Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Brautryðj endaverk Þorleifur Þórir Hauksson Hauksson BOKMENNTIR Bókmcnntafræði ÍSLENSK STÍLFRÆÐI eftir Þorleif Hauksson og Þóri Ósk- arsson. Mál og menning 1995. Filmu- vinna, prentun og bókband: Oddi hf. 709 síður. 7.900 kr. ÞESSI BÓK er afrakstur margra ára rannsókna og yfir- gripsmikillar vinnu. Hún er unnin á vegum Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jóns- dóttur, konu hans. Það var við hæfi að sjóðsstjórnin skyldi meta stílrannsóknir verðugastar til að hljóta styrkinn, enda var Þórberg- ur sjálfur mikill áhugamaður um stíl og gerði merkar athuganir á stíl ólíkra höfunda. Þegar maður hefur í höndunum rúmlega 700 blaðsíðna bók sem heitir einfaldlega íslensk stílfræði koma skiljanlega upp margar spurningar. Endurspeglar svo stutt heiti jafn stórvaxið viðfangsefni og þessi þykka bók er til vitnis um? Er til eitthvað sem heitir íslensk stílfræði? Þótt stíll kunni að vera misjafn eftir tungumálum er þá fræðigreinin samt ekki alþjóðleg? Og hvað er eiginlega stílfræði, eða öllu heldur: Hvað er íslensk stíl- fræði? Bygging bókarinnar er skjótasti vitnisburðurinn um að stílfræðin er í senn þjóðleg og alþjóðleg fræðigrein. Hún er samofín bók- menntasögunni, þróun tungumáls- ins og hlutverki þess sem samfé- lagslegu tæki. Stfll er á öllum tím- um tæki til að sýna vald, jafnt veraldlegt og guðlegt. Ólíkt mörg- um öðrum þjóðum hlýtur stílsaga hér á landi að vera auðug vegna bókmenntaarfsins. Höfundar skipta verkinu í tvo hluta auk inngangs og ýmissa skráa. Fyrri hlutinn nefnist „Stíl- fræði og stílgreining" og hinn seinni „Islensk stflsaga“. I „Stílfræði og stílgreiningu", sem nær yfír 154 blaðsíður, greina höfundar frá sögu stílfræðinnar, upphafí hennar í klassískri mælskufræði og þró- un hennar. Innan nú- tímastflfræði eru ýms- ar stefnur eða skólar, og allólíkir. Þetta staf- ar m.a. af því að stíl- fræðin er á kyndugum landamærum mál- fræði og bókmennta. Höfundar rekja upp- haf málvísindalegrar stílfræði, fjalla um tj áningarstflfræði, rússnesku formstefn- una og Mikhaíl Bak- htín, sem var upp- runninn í henni. ,Einn- ig greina þeir frá Pragarskólanum, ný- rýninni, kenningum Jakobsons, Riffaterre, Fish og Halliday. Allt er þetta ýtarlega og vandlega gert. Niðurstaða bókarhöfunda er sú að stílfræði nútímans sé ekki einsleit fræðigrein heidur innihaldi hún margar mismunandi stefnur. Enda er sjálft stílhugtakið hált. Sú stað- reynd að stílfræði hangir milli bók- mennta og málfræði gerir að verk- um að fræðimenn eru margir al- deilis ósammála um hvert við- fangsefni fræðigreinarinnar eigi að vera. Þetta hefur leitt af sér að fræðimenn hafa eytt miklu púðri í aðferðafræðina á kostnað sjálfs viðfangsefnisins, málnotkun- arinnar. Niðurstaða höfundanna er sú að stílfræði sé fræðigrein í óljósri en spennandi þróun, orð- ræðugreiningar og viðtökurann- sóknir komi þar jafnt til greina. Drýgstur hluti fyrri hluta bókar- innar fer í að skilgreina mismun- andi stflgerðir. Hér er flest fróðlegt en brytjað heldur smátt. Lítið ný- næmi er af því sem sagt er um stílgildi einstakra orðflokka og áhrif mismunandi setningaskipun- ar. Hér hefði verið við hæfi að stytta og láta nægja að vísa í aðr- ar ýtarlegri heimildir. A hinn bóg- inn er fróðlegt að lesa um mismun- andi tegundir af sk. „sjónarmið- um“ textans og hvaða áhrif þau hafa á stflgildið. Um þetta hefur lítið verið skrifað á íslensku og því kærkomið. Seinni hluti bókarinnar fjallar um sögu íslenskrar stílfræði eins og áður er sagt. Þessi hluti teygir sig yfir hátt í 500 blaðsíður og myndar því stofn þessa verks. Eins og skilja má af orðanna hljóðan er hér um sögu að ræða og því liggur beint við að raða viðfangs- efninu í krónólógíska röð. Höfund- ar velja því einfalda og að jafnaði áhrifaríka leið til að gera íslenskri stílsögu skil. Þeir virða hefðbundin viðhorf í bókmenntasögunni, jafn- vel gagnrýnislítið. í samræmi við þetta þykir þeim við hæfi að gefa