Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tyrkir lofa um- bótum í mann- réttindamálum Takmörkunum á málfrelsi kúrdískra stjórnmálamanna aflétt Ankara. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, lofaði um helgina að gerð- ar yrðu breytingar á lögum um bann við stjómmálaflokkum og að aflétt yrði helsi á málfrelsi, sérstaklega er varðar kúrdíska aðskilnaðar- sinna. Mikill alþjóðlegur þrýstingur hefur verið á tyrknesku stjómina um úrbætur í mannréttindamálum. Bein sjónvarpsútsending var frá blaðamannafundi Ciller þar sem hún tilkynnti að breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni frá 1982 en þáverandi herforingjastjóm setti hana til að binda endi á róst- ur, sem kostað höfðu þúsundir manna lífið. Hundruð blaðamanna, verka- lýðsleitoga, menntamanna og rit- höfunda hafa verið fangelsaðir fyrir brot gegn hinni tyrknesku „óijúfanlegu heild“ en það orðalag hefur jafnan verið notað þegar Kúrdar hafa verið dæmdir fýrir annað en ofbeldisverk. Þrýstingur frá Vesturlöndum Vesturlönd hafa þiýst mjög á um úrbætur í mannréttindamálum og gagnrýni þeirra jókst um allan helming í síðasta mánuði þegar átta kúrdískir þingmenn voru dæmdir í allt að fimmtán ára fang- elsi fyrir tengsl við kúrdíska skæm- liða. Til viðbótar misstu fimm kúr- dískir þingmenn þingsæti sín og þinghelgi þegar Lýðræðisflokkur þeirra var bannaður þar sem hann þótti „aðskilnarsinnaður". Svo mikil reiði ríkti í Vestur-Evr- ópu vegna handtökunnar og ann- arra mannréttindabrota á Kúrdum, að litlu munaði að hætt væri við undirritun samnings um tolla- bandalag við Evrópusambandið. Var undirrituninni frestað fram í mars en hún var fyrirhuguð í des- ember. Hömlum á tjáningarfrelsi aflétt Ciller fullyrti að 13. grein stjórnarskrárinnar, sem þing- mennirnir voru dæmdir eftir, verði felld niður. Hömlum á tjáningar- frelsi manna verður að mestu af- létt er grein 14 í stjórnarskránni hefur verið endurskoðuð. Þá verð- ur banni við stjórnmálastarfsemi verkalýðsfélaga, menntamanna og háskólanema aflétt. Kosningaald- ur verður lækkaður úr 21 árs nið- ur í 18 ára, svo og aldur frambjóð- enda til þings sem er 30 ár en verður 25 ár. Tyrkir búsettir er- lendis mega kjósa í því landi sem þeir eru búsettir í en um tvær milljónir Tyrkja búa í Vestur-Evr- ópu. Stjórnmálaskýrendur segja að verði endurskoðuð stjómarskrá gerð afturvirk, verði flestir sam- viskufangar látnir lausnir. Veldurjurta- fita astma? Reuter Amerísku eplin loks- ins komin! Sydney. Reuter. ASTRALSKIR vísindamenn telja, að vaxandi neysla fjölómettaðrar jurtafítu, til dæmis smjörlíkis, hafi stuðlað að fjölgun astmatilfella meðal barna á undanförnum árum. í Ástralíu hefur neyslan fimmfald- ast á nokkru árabili. Vísindamennirnir taka fram, að fremur sé um að ræða tilgátu en sönnun fyrir samhenginu milli jurtafítu og astma og hafa fram- leiðendur smjörlíkis gagnrýnt þá harðlega. Segja þeir, að það sé alvarlegt ábyrgðarleysi að halda svona nokkru fram án þess að hafa fyrir því einhveijar sannanir. Lýsið meinhollt Fjölómettuð fíta hefur lengi ver- ið talin hollari en smjör en vísinda- mennirnir segja, að í sumri jurta- fitu séu efni, sem geti stuðlað að astmaköstum. Það á þó ekki við um ólífuolíu og ekki við um lýsi en hvortveggja feitin er fjölómett- uð. Benda þeir á, að ólífuolíu- neysla sé mikil í Miðjarðarhaf- slöndum og lýsisneysla á Norður- löndum og í þessum heimshlutum sé astmi meðal barna fátíðari en víða annars staðar. AFGREIÐSLUMAÐUR í stór- markaði í Tokyo heldur á bakka með eplum frá Washington-ríki í Bandaríkjunum sem ekki hafa verið áður á boðstólum í Japan. Sljórnvöld leyfðu loks innflutn- ing á útlendum eplum í ágúst sl. eftir að deilt hafði verið á Japani árum saman á alþjóðavettvangi fyrir að banna hann. Samtök jap- anskra bænda eru geysiöflugur þrýstihópur og hefur þeim með aðstoð kjördæmakerfis, þar sem dreifbýlið hefur hlutfallslega mun meira vægi en þéttbýlið, tekist að hindra innflutning á ýmsum matvælum. Kararhróið Banda í stofufangelsi Hastings Kamuzu Banda, fyrrverandi ein- ræðisherra Malaví, veit að öllum líkindum ekki af því að hann hefur verið settur í stofu- fangelsi, enda er hann orðinn karlægur. Reuter HASTINGS Banda, fyrrverandi einræðisherra I Malaví, dansar með stuðningsmönnum sínum á síðasta fundi sínum vegna þjóð- aratkvæðis um hvort taka bæri upp upp fjölflokkalýðræði í landinu árið 