Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREIIMAR Áflandri og" styttingi NÝLEGA skeiðaði fram á ritvöll- inn sá kunni kappi Herbert Ólason, betur þekktur undir gælunafninu Kóki og má segja að hann hafi far- ið þar nokkuð mikinn. Reyndar mun þetta ekki í fyrsta sinn sem hann geysist fram með þessum hætti og heggur á báða bóga. Hingað til hefur það ekki þótt svaravert sem hann hefur á borð borið en svo má vitleysuna þylja að einhver fari að trúa henni. I grein eftir Kóka sem birtist í Morgunblaðinu 10. desem- ber sl. vegur hann nokkuð að fyrir- tækinu Edda-hestum sem við erum í forsvari fyrir og fer þar með stað- lausa stafí sem rétt er að leiðrétta. Megin inntak greinarinnar er það að Kóki ásamt nokkrum íslenskum félögum hans hafi lyft Grettistaki í útflutningi og markaðssetningu íslenska hestsins í Þýskalandi og víðar. Aðrir aðilar og þar með talið Edda-hestar hafi ekki gert annað en fara í plógfar þessara miklu markaðsjöfra og ofan í kaupið hirt Rekstur Edda-hesta hefur gengið vel síðustu árin og skilar hagnaði. Guðmundur Viðars- son, Viðar Halldórs- son og Bolli Gústavs- son svara skrifum Her- berts Olasonar, sem þeir segja andstæðu glæsi- legs reiðspretts á snjall- vökrum hesti. eða stolið öllum þeim styrkjum sem völ hefur verið á til þessara hluta. I skrifum Kóka má greina mikla gremju yfir því að hann og félagar hans fái nánast enga styrki til markaðsstarfsins. Það eina sem við getum ráðlagt honum í þessum efn- um er að velta fyrir sér af fuiiu raunsæi hvort þetta endurspegli ekki einfaldlega það traust sem hann og félagar hans hafa hjá þeim sem ráða þeim sjóðum sem veitt er úr. Ef litið er á lista yfir þá sem flutt hafa út hross síðustu árin vek- ur athygli að þar er ekki að finna nafnið Herbert Ólason. Ekki er ólík- legt að einhveijir velti fyrir sér af hveiju hann flytur ekki lengur út hross í eigin nafni. Hagnaður hjá Edda-hestum En svo vikið sé að aðdróttunum í garð Edda-hesta er staðreynd málsins sú að rekstur hestamið- stöðvarinnar í Uschlag gekk ekki sem skyldi en Kóka er fullkunnugt um að breytt var um rekstrarfyrir- komulag á þeim þætti áður en í óefni var komið. Núverandi fyrir- komulag gengur prýðilega, Edda- hestar eru nú í samstarfi við Aðal- stein Reynisson og ýmsa aðra aðila sem reka búgarða víða um Þýska- land. Sjá þessir aðilar um sölu á hestum sem Edda-hestar flytja til Þýskalands og hefur þetta samstarf gengið prýðilega. Ef litið er á út- flutningstölur síðustu ára má sjá að Edda-hestar fluttu út árið 1992 199 hesta, sem er 10% af útflutn- ingi, 1993, 237 hesta, sem er 10,5%, og 1994 363 hesta, sem lætur nærri að sé 14% hlutdeild í útflutningnum. Rekstur Edda-hesta hefur gengið vel og'er rétt að geta þess til upplýs- ingar fyrir Kóka og aðra sem áhuga hafa á málinu að hagnaður síðasta árs var 1,5 milljónir króna. Þetta á Kóki reyndar að vita sem hluthafi í fyrirtækinu. Eigi að síður fullyrðir hann að hluthafar sitji eftir með sárt ennið og verðlaus hlutabréf. Til að taka af öll tvímæli um þessa fullyrðingu þá skora stjórnarmenn hér með á Kóka að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu, að sjálfsögðu á þannig verði að hann bíði ekki fjár- hagslegt tjón. Þegar hér er komið sögu í grein Kóka fer nú heldur að slá út í fyrir honum því ekki verður betur séð en hann rugli saman Edda-hestum, sem hann reyndar rangnefnir Eddu- hestar greinina út i gegn, og Hags- munafélagi hrossabænda, sem einn- ig er rangnefni því hann á væntan- lega við Félag hrossabænda. Bland- ar hann saman þessum aðilum og útflutningi hrossa til Litháen en rétt er að taka það fram að Edda- hestar hafa ekki verið aðilar að útflutningi hrossa þangað. Hvers á hver að gjalda? Þessu riæst er ekki annað hægt en birta orðrétt það sem segir í greininni. „Eru menn virkilega svona óánægðir með okkar starf hér ytra, að við séum ekki einu sinni þess virði að hægt sé að tala við okkur um þau mál sem standa okk- ur næst og sem við höfum barist fyrir i 10 ár? Hvers eigum við að gjalda, er ekki nóg komið?