Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLA^IÐ Greiðsluvandi heimilanna Frumkvæði norskra sveitarfélaga NORSKU sveitarfé- lögin sem í upphafi réð- ust í „verkefni“ varð- andi fjármálaráðgjöf og aðgerðir gegn greiðsluvanda heimil- anna hafa farið mis- munandi að í aðgerðum sínum. Mismunurinn á milli aðferða þeirra felst ekki síst í því að þau hafa hvert sinn út- gangspunkt. I Frederiksstad, sem dæmi, er fjármálaráðg- jöfin til orðin með gagngerri uppstokkun félagsmálastofnunar- innar. Undirmönnuð skrifstofa í slöku húsnæði með „rútinu-vinnu“ í óljósum tilgangi og ófullnægjandi upplýsingakerfi (minnir þetta kannski á sambærilegar stofnanir hérlendis?), flutti árið 1991 í nýtt og hentugt húsnæði, fékk helmingi fleiri starfsmenn og 20 milljónir ísl.króna í aukið rekstrarfé. Stofn- unin sparar sveitarfélaginu nú orðið árlega um 100 milljónir ísl.króna miðað við fyrri tíð. Þessi sparnaður er ekki síst til- kominn vegna framlags fjármála- ráðgjafanna en einnig í ljósi þess að félagsfræðingunum hafa verið gefnar fijálsar hendur til að gera sitt besta. Um svipað leyti hóf nágranna- sveitarfélagið Onsöy sína eigin þró- unaráætlun, með stuðningi félags- málaráðuneytisins. Aætlunin náði til ijölda markmiða og átaka m.a. þess að ráða eigin fjármálaráðgjafa og að afla nýrra samstarfsaðila - og koma á samstarfi við bæjargjald- kerann, lénsmanninn og bankann á staðnum. Ennþá norðar hafði þétt- býliskjaminn í Ráde komið samsvar- andi samvinnu í horf, en án heildar- þróunaráætlunar. Félagsmálastofn- unin hafði hug á að láta frekar til sín taka á fjármálasviðinu en bara útdeila peningum og lénsmaðurinn óskaði eftir að grípa inn í gjaldþrota- málin frá öðru sjónarhomi en áður þ.e.a.s. ekki með gamaldags þving- unaraðgerðum. Þessir aðilar hófu samstarf ásamt bankastjóranum og var samstarfið þegar komið á 1. janúar 1990. „L0renskog-Iíkanið“ leit dagsins ljós í nóvember 1991 með enn nán- ara samstarfi við bankann þar. Lík- anið takmarkast við endurfjármögn- un með stofnlánum Húsnæðisbank- ans og það er húsnæðisstofnun bæjarins, ekki félagsmálastofnunin, sem að baki stendur. Nokkrum_ kílómetmm austar, í Ámesi, endur- skipulagði Nes-sveitar- félagið félagsmála- stofnun sína og skipti henni upp í þijár að- skildar deildir og fæst ein þeirra eingöngu við fjármálin. Hugsunin var sú að fá félags- málastofnuninni eigin Ijármálafaglega hæfni. Deildin var mönnuð tveimur fjármálasér- fræðingum og einum lögfræðingi. Síðast þessarra sex „verkefna" var sam- vinnuverkefnið á milli Ringebu, Suð- ur-Fróns og Norður-Fróns, sem hinn 1. apríl 1992 leiddi til stofnunar Greiðsluaðlögunar- ráðgjafarstofn- unarinnar fyrir Mið-Guðþrandsdal í bænum Hundorp alveg óháð félags- málastofnunum sveitarfélaganna þriggja. Afköst Mikill munur er á fjölda starfs- manna, sem starfa við greiðslu- vandamálin og enn meiri á fjölda mála sem fengist er við í hinum mismunandi sveitarfélögum. Fjár- hagsráðgjafarnir fjórir í Frederiks- stad - af samtals 27 starfsmönnum auk sex starfsmanna barnaverndar- mála - vinna hratt og óformlega, mikið í gegnum sína og ef þeir fást eingöngu við mál skjólstæðinga af- kasta þeir 600 málum á ári. í