Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 08.01.1995, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Mx ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200 Stóra sviðið ki. 20.00: # FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí 6. sýn. fim. 12/1, uppselt - 7. sýn. sun. 15/1 uppselt - 8. sýn. fös. 20/1 uppselt - 9. sýn. lau. 28/1 nokkur sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. mGAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson I kvöld, örfá sæti laus - lau. 14/1, nokkur sæti laus, - fim. 19/1, nokkur sæti laus, - fim. 26/1, nokkur sæti laus, - lau. 29/1. Ath. sýningum fer fækkandi. • GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Fös. 13/1, nokkur sæti laus, - lau. 21/1. Ath. sýningum fer fækkandi. •SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. .í dag kl. 14, örfá sæti laus - sun. 15/1 kl. 14 - sun. 22/1 kl. 14. •LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Lög úr söngleikjum eftir Bernstein og fleiri góða mán. 9/1 kl. 20.30. Miðasala Pjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 til 18:00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 r LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • Söngleikurinn KABARETT — Frumsýning fös. 13. janúar, uppselt, 2. sýn. mið. 18/1, grá kort gilda, örfá sæti laus, 3. sýn. fös. 20/1, rauð kort gilda, uppselt, 4. sýn. sunnud. 22/1, blá kort gilda, örfá sæti laus, 5. sýn. miðvikud. 25/1, gul kort gilda. • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn. lau. 14/1. LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson. Sýn. lau. 14/1. Sýningum fer fækkandi. • ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sýn. í dag 8/1 kl. 16, mið. 11/1 kl. 20, fim. 12/1 kl. 20. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG AKUREYRAR • ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Priestley. I' kvöld kl. 20.30. fös. 13/1 kl. 20.30, lau. 14/1 kl. 20.30.. Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 24073. F R Ú E M I L í A ■L E I K H U Sl Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. Sun. 15. jan. kl. 20. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, sími 12233. Miðapantanir á öðrum tímum í símsvara. LEIKFELAG MOSFELLSSVEITAR sýnir í Bæjarieikhúsinu í Mosfellsbæ • MJALLHVÍT OG DVERGARNIR 7 Frumsýn. 12. jan. uppselt. 2. sýn. lau. 14/1 kl. 15, 3. sýn. sun. 15/1 kl. 15. Miðapantanir f símsvara allan sólar- hringinn í s. 66 77 88. - kjarni málsins! Leikfími - tröppur Hjá íþróttafélagi kvenna eru stelpur á öllum aldri velkomnar í tröppu- og músíkleikfimi í Austurbæjar- skólanum mánudaga og fimmtudaga kl. 18-19. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Upplýsingar í símum 870253 og 666736. Skemmtiferð til KÍNA — ferð ársins — Nú er rétti tíminn til að ákveða hvert fara skal í sumarfrí í ár. Því ekki að skella sér til KÍNA? Ég, Unnur Guöjónsdóttir, ballettmeistari, ætla þangað í 22 daga ferð, þann 12. maí — viltu koma með? Þó svo að ég hafi farið til Kína margsinnis, þar af 7 sinnum með ferðamenn með mér, ætla ég samt aftur, því Kína er algjört æði. Núna fer ég til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai og Suzhou. Það er stuttermahiti" í Kína á þessum tíma árs, allt er grænt — og vænt — og blómin sprungin út. Verðið er kr. 265 þús., allt innifalið. Bíddu nú ekki með að tilkynna þátttöku, því ég tek bara lítinn hóp ferðamanna með