Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ I varðhaldi vegna kyn- ferðislegra tilburða STEINGRÍMUR Njálsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. febrúar nk. vegna gruns um að hann hafi haft uppi kynferðislega tilburði við mann á þrítugsaldri og haldið honum nauðugum á heimili sínu. Steingrímur hitti manninn undir kvöld á föstudag og fóru þeir síðan' á heimili Steingríms í Árbæjar- hverfi. Þar mun hann hafa sýnt manninum kynferðislega tilburði. Ungi maðurinn reyndi að komast út en tókst ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Þegar það tókst varð hann að skilja eftir yfirhöfn sína. Hann komst heim til sín og hafði fjölskylda mannsins samband við lög- reglu. Steingrímur var handtekinn, leidd- ur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. febrúar nk. Hann hefur iðulega komið við sögu vegna kynferðismála, einkum gagn- vart ungum drengjum. Málið er í rannsókn hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. FRETTIR Skráning í nám í öldungadeildum Ótti við verk- fall kennara FLEST bendir til að heldur færri skrái sig í nám í öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð á þess- ari önn en verið hefur. Sverrir Ein- arssoii konrektor segist ekki geta dæmt um ástæðu þessa, en útilok- ar ekki að ótti við hugsanlegt verk- fall kennara dragi úr áhuga manna á að hefja nám í öldungadeild. Formlegri skráningu í nám í öld- ungadeild MH lauk í gærkvöldi. Sverrir sagði flest benda til að um eða yfir 500 nemendur skrái sig. Á vorönn í fyrra skráðu sig um 570 nemendur í nám í öldunga- deild skólans og á haustönn voru 620 nemendur skráðir. Sverrir sagðist ekki hafa orðið var við að nemendur hefðu áhyggj- ur af hugsanlegu verkfalli kenn- ara, en hann útilokaði ekki að fækkun nemenda í öldungadeild stafaði af ótta nemenda við að það komi til verkfalls. Fjölgun nemenda í FB Engin fækkun er í öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Að sögn Péturs Björns Péturssonar, fjármálastjóra skólans, stefnir þvert á móti í metskráningu. Hann sagði að 403 nemendur hefðu skráð sig á fyrsta degi skráningar og flest benti til að nemendur yrðu yfir 800 á þessari önn, sem er meira en í fyrra. Pétur Björn sagðist hins vegar kannast við vissar áhyggjur hjá nemendum vegna hugsanlegs verkfalls kennara. Hann sagði að nokkuð væri um að fólk spyrði hvort það ætti kost á að fá skrán- ingargjald endurgreitt ef önnin ónýttist. Hann sagði að erfitt væri að gefa nemendum svör við spurn- ingunni á þessari stundu. Hann sagðist þó telja víst að nemendum yrði endurgreitt ef svo illa færi. Menn vonuðu hins vegar að ekki kæmi til verkfalls. Skráningu í öldungadeild Versl- unarskólans er ekki lokið, Kirsten Friðriksdóttir, deildarstjóri öld- ungadeildar, sagðist gera ráð fyrir að svipaður íjöldi skráði sig nú og i fyrra. Aðalvél Dagrúnar gaf sig „AÐALVÉL Dagrúnar gaf sig á laugardagskvöld, en annar togari félagsins, Heiðrún, var skammt frá og dró Dagrúnu til hafnar. Það er slæmt að missa skipið úr rekstri, en verst kemur þetta niður á áhöfn- inni, sem missir atvinnuna," sagði Björgvin Bjamason, framkvæmda- stjóri Ósvarar hf. á Bolungarvík. Björgvin sagði að ástæða þess að vélin gaf sig væri einföld, hún hafi verið orðin mjög slitin. „Þetta er það sem búast má við með gaml- ar vélar. Það gekk hins vegar vel að koma taug í skipið og draga það í land. Við vorum heppnir með að veður gekk niður á meðan.“ "w ht f Tj “| 1*1 • iworgunDiaoio/öve Malverk af biskupi EIRÍKUR Smith Iistmálari afhenti Biskupsstofu fyrir skömmu málverk af herra Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands. Ekki var annað á biskupi að heyra en að hann væri mjög ánægður með málverkið. Andlát YALDIMAR INDRIÐASON Andlát GEIR G. GUNNLAUGSSON VALDIMAR Indriða- son, fyrrverandi alþing- ismaður, lést á heimili sínu á Akranesi í gær- morgun, 69 ára að aldri. Valdimar fæddist 9. september 1925 á Akra- nesi. Hann var verk- smiðjustjóri hjá Síldar- og fískimjölsverksmiðju Akraness hf. 1956-60 og framkvæmdastjóri sama fyrirtækis frá 1960-1991. Hann var bæjarfull- trúi á Akranesi 1962-86, forseti bæjar- stjórnar 1977-84 og sat í bæjarráði 1970-74 og 1978-83. Hann var varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins fyrir Vesturlandskjör- dæmi frá 1979 og þingmaður 1983- 1987. Valdimar gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hann sat m.a. í stjórn menningarsjóðs Akraness, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, í