Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSEIMDAR GREINAR_ Handverkssýningin Iðir ÞEGAR sól hækkar á himni og vorþeyrinn klingir bjöllum nýrrar árstíðar er fyrirhuguð farandsýn- ing handverkmiðstöðva landsfjórð- unga, íðir, í Perlunni í Reykjavík. En hún verður fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi, þar sem at- hafnaskáldin, hugvits- og hand- verksfólkið okkar sýnir það helsta er orðið hefur. því að yrkisefni undanfarin ár sem og undanfarna áratugi, þar sem unnið hefur verið úr þeim efniviði er jörðin gefur af sér á vistvænasta punkti veraldar, íslandi. íðir er fyrst og fremst hugsuð sem menningar- kynningar- og sölusýning og um leið sem virðing- arvottur við það fólk sem af dugn- aði og þrautseigju í bland við alveg ótrúlega listræna útsjónarsemi hefur brotið sér frumlega og list- ræna leið til nýsköpunar, bæði landi og þjóð til sóma, sem þýðir:- Atvinnuskapandi farvegur til framtíðar. 120 umsóknir sýna þörfina Enda þótt íðir hafi ekkert verið kynnt opinberlega fyrr en nú, hef- ur undirbúningur staðið yfir und- anfarið hálft ár, tekið á sig mynd og spurst út. Enda þótt mjög sterk viðbrögð hafi orðið við þessari fyrirhuguðu sýningu og undirtekt- irnar verið gífurlegar og sýni hve mikil þörf er hjá handverksfólkinu á að ölast viðurkenningu á fram- leiðslu sinni, kom það greinarhöf- undi á óvart hve mörgu af þessu fólki hafði lítið sem ekkert verið sinnt í sambandi við markaðssetn- ingu á vörum þess, og um leið hversu einangrað það er inni á heimilunum með framleiðslu sína, nánast án allra tengsla við um- heiminn. Nú þegar hafa borist yfir 120 umsóknir með ósk um þátt- töku, bæði frá handverkshópum sem og einstaklingum, sem sýnir hversu mikil þörf er á slíkri sýn- ingu. Atvinnuskapandi farvegur Því er bersýnilegt að það sem gæti gert gæfumuninn fyrir flest af þessu listiðnaðarfólki er ekki að styrkja það til að vera inni á heimilunum með sitt handverk, heldur að styrkja það í því að kom- ast út af heimilunum með sitt hand- og hugvit sem þá gæti þýtt: Atvinnuskapandi farvegur til framtíðar. Því ef halda á þessu fólki við eldhúsbekkinn ár eftir ár, er útilokað að úr geti orðið einhver framleiðsla af viti. Hins vegar má ekki láta undir höfuð leggjast að þakka þeim bæjar- og sveitarfélög- um víðs vegar um land sem hafa séð sóma sinn í því að útvega þessu Farandsýning hand- verkmiðstöðva lands- fjórðunganna, íðir, verður í Perlunni í Reykjavík. Rósa Ing- ólfsdóttir vekur hér at- hygli á þessari menn- ingar-, kynningar- og sölusýningu. fólki fría aðstöðu fyrir þennan „nú þegar“ atvinnuskapandi farveg. Vegna þess að þessi þarfi farvegur gengur fyrst og síðast út á: Hús- næði, tæki og vinnufrið. íðir er jafnframt ætlað að vera sá vettvangur, þar sem handverks- fólkið geti kynnst innbyrðis, og geti borið saman bækur sínar, en slíkt samstarf er nauðsynlegt að byggja upp: Baráttuþrek, sam- vinnu og framtíðaráætlanir. Því verður gerð sérstök símabók fyrir handverksfólkið ásamt mörgu öðru í svipuðum dúr til styrkar átakinu. Fleiri „fiskar“ eru í sjó í íslensku samfélagi hefir þorskinum frá örófi alda verið hamp- að sem aðal atvinnu- og útflutningsgrein okkar íslendinga, en tímarnir hafa breyst og mennimir með eins og berlega hefur kom- ið í ljós að undanförnu. „Pagur fiskur í sjó“ er ekki lengur sú „aðal- björg“ sem þjóðin get- ur treyst á. Því er afar biýnt að beina sjónum okkar í aðrar áttir og aðgæta hvort ekki væri ráðlegt að leggja netin annars staðar, því það eru fleiri „fiskar“ í sjónum sem nýta mætti sem atvinnuskapandi farveg til framtíðar. I þessu sam- bandi verður það best gert með því að opna allar dyr upp á gátt, þannig gerum við handverksfólk- inu okkar kleift að eiga greiðfæra leið að