Morgunblaðið - 08.01.1995, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 47
►
Nýir og breyttir sparireikningar Búnaflarbankans
Samkvæmt nýjum reglum Seðlabánka íslands um verðtryggingu sparifjár verður fram-
vegis óheimilt að verðtryggja óbundið sparifé. Helstu skilmálar sparireikninga Búnaðar-
bankans verða þessir:
Gullbók
Metbók
fyrirþá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé
sínu hvenær sem er.
Innstæðan er óbundin með 2% nafnvöxtum. Vextir eru
lagðir við höfuðstól 30. júni og 31. desember ár hvert.
Innstæða sem staðið hefur óhreyfð síðustu sex mánuði fær
auk þess sérstaka vaxtauppbót sem jafngildir 0,5% árs-
vöxtum. 0,1% úttektargjald reiknast af útborgaðri
fjárhæð, þó ekki af vöxtum síðustu
tveggja vaxtatímabila.
er sniðin fyrir þá sem vilja hafa innstæðu sína
óbundna en njóta samt hárra vaxta.
Framvegis verður innstæða Metbókar óbundin. Nafnvextir
eru 3,75%. Úttektargjald*, 0,6%, reiknast af útborgaðri
fjárhæð standi hún inni skemur en 12 mánuði en eftir
það fellur gjaldið niður. Vextir eru færðir tvisvar á ári og
eru án úttektargjalds.
*lnnstæður á Metbókum 31. desember 1994 eru undanþegnar úttektargjaldi.
Allt það fé sem stóð inni á Metbókum 31. desember 1994 nýtur
sambærilegra kjara og verðtryggð 12 mánaða Stjörnubók til 1. apríl nk.
Ef Metbókareigendur hafa ekki samband við okkur fyrir þann tímafellur
innstæða bókarinnar sjálfkrafa undir nýja skilmála Metbókar.
Þeim sem vilja verðtryggja sparifé sitt áfram gefst hins vegar kostur á að
færa alla innstæðuna eða hluta hennar á 12 mánaða Stjörnubók.
Binditíminn verður í því tilviki aðeins sex mánuðir í stað tólf.
»■».09
Tvær Stjörnubækur - 12 eða 30 mánaða sparireikningar
Stjörnubækur eru fyrirþá sem vilja verðtryggingu og hámarksávöxtun á sparifé sitt.
Innstæður Stjömubóka eru verðtryggðar. Hægt er að velja um 12 mánaða bók með 3,25% raunvöxtum eða 30 mánaða bók
með 4,75% raunvöxtum. í upphafi er hver innborgun bundin í 12 eða 30 mánuði. Síðan er hún laus til útborgunar í einn
mánuð í senn á sex mánaða fresti. Vextir eru færðir tvisvar á ári og eru lausir til útborgunar eftir hverja færslu.
Ef um skipulagðan spamað er að ræða er hægt að taka alla innstæðuna út í
einu lagi að loknum samningstíma.
se>"
hað"
Spariáskríft Búnaðarbankans - snjöll leið!
10.000 kr. á mánuði í 10 ár
1.534 Þús. kr.
Forsendur: Vextir 4,75%. Reglulegur mánaöarlegur sparnaður. Vextir
lagðir við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert. Fast verðlag.
Spariáskriftin býður upp á marga möguleika
fyrir þá sem vilja hefja reglulegan sparnað.
Spariáskriftin er einföld og árangursrík leið til að eignast
sparifé. Hægt er að velja um margvíslegar ávöxtunarleiðir
eða samsetningu spamaðarforma. Þú lætur bankann einfald-
lega um að millifæra ákveðna fjárhæð reglulega af banka-
reikningnum þínum yfír á t.d. Metbók, Stömubók eða Verð-
bréfareikning - sem gefur kost á ýmsum tegundum verðbréfa,
innlendum sem erlendum. í spariáskrift Búnaðarbankans getur
þú byrjað smátt og aukið spamaðinn síðar ef þér sýnist svo.
Vextir eru breytilegir
samkvæmt ákvöröun
bankans hverju sinni.
BUNAÐARBANKINN
- Traustur banki
HVÍTA HOSIO / SlA