Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
í
Morgunblaðið/RAX
KORTINI
KJALLARANUM
vmsnprwavnoroiíF
Á SUNNUDEGI
►Ekki verður sagt að yfirbygging Laxakorta hf. sé
yfirþyrmandi. Tvö lítil gluggalaus herbergi í kjallara
í Mjölnisholtinu, varla meira en 10 til 15 fermetrar.
Þarna situr Eyþór Sigmundsson, þekktur meðal vina
sinna sem „kokkurinn“ og byggir upp fyrirtæki sitt.
Hann stofnsetti það árið 1989 og það hefur haslað
sér völl. Á nú drjúgan hluta af póstkortasölunni í
landinu, auk þess sem Eyþór leggur mikla vinnu í
ýmis gæluverkefni sem á fjörurnar rekur. Eyþór er
fæddur í Reykjavík árið 1934 og má segja að bak-
grunnur hans sé allólíkur því sem hann fæst við í
dag. Hann fór 13 ára gamall á sjó sem hjálparkokk-
ur með föður sínum og var síðan á ýmsum skipum
næstu árin uns hann hóf nám í eldamennsku hjá
Tryggva Þorfinnssyni skólastjóra. Með náminu vann
hann á Keflavíkurflugvelli, á Gamla garði og í Sjálf-
stæðishúsinu og loks í Hafnarhúsinu uns hann hóf
störf sem kokkur í útvegsbankanum 1. júní 1964.
Þar var hann til ársins 1989.
Eftir Guðmund Guðjónsson
AÐ MÁ segja að ég hafi
verið hjá Utvegsbankan-
um þar til að hann var
gefinn íslandsbanka. Um
iíkt leyti var ég að setja Laxakortin
á laggirnar. Þó var ég um tíma
vakt- og fégæslumaður hjá Islands-
banka, en það stóð ekki lengi,“ seg-
ir Eyþór.
Segja má að Eyþór hafi ekki ráð-
ist á garðinn þar sem hann var
lægstur er hann ákvað að reyna
fyrir sér í póstkortum. Fyrir voru
fjögur rótgróin fyrirtæki, Litbrá,
Sólarfilma, Kórund og Eddafóto,
segir Eyþór. En hvers vegna póst-
kort og hvers vegna nafnið „Laxa-
kort“.
Úreldingin
„Laxakort hf. er svona „hobbífyr-
irtæki. Ég hef lengi haft áhuga á
myndefni, sérstaklega ljósmyndum
og þá alveg sérstaklega myndum af
náttúru landsins. Spekúlerað mikið
í þeim og ég hafði lengi ætlað mér
að gera eitthvað skemtilegt þegar
úreldingin færi að færast yfir mig.
Hins vegar má segja að markaðurinn
mátti heita fleytifullur og spurning
á sínum tima hversu mikið vit það
var að fara út í þetta. Markmiðið
var þó strax og er enn, að vera ekki
í beinni samkeppni við þá sem fyrir
eru. Fyrstu kortin sem ég sendi frá
mér voru af mönnum og löxum. Ég
hef lengi verið í laxveiðinni og heyrði
oft útlenda veiðimenn tala um að
slík kort væru ekki til á Islandi og
þeim þætti það miður. Síðar varð
myndavalið fjölbreyttara, í hefð-
bundnum kortum bauð ég annars
konar landslagsmyndir en fyrir voru,
fór síðan að prófa svart/hvít kort
og kom síðan fyrstur á markaðinn
með svokölluð panoramakort. Ég hef
þannig aldrei beinlínis verið að gera
það sama og hinir.“
— Maður með þinn bakgrunn
hefur varla haft mikið vit á korta-
útgáfu eða hvað?
„Það er alveg rétt, ég hafði ekk-
ert vit á slíku og engan til að spyrja.
Það varð því að fíkra sig áfram og
það góða við iðnðaðarmennsku er
að menn eru ólíklegir til að gera
sömu mistökin oftar en einu sinni.
Ég var því alltaf að reka mig á, en
lærði smám saman á þetta um leið.
Það er fróðlegt að staldra við og
líta yfír farinn veg.“
Rokkararnir vildu blóð!
