Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 37 MINNINGAR KRISTINN HALL- GEIR ÁRNASON + Kristinn Hallgeir Árnason fæddist 9. september 1916. Hann lést 29. desember 1994. Foreldrar hans voru Helga Níelsdóttir og Árni Þorsteins- son, kvikmyndahúsaeigandi í Hafnarfirði. Bróðir Kristins heitir Níels. Kristinn kvæntist 1938 Helgu Gunnarsdóttur. Hún lést árið 1965. Kristinn og Helga eignuðust fjögur börn: Gunnar, skipstjóra í Vestmannaeyjum, Helgu kaup- konu I Hafnarfirði, Árna og Brynjólf sem unnu hjá föður sínum. Utför Kristins Hall- geirs fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. ÞETTA voru dapurleg áramót. Hann afi er horfinn á braut og með honum svo margt sem við tökum sem sjálfsagða hluti. Hjá okkur bytjuðu allar hátíðir með því að afi kom. Hann var mjög vanafastur og lítið fyrir að breyta út af hefðbundn- um venjum. Álltaf kom hann í sunnudagskaffi hvort sem við vor- um hér heima eða í sumarbústaðn- um okkar. Á sumrin var gjarna farið í bíltúra og helzt til Þingvalla. Afi var einn af þeim mörgu sem ekki komst á þjóðhátíðina þar þrátt fyrir ásetning þar um. Hann komst ekki lengra en í Ártúnsbrekkuna, en þar snéri hann við og sagðist bara ætla að horfa á hátíðina í sjón- varpinu. ÞORDIS SIG URÐARDÓTTIR + Þórdís Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. febrúar 1939. Hún lést í Landspítalanum 24. desember síðasthðinn. Utför hennar fór fram frá Hafnarkirkju 3. jan- úar síðastliðinn. MIG LANGAR að minnast Dísu, góðrar vinkonu og samkennara. Ekki gerði ég mér grein fyrir að símtalið við Dísu í nóvember yrði okkar síðasta. Á þessari stundu streyma minningamar fram í hug- ann og eru þær sveipaðar glaðværð og hlýju. I samfélagi eins og á Homafirði er hver einstaklingur mikilvægur og traust vinabönd myndast. Fyrir mig sem kom sem nýr kennari að Nesjaskóla fyrir nokkrum ámm var gott að eignast góða vini sem Dísu og Guðbrand sem og aðra kennara skólans. Dísa, Guðbrandur maður hennar og ég vorum samkennarar og nágrannar. Ég var alltaf aufúsu- gestur hjá þeim og oft bankaði ég upp á. Ég hugsa til gönguferða okkar Dísu, glaðværðar hennar og söngs, kaffibollaheimsóknanna og tímans í skólanum. Það var svo margt sem við gerðum saman, bæði brallað og skrafað og á ég margt að þakka. Dísa var í senn vinur og ráðgjafi og alltaf var hægt að leita til hennar. Guðbrandur og hún sáu um heimavistina við skólann og áttu nemendumir þar vísan stað hjá þeim hjónum. Dísa lagði sig alla fram um að hlúa vel að þeim. Dísa sagði mér oft frá bemskuár- um sínum í Vestmannaeyjum og veit ég að henni þótti mjög vænt um. eyjamar. Margs er að minnast og margs að þakka. Dísa var kær vinkona og geymi ég minninguna um hana í hjarta mínu. Með lífs- gleði sinni, kátínu og æðruleysi setti hún mark sitt á líf þeirra sem um- gengust hana. Mína innilegustu samúð votta ég Guðbrandi, börnum Dísu sem voru henni svo kær og systkinum hennar. I I Erfidrykkjur Glæsileg kiiffi- hlaðbord, fallegir salir og mjóg goð þjonusta. Upplýsingar . sima 11M2 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LOVTLEIIIK Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Kveðja, Jónína Kárdal. Hann afi var ekki vanur að kvarta og það var afskaplega auð- velt að gera honum til hæfis. Þó hann væri orðinn 78 ára, var hann samt svo duglegur og sjálfbjarga þrátt fyrir handaskjálfta sem háði honum æ meira í seinni tíð. Það kom aldrei að því að við fengjum að stjana við hann sem gamal- menni, hann var kallaður á burt beint úr amstri hversdagsins og við stöndum höggdofa og vitum að skarð hans verður aldrei fyllt. Ragnar, Kjartan og Kristinn dóttursynir. Ungur að árum hóf Kristinn bróðir minn nám hjá föðurbróður okkar Magnúsi Þorsteinssyni, eig- anda