þjóðfélaginu með sinn at- vinnuskapandi listiðnað, svo það geti ort á myndmáli sínu við óþvingaðar aðstæður. Markaðurinn er besti dómarinn Listin á það sameiginlegt með ástinni að vera fyrst og fremst til- finning. Það sem einum finnst, það finnst ekki þeim næsta. Þess vegna er ekki hægt að dæma hana, það verður að njóta hennar. Og móðir allra lista, tilfinningin, fer ekki í manngreinarálit þegar heill barn- anna hennar er í húfi; í hennar augum eru þau öll jafn rétthá. Því er afar mikilvægt að landsmenn gerist ekki „landamæraverðir" þegar listiðnaðarfólkið okkar tekur stefnuna yfir þröskuldinn, út til okkar hinna. í listum liggja leiðir til allra átta, þar eru engin landamæri. Markaðurinn mun síð- an skera úr um mark- aðshæfni framleiðsl- unnar. Fólk mun t.a.m. aðeins kaupa það sem vekur áhuga þess og pyngjan leyfir. Mark- aðurinn sjálfur er því besti dómarinn um ágæti framleiðslunnar. Góður árangur á suðurfjörðum Vestfjarða Eina hnitmiðaða markaðssetningin og vöruþróunin sem vitað er til að farið hafi fram hérlendis er á suðurijörðum Vestfjarða og hefur sú vinna gefist vel. Þann árangur má ef til vill þakka, að þar hefur handverksfólkið verið sótt heim með sérfræðiaðstoð á staðnum. Nauðsynlegt er að beita slíkri aðferð víðar hér á landi, því obbinn af handverksfólkinu hefur ekki fengið þá uppörvun sem það hefur þurft til að koma vöru sinni á framfæri. Sýning af því tagi sem hér um ræðir, er stór áfangi í því skyni að upphefja handverkið til þeirrar virðingar sem það á skilið. Það þarf að styrkja handverksfólk- ið í þeirri trú að það þurfi að kom- ast í augsýn, fram fyrir sjónir al- mennings, því tilgangurinn hlýtur að vera sá að skapa farveg atvinnu til framtíðar. Snæðum skötu og hamsatólg við grútartýrur Þótt yfirlitssýning þessi sé fyrst og fremst sett upp með hugvits- og handverksfólk í huga annars vegar og landsmenn alla í heild hins vegar, þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni og hinu mikil- væga hlutverki sem handverks- fólkið gegnir þar. Það er nöturleg staðreynd að hér á landi, og það Rósa Ingólfsdóttir að þjóðhátíðarári loknu, skuli ekki fyrirfinnast neinir þjóðlegir mat- sölustaðir þar sem hægt er að fá sér venjulegan íslenskan heimilis- mat, sem hefur haldið lífinu í þjóð- inni, öld fram af öld, þjóð sem með reisn getur státað af elsta þjóð- þingi í heimi. Þeir erlendu ferða- menn er hingað koma eru fæstir á höttunum á eftr Sushi-börum eða McDonald’s-hamborgurum. Þeir eru á höttunum eftir rammíslensk- um og þjóðlegum mat, sem á eng- an sinn líka í víðri veröld. Við þurf- um að hrista af okkur hlekki er- lendra áhrifa og reisa rammíslensk matsöluhús með burstabæjarsnið- inu um allt land. Slík hús má byggja í anda Guðjóns Samúels- sonar, jafnt fyrir framtíð landsins sem og erlenda gesti, þar sem fólk í þjóðbúningum gengi um beina, færandi upp á diska hangikjöt, harðfisk, skötu og hamsatólg, salt- fisk, lummur, klatta, kleinur, kartöflutertur og fleira þar sem eingöngu væri notast við ljósgjafa frá grútartýrum og langeldi, í bland við þjóðleg skemmtiatriði, svo sem harmonikkuleik, þjóð- dansa, rímnakveðskap, húslestra og leikin atriði úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og þjóðlagasöng með langspilsívafi. Því með að bregðast uppruna okkar, uppskerum við ekkert nema hlekki erlendra áhrifa sem halda okkur föngnum í okkar eigin landi og án þess að ganga framtíðinni í mót með reisn. Þáttur handverksfólksins er ótvíræður í þeirri samsetningu. úeggjumst á eitt Allt kostar þetta fé og áríðandi er að hvorki þröngsýni né skrif- finnska tálmi framrás málsins. Landbúnaðarráðuneytið, Bænda- samtökin og Reykjavíkurborg hafa sýnt þessu verki mikla velvild og stuðning. Það er von mín að