Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ASKELL MAGNUSSON Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma. öll börn þín, svo blundi rótt. ■JUÁskell Magnús- • son fæddist á Hellum í Land- mannahreppi 11. október árið 1926. Hann lést á heimili sínu, Melgerði 33 í Kópavogi, 31. des- ember 1994. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson, bóndi á Hellum, f. 9. júní 1891 á Björgum í Lj ósavatnshreppi, og Vilhjálmina Ingibjörg Filippus- dóttir, ljósmóðir, f. 23. ágúst 1891 á Hellum. Börn þeirra Vilhelmínu og Magnúsar voru, auk Áskels, Guðrún, húsmóðir í Kópavogi, f. 3. desember 1920, Hlöðver Filippus, bóndi á Hellum, f. 2. september 1924, Ingibjörg, húsmóðir í Reykja- vík, f. 30. september 1931, og Lilja, húsmóðir að Sæbergi i Hrútafirði, f. 30. sept. 1924, hún var uppeldissystir þeirra. Áskell var kvæntur Guðmund- ínu Oddbjörgu Magnúsdóttur, f. 2. september 1936. Foreldr- ar hennar voru hjónin Magnús Jónsson frá Snjall- steinshöfða í Landssveit, fædd- ur 29. ágúst 1890, og Siguijóna Soff- ía Sigurjónsdóttir frá Saltvík á Kjal- arnesi. Þau hjón Magnús og Sigur- jóna bjuggu lengst af á Freyjugötu 17b í Reykjavík. Þau hjónin Áskell og Guðmundína eignuðust tvö börn, þau Davíð og Helenu. Davíð er rafeindavirki, f. 22. desem- ber 1968, giftur Ellu Kristínu Geirsdóttur, líffræðingi, f. 31. mars 1967. Börn þeirra eru Ásgeir, f. 25. apríl 1990, og Matthías, fæddur 7. desember 1993. Helena, fædd 11. októ- ber 1975, nemandi í Tækni- skóla Islands. Áskell fékk sveinsbréf í iðn sinni bifvéla- virkjun í Reykjavík 3. des- ember 1952. Meistarabréf hans var útgefíð í Reykjavík 3. desember 1963. OKKUR langar að minnast Áskels í fáum orðum, góðs nágranna okk- ar. Kynnum okkar hófust 1989 þegar við hjónin tókum á leigu íbúð í húsi þeirra hjóna í Melgerði 33, Kópavogi. Keli var 'alltaf boð- inn og búinn að hjálpa okkur og ófáar ferðir voru famar út í skúr Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN I Brautarholti 3,105. R Sími 91-621393 til að leita aðstoðar því honum var ekkert ómögulegt að gera. Það var okkur hjónunum og börnum mikil ánægja og gleði að kynnast Kela, þótt kynnin hafí verið alltof stutt. Minningin um hann mun ylja okk- ur um hjartarætur. Elsku Munda, Davíð, Helena, Ella og barnaböm, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hilmar, Elín og börn. Æ\ Oslo kommune ULLEVAL SYKEHUS HANDLÆKNINGADEILD Skurðaðgerðadeild Hjúkrunarfræðingar SEFO NR. 29374, 29376, 29745, 29746, 29747, 29748. Fastráðningar í fullt starf og tímabundnar ráðningar í fullt starf. Ný glæsileg skurðlækningadeild með 9 skurðstofum. Vinnuumhverfi er faglega mjög athyglisvert og eru sérstakar deildir fyrir eftirfarandi sérfræðigreinar: * Bæklunarsjúkdóma * Þvagfærasjúkdóma * Hjarta/æða/brjósthols/barnasjúkdóma * Maga/lýta- lækningaskurðaðgerðir * Taugaskurðaðgerðir/kjálka- aðgerðir. Að auki tökum við við „multitrauma“-sjúkl- ingum. Við vinnum nú að endurskipulagningu hjúkrunar- fræðiþjónustu þannig að starfsfólk geti tengst einstök- um deildum með föstum hætti. Til að kynnast starfs- venjum deildarinnar í heild færast nýráðnir starfs- menn á milli einstakra deilda í ákveðinn tíma. Deild Taugaskurðaðgerða/kjálkaaðgerða er sjálfstæð eins og stendur með fóstu starfsliði. Umsækjendur, sem einungis hafa starfsreynslu af skurðdeild, verða að geta sýnt fram á með skriflegum hætti þriggja ára starf af því tagi. Nauðsynlegt er að hafa opinbera norska viðurkenningu áður en starf hefst. Launaflokkur 21-27, NOK 175.132-196.888 á ári. Upplýsingar veitir Dordi Sæbo Jorgensen yfirhjúkr-. unarfræðingur í síma 00 47 22 11 95 00. Umsóknir ber að senda til: Direktoren, Ullevál syke- hus, N-0407 Oslo, Noregi, innan tveggja vikna eftir að staðan er auglýst. Þegar ég man fyrst eftir Áskeli vann hann að iðn sinni á bifreiða- verkstæði Ræsis í Reykjavík. Ör- lög ófust þannig að eiginkonur okkar voru systur. Má segja að kunningsskapur okkar hafi verið traustur og fann ég að þar sem Áskell var fyrirfannst drengur góður. Afstaða hans til lífsins var meðal annars varfærni, vandvirkni og öryggi. Gamansemi hans var þægileg. Það var einu sinni á góðri stund að við Áskell vorum að ræða stjómmál og tal okkar barst að frelsinu. Þá sagði Áskell á þessa leið: „Sá sem ekki agar sig má ekki vera þar sem frelsið á heima.