1993. Banda og flokkur hans töpuðu í frjálsum kosningum árið eftir. NGWASI, eða „Kennarinn" eins og hann hefur verið kallaður í heimalandi sínu, er að minnsta kosti 97 ára gamall og haldinn andlegum hrörnunarsjúkdómi, að sögn suður-afrískra lækna sem hafa annast hann frá því hann gekkst undir heilaskurðaðgerð í Jóhannesarborg fyrir tveim árum. Banda hefur legið í kör í opin- berum bústað í Blantyre, næst- stærstu borg Malaví. Að sögn læknanna má hann ekki hreyfa sig og ekki er hægt að færa hann úr rúminu án þess að stefna lífi hans í hættu. Nýju ráðamennirnir í Malaví ætla að ákæra Banda og John Tembo, nánasta að- stoðarmann hans, um morð. Verða þeir sakaðir um að hafa látið myrða fjóra stjómmálamenn, þijá ráð- herra og einn þingmann, árið 1983. Skýrt var frá því í gær að Tembo myndi sækja um lausn úr haldi gegn tryggingu og það yrði einnig gert fyrir Banda sem ekki kæmi sjálfur fyrir dómarann. „Banda verður aðalsakboming- urinn en svo virðist sem fyrsta skipunin um morðin hafi komið frá Tembo,“ sagði Brown Mping- anjira, upplýsingaráðherra Malaví, á fréttamannafundi á fimmtudag. Hann sagði að réttar- höld væm eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og í þeim yrði nafn Banda einnig hreinsað ef hann væri saklaus. Banda stjómaði Malavi í þijá áratugi eða frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum 1964 þar til hann tapaði í fijálsum kosningum í maí í fyrra. Leið hann ekki neina andstöðu við stiórn sína og hótaði einu sinni að kasta fjandmönnum sín- um fyrir krókódílana. Voru andvígir Tembo Fyrir tveimur dögum skýrði rannsóknarnefnd frá því að í maí 1983 hefðu lögreglumenn fengið skipun um að drepa þijá ráð- herra, Aaron Gadama, Dick Mat- enje og Twaibu Sangala, og þing- manninn David Chiwanga. Hefði síðan verið látið líta út fyrir að mennimir hefðu látist í bílslysi, þeir þess vegna barðir í hel með hömmm og kylfum. Sagt er að þeir hafi verið myrtir vegna þess að þeir vora andvígir því að Tembo væri skipaður starfandi forseti meðan Banda væri erlend- is. Banda var ófær um að svara spurningum rannsóknarnefndar- innar. Forseti landsins, Bakili Muluzi, sagði að hvað sem liði aldri forverans og heilsufari myndi verða réttað í málinu, eng- inn ætti rétt á sýknudómi hefði hann drýgt morð. Hann vísaði á bug ásökunum flokks Banda, sem hefur um þriðjung þingsæta, um að pólitískar nornaveiðar væru ástæða réttarhaldanna. Virtur læknir Ævi Banda er afar óvenjuleg. Hann er einn af fáum þjóðarleið- togum sem geta gert tilkall til nafnbótarinnar „doktor", þar sem hann lauk læknanámi í Bandaríkj- unum. Hann varð virtur læknir í Harlesden í norðurhluta Lundúna og sjúklingar hans, sem voru flestir hvítir, minntust hans sem vingjarnlegs manns með mikla persónutöfra, þótt hann þætti púrítanskur í skoðunum. Það að komast til slíkra met- orða þótti afrek hjá manni sem kominn er af ólæsum bændum í Kasungu í norðurhluta Malaví. Þegar hann var ungur gekk hann tæplega 1.500 km leið til að tfyggja sér fyrsta starfið, við gullnámu í Witwatersrand í Suð- ur-Afríku. Taldi sig ódauðlegan Þegar sjálfstæðisaldan reið yfir Afríku voru það vinstrimenn sem fengu Banda til að snúa aftur heim og stjórna „af- rísku byltingunni". Þeim til mikillar armæðu reyndist hann erkiíhalds- maður og einræðistil- burðir hans komu snemma í ljós. Banda barðist gegn hugmynd- um um að Malaví yrði hluti af sambandsríki Ródesíu og Nyasa- lands og sat í fangelsi í eitt ár þar til landið öðlaðist sjálfstæði. Banda var í fyrstu álitinn „góðvilj- aður einræðisherra" og enginn vafi Ieikur á því að litla ríkið hans naut töluverðrar hagsældar á sama tíma og efnahagshrun varð í nágrannaríkjum, sem höfðu miklu meiri náttúruauðlindir. Þrátt fyrir viktoríanska siða- vendi og kirkjurækni átti Banda til að særa fram gamla afríska anda til að steypa andstæðingum sínum í glötun. Banda krafðist þess að altaris- drengir fylgdu honum hvert sem hann færi og hann stóð að lok- um í þeirri trú að hann væri ódauðleg- ur. Hann varð fyrstur afrískra einræðis- herra til að lýsa sjálfan sig „lífstíð- arforseta“. En nú er komið á kararendann fyrir Banda og hann veit ekki af þvi að nýju ráðamennirnir íhuga að sækja hann til saka fyrir eina af dauðasyndunum, morð. Banda er haldinn and- legum hrörn- unarsjúkdómi Hótaði að kasta óvinum fyrir krókó- dílana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.