Nes-sveitarfélaginu fæst fjár- máladeildin með fimm starfsmenn við um 700 mál árlega á meðan eini fjármálaráðgjafinn í Onsöy ann- ar 150 skjólstæðingum árlega. Fyrstu níu mánuðina fengust hinir þrír starfsmenn Greiðsluaðlögunar- og ráðgjafarstofnunarinnar í Mið- Guðbrandsdal við um 100 mál og luku um helmingi þeirra. í sam- starfsverkefni í Lörenskog - sem ekki hefur á að skipa eigin starfs- mönnum en notar bankann sem málsmeðferðaraðila - var tekið við 400 umsóknum á fyrstu 10 mánuð- unum og um helmingur þeirra leyst- ur. Erfitt er að bera þessar tölur saman. Jafnvel þótt ráðgjafamir í Frederiksstad séu mjög virkir vinna þeir ekki mikið hraðar en aðrir. Meðal annars koma þeir að málum með faglegt innlegg meðan málið er að öðru leyti í höndum félagsráð- gjafa en t.d. í Nes-sveitarfélaginu vinna starfsmenn fjármáladeildar í Frederiksstad, segir Jón H. Karlsson, varð fjármálaráðgjöfin til með gagngerri upp- stokkun félagsmála- stofnunarinnar málið frá byijun til enda. Verkefnið var að slíta bamaskónum í Guð- brandsdal í ársbyijun 1993, og í Lorenskog er farið að ræða í ein- hveijum mæli um ráðgjöf - vinnan snýst að mestu leyti um að leysa úr einstökum vandamálum. Upplýsingar og kynning Þetta framtak sveitarfélaganna sex hefur vakið verðskuldaða at- hygli og hlotið mikla umfjöllun. Lénsmaðurinn í Ráde - Otto Stærk - hefur orðið nokkurs konar „lands- faðir“ greiðsluaðlögunarinnar. Hann hefur komið fram í sjónvarpi og viðtölum og myndaður í bak og fyrir í sambandi við útlistun og frétt- ir af gangi mála. í Ráde er varla til sú manneskja sem komin er á lögaldur, sem ekki veit að sveitarfé- lagið þeirra er brautryðjandi á þessu sviði. Hin verkefnin fimm hafa ekki verið að sama skapi í kastljósi ríkis- fjölmiðlanna en eru vel þekkt og kynnt í fjölmiðlum á hveijum stað. Sveitarfélögin Nes og Frederiksstad hafa að sumu leyti beitt óhefð- bundnum leiðum til að koma þjón- ustu sinni á framfæri. Félagsmála- og húsnæðisstofnunin í Nesi hafa sameiginlega komið á „greiðsluað- lögunartilboðsmarkaði" (uppboði) sem tengist 70 aðilum og hafa einn- ig verið virkar í upplýsingagjöf þeg- ar fyrirtæki á staðnum hafa hætt starfsemi. Frederiksstad auglýsir bæði í staðarblöðum og svæðisútvarpi, býður á upplýsingafundi í kvik- myndahúsum og hefur haft frum- kvæði að því að fá umræður í blöð- um um málefnið. Onsöy hefur frá því í öndverðu beitt ýmsum áhrifaaðferðum. Þar hafa menn gefið út veggspjöld, bæklinga og auglýsingar, skipulagt sína eigin fréttamannafundi og ver- ið í svasðisútvarpi. Á sáma hátt hefur orðrómurinn verið mikilvægasta upplýsingarásin ekki bara í Nesi og Frederiksstad heldur allsstaðar. Fréttir um góð tilboð berast hratt manna í millum Skráning og eftirlit I mörgum verkefnanna er lögð mikil áhersla á rækilega skráningu á öllum stigum vinnunnar - ekki sist þar eð málið þarf að leggja fýr- ir stjómmálamennina. Bæði Onsoy og Frediriksstað lögðu fyrir ná- kvæma vinnugreiningu í tillögum sínum um þróunarverkefni (handrit- ið vóg 1,2 kg.) Eftirlit er á sama hátt mikilvægt. Einkum í Nesi hafa stjómmálamenn orðið varir við öflugt framlag af hálfu félagsmála- stofnunnar - rækilegar skýrslur, skráningu um nýtingu