Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HMuN-wmm Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði og tækni. Málað með vatns- og olíulitum. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 611525. SÍMI46460 Heilsupakkinn sjö sjö • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. • 10 tíma ljós í frábærum ijósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þá, sem vilja leggja af • Allt þetta fyrir kr. 7.700,-. • Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress, bless. Mannauðsáætlun Evrópusambandsins Almennur kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna 9. janúar, kl. 15.00-16.30 ífyrirlestrarsal á 2. hœð í Þjóðarbókhlöðunni. Mannauðsáœtlun erhluti af 4. rammaáœtlun Evrópu-sambandsins (ESB) sem fjallar um rannsóknir og þróun. Sérstakt markmið mann- auðsáætlunarinnar er að veita styrki til þjálfunar evrópskra vísinda- ogfrœðimanna, auk þess að ejla samvinnu og tengsl (þeirra á milli. Um er að ræða þrjár megin tegundir styrkja innan áætlunarinnar: Þátttaka vísindamanna í rannsóknametum. Styrkir til rannsóknardvalar vísindamanna. Aðgangur að tilraunastöðvum (large scale facilities). Auk þessara þriggja tegunda eru veittir styrkir til ráðstefnuhalds, sumarskóla o.fl. Dagskrá fundar: Setning fundar og inngangsorð; Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, fulltrúi íslendinga í stjómamefnd Mannauðsáætlunar ESB. Mannauðsáætlun ESB; Dr. J. Rosenbaum, starfsmaður framkvæmdastjómar ESB. Umræður og fyrirspumir. Fundarmönnum gefst kostur á að ræða nánar við fulltrúa framkvæmdastjómarinnar og fulltrúa Kynningarmiðstöðvarinnar eftir fundinn. Kaffiveitingar í fundarhléi. Fundi stjórnar dr. Þorsteinn I. Sigfússon. HERMANN JÓNSSON + Hermann Jóns- son, járnsmiður, fæddist 21. septem- ber 1899. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hann lést 31. desember 1994. Eftirlifandi eiginkona er Guðný Th. Guðnadóttir, f. 3. maí 1908. Hann starfaði lengst af í Landsmiðjunni, eða u.þ.b. 45 ár. Her- mann og Guðný áttu einn son, Gunnar, hljóðmann hjá Ríkis- sjónvarpinu. Útför Hermanns fer frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 9. janúar 1995. ÞEGAR ég kom heim í jólafríið tveimur dögum fyrir jól, var mér strax sagt að afi minn biði spenntur eftir að sjá mig. Við höfðum þá ekki sést í rúmt ár. Afi er nú orðinn rúm- fastur á Borgarspítalanum og hafði hann reyndar dvalið þar síðan í sept- emberbyrjun. Mikil var breytingin orðin á þessum stálhrausta og lífs- glaða manni sem stóðst ekki mátið og steppaði örlítið um síðustu jól. Það segir líka margt um afa að þá, fyrir ári, fékk hann hálsbólgu í fyrsta sinn. Afi var aldrei veikur, það var eins og maður gerði ekki ráð fyrir að slíkt gæti gerst. Amma og afi bjuggu alla tíð á Amtmanns- stígnum í Reykjavík, í húsinu sem afí byggði. Þaðan á ég margar og góðar minningar og bjó reyndar þar fyreta ár ævi minnar. Ég hef alltaf verið mjög hænd- ur að ömmu og afa og vildi t.d. iðu- lega fara heim með þeim að loknum kvöldverði á aðfangadag. Afí Her- mann, eða bara afí, var eini afínn sem við systkinin áttum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri afa, hann afí var einstaklega barngóður og naut samverustunda okkar ekki síður en ég gerði. Við afí fórum nánast á hveijum einasta sunnudegi í þijúbíó, þannig að þegar klukkan fór að ganga þijú á sunnudögum byijaði hann að bíða við símann og velta fyrir sér hvort Til sölu Eyrarholt 1 Hf. Frábært útsýni Til sýnis sunnud. 