Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.01.1995, Qupperneq 52
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eldur í húsi SVFÍ ELDUR kom upp í einu herbergi húsnæðis Tilkynningaskyldunn- ar hjá SVFÍ við Grandagarð aðfaranótt laugardags. Allir vakthafandi slökkviliðsmenn í Reykjavík voru kallaðir út og gekk greiðlega að slökkva eld- inn. Töluvert tjón varð í eldinum og skemmdist meðal annars flot- búningar sem verið var að þurrka í herberginu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn maður á vakt í húsinu og tilkynnti hann Landhelgisgæslu og Loftskeyta- stöð um eldinn enda hafði al- menn símalína þegar rofnað. Slökkviliðið kom á staðinn skömmu siðar og slökkti eldinn. Að því loknu var herbergið, sem er á jarðhæð, reykræst. Rann- sóknarlögreglan kannar elds- upptök. Eldurinn hafði ekki áhrif á vakt Tilkynningaskyldunnar. Magnús Gunnarsson um Jóliann G. Bergþórsson sem bæjarverkfræðing Getur ekki farið saman við setu í bæjarstjóm MAGNUS Gunnarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir ekki koma til greina að Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, taki við starfi bæjarverkfræðings Hafnarfjarðarbæjar á sama tíma og hann sitji í bæjarstjórn. Magnús segist ekki geta gengið gegn lögfræðiáliti sem hann hafi fengið í hend- ur, þar sem Jóhann er ekki talinn hæfur til að gegna þessu starfi jafnhliða setu í bæjarstjórn. Jafnframt segir Magnús að það sé afstaða meirihluta bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að þeir styðji Jóhann í stöðu bæjarverkfræðings en telji að hann yrði þá jafn- framt að víkja úr bæjarstjóm. I samkomulagi núverandi meirihlutaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sl. vor var samið um að Jóhann G. Bergþórsson yrði bæjarverkfræð- ingur. Ráðning í stöðuna hefur dregist á langinn og sagði Magnús að fjölmargt hefði breyst á þessum tíma. „Það er mat mitt að siðferði í ís- lenskum stjómmálum sé að breytast og fólk geri meiri kröfur en áður til stjórnmálamanna um að í starfí sínu séu þeir ekki í hagsmuna- tengslum," segir Magnús. Tveimur álitsgerðum ber saman Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hef- ur verið unnin önnur álitsgerð um sama mál fyrir bæjarstjóra Hafnarfjarðar og er niðurstaða hennar sú sama. Skv. heimildum blaðsins er niðurstaða beggja álitsgerðanna sú að Jóhann muni oft verða vanhæfur við afgreiðslu mála í bæjarráði eða bæjarstjórn, ef þar koma fyrir mál til úrlausn- ar, sem byggja á fijálsu mati hans sem bæjar- verkfræðings. Það er ekki talið í samræmi við meginreglur um hlutlægni stjórnvalds að í bæjarstjórn sitji maður sem gæti ráðið úrslitum um niðurstöðu í máli sem hann hafi sjálfur unnið að og lagt til úrlausnar bæjarstjórnar. Augljóst sé að slíkt kalli á tortryggni almenn- ings í garð stjórnvaldsins og dragi úr virðingu þess. ■ Hafnarfjarðardeilan/2/4 Morgunblaðið/Júlíus ELDURINN fór í símainntak og rauf almenna símalínu inn í húsið. Vonir stóðu til að hægt yrði að tengja símann að nýju strax á laugardag. Eins og sjá má hefur orðið töluvert tjón í eldinum. Utanríkisráðherra um vinnudeilur til stuðnings óraunhæfum kröfum Flýta bæn þingkosningum JÓN Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra og formaður Alþýðufloks- ins, segir að flýta beri kosningum ef illvígar vinnudeilur verða upp á teningnum á næstunni til stuðnings kröfum um miklar launahækkanir sem myndu kollvarpa grundvelli fyr- ir áframhaldandi stöðugleika. Þetta kemur fram í viðtali í Morg- unblaðinu í dag þar sem Jón Bald- vin ræðir stöðu Alþýðuflokksins og stjórnmálaviðhorfið. Jón Baldvin segir að það myndu vera algjör stefnubrigð núverandi ríkisstjórnar að ganga til samninga sem vitað væri að myndu ekki færa launþegum neinar kjarabætur heldur koílvarpa stöðugleikanum og þar með grund- vellinum fyrir hagvexti og framför- um. „Ef ástandið verður þannig að það verði hér allt logandi í verkfölium til stuðnings slíkum kröfum þá er einsýnt að það bæri fremur að efna til kosninga þannig að það verði kosið um