Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir okkar,
ÞÓRUNN SIGURLÁSDÓTTIR,
Boðahlein 20,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu að morgni 4. janúar sl.
Guðjón Örn Jóhannesson,
Þór Ostensen.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÁSTRÁÐSSON
fv. loftskeytamaður,
Ljósheimum 16b,
lést á Hrafnistu, Reykjavtk, 6. janúar.
Maria Helgadóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Inga A. Guðmundsdóttir,
Þorsteinn B. Á. Guðmundsson, Þrúöur Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEORG SIGURÐSSON
cand. mag.,
sem lést 24. desember síðastliðinn, verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 11. janúar nk. kl. 15.
Sigurður Georgsson,
Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange,
Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ERNA BAREUTHER,
Ásholti 2,
105 Reykjavík,
lést í Þýskalandi 3. janúar sl.
Hún verður jarðsungin í Helmbrechts, Þýskalandi, 17. janúar 1995.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Gudrun B. Jónsson,
Kristján Jónsson,
Walter Ragnar Kristjánsson,
Laura Hjartardóttir,
Kristján, Kári og Kjartan.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR ZAKARÍASDÓTTIR,
áðurtil heimilis á Gránufélagsgötu 6,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim
sem vildu minnast hennar, er bent á
Samband íslenskra kristniboðsfélaga.
Ingóifur Oddgeir Georgsson, Karin Birgitta Axelsdóttir,
Sakarias Ingólfsson,
l'ris Rut Ingólfsdóttir,
Sigri'ður Ingólfsdóttir,
Axel Davfð Ingólfsson,
Marta Elfsabet Ingólfsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
KRISTINN HALLGEIR ÁRNASON
forstjóri,
Hátúni 8,
Reykjavik,
sem lést 29. desember, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 10. janúar kl. 15.00.
Gunnar Kristinsson, Valgerður Andersen,
Helga Kristinsdóttir, Ríkharð Laxdal,
Árni Kristinsson,
Brynjólfur Kristinsson,
Ragnar Sigurjónsson,
Kjartan Rikharðsson,
Kristinn Ríkharðsson,
Níels Árnason.
ÞÓRHILDUR BJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR
+ Þórhildur Björg
Jóhannesdóttir
fæddist á Víkinga-
vatni í Kelduhverfi
hinn 20. janúar
1899. Hún lést á
heimili sínu, Hátúni
2 í Reykjavík, 31.
desember sl. For-
eldrar hennar voru
Jóhannes, f. 20 nóv-
ember 1868, d. 30.
ágúst 1926, síðar
bóndi í Krossdal,
Sæmundsson frá
Narfastaðaseli í
Reykjadal, og kona
hans Sigríður, f. 29. nóvember
1867, d. 22. júní 1919, Þórarins-
dóttir frá Víkingavatni. Systkin
Þórhildar voru tvö, Guðrún, f.
20. ágúst 1896, d. 15. febrúar
1935, gift Kristjáni kennara
Eggertssyni Jochumssonar í
Grímsey, og Þórarinn, f. 29.
október 1905, d. 16. júlí 1970,
bóndi í Krossdal í Kelduhverfi,
kvæntur Guðnýju Þórarinsdótt-
ur frá Kílakoti Sveinssonar í
sömu sveit. Jóhannes og Sigríð-
ur fluttu í Krossdal 1902 og
ólst Þórhildur þar upp. Tvítug
að aldri missti hún móður sína
og varð bústýra
föður síns til ævi-
loka hans 1926.
Þórhildur starfaði
á Kristneshæli og
kynntist þar As-
mundi Eiríkssyni
frá Reykjarhóli í
Fljótum, f. 2. nóv-
ember 1899, d. 12.
nóvember 1975.
Þau gengu í hjóna-
band hinn 12. des-
ember 1932. Ás-
mundur gerðist
trúboði á vegum
hvítasunnumanna
og var forstöðumaður Betel-
safnaðarins í Vestmannaeyjum
og síðar Fíladelfíusafnaðarins
í Reykjavík. Hann var ritsljóri
tímaritanna Aftureldingar og
Barnablaðsins og höfundur
fjölda bóka. Þórhildur tók mik-
inn þátt í störfum manns síns,
hvort heldur var við umfangs-
mikil ritstörf eða annasamt
safnaðarstarf. Mjög gestkvæmt
var á heimili þeirra hjóna, bæði
á Hverfisgötu 44 og síðar í
Hátúni 2, og þáðu jafnt háir
sem lágir þar góðgjörðir, jafn-
vel-svo tugum skipti dag hvern.