8. jan. kl. 16-18. 3ja herbergja íbúð á efstu hæð til hægri í þessu nýlega fjölbýli, 101 fm. Góðar innréttingar í eldhúsi, baði og þvottahúsi/ geymslu, skápar í herbergjum. Áhv. byggingar- sj.lánca. 5,2 m. Verð 8,9 m. við ætluðum ekki í bíó í dag. Afí, sem eins og áður sagði var alltaf fjallhraustur, heyrði frekar illa eftir áratuga starf í Landsmiðjunni. Slæm heym kom sér þó stundum vel, því þegar blístrið og flautið byijaði í bíóinu fyrir sýningn skrúfaði afí bara niður í heyrnartækinu. Afí fór líka af og til með mig á völlinn að horfa á fótbolta. Ég veit ekki til þess að hann hafí átt sér neitt sérstakt uppáhaldslið, heldur hafi hann aðeins verið að fara með mig á völlinn. Afi var hins vegar mikill íþróttamaður á sínum yngri árum, í senn sterklega vaxinn, ákaflega hraustur og kattliðugur. Hann bjó að þessu alla tíð og eru sérstaklega minn- isstæð þau atvik þegar við fórum á skauta á tjöminni í Reykjavík. Afi var þá kominn vel á áttræðisaldur en bar af hvað vaiðar leikni og lipurð á svell- inu. Hann hafði óneitanlega gaman af því að sýna listir sínar og oftar en ekki gleymdu aðrir skautaiðkendur sér við að horfa á hann geysast fram og aftur eftir ísnum. Í kringum jólin fómm við afí reglulega í miðbæinn að fylgjast með jólasveinunum. Þá komu þeir fram í gamla Morgunblaðshúsinu og þar gat afí staðið endalaust með mig á herðunum dolfallinn og fullan aðdáunar að horfa á þá spila og syngja. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var gamli bíllinn hans afa, Ford Cortina, árg. 1969. Afí gaf mér hann þegar ég var tvítugur, enda afí þá orðinn 85 ára gamall og hættur að aka. Þetta er auðvitað ekki nýr bíll en hann stóð þó fyllilega fyrir sínu. Þegar ég hitti afa um jólin 1993 var ljóst að hann var ekki alveg eins sprækur og áður, enda orðinn 94 ára. Hann og amma bjuggu ennþá ein á Amtmannsstígnum og hann sá um að fara í búðina og í Kolaport- ið um helgar. Hann munaði ekki um að labba upp og niður snarbrattan Amtmannsstíginn. GLEÐILEGT AR Kennsla hefst miðvikudaginn 11. janúai Nemendur mæti á sömu tímum og áður. UPPLÝSINGAR í SÍMA 72154. Pélag íslenskra listdansara. BflLLETSKÓLI SIGRÍÐflR flRmflfin SKÚLAGÖTU 32-34 NÁÐU TÖKUM Á NÝJU TUNGUMÁLI Á METTÍMA Málaskólinn Mímir - Hraðnámstækniaðferðir við tungumálanám. Sarah Biondani hefur þróað og þjálfað hraðnámskennsluaðferðir sem nýttar hafa verið á námskeiðum Mímis sl. 3 ár. Yfirkennari er Barry Green og aðrir kennarar eru Reiner Santuar og Hilda Torres ENSKA - ÞÝSKA - SPÆNSKA Almenn tungumálanámskeið hefjast í vikunni 23.-27. janúar SÉRKENNSLA • TUNGUMÁLANÁM FYRIR FJÖLSKYLDUNA • SAMTALSHÓPAR FYRIR LENGRA KOMNA • 20-60 KENNSLUSTUNDA NÁM • YFIR 50% ENSKUKENNSLUNNAR LEGGUR ÁHERSLU Á ÞJÁLFUN TALMÁLS • VIÐSKIPTAENSKA. NVTT FYRIR LENGRA KOMNA: ALÞJÓÐLEG VIÐSKIPTAENSKA 20 TÍMAR_ Úrvals kennarar - Úrvals kennsluaðferðir - Hagkvæmt verð. /jk Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands, sími 10004.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.