Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Margir hafa áhuga á að eignast hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa Skiptar skoðanir meðal fólks hvort selja eigi UA SKIPTAR skoðanir eru á meðal bæjarbúa á Akureyri um hvort Akureyrarbær eigi að selja hluta- bréf sín í Útgerðarfélagi Akur- eyringa eða hvort best fari á að bærinn eigi áfram meirihluta í fé- laginu. Kaupfélag Eyfirðinga og Samheiji á Akureyri vilja kaupa hlutabréf bæjarins í félaginu og þá hefur stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna einnig lýst yfir vilja til að ná saman hópi íjárfesta til að kaupa bréfin. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort bréf- in verða seld, en á fundi bæjar- stjórnar í dag verður skipað í við- ræðuhóp þar sem í eiga sæti fulltrú- ar allra flokka auk bæjarstjóra, en hópurinn mun ræða við þá aðila sem lýst hafa áhuga á að eignast fyrir- tækið. Þá verður væntanlega búið að gera könnun á áhrifum þess að sala afurða ÚA flytjist frá SH yfir til íslenskra sjávarafurða innan tvegga vikna, en eignist KEA meiri- hluta í ÚA er fyrirhugað að flytja höfuðstöðvar ÍS norður og færa sölumálin úr höndum SH yfir til ÍS. Um fátt er meira rætt á Akureyri um þessar mundir en hugsanlega hlutabréfasölu bæjarins í ÚA. Bærinn eigi hlutabréfin „Ég vil að Akureyrarbær eigi áfram sín hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa,“ sagði Sigurgeir Arn- grímsson trésmiður, en hann sagð- ist hafa rætt málið við fjölmarga og um það væru skiptar skoðanir, aðrir væru sama sinnis og hann en sumir vildu selja bréfin. Sigurgeir sagði að vissulega yrði hægt að hreinsa upp skuldir bæjarins eða auka verulega framkvæmdir í bæn- um ef bréfin yrðu seld, „en það hefur bara ekkert komið í ljós hvað eigi að gera við þessa peninga sem fást, verði bréfin seld. Ég myndi vilja fá að vita það,“ sagði Sigur- geir. Hann sagðist kjósa að öðrum hluthöfum yrði einnig boðið að kaupa bréfín. „Það er að mínu mati óhentugt að þau hlaðist öll á einn aðila, það er betra að margir eigi í fýrirtækinu." Sigurgeir Ásta Hrönn Amgrímsson Björgvinsdóttir Hagur bæjarbúa að leiðarljósi Ásta Hrönn Björgvinsdóttir nemi sagði að sér fyndist málið bera dálítinn keim af því að stokkið hefði verið af stað út í óvissu, það væri eins og menn vissu ekki alveg hvað þeir væru að gera. Það væri meira en að segja það að selja hlutabréf bæjarins í félaginu. „Mér finnst ein- hvern veginn eins og menn hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er stórt mál. Það þarf að mínu áliti að hugsa dæmið til enda, það eru margir hræddir um að starfsemin Morgunblaðið/Rúnar Þór Haukur Ásdís Jóhannsson Jóhannsdóttir eða hluti hennar flytjist úr bænum ef bærinn missir meirihlutann í fyr- irtækinu, það heyrir maður víða. Þessi bæjarstjórn er að vinna fyrir okkur bæjarbúa, hluturinn í ÚA er okkar eign, ekki bara bæjarstjórn- arinnar og þetta mál var alls ekki til umræðu í kosningabaráttunni, það lýstu engir flokkar því yfir að þeir ætluðu að selja hlutabréf bæj- arins í ÚA,“ sagði Ásta Hrönn. Meirihluti heimamanna Haukur Jóhannsson tannsmiður sagði um hugsanlega hlutabréfasölu Mjólkurkvóti til sölu 10-15 þúsund lítra kvóti ertil sölu. Áhugasamir leggi inn tilboð á afgreiðslu Mbl., merkt: „Mjólkurkvóti -10“. að best færi á því að sem flestir ættu hlut í félaginu, eignaraðildin