— Fyrstu kortin voru af löxum og
mönnum segirðu, hvemig gekk það?
„Það var nú svona upp og ofan.
Eitt kortið var til að mynda af mér
sjálfum og ekki falleg mynd! Eigi
að síður er það uppselt í dag og
hefur lengi verið. Kortin gengu mis-
jafnlega. Sum afar illa, eins og kort
af tveimur alblóðugum stórlöxum
sem lágu dauðir í grasi. Það hreyfð-
ist ekkert, utan að rokkhljómsveitin
Kiss var mjög spennt fyrir kortinu
þegar hún var að spila hér á landi
á sínum tíma. Ég fékk upphringingu
frá Holiday Inn og viðmælandinn
pantaði 200 kort af blóðvellinum!
Þó að sum laxakortin Ixy.fi gengið
vel og gangi enn var þó ljóst að þau
stóðu engan veginn undir svona
fyrirtæki. Þetta þróaðist yfir í lands-
lagsmyndir og þá var um að gera
að breyta út frá venjunni. Ég hef
fengið mikla meistara til samstarfs,
Árna Sæberg, Ragnar Axelsson og
Sigurgeir Sigurjónsson, en þeir eru
einhveijir snjöllustu ljósmyndarar
landsins. Og ekki má gleyma Magn-
úsi Hjörleifssyni, sem tekur fyrir
mig stúdíómyndir. Ég hef notað
myndir eftir þá Árna, Ragnar og
Sigurgeir bæði í hefðbundin kort
og síðar panoramakort. Ég bryddaði
einnig upp á því að gefa út
svart/hvít kort, en þau hafa ekki
verið á boðstólum í að minnsta kosti
20 ár. Þau seljast reyndar ekki eins
vel og litkortin, en það er ákveðin
kynslóð sem vill þau gjaman, yngra
fólk og einnig ljósmyndarar í röðum
ferðamanna. Það skemmtilega við
svart/hvítu kortin er að á þeim eru
gjarnan þjóðlífsmyndir og jafnvel
grínmyndir. Ég hefði ekki viljað
sleppa þeirri útgáfu."
— En hvaða kort ganga og hver
ekki?
„Ég get ekki nefnt neina formúlu
og það væri ekkert svar að segja
að mýndin verði einfaldlega að vera
falleg. Ég er til dæmis með tvær
myndir þar sem fegurðardís baðar
sig í Bláa lóninu. Önnur selst mjög
vel, en hin fremur illa. Þetta eru tvö
mótív og ekki spurning að bæði era
kortin falleg. Maður verður að þreifa
sig áfram í þessum efnum og kaldar
staðreyndir ráða ríkjum. Sú vara
sem ekki selst skal víkja. Á hveiju
ári keyri ég kort á áramótabrenn-
urnar. Kort sem ekki hafa gengið
nógu vel. Þau sem ganga, geymi
ég á safnformum og prenta aftur
þegar nauðsyn krefur. I stað þeirra
sem fara á bálið koma ný irin og
ekkert kort fær lengri tíma en tvö
ár til að sanna sig.“
— En munu panoramakortin
leysa þau hefðbundnu af hólmi?
„Það eru engin teikn á lofti í þá
veru. Þetta era 21x10,5 sentimetra
kort á móti 10x15 sentimetra kort-
um sem era þau algengustu. Ég
kalla þau gjaman „Mozartinn" í
útgáfunni. Þetta eru myndir teknar
á alveg sérstaka vél. Þetta er sér-
stök myndataka og það þarf mikla
fagmenn til að ráða við dæmið.
Vélin er sérsmíðuð, afar dýr og í
fárra höndum fyrir vikið. Þau eru
vinsæl og vinsældir þeirra fara vax-
andi, en þau hafa ekki sömu stöðu
og gömlu góðu kortin, ekki enn að
minnsta kosti, hvað sem síðar verð-
ur. Það verður þó að skoðast, að
það era aðeins tvö ár síðan ég setti
þessi kort á markaðinn."
Tilkynningaskyldan
— Hversu öruggur markaður er
þetta?