mér, fjöldaferðir leiðist mér. Kínaklúbbur Unnar, Reykjahlíð 12, s. 12596. PS.: Kínaklúbburinn og veitingahúsið Shanghæ halda sameiginlega uppá kínverska nýárið 31. janúar. Ný Bond-mynd á leiðinni - tökurhefjast 16. janúar FOLK Annað Presley- brúðkaup ►EFTIRHERMA Elvis Presley, Aaron Stuárt, og Pricillu Pres- ley, Jessica Hamilton, ætla að ganga í það heilaga. Þau hittust á athöfn þar sem Elvis Presley var vottuð virðing síðastliðinn fimmtudag. Brúðkaup þeirra á að fara nákvæmlega eins fram og brúðkaup EIvis og Pricillu í Memphis á sínum tíma. ►PIERCE Brosnan, nýjasti James Bondinn, heiðraði minn- ingu látinnar eiginkonu sinnar nýlegá með því að afla rúm- legra 5 milljóna króna sem verða látnar renna til rann- sókna á krabbameini í eggja- stokkum en sá sjúkdómur varð eiginkonu leikarans, Cas- sandra Harris, að bana fyrir þremur árum síðan. Tökur á nýjustu Bond-myndinni hefjast 16. þessa mánaðar. Fjárins aflaði Brosnan með því að opna formlega árlega janúarútsölu stórverslunar- innar Harrods í London og ákvað að veija þóknun sinni með fyrrgreind- um hætti. Við þetta tækifæri sagðist Pierce Brosnan fyrst nú vera að jafna sigámissi eiginkonunnar. Brosnan, sem er 41 árs gamall og fæddur á ír- landi sló í gegn í sjónvarpsþátt- unum um leyni- lögreglumaninn Remington Ste- ele og ávann sér það orðspor hjartaknúsara sem átti drýgst- an þátt í-því að tryggja honum hlutverk James Bond eftir að framleiðendur myndanna um 007 höfðu sannfærst um að Timothy Dalton ylli ekki hlut- verkinu sem Sean Connery og Roger Moore höfðu áður farið með. Tökur á nýjustu Bond-mynd- inni hefjast í næstu viku. Sú mun heita „Goldeneye“ eða Gullauga en ekki er vitað hvort nafngiftin er sótt í samnefnda íslenska kartöflutegund. Brosnan stefnir að því að leika sjálfur í flestum áhættu- atriðum mynd- arinnar í stað þess að fá áhættuleikara til verksins fyr- ir sig. „Ég vona að við séum með efnivið í klassíska Bond- mynd í höndun- um og að hún eigi ekki eftir að valda von- brigðum,“ sagði Pierce Brosnan, 007. Elton John, ekki dauður úr öllum æðum. Tilnefningar til Grammy-verðlauna ►TILNEFNINGAR til Grammy- verðlauna voru kunngerðar á fimmtudaginn var, en það eru einna stærstu tónlistarverðlaun Bandaríkjanna. Það voru lista- mennirnir Bruce Springsteen, Elton John, Sheryl Crow og Bonnie Raitt sem sköruðu fram úr og fengu flestar tilnefningar. Tilnefndar sem besta smá- skifa ársins voru: „I’U Make Love to You“ með Boyz II Men, „AU I Wanna Do“ með Sheryl Crow, „Love Sneakin’ up on You“ með Bonnie Raitt, „Streets of Philad- elphia“ með Bruce Springsteen og „He Thinks He’U Keep Her“ með Mary Chapin Carpenter. Tilnefndar sem besta plata ársins voru: „MTV Unplugged" með Tony Bennett, „The 3 Te- nors in Concert 1994“ með te- nórunum Jose Carreras, Placido Domingo, Luciano Pavarotti og stjórnandanum Zubin Mehta, „From the Cradle“ með Eric Clapton, „Longing in Their He- afts“ með Bonnie Raitt og Seal með samnefnda plötu. Tilnefnd sem bestu lög ársins voru: „AUI Wanna Do“ með Sheryl Crow, „Can You Feel The Love Tonight" og „Circle of Life“ með Elton John, „I Swear“ með All-4-One og John Michael Montgomery og loks „Streets of Philadelphia" með Bruce Springsteen. Tilnefningu sem besti nýl- iði ársins fengu: Ace of Base, Counting Crows, Crash Test Dummies, Sheryl Crow og BONNIE Raitt var tílnefnd til fjögurra Grammy- verðlauna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.