„HEFUR þú komið í Hólmatung-
ur, Hafliði?“ Þessari spurningu var
varpað til mín í einni af mörgum
morgunkaffistundum sem ég átti
hjá Þórhildi Jóhannesdóttur. „Nei,“
ég varð að játa að þangað hefði
ég aldrei komið. „En ég hef komið
í Ásbyrgi og Hljóðakletta,“ og nú
reyndi ég að bera í bætifláka fyrir
klaufaskapinn að hafa sleppt
Hólmatungunum. Þá sagði hún á
sinn einlæga hátt: „Það er ekki til
fegurri staður á jarðríki. Þú verður
að fara þangað.“ Og ég vissi að
þangað yrði ég að fara. Nokkrum
mánuðum seinna sátum við eins
og svo oft áður við eldhúsborðið
hennar og ég sagði frá minni upp-
lifun, þegar ég leit Hólmatungurn-
ar í fyrsta sinni, þar sem þær böð-
uðu sig í þingeysku sumarsólinni.
Hún Ijómaði þegar við töluðum um
náttúruperlur sveitarinnar hennar,
svo bætti hún við: „Komstu við á
Víkingavatni?" „Nei,“ svaraði ég
afsakandi. „Það er fallegasta jörð
á íslandi," sagði hún. Og þetta
talaði hún svo sannfærandi að ég
var alveg viss um að hún hefði á
réttu að standa, það sönnuðu Hól-
matungumar.
Þórhildur hafði frásagnargáfu
betri en flestir sem ég hef kynnst
á lífsleiðinni. Hún var full af lífs-
gleði, kærleika og óbilandi trú á
frelsara sinn Jesúm Krist. Hún
hafði gott lag á að vefa þetta
þrennt inn í frásögn sína. Minni
hennar var einstakt og lýsingar á
atburðum liðinna ára gáfu okkur
vinum hennar innsýn í_ þessa at-
Btómustofa
Fnðfinns
' Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. S(mi 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
burði rétt eins og þeir væm að
gerast fyrir augum okkar.
Ég naut þeirra forréttinda að
vera borinn nýfætt ungbarn inn á
heimili þeirra Asmundar Eiríksson-
ar, þar sem þau bjuggu á Hverfis-
götu 44. „Ég man svo vel þegar
þú fæddist," sagði hún brosandi.
Síðan lýsti hún atburðum þessa
dags fyrir tæpum 40 árum með
slíkri nákvæmni að ég get með
sanni sagt að ég muni daginn,
þegar ég fæddist, þökk sé Þórhildi.
Þegar Þórhildur kynntist Ás-
mundi Eiríkssyni, þá var stefna
hennar mörkuð. Honum skyldi hún
fylgja í blíðu og stríðu og þeirra
þjónusta hér á landi og víða um
heiminn ber vott um einstakt sam-
starf og árangursríkt. Þau vom
frumheijar í starfi hvítasunnu-
manna á íslandi og unnu margan
manninn fyrir himininn. Fíladelfíu-
söfnuðurinn í Reykjavík naut
þeirra forréttinda að fá þau sem
forstöðuhjón nokkmm ámm eftir
stofnun safnaðarins, sem þau,
ásamt með tíu öðmm, höfðu tekið
þátt í að ýta úr vör árið 1936. í
25 ár veittu þau starfinu forystu
og undir þeirra traustu leiðsögn
vom mörg stórvirkin unnin. Safn-
aðarhúsið við Hátún 2 ber vott um
stórhug og víðsýni þess hóps, sem
vann að framgangi hvítasunnuboð-
skaparins hér í Reykjavík ásamt
með þeim hjónum.
Hennar framlag sem gestgjafi
og samstarfsmaður Ásmundar í
öflugu útgáfustarfi safnaðarins
verður seint metið sem skyldi.
Gáfur hennar og gott vald á ís-
lenskri tungu komu að góðum not-
um þegar þau sátu við prófarka-
lestur og þýðingar á efni því sem
birtist í tímaritinu Aftureldingu og
þeim fjölda bóka, sem þau áttu
þátt í að koma út á langri starf-
sævi. Margir sátu við kaffi- og
matarhlaðborð á heimili þeirra.
Þórhildur var afar félagslynd og
naut þess að hafa marga í kringum
sig. Til þeirra komu menn af öllum
stigum, og allir voru jafn velkomn-
ir, þó kannski þeir sérstaklega, sem
enginn annar vildi hýsa. Hjá Þór-
hildi fengu þeir tignarlegar mót-
tökur og hlýjasta bros sem til var
á jörðinni.
Hún hafði lengi horft með til-
I t I Krossar
III áleÍÖ‘
" I viðarlit og máloðir.
