Morgunblaðið - 10.01.1995, Side 43

Morgunblaðið - 10.01.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 43 BRÉF TIL BLAÐSINS fjármálaráðherra Frá G. Margréti Jónsdóttur: ÉG LEYFI mér að senda þér launa- seðilinn minn fyrir janúar. Ég er búin að kenna síðan 1962 og fór síðan eitt ár í framhaldsdeild Kennaraháskólans vegna kennslu fyrir börn með námserfiðleika. Ég hef daglega samskipti við um það bil 40 börn og reyni að sinna þörfum þeirra eins vel og ég get. Við kennarar viljum ekki verkfall en getum ekki lifað af þessum laun- um. Yfirvinna er að hverfa í öllum skólum og kennarar fá ekki lengur vinnu yfir sumarmánuðina vegna atvinnuástandsins í landinu. Á meðan fá bankastjórar 15-föld laun kennara í fullu starfi. „Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti", er haft eftir Jóni Hreggviðssyni. Á þetta við á landinu okkar góða, íslandi? Virðingarfyllst. G. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, grunnskólakennari, Víkurbakka, Reykjavík. Dónaskapur í Hagkaup! Frá Ólafi Hauki Hákonarsyni: FÖSTUDAGINN 6. janúar var ég ásamt öðrum vini mínum ranglega ásakaður um þjófnað. Ég var á leið- inni heim úr skólanum og ákvað að koma við í Hagkaupi í Grafarvogi. Hugmyndin var sú að kaupa sæl- gæti fyrir kvöldið. Ég labbaði inn að sælgætishillu og kom vinur minn inn á eftir mér. Eftir að búið var að velja sælgætið og komið var að búð- arkassanum tókum- við eftir því að okkur var fylgt eftir, en við veittum því enga sérstaka athygli. Þegar ég hafði lokið við að greiða vöruna og á leiðinni út var tekið í mig og ég tekinn inn á skrifstofu þar sem einn starfmaðurinn ásakaði mig um stuld, en ég neitaði því að sjálfsögðu, því ég hafði engu stolið. Neituðu þeir að trúa því og var leitað á mér og mér skipað að tæma vasana. Ég gerði það og kom í ljós að ég hafði engu stolið. Þá var kallað á annan starfsmann og sagðist hann hafa séð mig stinga hlutum í vasann. Ég neit- aði því og spurði hvurslags lygar væri verið að bera upp á mann og sagði ég þeim að ég stæði ekki und- ir svona lygum. Eftir svolitla stund var mér leyft að fara en mér sagt að lögreglan væri send á þá sem stela. Ég sagðist nú vita það, ég væri ekki algjör hálfviti. Á leiðinni út kölluðu þau á eftir mér, að ég og mínir líkar væru ekki æskilegir hér. Eftir svona framkomu fékk ég engar afsakanir og ligg því undir grun annarra viðskiptavina búðarinnar. Þetta er ekki eina tilfellið sem ég veit um að fólk á mínum aldri hefur lent í án þess að fá neinar afsakan- ir. Því vil ég vara unglinga við að versla í þessari verslun. Fyrir hönd nokkurra móðgaðra unglinga. ÓLAFUR HAUKUR HÁKONARSON, nemi, Funafold 59, Reykjavík. Klámkjaftar og karlrembur Frá Sigríði Guðmundsdóttur: ÉG SÁ og heyrði þátt Ómars Ragn- arssonar „Syngjandi bræður“ á Stöð 2 miðvikudagskvöldið 4. jan- úar síðastliðinn. Þar voru á ferðinni karlakórinn Heimir í Skagafirði og Álftagerðisbræður, sem frægir eru fyrir fagran söng. Ég hélt að Ómar Ragnarsson væri meiri smekkmað- ur á sjónvarpsefni en raunin varð með þennan þátt, því klámvísur, sem þessir söngmenn kepptust við að flytja, voru fyrir neðan allar hellur. Ekki er hægt að ímynda sér, að þessir herramenn beri mikla virð- ingu fyrir konum sínum, mæðrum og dætrum, þegar þeir ausa yfir landslýð svona ógeðslegum vísum um samskipti kynjanna. Mér fannst þessi kveðskapur eyðileggja þáttinn og hefði átt að klippa burtu þennan óþverra, fyrir útsendingu. Allir sem ég talaði við, voru á sama máli og SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SCHIÖTH, Þórunnarstræti 130, Akureyri. Baráttan um brauðið Frá Matthildi Matthíasdóttur: NÚ ER hörð kjarabarátta í nánd og er enginn vafi á því að það verður hart barist og mikil