sérstakt yfirlit í þrem köflum um íslenskan stíl frá upphafi til 1540, frá 1540 til 1830 og frá 1830 til 1900. Vel má taka undir það að nauðsynlegt sé að flokka sögulega framvindu, jafnt bókmenntasögu sem aðra tegund sögu, í ákveðin skeið til þess að auðvelda mönnum skilning. Hér hefði þó að mínu mati allt eins komið til greina að gefa yfirlit um hvernig mismun- andi stíltegundir kallast á á öllum tímum í íslenskum bókmenntum. Fyrst er Qallað um stíl heilagra manna sagna, sem eru með elstu söguritum á íslensku. Stíll sagn- anna fellur illa að hefðbundnum skilgreiningum á lærdómsstíl. Kenningar um uppruna hins ein- falda stfls heilagra manna sagna falla í stórum dráttum í tvær átt- ir. Annars vegar eru fræðimenn á borð við Sverri Tómasson, sem telja að þýðendur hafi tekið mið af einföldum predikunar- og fræð- astíl Iatnesks máls. Hins vegar er Dietrich Hofmann, sem hefur hug- að að frávikum norrænna þýðenda frá frumritum sínum og sem rekja má til munnlegrar frásagnarlistar sem mótað hefur stíl elstu sögu- rita. Samkvæmt þessu eru menn ekki á eitt sáttir hvert rekja skuli sérstakan, alþýðlegan, íslenskan fornstíl. Fjallað er um stíl fornra laga, Heimskringlu, riddarasagna og helgisagna. Fomsagnastíllinn er oft talinn birtast í sinni glæstustu mynd í Islendingasögunum. Höf- undar taka undir þetta viðhorf og undirbyggja það sannfærandi rök- um. I Íslendingasagnastílnum blandast saman alþýðlegur og ein- faldur stíll og mælskur, lærður stíll. Tilsvör eru meitluð og eiga sér oftar fyrirmyndir í erlendum bókmenntum en menn hafa viljað viðurkenna, þótt höfundar geri ekki mikið úr slíku. íslendingasög- urnar eru gjarnan sveipaðar hlut- lægni; umhverfis- og persónulýs- ingar eru kaldhamraðar án þess þó að tilfinningar séu alls fjarri. Trúverðugleiki frásagnarinnar birtist í því sem persónur segja og gera en sjaldnast í því sem þær hugsa eða í því sem þeim finnst. Þótt stfll íslendingasagna sé ein- faldur á yfirborðinu er hann greini- lega afsprengi samfélags sem bjó yfír þroskuðu bókmáli. Þess vegna hitta höfundar naglann á höfuðið þegar þeir segja að „hver saga hefur sín sérkenni í stíl sem verða tæpast skýrð án tengsla við höf- undana sem settu þær saman og tímann sem þær voru ritaðar á“. Oft er talað um undrið í íslensk- um stíl sem fylgdi Fjölnismönnum. Menn verða hástemmdir og tala um byltingu þegar um þennan tíma er rætt. En Fjölnismenn áttu sér auðvitað ákveðnar fyrirmyndir. Þessar fyrirmyndir taka höfundar bókarinnar til rækilegrar skoðunar og þá kemur í ljós að ekki er allt með þeim hætti sem áður sýndist. Höfundar eru varkárir í dómum en komast þó m.a. að þeirri niður- stöðu að stíllinn í Árbókum Jóns Espólíns hafi ekki verið Fjölnis- mönnum sú fyrirmynd sem oft er talið. Espólín ritaði að vísu gegn lærðum stfl samtímans, en það var ekki rómantískur stíll heldur hefð- bundinn sögustíl. Hins vegar eru höfundar sammála Einari Ólafi Sveinssyni, og rökstyðja það, að Hómersþýðingar Sveinbjarnar Eg- ilssonar hafi haft ótvíræð áhrif á Fjölnismenn og kynslóð þeirra. Höfundar leggja töluverðan metnað í að fjalla um mismunandi stíl á 20. öld, enda er af nógu að taka. Umdeilanlegt hlýtur samt að teljast hvernig höfundarnir flokka mismunandi stíl. Þeir fjalla um menntamannastíl, ungmennastíl, dagblaðastíl og skáldsagnastíl. Kaflinn um dagblaðastíl gefur gott yfirlit um þróun og fjölbreytileika I íslenskri blaðamennsku frá upp- hafí til okkar daga. Hins vegar er kaflinn um menntamannastíl ein- hæfur og í heild vafasamur. Tekin eru tilviljanakennd dæmi um menntamenn og skrif þeirra. Kafl- anum um skáldsagnastíl á 20. öld hefði átt að sleppa eða öðrum kosti að umskrifa kaflann við hæfi. Áhrif Halldórs Laxness á íslenska skáldsagnaritun verða seint ofmet- in og því er ýtarleg umfjöllun um stíl hans réttmæt. Hins vegar skýt- ur það óneitanlega skökku við að minnst er á stíl Torfhildar Hólm og Jóns Trausta í mýflugumynd en öðrum höfundum aldarinnar einfaldlega sleppt. Spurt