fjár- sterkir aðilar sýni þessu þarfa verkefni áhuga og styrki þessa sýningu þar sem mikið er í húfi. Það vantar tröll í fjöllin. Höfundur er auglýsingateiknari og leikkona og starfar sem teiknari Sjónvarps. Breytingar í notkun gfeðlyfja 1984-1993 Á undanfömum árum hafa komið fram ný geðlyf, sem veru- lega hafa breytt líðan og aukið batahorfur sjúklinga. Lyfin eru jafnvirk eða virkari en eldri lyf gegn þeim ein- kennum, sem þeim er ætlað að bæta og hafa flest þó þann kost, að þolast betur en eldri lyf. Sjúklingarnir eru því fúsari til að taka hin nýju lyf og með- ferðarheldnin verður betri. Galli er hins veg- ar, að þessi lyf era dýrari en eldri lyf. Starfsmenn geðdeildar Landspítalans hafa í samvinnu við Sjúkrasamlag Reykjavíkur rann- sakað lyfjaávísanir til Reykvíkinga í mars 1984 og 1989, og í sam- vinnu við Apótekarafélagið í mars 1993. Lyfjanotkunin var mæld í dagskömmtum eins og þeir voru skilgreindir af Norrænu lyfja- nefndinni 1984. Eins og meðfylgjandi stöplarit sýnir, hafði heildarnotkun Reyk- víkinga á geðlyíjum aðeins minnk- að 1993 frá því sem var 1984: Lyfjanotkun kvenna er rúmlega 50% meiri en lyfjanotkun karla. Heildarlyfj anotkunin hefur minnkað fyrst og fremst vegna lítils háttar minnkunar á notkun svefnlyfja. Notkun sefandi lyfja (lyfja sem notuð eru við sturlunareinkenn- um) hefur staðið í stað. Notkun geð- deyfðarlyfja hefur hins vegar aukist verulega, en notkun kvíðastillandi lyfja minnkað tilsvarandi. Þannig hefur saman- lögð notkun kvíðastillandi lyfja og geðdeyfðarlyfja staðið í stað frá 1984 til 1993, eins og greinilega sást á stöplaritinu. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytis hefur sala geð- deyfðarlyfja aukist á milli áranna 1993 og 1994, en sala annarra geðlyfja nokkurn veginn staðið í stað. Af fyrri rannsóknum okkar má ráða, að bæði þunglyndis- og kvíðasjúklingar hafa fengið ónóga meðferð. Stafar þetta annars vegar Tómas Helgason Samanburöur á fjölda skilgreindra dagskammta (SDS) af geölyfjum sem 1000 fullorönum Reykvikingum var ávísaö í mars 1984, 1989 og 1993 eftir tegund og kyni. 160 j 1984 1989 1993 1984 1989 1993 Karlar Konur ! I Geödeyföarlyf [D Kvíöastillandi lyf H Sefandi lyf H Svefnlyf i_________________________________________________________________________________________ Geðdeyfðarlyfin verka vel á þunglyndissjúkl- inga, segir Tómas Helgason,og hjálpa einnig þeim sem þjást af kvíðakvillum, eins og kvíðakastasjúkdómum o g áhyggju-ogþrá- of lítil. Niðurstöður rannsókna okkar á lyfjaávísunum benda þó til, að bót hafi orðið á fyrir þung- lyndissjúklinga, þó að enn vanti verulega á að allir sem þurfi fái fullnægjandi meðferð með þung- lyndislyfjum. Á síðustu árum hefur orðið ljóst, að auk þess að bæta þunglyndis- sjúkdómana, verka geðdeyfðarlyf- in mjög vel á suma kvíðakvilla eins og t.d. kvíðakastasjúkdóm og ár- áttu- og þráhyggjutruflanir. hyggjutruflunum. af því að sjúkdómarnir eru ekki greindir og hins vegar af því að Iyíjameðferð var ýmist röng'eða Aukningin, sem orðið hefur á notkun geðdeyfðarlyfjanna, á sér þannig eðlilegar læknisfræðilegar skýringar. Læknar greina nú betur og meðhöndla betur þunglyndis- sjúkdóma og þeir hafa áttað sig á gagnsemi geðdeyfðarlyfjanna við áðurnefnda kvíðasjúkdóma. Lokaorð Sú aukning, sem orðið hefur í notkun geðdeyfðarlyfja á undan- förnum 10 árum, og sérstaklega á notkun hinna nýrri geðdeyfðarlyfja á síðustu 5 árum, sýnir, að læknar eru vakandi fyrir því hvernig bæta megi líðan sjúklinganna. Sá kostn- aðarauki, sem fylgir þessu, er óverulegur í samanburði við bætta líðan og meiri vinnugetu sjúkling- anna. Tómas Helgason. Höfundur er prófessor og forstöðulæknir á gcðdcild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.