“ Þannig var Áskell heimspekingur. Eg man aldrei eftir því að hann hafi misnotað reglur bestu hegð- unar í lífi og starfí. Ég er Áskeli ævinlega þakklátur fyrir þessa setningu um frelsið. Tryggð hans við æskustöðvar sínar var sterk og fór hann þang- að oft með fjölskyldu sína og efldi tengsl við búsýslu og gróanda. Áskell fylgdist vel með sögu síns héraðs og öllu sem til framfara horfði, þar sem annars staðar. Þau hjón reistu sér hús í Melgerði 33 í Kópavogi þar sem þau bjuggu og fjölskyldan dafnaði. Þar var regla og myndarbragður innan dyra sem utan. Áskéll var með fyrstu mönnum sinnar stéttar til að kynna sér tækni og viðgerðir á sjálfskipting- um í bifreiðum hér á landi. Veit ég að til voru menn sem sögðu „annað hvort gerir Áskell við þennan sjálfskipta gírkassa eða enginn". Má af því marka að hann var traustsins verður. Árið 1965 hóf Áskell að vinna á bílaverkstæði olíufélagsins Esso í Reykjavík. Þar starfaði hann þar til hann lést síðastliðinn gamlárs- dag. Ég og fjölskylda mín kveðjum Áskel Magnússon með erfiðum söknuði og biðjum góðan Guð að styrkja eftirlifandi eiginkonu hans, börn, tengdadóttur, barnaböm og aðra ástvini í þeirra sáru sorg. Gestur Hallgrimsson. (M. Joch.) Mig langar með örfáum orðum að kveðja vin minn Áskel Magnús- son sem lést á gamlársdag langt um aldur fram. Dagfarslega var Áskell hæglátur, yfirvegaður, hrekklaus og hjálpsamur maður. Aldrei lá honum illt orð til nokk- urs manns. Ég var svo lánsamur að kynnast Áskeli er ég vorið 1987 hóf störf á dæluverkstæði Olíufé- lagsins Esso. Þar hafði hann þá starfað að viðgerðum um áratuga skeið. Þegar í upphafi tókst með okkur traust vinátta. Við unnum mikið saman á þessum tíma og ferðuðumst mikið um landið vegna starfsins. Tók ég þá eftir því að Áskell var bundinn átthögum sín- um og bændastéttinni mjög sterk- um böndum. Það var gott að starfa með Áskeli. Hann var útsjónarsamur, ósérhlífinn og hörkuduglegur. Hann kunni ráð við öllu og ef ekki voru til verkfæri, sem oft kom fyrir, smíðaði hann þau. Með Áskeli er genginn góður maður. Ég þakka honum einlæga vináttu og ánægjulegt samstarf. Aðstandendum hans sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðlaugur Kr. Birgisson. Kveðja frá eiginkonu Þú varst allra besti vinur sem átt ég hefi mér allar stundimar sem átti ég með þér mun ég geyma eins og perlur í minningasjóð og enginn getur tekið þær frá mér. Við áttum langa samleið ég og þú við þeirra stunda nutum bæði í tryggð og trú. En núna ert þú horfinn á feðra þinna slóð hjá mér mun lifa minning um þig góð. Guðmundína Magnúsdóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Fréttin um lát frænda okkar Áskels Magnússonar kom mjög á óvart. Hann hafði ekki kennt sér neins meins, en varð snögglega hrifinn brott úr jarðneskri vistar- veru á gamlársdag. Það eru margar minningarnar sem rifjast upp, og tengdar eru minningu hans, en hann og kona hans Guðmundína bjuggu í nokkur ár hjá foreldrum okkar í Melgerði 32. Munda og Keli reyndust okkur syskinunum vel í hvívetna, þegar misklíð kom upp meðal okkar reyndist Keli góður sáttasemjari, sem gætti þess alltaf að enginn stæði uppi sem sigurvegari — allir gætu skilið sáttir. Slíkt viðmót verður seint þakkað. Áskell lauk prófi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum 1947, starfaði hjá Ræsi hf. í 18 ár og hjá Olíufé- laginu hf. frá 24. maí 1965 til dauðadags. Störfum sínum þar sinnti hann af mikilli samvisku- semi, og aflaði sér fljótt orðspors sem vandvirkur og samviskusam- ur fagmaður. Til hans var gott að leita, þegar eitthvað bjátaði á, hvort sem um var að ræða bílavið- gerðir eða annað. Áskell ólst upp við það í æsku að afla fiskjar í Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Þeir sem voru svo lánsamir að dvelja þar með honum við veiðar líður það seint úr minni. Hann gjörþekkti allt Veiðivatnasvæðið, kunni skil á örnefnum, og vissi um ótal marga staði þar sem „fiskur lá undir steini“, sagði skemmtilegar sögur sem lífguðu upp á tilveruna. Ekki má gleyma veiðivatnasúpunni frægu, og fjörinu í kringum þá matseld. I Veiðivötnum átti hann sér marga uppáhaldsstaði. í minn- ingunni sér maður hann fyrir sér standandi með veiðistöngina úti í Straumnum í Litla-Fossvatni, og svo stuttu síðar á leið í landi með físk. Það er ekki síst honum að þakka að á þessum ferðum lærði maður að umgangast náttúruna af virð- ingu, njóta hvíldar í faðmi fjall- anna, og að það er ekki aðalfttrið- ið að veiða sem flesta fískana. Nú þegar kveðjustundin er runn- in upp eru orðin lítilmegnug. Margs er að minnast og margs er að sakna. Það var gæfa frænda míns að hafa Mundu sem lífsförunaut. Elsku Munda, Helena, Davíð, Ella og aðrir aðstandendur. Góður guð styrki ykkur í sorg ykkar. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom gætir þá líður sem leitur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HIH) Með kveðju frá heimilisfólkinu Melgerði 32. Sveinbjörn Strandberg. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i 4 4 4 4 4 T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.