úr ann- arri átt: Ef fjalla átti um skáld- sagnastíl á 20. öld af hveiju þá ekki líka ljóðastílinn? Þar hefur átt sér stað síst minni þróun en í skáld- sögunum. Að lokum íslensk stílfræði er brautryðj- endaverk á sínu sviði og raunar er hér um að ræða framtak sem seint verður unnið til hlítar. Höf- undarnir hafa unnið að þessu verki í mörg ár og hafa greinilega ekki misst sjónar af lokamarkinu, þótt auðveldlega geti margt villt mönn- um sýn í svo yfirgripsmikilli vinnu. Verkið talar sínu máli um það. íslensk stílfræði hlýtur því að vera mörgum kærkomin, bæði þeim sem sinna stíllegum rannsóknum á til- teknum sviðum sem og öðrum sem vilja lesa sér til ánægju um þróun stfls í íslenskum bókmenntum. Ingi Bogi Bogason Góður flutningur TÓNLIST Listasafn íslands NÝÁRSTÓNLEIAKAR 8,1 Flytjendur Þóra Einarsdóttir sópran, Sigrún Eðvaldsdóttir fíðla, Helga Þórarinsdóttir víóla, Richard Talkowsky selló, Richard Kom kontrabassi, Steef van Oosterhout slagverk og Blásarakvintett Reykja- vikur: Bemharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhann- esson klarinett, Hafsteinn Guð- mundsson fagott, Jósef Ognibene hom og Kristinn Óm Kristinsson píanó. ÞVÍ EKKI að fara örlítið fram yfir þessa sex daga jóla- og nýárs- stemmningar með tónlist sem megnar að lýsa örlítið upp myrk- ustu daga norðursins og þá jafnvel að fara meira en tvo daga fram yfír þrettándann? Þetta hafa for- ráðamenn Listasafns íslands kom- ið auga á og boða í annað sinn til nýárstónleika í húsakynnum safns- ins. Þetta getur orðið skemmtileg hefð, eini hængur á er að salurinn takmarkar mjög fjölda áheyrenda og af sömu ástæðum takmarkast einnig sá fjöldi tónlistarmanna sem hægt er að kveðja til hveiju sinni. Þar sem um nýjung er hér að ræða, mætti einnig reyna nýjung í fleiru, t.d. með því að láta hljóðfæra- leikarana sitja, - eða standa, í miðjum salnum og raða síðan áheyrendum í hring um flytjend- urna. Þetta er aðeins einföld tillaga og kostar ekki neitt. Tónleikarnir hófust með Kvint- ett op 11 nr. 6 fyrir flautu, óbó, fíðlu, víólu og selló eftir Jóhann Christian Bach (stundum kallaður hinn ítalski Bach). Afbrags hljóð- færaleikarar komu eingöngu við sögu þessarra tónleika og því ekki við öðru en góðu spili að búast og svo var vitanlega hér. Þó kitlaði mig sú hugsun að síðasti þátturinn hefði þolað örlítið meiri hraða. Ung söngkona, sem er, að ég best veit, í námi erlendis, Þóra Einarsdóttir, söngþijú lögeftir Jón Þórarinsson, Fuglinn í íjörunni, íslenskt vögguljóð á hörpu, sem hvorutveggja eru perlur meðal ís- lenskra einsöngslaga, þriðja lagið sem Þóra söng var Jeg elsker dig við erindi Magdalene Thoresen, en það lag Jóns er lítið þekkt. Á þessu stigi er Þóra „súperetta" og enn í mótun, en hún er auðheyrilega vel músíkölsk og gerir þegar margt mjög vel, sem hún sýndi þó best í Der Hirt auf dem Felsen op. 129 eftir Fr. Schubert. í þessum þrem lögum Schuberts, sem eru hlaðin vandamálum fyrir söngvarann, sýndi Þóra að mikils má af henni vænta. Fantasía fyrir klarinett og píanó um óperu Vedis, La Tra- viata, passaði vel inn í efnisskrána og þar fékk Einar að sýna frábæra hæfni sína á klarinettið. Opus number Zoo, eftir furðufuglinn L. Berio, fjallaði ég um þegar þeir félagar fluttu það í Gerðarsafni og er engu við það bæta, nema þá helst að maður sannfærist enn betur um hæfni þeirra sem leikara og ættu leikhúsin að standa þeim opin, ef þeir einhverntíma fengju leið á hljóðfæraleiknum. Kvartett í D-dúr fyrir flautu, fiðlu, víólu og selló var fluttur í anda Mozarts og þótt stuttur adagio-þáttur væri kannske aðeins of hraður og órólegur var það bætt upp með sprúðlandi spili í síðasta þætti. Tónleikunum lauk með Keisara- valsinum eftir J. Strauss yngri, en þrátt íýrir ágæta hljóðfæraleikara nást ekki töframir út úr þesari tón- list nema með góðum stjómanda fyrir framan sig. Þetta verða víst hljóðfæraleikarar að sætt sig við. Ragnar Björnsson B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.