og stofnanda Sælgætisgerðar- innar Freyju sem síðan varð hans ævistarf. Stofnaði sitt eigið fyrir- tæki í sömu grein, KÁ við Skip- holt, og starfaði við það um áratuga skeið, og var að störfum til síðasta dags. Einkar kært var á milli dótturinn- ar Helgu og Ijölskyidu hennar og leið ekki sá sunnudagur árið um kring og oftar að ekki væei farið í heimsókn á heimili hennar við Norð- urbrautina í Hafnarfírði. Eftir að faðir okkar lést árið 1965 gerðum við bræður Hafnar- fjarðarbíó að sameignarfélagi og starfræktun það þar til við seldum Hafnaríjarðarbæ eign okkar á Strandgötu 30 á afmælisdegi bróð- ur míns 9. september 1988. Eftirlifandi bömum hans, tengdadóttur og tengdasyni og bamabörnum votta ég samúð mína. Níels Árnason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR frá Traðarkoti á Vatnsleysuströnd, sem andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, föstu- daginn 6. janúar sl. verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstu- daginn 13. janúar kl. 10.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEORG SIGURÐSSON cand. mag., sem lést 24. desember síðastliðinn, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 11. janúar nk. kl. 15. Sigurður Georgsson, Steinunn Georgsdóttir, Jón Baldur Lorange, Bergsteinn Georgsson, Unnur Sverrisdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRIGITTA VILHELMSDÓTTIR, Árbraut 7, Blönduósi, andaðist í Landspítaianum að kvöldi 6. janúar. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Sigursteinn Guðmundsson, Matthías L. Sigursteinsson, Fanney Zophomasdóttir, Rósa M. Sigursteinsdóttir, Rúnar Þór Ingvarsson, barnabörn ög barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamöðir, amma, langamma og langalangamma, MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Haukadal ■ Dýrafirði, er lést 2. janúar sl., verður jarðsett frá Garðakirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 13.30. Páll Jónsson, Þóra Þorleifsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ólafur H. Jakobsson, Svanfrfður Jónsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir, Gísli Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t KRISTINIM JÓNSSON frá Einarsstöðum i Reykjadal, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. janúar. Systkini hins iátna. t Móðursystir mín, PÁLA S. ÁRNADÓTTIR kaupkona, andaðist á Borgarspítalanum laugar- daginn 7. janúar 1995. Jarðarförin hefur verið ákveðin þriðju- dag 17. janúar. Ólöf E. Davíðsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR G. GUNNLAUGSSON bóndi, Lundi ■ Kópavogi, lést á hjúkrunarheimili aldraðra, Sunnu- hlíð, laugardaginn 7. janúar. Friðrika Geirsdóttir, Leifur Þorsteinsson, Gunnlaugur Geirsson, Malín Örlygsdóttir, Geir Gunnar Geirsson, Hjördís Gissurardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, Gl'SLI JÓNSSON, fv. verkstjóri, Laugarnesvegi 74, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna. Sigríður Sveinsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Gunnar Guðjónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Paula Guðmundsson, Þuríður, Gfsli, Gunnar og Kolbrún Gunnarsbörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför GRÓU SVEINSDÓTTUR frá Selkoti, Austur-Eyjafjöllum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við ándlát og útför elsku litla drengsins okkar, ÓLAFS ÞÓRS ÖNNUSONAR, Borgarhrauni 6, Hveragerði. Anna Birna Björnsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Björn Friðriksson. Lokað Skrifstofan verður lokuð vegna útfarar föður okk- ar Georgs Sigurðssonar, á morgun, miðvikudag- inn 11. januar. Lögmenn, Garðastræti 6, Sigurður Georgsson, Bergsteinn Georgsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.