Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir Karfi í búri NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ í Vestmannaeyjum státar af stóru safni fiska í kerjum sínum og hef- ur Sigurgeir ljósmyndari verið iðinn við mynda fjölbreytilega lífshætti ýmissa kynjaskepna þar. Erfitt hefur reynst að halda lífi í karfa í kerjunum og virðist eins og þeir hafi misst lit við langa dvöl þar. Þessi sýnist þó nokkuð brattur þar sem hann syndir hjá ígulkeijum og botngróðri. 100.000 kr. miinur milli tilboða út- gerðar o g áhafnar ENGIN lausn virðist í sjónmáli í fiskverðsdeilu útgerðar Hólmaness og Hólmatinds, þ.e. Hraðfrystihúss Eskifjarðar, og áhafnanna og liggja togaramir enn við bryggju á Eski- firði. Egill Guðnason, stýrimaður á Hólmanesi, segir að síðasta hreyf- ing í málinu hafi verið sú að sjó- menn hafi lagt fram útreikninga á sínu tilboði annars vegar og útgerð- arinnar hins vegar. Þar hafi komið í ljós að 100 þúsund kr. munaði á tilboðunum reiknað á ársgrundvelli. Sjómenn vilja að 25% aflans verði greidd eftir meðalverði á fiskmörk- uðum en útgerðin fellst á 15% markaðstengingu. Egill segir að sjómenn hafi reiknað út hvað þessi tvö tilboð þýddu í tekjuauka fyrir sjómenn ef miðað væri við heildar- kvóta á Hólmatindi. Þar hafi komið í þ'ós að samkvæmt tilboði sjómanna leiddi breyting á fiskverði til 180 þúsund kr. tekjuauka fyrir hvern sjómann á ársgrundvelli en sam- kvæmt tilboði útgerðar yrði tekju- aukinn 80 þúsund kr. Hærri kröfur en í upphafi Egill sagði að forsvarsmenn út- gerðarinnar hefðu fengið sömu út- komu út úr útreikningunum. „Við höfum staðið í stað í ijögur ár og engin einasta hækkun komið allan þann tíma.“ Magnús Bjamason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, segir að deilan hafi í för með sér tekjutap fyrir útgerðina en á hitt beri að líta að kvóti skipanna sé ekki mikill. Hann sagði að útgerð- in legði ekki svo mikla áherslu á að leysa þetta mál að hún gengi að hvaða kröfum sem væri. „Síðustu kröfur sem komu frá sjómönnunum voru hærri en þær sem komu í upp- hafi. Það er ekki hægt að ræða við menn á þeim nótum,“ sagði Magnús. Engmn árangur af loðnuleit enn sem komið er FIMM skip voru í leit að loðnu fyrir norðan og austan land, skammt frá Kolbeinsey og út af Reyðarfjarðardýpi, í gær og hafði leitin eng- an árangur borið síðast þegar fréttist. Loðnusjómenn voru orðnir vondaufir um árangur og sagði Gunnar Kristjánsson háseti á Há- bergi að mönnum væri farið að leiðast þófið. Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður á rannsóknaskipinu Bjama Sæmundssyni kvaðst þó full- viss um að veiðanleg loðna fyndist innan tíðar. Gott veður var á leitarsvæðinu í gær en bræla hafði verið þar síðustu daga. Bjarni Sæmundsson fór til leitar frá Reyðarfirði í fyrra- dag. Auk rannsóknaskipanna eru loðnuskipin Háberg, Keflvíkingur á miðunum. Guðmundur Bjarna- son skipstjóri á Árna Friðrikssyni sagði að of snemmt væri að segja til um hvenær veiðanleg loðna fyndist. „Við erum búnir að vera sólarhring úti. Við erum þó búnir að finna lyktina af henni,“ sagði Guðmundur og vildi ekki tjá sig nánar um árangurinn. Guðbjartur Gunnarsson stýri- maður á Bjama Sæmundssyni sagði að það væri of snemmt að örvænta og kvaðst hann fullviss loðnan kæmi í leitirnar. Engar lóðningar Háberg var statt skammt suður af Kolbeinsey og taldi Gunnar ekki ólíklegt að menn hættu leit- inni. Hann sagði að Hólmaborg, Keflvíkingur og Jón Kjartansson væm á leið á leitarsvæðið. Aðeins hafa fundist dreifar af loðnu og sagði Gunnar að vonarneistinn væri að slokkna í mönnum. Engar lóðningar sæust á helstu svæðun- um. Þórður Andrésson verksmiðju- stjóri hjá SR-mjöli á Siglufirði sagði að allt væri tilbúið undir loðnumóttöku og beðið væri eftir loðnunni. „Við erum þó orðnir það vamor biðinni að við kippum okkur ekki upp við þetta. Loðnan ætti öllu jöfnu að vera á þeim slóðum núna að stutt væri í löndun hjá okkur,“ sagði Þórður. Góð sala hjá Skafta íHull SKAFTI SK frá Sauðárkróki fékk fyrir helgina annað hæsta verð sem íslenskt skip hefur fengið fyrir afla í Bret- landi síðustu ijögur árin. Sal- an fór fram í Hull og var söluverðið 30.897,000 krónur en heildaraflinn var 160,4 tonn; 192,62 krónur fengust því fyrir kílóið. Pétur Órn Sverrisson hjá LÍÚ segir að salan sé geysilega góð en sölur íslenskra skipa í Bret- landi hafa verið fátíðar síð- asta kastið. 240 kr. fyrir grálúðu Aflinn var að mestu leyti þorskur, ýsa og grálúða; tæp 78 tonn af þorski, rúm 48 tonn af ýsu og ríflega 24 tonn af grálúðu en einnig vom um 6,7 tonn af ufsa í aflanum, auk lítilræðis af karfa, kola og blönduðum afla. Hæsta kílóverðið fékkst fyrir grá- Iúðu — tæpar 240 krónur, 202 krónur fengust fyrir kíló- ið af þorski og 169 fyrir kíló- ið af ýsu. Ennfremur fengust 163 krónur fyrir karfa, rúmar 92 krónur fyrir ufsa og 191 króna fyrir blandaðan afla. M e s / u v i n n l n g s I í k u r s e /// á é s t h a f a ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR Heppnin bíðurþín hér Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórglœsilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu hstamönnuin okkar, í hverjum mánuði. Tryggðu þér möguleika j^j HAPPDRÆTTI ^jj]! ... fyrir lífið sjálft Verðmiða er óbreytt aðeins 600 kr. CD VtSA UMBOÐ I REYKJAVIK REYKJAVIK: AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 NESKJÖR Ægissíðu 123, sími 19292 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 IÐNA LÍSA, BLÓMABÚÐ Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 676320 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN TEIGAKJÖR Laugateigi 24, sími 39840 ERLENDUR HALLDÓRSSON, TOPPMYNDIR Myndbandaleiga, Arnarbakka 2, sími 76611 0 G NAGRENNI: VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 GRIFFILL sf. Síðumúla 35, sími 688911 BÓKABÚÐ FOSSVOGS Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 873355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 MOSFELLSBÆR: SIBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14,sími 666620 KOPAVOGUR: BORGARBUÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, sími 46777 GARDAliÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 HAFNARLIORÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12.janúar. Upplýsingar um nœsta umboðsmann ísíma 91-552 2150 og5523130 M e i r a e n a n n a r h v e r m i <) i v i n n u r a <) j a f n a <) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.