fjárins, ásamt greiningarskýrslu á niður- stöðu á viðtölum, áætlunum og öðr- um rammaviðmiðunum. í Frederiksstad hafa ráðgjafamir einnig tekið sinn tíma og orku í samfellda skráningu og mat, bæði innávið og gagnvart yfírvöldum. Stjórnmálamenn í Onsöy fá jöfn- um höndum að fylgjast með gangi mála, bæði í rituðu máli og á fund- um. Höfundur var aðstoðarmaður f.v. félagsmálaráðherra. NYJUNGISIUM FYRIR LOFTRff STIKERFI Pokasíurfrá Interfilta Ltd. gerðar úr gerviefninu Intersafe PM eru að ryðja sér til rúms í Evrópu þar sem engar glertrefjar (glass fiber) eru í þeim. Allar stærðir og gerðir. Hagstætt verð. HUGSIÐ UM HEILSUNA RAFSTJÓRN HF. SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA Sími 587-8890 Jón H. Karlsson Börn — skipta þau máli? UNDARLEGAR eru tilviljanirn- ar, kom mér í hug er ég las í einu dagblaði borgarinnar tvær fréttir hlið við hlið. Eða var það tilviljun. Um hver áramót fögnum við nýársbaminu eða börnunum eins og í ár. Um hver áramót teljum við hve mörg börn íslenska þjóðin hefur eignast á árinu sem leið. Stynjum einni ánægjustunu yfir því að okkur sé að fjölga og að maður tali nú ekki um þá ánægjutilfinn- ingu sem felst í að vita að öll þessi börn munu komast á legg, því að barnadauði þekkist vart á íslandi. Víst er þetta rétt og vel getum við verið stolt af því að hafa útrýmt vannæringu og sjúkdómum bama. Og þannig er mér innan- bijósts er ég les þessa frétt um fæðingarnar á íslandi árið 1994, sæl í hjarta yfir því hve góð við erum hér á landi. En það er þá sem ég rek augun í fréttina við hliðina á þessari og þar stendur: 35 börn á biðlista eftir geðlækn- ingum. Hvernig má það vera að við séum svona ánægð með fæð- ingu þessara barna ef þjóðfélaginu er um megn að sjá fyrir þörfum þeirra? Viljum við virkilega að þau fæðist til að þjást? Eða er hægt að af- greiða þessi óþægilegu mál með því segja, að barnið hennar Gunnu og hans Jóns komi mér ekkert við; ég er aðeins eitt agn af þjóðfélag- inu og get engu áorkað eða breytt í þeim málum sem stjórnvöldum fínnst ekki leggjandi pening í. Þeim fínnst nær að hjápa sænsku stór- Bama- og unglingageð- deildina við Dalbraut skortir fjármagn til að sinna eftirspurn svo vel sé. Margrét Sölvadótt- ir skorar á ráðamenn að búa svo um hnúta að hægt verði að sinna betur þörfum geðsjúkra barna og unglinga. fyrirtæki um 50 millur en að hjálpa arftökum íslensku þjóðarinnar og þó að kosningar séu í nánd lýst mer jafn illa á stöðuna. Sem betur fer fmnst meðal þjóðarinnar gott fólk. Fólk sem hefur búið til sam- tök til að hjálpa börnum. Þau síð- ustu að ég held hafa að kjörorði — Stöðvum unglingadrykkju. í þessu átaki er gott, fórnfúst fólk sem lætur sig æsku Iandsins skipta. Við hin sem stöndum utan við þetta átak ættum að minnsta kosti að kaupa happdrættismiða þeirra, til að gera þessu fólki kleift að vinna með árangri. Ef þig skipt- ir ekki máli æska landsins, þá er fátt sem máli skiptir í framtíðinni. Mörg fleiri félög get ég nefnt, en læt þó staðar numið. Maðurinn í fréttinni um veiku börnin heitir Páll Ásgeirsson geðlæknir. Og eftir honum er haft að ófremdarástand ríki nú á barna- og unglingageð- deild Landspítalans við Dalbraut, vegna