Mismunandi mynsnjr, vönauo vinna.
Slmi 91-35939 oq 35735
hlökkun fram til hinsta dagsins
eftir að leiðir þeirra Ásmundar
skildu um stundarsakir við lát hans
árið 1975. Hún vissi að hann biði
hennar, svo ástríkur og elskulegur
eins og alltaf. „Þú hefðir átt að
þekkja hann Ásmund,“ sagði hún
við nýja vini sína. „Hann var besti
maður í heimi,“ bætti hún við og
brosti svo yndislega, „og ég fæ að
sjá hann um leið og ég hefi séð
Jesú.“ Þessi barnslega, sterka trú
hreif samferðafólk hennar og enn
á ný fengum við að skyggnast inn
í heim sem hún þekkti vel, heim
trúarinnar. Og nú er hún komin
heim til þess staðar sem hún gat
lýst af jafn miklum innileika og
Hólmatungunum. Þar fær hún að
eiga heima um alla eilífð, á besta
stað sem til er í öllum alheimi.
Hafliði Kristinsson.
Fréttin um andlát Þórhildar,
barst mér á gamlársdagsmorgun.
Þórhildur var á 96. aldursári.
Margt kemur upp í huga manns
þegar minnast á jafn stórbrotinnar
manneskju og Þórhildur var. Á
henni sannaðist best að aldur ein-
staklings er afstæður og fer frem-
ur eftir ástandi hugans en fjölda
ára. Ég naut þeirrar gæfu að fá
að kynnast Þórhildi síðustu árin
sem hún lifði. Þær stundir sem ég
átti með henni verða mér ávallt í
minni, sér í lagi þessi mikla trú-
festi sem hún bjó yfir og þetta
bjarta yfirlit sem ávallt mætti
manni. I augum hennar leyndi sér
ekki sá mikli kærleikur sem hún
bjó yfir. Engum gat leiðst í návist
Þórhildar, enda var hún skarp-
greind og aldrei heyrði ég hana
tala neikvætt í sínum umræðum.
Svo sannarlega var hún tryggur
þjónn í boðun fagnaðarerindisins
og margir voru þess aðnjótandi að
vera eitt af hennar föstu bænarefn-
um. Þar átti ég einnig því láni að
fagna að vera á þessum bænalista
hennar til margra ára og svo sann-
arlega svaraði Drottinn bænum
hennar. Mér verður lengi í minni
sú mikla virðing og kærleikur sem
hún bar til eiginmanns síns Ás-
mundar Eiríkssonar, fyrrum for-
stöðumanns Fíladelfíusafnaðarins
í Reykjavík, sem lést 12. nóvember
1975. Nú er þessi trúi þjónn og
mikla bænamanneskja farin yfir
móðuna miklu til fundar við
Frelsarann okkar. Það hefur verið
mér dýrmæt reynsla að fá tæki-
færi til að kynnast jafn stórkost-
legri manneskju og Þórhildur var.
Blessuð sé minning hennar.
Friðrik Baldursson.
Kynni okkar Þórhildar hófust
árið 1958, þegar ég (ásamt móður
minni, Vigdísi Guðmundsdóttur)
kom til íslands í fýrsta skipti og
síðan hefur hún verið mér trygg
vinkona. Gestrisni hennar, og As-
mundar Eiríkssonar mannsins
hennar, var frábær. Það var alltaf
gaman að koma heim til Þórhildar
í Hátún 2 í kaffi og spjalla við
hana, hún var svo vel gefin. Ég
mun aldrei gleyma veislu sem hún
hafði fyrir mig 10. júní sl. Þar
voru saman komnir um 30 gestir
og þar sat Þórhildur, glöð og hress,
ástrík heiðurskona, 95 ára gömul.
Hún var kona sem helgaði öðrum
líf sitt, hún veitti straumum elsku,
ljóss og fagnaðar inn í líf okkar
sem þekktu hana.
Það sem auðkenndi frú Þórhildi
fyrst og fremst var djúp, fögur og
styrk kristin trú. Hún elskaði og
þekkti Jesú Krist, frelsara sinn og
Herra, af eigin reynslu. Hún lifði
í nánu og innilegu sambandi við
Hann, jafnt í gleði og sorg, alla
sína löngu jarðnesku ævitíð. Og
nú eftir langan og vel notaðan
ævidag, hefur hún hlotið friðsæla
hvíld í Guðs föðurhúsunum him-
nesku í landi eilífa lífsins.
Fyrir blóð Lambsins blíða,
búin er nú að striða,
og sælan sigur vann.
(H.P.)