Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 21 FRETTIR: EVROPA Fyrstu kvendómararnir við Evrópudómstólinn Liikanen hvetur til fjölgunar kvenna hjá ESB Brussel. Reuter. FYRSTU konumar munu bráðlega taka sæti sem dómarar við Evrópudómstólinn í Lúxemborg. Svíþjóð og Finnland hafa tilnefnt konur í neðri deild rétt- arins, þær Pemillu Lindh og Virpi Tiili. Austurríkismenn til- nefndu karl í neðri deildina og öll nýju rík- in þrjú tilnefndu karla í dómarasæti í Evrópu- dómstólnum sjálfum. Finninn Erkki Liik- anen, sem verður ábyrgur fyrir starfs- mannamálum og íjár- málum Evrópusam- bandsins í nýju fram- kvæmdastjórninni sem tekur við völdum síðar í mánuðinum, hvatti til þess við yfirheyrslur hjá Evrópuþinginu að konum yrði fjölg- að í stofnunum ESB. Jafnt komið á með kynjum við næstu nýráðningar Liikanen sagðist vonast til að næst, þegar ráðnir yrðu nýir starfs- menn til framkvæmdastjórnarinnar að loknu inntökuprófi, yrði unnt að Reuter ERKKI Liikanen hvetur til að konum verði fjölgað í stofnunum ESB. taka inn jafnmargar konur og karla. Fimm aðildarríki ESB, Svíþjóð, Dan- mörk, Ítalía, Frakkland og Þýzkaland, tiinefndu konur sem fulltrúa sína í nýju framkvæmda- stjóminni. Búizt er við að aðild þriggja Norður- landa verði til að ýta undir jafnréttisþróun innan sambandsins. Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Sviþjóð- ar, sagði á leiðtogafundi ESB í Essen í desember að það skaðaði ímynd sambandsins hversu fáar konur sætu þar á fundum. Framk væmdaslj órnin dæmd af verkunum Liikanen sagði að framkvæmda- stjórnin myndi setja á fót starfshóp undir forsæti þýzka framkvæmda- stjórnarmannsins Moniku Wulf- Mathies, sem vinna ætti að því að tryggja áhrif kvenna til jafns við karla. „Nýja framkvæmdastjórnin verður dæmd af verkum sínum á þessu sviði,“ sagði hann. Svíar o g Finnar ekki í ERM • S VÍ AR og Finnar ætla ekki að gerast aðilar að Gengissam- starfi Evrópu (ERM) í bráð þó að Austurríkismenn hafi þegar gerst aðilar, einungis viku eftir að þeir fengu aðild að ESB. Sögðu yfirmenn seðlabanka Svíþjóðar og Finnlands í gær að ekki væru efnahagslegar forsendur fyrir því að gengi gjaldmiðla ríkjanna yrði skráð innan ERM. Fyrsti yrði að koma ríkisfjármálum í viðunandi horf. • FRAKKAR munu síðar í vik- unni leggja fram tillögu að hert- um kvótum á sjónvarpsefni. Vilja Frakkar skylda allar sjónvarps- stöðvar í ESB-ríkjunum til að hafa að minnsta kosti 51% alls dagskrárefnis frá Evrópu. Regl- ur þessa efnis eru þegar til stað- ar en samkvæmt þeim mega stöðvar víkja frá viðmiðuninni ef ekki er „framkvæmanlegt" að koma henni við. • EVRÓPSKU velferðarkerfin eiga á hættu að hrynja, ef ekkert verður að gert segir í nýrri skýrslu frá hugmyndastofnuninni Federal Trust. Er lagt til að ESB hvetji einstaklinga til að leggja sjálfir fyrir í stað þess að treysta á ríkisstyrkt lífeyriskerfi. Evr- ópuríki verði að gera fólki grein fyrir að núverandi lífeyriskerfi muni ekki geta staðið við skuld- bindingar sínar og því sé sparn- aður eina tryggingin fyrir örugg- um tekjum í ellinni. • PHILIPPE de Villers, einn lielsti Evrópuandstæðingurinn á hægri væng