stjóm Lands- sambands íslenskra út- vegsmanna, í stjóm Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda, var stjórnarformaður Skallagríms, í stjóm Lífeyrissjóðs Vestur- lands frá stofnun, í stjórn Sögufélags Borgarfjarðar frá stofnun og formaður frá 1985, í ritnefnd um sögu Akraness, sem út kom 1993, og var for- maður bankaráðs Út- vegsbanka íslands. Þá tók Valdimar virkan þátt í félagsstarfi á Akra- nesi, var m.a. fonnaður slysavama- deildarinnar Hjálparinnar, formaður Lionsklúbbs Akraness og starfaði með pddfellow-reglunni. Etftirlifandi eiginkona Valdimars er íngibjörg Ólafsdóttir. Þau áttu þrjú böm, Indriða, Ásu Maríu og Ingveldi, sem er látin. GEIR G. Gunnlaugsson bóndi lést 7. janúar á hjúkranarheimili aldr- aðra Sunnuhlíð í Kópa- vogi, 93 ára að aldri. Geir rak um áratuga skeið eitt stærsta bú landsins í Kópavogi. Geir fæddist að Ein- arsnesi í Borgarfírði 28. mars 1902. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Einarsson og Þóra Frið- rika Friðgeirsdóttir. Geir ólst upp í Einars- nesi og síðar í Suður- ríki, sem var jörð í landi Borgar á Mýram. Hann vann við bústörf frá unga aldri og fór í ráðsmennsku þegar hann hafði aldur til. Geir flutti til Reykjavíkur sem ungur maður og hóf vinnu við almenn verkamannastörf. Geir keypti jörðina Eskihlíð í Kópavogi árið 1934 og hóf þar bú- skap. í upphafi var hann fyrst og fremst með kúabú og seldi mjólk beint til kaupenda í Kópavogi og Reykjavík. Hann kom einnig á fót stóra hænsna- og svínabúi. Síðar keypti hann jörðina Lund við Nýbýlaveg í Kópavogi og byggði þar upp mik- inn búskap. Geir stundaði mjólk- Urframleiðslu í Kópa- vogi allt til ársins 1978 og vann við bústörf allt fram til æviloka. Geir heyjaði jarðir víðsvegar um borgarlandið. Hann var t.d. með slægjur I Fossvogi, Viðey, Eng- ey, á Seltjarnamesi og víðar. Geir kvæntist Kristínu Björnsdótt- ur árið 1935 og eignuðust þau þijú böm, Friðriku, Gunnlaug og Geir Gunnar. Kristín lést 1978. Geir hafði talsverð samskipti við Morgunblaðið og birtust m.a. eftir hann kvæði í Lesbók Morgunblaðs- ins. Sjómannafélag Eyjafjarðar og Samherji Deilan leyst STOKKSNES EA í eigu Sam- heija átti að leggja úr höfn í gærkvöld, en um helgina deildu forráðamenn fyrirtæk- isins og Sjómannafélags Akur- eyrar hart um meintan brott- rekstur hluta skipveija segðu þeir sig ekki úr Sjómannafé- laginu og gerðust verktakar. Hætt var við þau áform og því átti skipið að fara út að nýju. „Ég hef bara fengið þau skilaboð að forsvarmenn Sam- heija ætli að draga þessi áform til baka, þ.e. að láta þá menn taka pokann sinn sem ekki segi sig úr Sjómannafélagi Eyjafjarðar," sagði Konráð Alfreðsson, formaður félags- ins, en hann hafði leitaði eftir stuðningi m.a. frá Sjómanna- sambandinu, ASÍ og Verka- mannasambandinu ef því hefði verið haldið til streitu að sjó- mönnum væri gert að segja sig úr Sjómannafélagi Eyja- fjarðar. „Ég vona bara að þetta sé búið,“ sagði hann. Alþýðuflokkur- inn í Reykjavík Akvörðun tekin um framboð FULLTRÚARÁÐ alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík heldur fund á Kornhlöðuloft- inu í kvöld þar sem tekin verð- ur ákvörðun um með hvaða hætti Alþýðuflokkurinn býður fram í Reykjavík í komandi kosningum. Pétur Jónsson formaður fulltrúaráðs alþýðuflokksfé- laganna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tekin yrði ákvörðun um með hvaða hætti prófkjör til að ákvarða sætaskipan á listanum yrði haldið, en fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu. Alþýðuflokkurinn á sem stend- ur þijá þingmenn í Reykjavík og munu formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, og Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þriðji þingmaðurinn, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur sagt skil- ið við flokkinn. Drógu þýfið í öskutunnu BROTIST var inn hjá Skóg- ræktarfélagi íslands við Rán- argötu í fyrrinótt og stolið þaðan sjónvarps- og mynd- bandstæki auk silfurminja- gripa sem félaginu hafa borist í gegnum tíðina. Að sögn Arnórs Snorrason- ar hjá Skógræktarfélaginu var mjög snyrtilega að innbrotinu staðið en tiltölulega klaufalega að brottnámi þýfísins. Inn- brotsþjófurinn eða -þjófarnir settu það í öskutunnu, sem stóð fyrir utan, og trilluðu henni að húsi í næstu götu. Þegar fólk kom til vinnu í gærmorgun, var auðvelt að rekja slóðina í snjónum að húsinu. Þar fannst ekkert þýfi en einn maður, sem var hand- tekinn vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.