yrði sem breiðust. „Ég er afar sátt- ur við að Akureyrarbær eigi áfram meirihluta í útgerðarfélaginu og fínnst að bæjarstjóm ætti að hugsa sig vel um áður en ákveðið verði að selja hlutabréfín. Verði það hins vegar samþykkt legg ég áherslu á að fyrirtækið sé að meirihluta í eigu heimamanna," sagði Haukur. Alfarið á móti „Ég er alfarið á móti því að selja meirihluta hlutabréfa Akureyrar- bæjar í ÚA, bærinn á að eiga meiri- hluta í fyrirtækinu, kvótinn verður þá áfram hér í bænum, það er ör- uggt,“ sagði Steinþór Jensen kaup- maður. „Mér finnst að ÚA eigi sjálft að selja sínar afurðir, ekki að borga einhveijum fyrirtækjum í Reykjavík stórfé fýrir það,“ bætti hann við. Steinþór sagði í lagi að sínu mati að selja einhvern hluta bréfa Akur- eyrarbæjar, en þó aldrei það mikið að bærinn missti áhrif sín í fyrir- tækinu. Farsælast væri að Akur- eyrarbær ætti áfram sín hlutabréf í þessu trausta fýrirtæki. Flýtir og hugsunarleysi „Nei, alls ekki,“ sagði Ásdís Jó- hannsdóttir leiðbeinandi á Punkt- inu, tómstundamiðstöð fyrir at- vinnulaust fólk, er hún var spurð um skoðun sína á því hvort selja ætti hlutabréf bæjarins í ÚA. „Ég er dauðhrædd um að þetta verði allt flutt úr bænum, ef KEA kaupir fyrirtækið selur það örugglega ein- hveijum öðrum utanbæjar og þó þeir séu duglegir Samheijamenn- irnir þá fínnst mér samt ekki nógu gott að þeir fari að reka ÚA.“ Ásdís sagði að bæjarstjórn bæri fyrst og fremst að hugsa um hag bæjarbúa og hún teysti henni til þess. „Ég treysti því að menn fari ekki að ana út í einhveija vitleysu, það þarf að hugsa þetta mál mjög vel. Helst vildi ég, ef hlutabréfin verða seld á annað borð„ að sem flestir keyptu þau og að þeir sem eiga hlut í fyrirtækinu fyrir fái að fylgjast með og jafnvel kaupa,“ sagði Ásdís. „Mér finnst þetta allt hafa verið gert í flýti og hugsunarleysi, menn sjá fyrir sér einhvern ægilegan gróða, en það má ekki verða til þess að við missum þetta fyrirtæki úr okkar höndum, Akureyringa, sem ég er mjög hrædd um að verði, ef bærinn selur.“ - Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. EEfa 1 TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA k' RADGfíElDSLUfí V/SA . gm _________ TIL ALLT AÐ 1B MÁNAOA Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 , Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119-000,-kr»g, ,,,4.242, á mánuði í 36 mán7 j u\r * Upphæðin er meðaltalsgreiSsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. Sex í sundi LÖGREGLA.N handtók sex manns sem höfðu laumast inn á svæði Sundlaugar Akureyrar aðfaranótt sunnudags og sátu í góðu yfírlæti í heita pottinum er að var komið. Brotist var inn í geymslu Leikfé- lags Akureyrar í gamla barnaskól- anum en engu stolið. Rúður voru brotnar í Vöruhúsi KEA og útvarpi og sjónvarpi stolið úr bifreið sem stóð í miðbænum. Ökumaður missti vald á bifreið sinni og ók inn í húsa- garð á laugardag. Þá var tilkynnt um neyðarblys á Öxnadalsheiði til lögreglu á Akureyri um helgina en talið er að blossi hafí myndast er tveimur línum hafí slegið saman. Ekið var á hross við bæinn Mógil á Svalbarðsströnd og drapst það samstundis. ----*—♦—♦--- Bænasamkomur BÆNASAMKOMUR yerða í Hvíta- sunnukirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudags-, miðvikudags- og fímmtudagskvöld, hvern dag kl. 17.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.