franskra stjórnmála, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Veður helsta baráttu- mál hans að „endurheimta" full- veldi Frakka. Ráðherraráð ESB Forysta Frakka fer brösulega af stað París. Rcuter. FRAKKAR tóku við forystu í ráð- herraráði ESB og munu gegna henni næstu sex mánuði. Hafa þeir strax í upphafi lent í deilum við samstarfsríki sín vegna stefnumót- unar í utanríkismálum. Sú ákvörðun Frakka að taka á ný upp diplómatísk samskipti við Iraka í fyrsta skipti frá því 1991 hefur valdið miklu uppnámi. Frakkar hafa ákveðið að opna skrifstofu í Bagdad og að auki efndu þeir til opinberrar móttöku í París fyrir Tareq Aziz, aðstoðarforsætis- ráðherra íraks, er hann kom þangað í heimsókn í síðustu viku. Bretar, sem venjulega eru ekki æstir í náinn Evrópusamruna, hafa gagnrýnt Frakka fyrir að vera „slæmir Evrópusinnar“ og sam- ræma ekki stefnuna í þessu máli. Telja Bretar alls ekki tímabært að slaka á stefnunni gagnvart írökum. Segjar þeir Frakka ekkert samráð hafa haft við sig eða önnur ESB- ríki. „Þetta mál sýnir að þegar þjóðar- hagsmunir koma við sögu þá taka stóru Evrópuríkin ennþá sínar eigin ákvarðanir í stað þess að biða eftir evrópskri samstöðu,“ sagði stjórn- arerindreki frá einu af litlu aðildar- ríkjum ESB. Irakar áttu áður fyrir mikil við- skipti við frönsk fyrirtæki, ekki síst vopnaframleiðendur. Frökkum hefur einnig gengið erf- iðleika að ná saman við önnur ESB- ríki vegna afstöðunnar til Tsjetsjníju-deilunnar. JANUARTILBOO TONIC þrekhjól og þrekstigar TG-702P Þrekhjól m. tölvu ★ Púlsmælir ★ Newton þyngd ★ Breitt, mjúkt sæti TM-300 Þrekstigi ★ Tölvumælir ★ Mjög stöðugur KR. 17.365 KR. 15.728 TG-721 Þrekhjól m. tölvu ★ Tölvumælir ★ Breitt, mjúkt sæti ÁÐunTtm&T^ nú KR. 13.893 .fw TG-730V Rafeindaþrekhjól ★ Sjálfvirk þyngd ★ Púlsmælir ★ Breitt, mjúkt sæti áður KR. 3S.332 nú KR. 23.959 EINTOIK- Hágæóa þrekstöðvar og hlaupabretti með 50% afslætti. mm R e / ð h j ó / a v e r s / u n i n RAOQREIÐSLUR [Jg~) OPIÐLAUGARDAGA10-14 PÓSTSÉNDUM UM LAND ALLT SKEIFUNNI I V VERSLUN SÍMI 889890 i Verzlunarskóli Islands Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 5.-11. janúar 1995. Öldungadeildin gefur kost á námi í einstökum áföngum sem jafnframt gefa einingar sem safna má saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut (25 einingar) Próf af skrifstofubraut (26 einingar) Verslunarpróf (71 eining) Stúdentspróf (140 einingar) Ekki er nauðsynlegt að miða að ákveðnu prófi og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér tii ánægju. Við bjóðum m.a: 96 tíma tölvunámskeið og 104 tíma bókfærslu- og tölvunámskeið Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á vorönn: Bókfærsla Enska íslenska Líffræði Milliríkjaviðskipti ItfPT W ■ Skapandi ritun Tölvubókhald Skattabókhald Stærðfræði Jr jr» íi j | \ 1 Tölvunotkun || Verslunarréttur Ritvinnsla (Word for Windows) Vélritun (á tölvur) Saga Sálarfræði II ■| Þjóðhagfræði Þýska Kennsla í öldungadeild fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga-fimmtudaga ^ Eitt blab fyrir alla! — — IjlfTy - kjarni málvins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.