tónlistar.
Sönqkennsla/raddþjálfun (4 í hóp):
Möguleiki á að ljúka I-III stigi í söng.
Kennslulýsing: Söngkennsla (öndun, raddbeiting), einstaklingskennsla og hlustun.
Einnig er möguleiki á tímum með undirleik og tónfræði/tónheym.
Verkefni yngri nemenda er „hippatíniabilið“ og eldri nemendur
flytja perlur úr ýmsum frægum söngleikjum.
Kennd er raddbeiting, leikræn tjáning, hreyfing, tónfræði og tónheym.
Nemendur fá tækifæri á að kynnast heimi leikhússins,
þar sem unnið er að hinum ýmsu sýningarverkefnum.
Kórhópur sem syngur „gospel", ásamt tónlist af ýmsum toga.
Stjómandi er Esther Helga Guðmundsdóttir.
SONGLEIKJASMIÐJA
Námskeiðin eru aldursskipt frá fimm ára aldri.
Krakkarnir fá grunnþjálfun í söng, leik, hreyfingu, tónheyrn og
ýmsum táknum í tónlistinni.
Unnið að þátttöku í tónleikum og sýningu að loknu námskeiði.
Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar 1995
Söngleikjadeild (byrjendur oq framhaid)
Sönghópur Söngsmiðjunnar
Barna- og unglingadeild
Upplýsingar og innritun í síma: 612455 Fax 612456 eða á skrifstofu
skólans, Skipholti 25, Reykjavík, alla virka daga frá kl. 10.00-18.00.
SÖIUGSIVIIÐJAIU Skipholti 25
Faxafeni
v/Suðurlandsbraut
SERVERSLUNMEÐ STOK TEPPI OG MOTTUR