þessar leiðir. Hvernig á að nýta efnahagsbatann? A að koma honum til skila sem raunverulegum verðmætum í hendur þeirra sem mest þurfa á að halda eða á að efna hér til bögglauppboðs pólitískra yfir- boða og spellvirkja í okkar hagkerfi sem mun taka fram á næstu öld að bæta fyrir? Þessi ríkisstjórn mun ekki axla þá ábyrgð að láta undan slíkum kröfum og láta svo nýja ríkis- stjórn taka afleiðingunum," segir Jón Baldvin meðal annars. ■ Ég mun berjast/10-12 Skýrsla um viðskipti Hafnarfjarðar við Hagvirki-Klett Gjöld endurgreidd af lóð ári eftir uppboð í SKÝRSLU Löggiltra endurskoð- enda hf. um úttekt á viðskiptum Hagvirkis-Kletts og Hafnarfjarðar- bæjar koma fram rúmlega 7,3 millj- óna króna gatnagerðargjöld sem Hagvirki-Klettur hafði greitt bæjar- sjóði vegna lóðar í Helluhrauni 18 sem voru bakfærð á viðskiptareikn- ing félagsins 14 mánuðum eftir að lóðin hafði verið slegin íslands- banka á opinberu uppboði. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins lágu engar samþykktir í bæjar- stjórn að baki endurgreiðslu gatna- gerðargjaldanna. í skýrslu endurskoðendanna seg- ir: „Þann 30. nóvember 1993 eru bakfærð gatnagerðargjöld að fjár- hæð kr. 7.372.241 vegna lóðarinnar Helluhraun 18 og hefði mátt ætla Engar samþykktir kjörinna fulltrúa að bæjarsjóður fengi þá lóðina af- henta til baka til endurúthlutunar. í ljós hefur komið að lóðin var boð- in upp á opinberu uppboði jrann 24. september 1992 og slegin Islands- banka.“ Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins skráði gjald- keri á fylgiskjal með bakfærslu gatnagerðargjaldanna að færslan væri gerð samkvæmt tilmælum „SB“ og „JGB“. Þá hefur Morgunblaðið upplýs- ingar um að elstu skjöl í vörslu bæjarins sem beri með sér að rætt sé um endurgreiðslu gatnagerðar- gjaldanna séu frá bæjarstjóratíð Guðmundar Árna Stefánssonar og dagsett í lok sepýember 1992, u.þ.b. viku eftir að íslandsbanka hafði verið slegin lóðin á uppboði. Greiðsl- an átti sér stað í bæjarstjóratíð Ingvars Viktorssonar, þann 30. nóvember 1993. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur bæjarráð Hafnar- fjarðar nýlega svipt íslandsbanka lóðinni, sem bankanum var eins og fyrr sagði slegin á opinberu upp- boði. Bankinn hefur mótmælt svipt- ingu lóðarinnar og telja sig eiga kröfu til gatnagerðargjaldanna. Niðurstaða liggur ekki fyrir. Málið mun m.a. hafa verið til umijöllunar hjá bæjarlögmanni og lögmönnum bankans. Kallar minna tékka- fals á önnur afbrot? HÖRÐUR Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, tekur und- ir það að hætta sé á að jafn- framt því að dragi úr tékka- falsi vegna minni ávísananotk- unar og aukins öryggis í þeim viðskiptum með tilkomu deb- etkorta, aukist þjófnaðir, grip- deildir og rán í þjóðfélaginu. „Það er orðið mun erfiðara en var fyrir afbrotamenn að verða sér úti um peninga með fölsun- um,“ segir Hörður. „Það fólk sem er í vítahring vímuefnaneyslu og getur ekki framfleytt sér með vinnu hefur margt aflað sér peninga með þjófnuðum og fölsunum, aðal- lega tékkafölsunum. Nú hefur dregið mikið úr tékkafjölda í umferð og með tilkomu debet- korta hefur öryggi i þeim við- skiptum aukist og þetta hefur leitt til þess að dregið hefur úr tékkafalsi en það dró ekki úr fjárþörf þeirra sem stunduðu tékkafals. Það liggur þess vegna beinast við að ætla að það komi fram í fjölgun ann- arra afbrota á borð við þjófn- aði, gripdeildir og rán.“ Hörður vildi ekki fullyrða um að beint samband væri milli fleiri rána og færri falsaðra tékka en í Morgunblaðinu í gær kom fram að frá 1993 til 1994 dró úr tékkafalsi um fjórðung og er talið að minni notkun ávísana og aukið öryggi í þeim viðskiptum skýri það að mestu leyti. Á siðasta ári voru á hinn bóginn kærð 29 rán til RLR, en 22 voru kærð 1993 og 19 árið 1992. Á sama tíma hefur dregið úr tékkafalsi; um 3.100 tékkar voru falsaðir árið 1992; um 2.200 1993 og um 1.700 á síðasta ári. Á tímabilinu hefur fjárhæð falsaðra tékka farið úr 20,5 millj. kr í 14,1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.