fjárskorts, og var afleiðingin sú að jólalokunin var lengri. Ekki er hægt að manna deildina lengur svo vel ætti að vera og þar með útilokað að stunda og nota þá þekk- ingu sem læknar hafa aflað sér á t.d. ofvirkum sjúklingum, né þjóna þeim einhverfu. Sem sagt, hér er aðeins verið að tala um þau allra veikustu, og hvað er þá með öll hin, sem hafa verið svívirt af fullorðnum ófreskj- um svo að jafnvel enginn getur hjálpað til við að græða sálir þeirra að fullu? En þeir geta samt hjálpað mikið, þeir sem kunna sálarfræði, ef þeir fá einstaklinginn til sín sem fyrst, en ekki eftir margra ára bið á biðlista. Ég veit að þið fáið sömu máttvana til- finninguna og ég er ég heyri um svívirt barn, fínnið fyrir sömu reiðinni, sem segir manni að manni langi helst af öllu að skera undan slíkri ófreskju, en mundum við gera það ef við hefðum hitt þessa ófreskju sem barn og fómarlamb, því sagan endurtekur sig nær oftast, sé eng- in hjálpin. Það erum við sem búum til þess- ar ófreskjur með því að láta slíkt hirðuleysi viðgangast um sjúku börnin okkar. Það erum við sem búum til drykkju- vandamál unglinga og afbrotaungl- inga með því að tryggja ekki börn- unum okkar þá velferð sem þau eiga rétt á, því það erum við, þjóð- in í þessu landi, sem hefur óskað eftir þeim í þennan heim, á þetta land. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra, (heldur fréttin áfram) en aðstoðar- maður hans (sem sjálfsagt er á góðum launum hjá ríkinu eins og hinir sem ekki geta fallist á það að 30 manns fái lúsarlaun hjá heil- brigðisstéttinni við að hlúa að veik- um börnum á Dalbraut), vissi ekk- ert um málið og þá ekki heldur hvort það yrði yfirleitt tekið upp hjá ráðuneytingu (og auðvitað get- ur hann ekkert gert að þessu). Forsætisráðherra gerðist hálf- gerð hetja fyrir hjálpfýsina við Ossur ráðherra og konu hans við ættleiðingu kjörbarns þeirra. Barn- ið var kosið maður vikunnar á Stöð 2 og nýtt óskabarn er alltaf gleði- efni. Ég vil óska þeim hjónum inni- lega til hamingju með barnið um leið og ég óska barninu innilega til hamingju með svo góða foreldra sem ég er viss um að þau verða því. En það eru því miður ekki öll börn svo lánsöm og einhvern veginn er það nú svo að manni fínnst það skiljanlegra úti í hinum stóra heimi en hér heima á íslandi. Forsætisráðherra ætti ef til vill að gerast hetja í annað sinn og gangast fyrir því að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig í Dal- brautarmálinu. Eitthvað vald hlýt- ur að fylgja þessu háa embætti. Að endingu þetta, Páll Ásgeirs- son er góður geðlæknir, hann á allan stuðning skilið við starf sitt við að hjúkra börnunum okkar. Og þar sem ég sé fram á getuleysi stjórnvalda í þessu máli sem öðru vil ég leggja mitt af mörkum til að styðja hann, með því að skora á fjölmiðla og þig, lesandi góður, til að knýja fram aðgerðir til hjálp- ar. Var það tilviljun að greinarnar voru hlið við hlið? Eða var það gert til þess að vekja eftirtekt mína á málefninu og vekja hjá mér knýj- andi þörf til þess að vekja athygli þína, lesandi góður, á því líka? Er okkur stjórnað á dularfullan hátt? Höfundur er rithöfundur. Margrét Sölvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.