átök munu eiga sér stað og mun engan heilvita mann undra, þar sem kjarasamningar hafa verið hundsaðir svo mánuðum skipt- ir samanber baráttumál sjúkraliða, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni á þessari tæknivæddu öld, sem hefur verið sýnd svo mikil óbilgirni og hroka. Ég vil því hvetja alla hugs- andi og réttsýna menn að standa saman sem ein heild í næstkomandi kjarabaráttu. Munum það að sundr- aðir föllum við enn sameinaðir stönd- um við. Hin rétta aðferð Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki, góður ræðumaður segir ekkert sem að verður fundið. Góður reikningsmaður þarf engar töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slagbranda, en enginn getur opnað, þar sem hann lokar. Sá, sem bindur best þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það sem hann bindur. Á sama hátt er vitur maður jafn- an fær um að liðsinna félögum sín- um, og hann misvirðir engan. Hon- um er jafnan sýnt um að gæta hlut- anna, og hann lítilsvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla. (Lao-Tse). MATTHILDUR MATTHÍASDÓTTIR, Hetjólfsgötu 12, Hafnarfirði. Mestur r veriðákveðiðaðmiðsto" € matvæla - ferðantáHv- Cur;'ð verð' í MK. Árið lyo.'m yund- handanviðbyggin • tynr almu og nú er ver,ð .„1,- Afkomafc' 5'°“ fm verknámshö|i ári voru end' verð”r notkun innan frystiskipa' mun fara ftam kennsl var 11 %, 5ntun reiðs'u, framleiðslu, i hagnað. t kjctáðn. Einnig eru h aði miðað er um að Þar verði boð tap á útgerén£a" um S'arfsnámsbrautt ÞessaruptT- asl ferða',iónus'u sv essat upi .ia 4 &eslamótlöku enndt Svetm { ymisfélög f hagfræðtngsul til fræðslu í ferðamat 'al"nM ' á ár, t.d. Flugleiðir oeí takanna f fram, að ha; söltunar ha asta ári, fyrir 3% er nú tá af tekjum O; ;ð :rða- skrifstofa. boð- Vöxtur og at.t Ólatur G. Eiij menntamálarfi'1 'erið að ferðaþjói tut t grein setri undanfömum a hennar hefði tv geta að ste Verður harm 100 milljónir? á næsta ári. er nú talin ve hagnað af tekj útlitið verði svrpjén_ I heild er t . , með 2% hkcnaö aratugum og nha n?8 ‘ l'nna- eftir sjávarútv, vegar i það að hunum mestum gjald( aðetns l%áþví bnið. „Alls he Þýskir velferðarsvánir? SVANIR sem hafast að á Alstervatni í kjarna Hamborgar á sumrin eru fluttir til vetrastöðva sinna á bátum en áður þurfa starfsmenn dýragarðsins í |æmi við magn- tefnuleysi sem dum og t and- þekkist vfðast n /éAur frunt- rcj-'P^éX launÞes- rluUm. þeluoT! Vja saman rt//i í „Alaþjón- r í þessu en þnn segir að nauð- eið samstaða náist ín í menntamálum |ar. Um sé að ræða . atvinnugrein, sem [jölbreytni í náms- jífi stuttu starfsnámi náms. Menntun sé fðu enda að í B er tenn ekki tstu. ekur egir nnt- um agn- sem öðu nars yrst ekki um. man jón- u en ist.“ luð- táist rða- njög fnisL am-S tngs? n séí Bifreiðar - innflutningur Nýjar og notaðar bifreiðar t.d. Grand Cherokee Limited Suzuki jeppar Grand Cherokee Chev- Blazer Yukon (stór) Laredo, Ford Econoline einnig Pick-up bílar Mjög hagstætt verð Egill Vilhjálmsson hf. Smiöjuvegi 4, Kópavogi, sími 55-77-200. Sálfræðistöðin Námskeiö Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Austurstræti (Ingólfstorg) í húsinu númer 3 viö Austurstræti er til leigu: 50m verslunarhúsnæöi á jarðhæð ásamt rúmgóöum geymslukjallara. 200 m skrifstofuhæð á annarri hæö, þrjár góöar skrifstofur auk opins rýmis. 200 m viðarklædd rishæð, þrjár góöar skrifstofur auk opinsrýmis sem er innréttað sem kennslusalur. Húsnæðiö er til leigu allt saman eða í hlutum. Húsnæðið hefur undanfarin ár veriö nýtt af Búnaðarbanka íslands og er í mjög góðu ásigkomulagi, tilbúiö til notkunar. Upplýsingar í síma 629888 milli kl. 10.00 og 16.00 virka daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.