„Ég get mér til um að á hveiju
ári seljist milli 800.000 og ein millj-
ón korta. Ferðaiðnaðurinn á um það
bil 80% af þeirri sölu. Þetta er ein-
hver besta landkynning sem hugs-
ast getur, því kortin fara vítt og
breitt um allan heim. Það ber raun-
ar vott um góðan starfsanda ef
póstkort frá vinnufélögum eru
hengd á töflur vinnustaða. Sjálfur
hef ég séð slíkt. Stór hópur allra
þeirra ferðamanna sem hingað
koma nota ekki síma nerna í neyð.
Þeir era ekki eins og íslendingar
sem hringja heim fímm tímum eftir
að þeir koma til Spánar til að spyija
hvernig veðrið sé heima. Hringja svo
daginn eftir til að segja frá því
hvemig veðrið á Spáni sé og spyija
svo í leiðinni hvort ekki sé stytt upp
heima. Nei, ferðamennirnir erlendu
nota póstkort sem tilkynninga-
skyldu sína. Ótrúlega stór hópur
þeirra sest niður og hripar niður
nokkrar línur á póstkort, kannski
daglega, kannski annan hvern dag
og þannig fylgjast þeirra nánustu
með því hvað þeir eru að gera hér.
Það gildir einu hvort að þessir ferða-
menn era fjáðir eða ekki, þeir nota
símann aðeins í neyð. Markaðurinn
er því fyrir hendi og ferðamanna-
fjöldinn hefur farið vaxandi og það
er auðvitað af hinu góða fyrir okkur
sem stöndum í þessu. Hins vegar
era margir um hituna. Þegar ég
byijaði voru fjórir fyrir. Nú era 8
eða 9 aðilar að gefa út og selja
póstkort."
Sjálfstæðisbarátta í seðlum
Eins og fram kom framar í grein
þessari, hafa ýmis gæluverkefni
fallið að starfsemi Laxakorta. Eitt
þeirra vakti mikla athygli á sínum
tíma, en þá tók Eyþór upp á því að
safna saman öllum peningaseðlum
Islands frá upphafi og gefa út á
póstkortum. Síðan, þegar hann var
búinn að því, gerði hann gott betur,
gaf út póstkort af bakhlið allra seðl-
anna! „Seðlaútgáfan tók allar frí-
stundir mínar í þijú ár og verkefnið
heillaði mig æ meira eftir því sem
á það leið. Frelsisbaráttu íslendinga
má lesa af seðlum þessum og ég tel
enga þjóð vera sjálfstæða fyrr en
hún hefur eignast sína eigin seðla.
Þetta var mikið verk, enda var fyrsti
seðillinn gefinn út árið 1778,“ segir
Eyþór og getur þess að kortunum
hafi verið forkunnar vel tekið.
Annað gæluverkefni hefur ekki
síður verið umfangsmikið í sniðum.
Það var útgáfa spilastokka með
myndum af laxaflugum. Það kann
að hljóma einfalt og lítilfjörlegt en
þegar betur er að gáð er ekki svo.
„Það má segja, að með spilaút-
gáfunni hafi fyrirtækið Laxakort
loks staðið undir nafni. Ég hafði
lengi velt því fyrir mér að gefa út
svona spilastokka og ég er ekki að
tala um einhveijar laxaflugur, held-
ur gömlu, klassísku flugur bresku
meistaranna. Flugur sem sumar
eiga allt að 100 til 200 ára gamlar
uppskriftir og skarta sumar hveijar
allt að 40 litum af fjöðrum 20 fugla-
tegunda sem sumar hveijar eru nú
útdauðar. Þegar ég síðan kynntist
Pétri Steingrímssyni í Nesi í Aðal-
dal sá ég að draumurinn gat loks
ræst. Pétur er feiknasnjall hnýtari,
margverðlaunaður, og honum leist
strax vel á að prófa. Hann hnýtti
52 flugur og aðeins ein er af nýju
kynslóðinni. Síðan ljósmyndaði
Magnús Hjörleifsson flugurnar og
það var mikið afrek að fá alla litina
til að njóta sín. Loks litgreindu og
skeyttu strákarnir í Litrófi allt sam-
I
í
>
i
i
i
i
i
i
i
i
i
>
i
i
i