“ Tilvjtn- un lýkur. Já, hvers á Herbert Óla- son að gjalda? Og í framhaldi af því má spyija hvers ýmsir fyrrum viðskiptavinir Herberts Ólasonar hér á landi, hrossaræktendur og hestaeigendur eigi að gjalda? Þar sitja ýmsir með sárt ennið og bíða eftir greiðslum frá honum fyrir hross sín og hafa sumir beðið ansi lengi. Kóki gerir mikið úr jákvæðum afrekum sínum á sviði hrossasölu en þeir eru margir sem undrast að hann skuli þeysa með þessum hætti inn á ritvöllinn því hann á einnig að baki afar fjölskráðugan lista neikvæðra afreka og það er kannski af þeim verkum sem hann hefur hlotið hvað mesta frægð fyrir. Að sjálfsögðu er ekki hægt að telja upp öll afrek hans á þeim lista í blaða- grein því hann er langur, en hér skal fátt eitt nefnt. Fyrst er að Þjóðdansafélag Reykjavíkur Svo skal dansinn duna Sýning Þjóðdansafélags Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu 10. og 11. janúar n.k. kl. 20. Söngdansar, söngur og vikivakaleikir undir stjórn Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur. Tónlist: Jón Ásgeirsson. Stjórnandi kórs og hljómsveitar: Jón Stefánsson. Dansarar: Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Þjálfun dansfólks: Kolfinna Sigurvinsdóttir. Söngur: Kammerkór Langholstkirkju. Hljómsveit: Félagar úr Kammersveit Langholtskirkju. Miðasala í Þjóðleikhúsinu s. 11200. HESTAR sem bíða þess að vera fluttir flugleiðina á Evrópumarkað. nefna til sögunnar kunnan hrossa- flutningsmann sem á nokkrar gaml- ar ávísanir sem bankinn hefur af einhveijum ástæðum ekki viljað innleysa og falleg bréf frá Kóka eins og hann orðaði það sjálfur. Áður hafði þessi maður sent Kóka nokkrar hryssur og ætlaði Kóki að kaupa nptaðan flutningabíl og senda til íslands sem greiðslu upp í merarnar. Það er sjálfsagt óþarft að taka það fram að bíllinn er ókom- inn ennþá en maður þessi segist tilbúinn að birta bréf Kóka opinber- lega og sýna ávísanirnar. Eitt sinn mætti Kóki með gelding í dýralæknisskoðun í stað stóðhests sem átti að senda út sem hefði leitt til lægri sjóðagjalda. Upp komst um strákinn Tuma og lofaði Kóki að greiða það sem á milli bar en samkvæmt nýlegum heimildum er það óuppgert enn þótt nokkur ár séu liðin síðan þetta gerðist. Kóki er kraftmikill og hug- myndaríkur dugnaðarforkur en því miður virðist honum ganga illa að feta einstigi leikreglna samfélags- ins. Svo er hann bæði hissa og svekktur yfir því að honum sé ekki sýnt traust og ausið í hann pening- um til að vinna markaði. Hafi rekst- ur Edda-hesta verið þungur má fullyrða að ein af megin ástæðunum fyrir því sé sú að fyrirtækið kapp- kostar að standa í skilum við við- skiptavini sína, þ.e. þá sem selja fyrirtækinu hross, en ekki er víst að allir skilji slíka viðskiptahætti. Þáttur Gunnars og Agnars Þessu næst leggur Kóki fram leiðbeiningar til handa Félagi hrossabænda, sem eru prýðilegar, en hætt er við að þeir sem þekkja Kóka brosi út í annað við lesturinn og er ekki meira um það að segja. Undir lok greinarinnar segir Kóki frá sölu hans og einhverra annarra á 50 hrossum til Kanada þar sem farið var fram á 500 þúsund króna styrk en að sjálfsögðu hafnað eins og hann orðar það. Það má undar- legt heita að Kóki skuli yfir höfuð minnast á þetta mál því samkvæmt áreiðanlegum heimildum var veittur 150 þúsund króna styrkur frá Fé- lagi hrossabænda fyrir markaðs- árangur og loforð um fimm hundruð þúsund króna styrk ef framhald yrði á útflutningi til Kanada. Ekki vitum við hversvegna endi var bundinn á þessi viðskipti. Af skrifum Kóka mætti ætla að hann og félagar hans hafi öðrum fremur skapað markaðinn í Þýska- landi og þar með lætur hann eins og hann þekki ekki til verka frum- heijanna Gunnars Bjarnasonar og Agnars Tryggvasonar og gerir þar með lítið úr þeirra verkum. Þá skipta þeir tugum íslendingar og Þjóðveijar sem lagt hafa hönd á plóg við markaðssetninguna í Þýskalandi. Við sem þetta skrifum höfum ekki trú á því að Kóki sé réttur maður á réttum stað og nægir þar að benda á sýnishornið á afrekalista hans hér að framan. Hafi Kóki ætlað að upphefja sjálfan sig með títtnefndri grein eins og snjallir knapar gera oft með glæsi- legum skeiðspretti á snjallvökrum hesti þá hefði betur verið heima setið, því segja má að hann hafi farið á flandri og styttingi og endað sprettinn á illsitjandi kýrstökki. En að síðustu þetta; það verður enginn meiri maður á því að reyna að lítil- lækka aðra og svo væri nú hollt fyrir Kóka að hugsa öðru hvoru um steinvöluna og glerhúsið og reyna að skilja lífsspekina þar að baki. Höfundar eru ístjórn Edda-hesta. 22. maí 1996 nKaupþing hf. hefur til sölu ECU skuldabréf útgefin af íslenska ríkinu. Bréfirt eru með gjalddaga 22. maí 1996. Lágmarksupphæð er 20.000 ECU eða um 1.680 þúsund íslenskra króna. Bréfin eru seld miðað við 7% ávöxtunarkröfu og eru þau eignarskattsfrjáls. Kaupþing hf. ábyrgist endursölu bréfanna á hverjum tíma. Upplýsingar hjá ráðgjöfum Kaupþings hf. í síma 568 90 80. Löggi/t verðbréfafyrirtœki í eigu Búnaðarbattkans ogsparísjódanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.