Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 36

Morgunblaðið - 08.01.1995, Page 36
36 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens l Í' 'ii 'i" þeTTA ERAmAÐ H\SO&r £7V66£>\ SÐ/f H8DÐ SUZÚÞG/tNGA j 01994 Tribune Media ServiOM, Inc. »/3 cisw mouneMwia; l%rrj A> Rlghts Reserved. £3^£3 aV^ Grettir Ferdinand Smáfólk Stundum velti ég því fyrir mér, Maður spilar út þeim spilum sem Hvað svo sem það þýðir. hvernig þú skulir þola það að manni er gefið ... vera bara hundur. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Aðgát skal höfð... Frá Susie Bachman: FYRST vil ég óska umhverfisráð- hera og eiginkonu hans innilega til hamingju með dótturina. Gleðin leyndi sér ekki þar sem þau birtust okkur í sjónvarpi nú nýlega. Ekkert jafnast á við að verða foreldri. Þá skiptir ekki máli hvort um kjörbörn er að ræða eða þau sem af okkur hafa fæðst. Kjörbörn eiga öll rétt- indi og njóta sömu forréttinda sem hold okkar og blóð. Það er gleðiefni að litla stúlkan skuli vera svo lánsöm að fæðast á tímum þegar ekkert er sjálfsagðara en að upplýsa kjörbörn um uppruna sinn. Fyrir u.þ.b. 50-60 árum var það álitið óhugsandi í flest- um tilfellum, fyrst og fremst af til- litssemi við bömin. Það þótti ekki ráðlegt að raska ró þeirra. Eitt atriði gleymdist í allri ást og umhyggju fyrir börn- unum gleymdist eitt mikiívægt at- riði. í litlu landi sem okkar, þar sem allir þekkja alla, er óhugsandi annað en að einhvetjir séu lausmálir. Gróa á Leiti hefur alltaf verið til. Það aftur á móti leiðir til þess að börn sem þannig er ástatt um geta þurft að bera þungan kross allt til ævi- loka. Ég vil gefa hér lítið dæmi. Lítil stúlka á sér einskis ills von. Hún er glöð og hamingjusöm. Hún veit að hún á bestu mömmuna og besta pabbann í öllum heiminum. Sex ára gömul á hún að bytja í skóla og hún er full tilhlökkunar. Sjálfstra- ustið í ágætu lagi, hún er fluglæs og einnig kann hún töluvert að skrifa og reikna. Kennarinn sem hún fær virðist heillaður af þessari litlu telpu og þau eru góðir vinir kennarinn og hún. Fyrsta skólaárið er leikur og hamingja. En svo bytjar martröðin. Næsta skólaár er skipt um kenn- ara. Litla telpan á sér einskis ills von þegar hún er kölluð inn á kenna- rastofu í bytjun skólaárs. Nýi kenn- arinn ber upp spurninguna. Hann er hvassyrtur. „Þú ert tökubarn, þú hlýtur að vita það?“ Telpan horftr á kennarann þrumulostin. Hjartað er alveg að springa út úr bijóstinu á henni og svo er eins og fæturnir geti ekki með nokkru móti staðið undir henni. Hún kemur ekki upp nokkru orði þó svo hún reyni af öll- um lífs- og sálarkröftum að svara. Það er ekki satt, ég er ekki töku- barn. Nei það er ekki satt. Hún vildi svo gjaman geta sagt þetta en hún kemur ekki upp nokkru orði. Kenn- arinn verður öskureiður og segir að hún verði lokuð ein inni á kennara- stofu þar til hún hafi sagt sannleik- ann. Leyndarmálið varð sem martröð Fyrir henni er kennarinn skrímsli. Hún hatar hann, hatar hann tak- markalaust. Skrímslið var kennarinn hennar öll bamaskólaárin nema það fyrsta og síðasta. Hann fékk hana aldrei til að segja að hún væri töku- barn vegna þess einfaldlega að eng- inn hafði nokkurntíma sagt henni það. Hún minntist aldrei á þetta við nokkurn mann. Aldrei spurði hún foreldra sína. Mamma og pabbi voru það besta sem hún átti og ekki vildi hún særa þau. „Layndarmálið" varð að óbærilegri martröð. Árin liðu og telpan óx og varð fullorðin, eignaðist mann og börn. Hún hefði svo gjarnan viljað létta á byrðinni og segja þeim frá leyndar- málinu en leyndarmálið varð hún að bera ein. Hún gat ekki með nokkru móti komið orðum að því, það var svo djúpt í sálinni. Það komst aldrei fram á varirnar. Það eins og lokað- ist djúpt inni í sálinni á kennarastof- unni forðum. í dag eru enn einstaklingar sem eins er ástatt fyrir. Einstaklingar sem hafa verið ættleiddir og eiga í mörgum tilfellum ókunnuga fjöl- skyldu sem þeir eru ekki í neinum tengslum við, hafa aldrei verið og kæra sig heldur ekki um að vera í tengslum við einfaldlega vegna þess að þeir eiga eða hafa átt föður og móður sem þau elska og dá. Hvað getum við svo gert fyrir þessa einstaklinga í dag? Ég á svarið: Sýnið þeim tillitssemi. SUSIE BACHMAN, Reykjavík. Villandi upplýsingar Frá Ólafi Oddi Jónssyni: Það vekur undrun hvernig sumir fréttamenn koma upplýsingum á framfæri. „Skýrslur sýna“, „tölu- legar upplýsingar gefa til kynna“ eru nánast setningar sem eru taldar birta vilja guðs í upplýsingasamfé- laginu. Hvernig fréttir og upplýs- ingar er settar fram og í hvaða samhengi skiptir minna máli. Það er kominn tími til að varast þess háttar yfirborðsmennsku í frásögn „frétta" eða „fréttaskota". Fjöl- miðlamenn átta sig oft ekki á því að ef þeir mata fjölmiðil á rusli eða lygum sendir hann frá sér rusl eða lygar. Eftir standa hinir varnarlausu sem Kafka fjallaði svo vel um í Réttarhöldunum. Jósef K. er ákærð- ur um glæp. Hvers eðlis glæpurinn er eða hver leggur fram ákæruna veit hann ekki, ekki fremur en aðr- ir þjáningarbræður hans og -systur. Aftur og aftur leyfa fjölmiðlar sér að gerast ópersónulegir ákærendur, sem birta ekki og eru ekki krafðir um að birta aðdraganda áfellisdóm- anna. Það nægir að fjölmiðill hefur talað. Hver hefur komið upplýsing- unum á framfæri, í hvaða tilgangi og hveijum til framdráttar skiptir engu. Slíkt er ótækt í samfélagi sem kallar sig siðmenntað, auk þess sem menn hætta að taka fjölmiðlana trúanlega. ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON, * Skólavegi 28, Keflavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.