Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 35 ZÓPHÓNÍAS ÁRNl GYLFASON ■+■ Zóphónías Árni ' Gylfason var fæddur á Stokks- eyri 7. febrúar 1976. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri að morgni nýárs- dags. Zóphónías var sonur Gylfa Zóphóniasarsonar sjómanns, f. 16. apríl 1948, d. 15. janúar 1982, og Helgu Magnúsdótt- ur húsmóður, f. 1. mai 1944. Hann átti fjögur systkini. Elstur var Kjartan f. 19. september 1964, d. 3. október 1991. Yngri systk- ini hans eru Þröstur, f. 22. febr- úar 1977, Lovísa, f. 1. mars 1982, og Ragnheiður Björg, f. 11. desember 1984. Tæpra sex ára missti hann föður sinn og sumarið 1983 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Grenivíkur. Þar átti hann heima síðan. Hann stundaði nám á matvæla- braut í Verkmenntaskólanum þegar hann lést. Minningarat- höfn um Zópónías Arna fór fram frá Grenivíkurkirkju sl. laugardag. Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag. VINUR er farinn. Ljósið er slokkn- að og tárin* streyma. Þetta er svo ótrúlega sárt. Ég kynntist Zóphóníasi þegar ég kenndi honum í tólf ára bekk. Ég man svo vel þann sólbrúna, stælta strák sem bjó yfir svo miklum krafti, kímni og fjöri. Ég kenndi honum íslensku — í staðinn lærði ég ýmislegt af honum um já- kvæðni, seiglu og þolgæði. Síðan þá höfum við átt margar góðar samverustundir, í gleði og sorg. Ofarlega í huganum eru þær stundir sem ég átti með honum þegar hann heimsótti mig til Sví- þjóðar. Þá var mikið ærslast og hlegið í góðra vina hópi, spáð og spjallað fram á nætur. Lífsgleði Zóphóníasar og bjart- sýni var smitandi þannig að ekki var annað hægt en hrífast með. Styrkur hans síðustu ævidagana var undraverður. Ég skynjaði smám saman hversu hratt hann tók út andlegan þroska. Það var þroski hins hughrausta manns sem svo ungur horfðist í augu við dauðann. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur i okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifsson) Elsku Helga, Þröstur, Lovísa og Ragnheiður, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Megi hin góða minning um Zóphónías ylja okkur öllum um ókomin ár. Kristín S. Bjarnadóttir. Af hverju hann, svona ungur og okkur fannst hann ætti svo mikið ógert hérna? Við stöndum bara löm- uð eftir og skiljum ekki tilganginn. Zóphónías leigði hjá mér ásamt bróður sínum veturinn 1993-94 er þeir voru í VMA. Þeir voru mjög ólíkir en mér þótti vænt um þá báða. Zóphónías var alltaf tilbúinn að elda matinn, enda var mat- reiðsla hans uppáhald og hann ætl- aði að verða kokkur. En það sem hæst ber í minningunni um Zóphón- ías er gjafmildi hans, alltaf var hann að hugsa um að gleðja aðra og oft færði hann mér eitthvað. Aldrei var hann glaðari en þegar aðrir glöddust. Þess vegna verðum við að reyna að gleðjast yfir því að hann skuli vera laus við þenna veika líkama sinn. Elsku Helga mín, Þröstur, Lovísa og Ragnheiður. Megi Guð gefa ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Dúna og stelpurnar í Múlasíðu 7a. Það var í fyrravetur sem þessi ungi drengur birtist eitt kvöldið á samkomu í húsakynnum KFUM og KFUK i Sunnuhlíð á Akureyri. Þetta munu hafa verið hans fyrstu kynni af því starfi sem þarna fór fram. Augljóslega líkaði Zóphóníasi félagsskapurinn, því hann varð fljótlega einn af trúfastari sam- komugestum. Allir eru velkomnir á þessar samkomur, en Zóphónías tók boðskapinn um fagnaðarerindið al- varlega og undir vor gekk hann formlega í aðaldeild félagsins okk- ar. Hann lét ekki mikið yfir sér þessi 18 ára drengur, en fljótlega komu í ljós hjá honum þeir kostir sem við fyrst og síðast munum minnast hans fyrir. Hann sá út verkefni í samfélaginu sem hann sinnti af einstakri kostgæfni og svo mikilli samviskusemi að hann var orðinn ómissandi starfskraftur. Þetta voru ekki endilega þau verk- efni sem mest bar á, en verkefni sem eftir var tekið ef þau voru vanrækt eða þeim ekki sinnt. Svo var það eina vikuna fyrir jól að Zóphónías birtist ekki á sam- komunum, og þá kom í ljós hve nauðsynlegur hann var orðinn. Við fréttum skömmu síðar að hann lægi alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Við sem trúum á mátt bænarinnar báð- um fyrir honum, en Guði þóknaðist að taka hann til sín á fyrsta degi þessa árs. Auðvitað er mönnum sorg í brjósti þegar ungir menn deyja, en við sem höfðum gengið með Zóphóníasi síðasta árið vitum að nú er hann hjá Drottni sem hann þjónaði, tilbað og lofsöng hér á þessari jörð. Zóphónías trúði á Guð og þekkti fyrirheit hans um eilíft líf, nú lofsyngur hann, tilbiður og þjónar Guði á himnum. Mætti þessi staðreynd verða móður hans og öðrum aðstandendum huggun í sorginni. Við viljum þakka fyrir það starf og þá fyrirmynd sem þessi ungi drengur eftirlét samfélaginu okkar. Guð sendi okkur Zóphónías til að minna okkur á þjónustuna við sig. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins," sagði Job. Bjarni E. Guðleifsson. „Fyrir því látum vér ekki hugfall- ast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfir- gnæfir allt.“ (II. Kor. 4.16-17.) Geta sorgin og gleðin átt sam- leið? Þessi spurning hefur gerst áleitin við mig nú í upphafi árs. Að kvöldi nýársdags hitti ég góða vinkonu mína og óskaði henni gleði- legs nýs árs. Hún var sorgmædd. „Guðmundur, hefurðu ekki heyrt það, hann Zóphónías er dáinn.“ Það þyrmdi yfir mig. Aður var ég glað- ur, nú var hryggð í huga mínum. Smám saman vann ég úr sorginni og hjarta mitt fylltist gleði. Ekki yfir því að kær vinur minn var dá- inn. Nei, heldur vegna þess að ég vissi að nú var Zóphónías í fangi Frelsara síns, Jesú Krists. Hann hafði öðlast dýrðarlíkama eins og Páll postuli segir um í Fil. 3.21. „Hann (Jesús) mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sín- um.“ Ég gladdist líka vegna þess að ég hafði orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Zóphóníasi. Þau kynni vöruðu ekki lengi. Aðeins nokkra mánuði. Þau nægðu til að sýna að þar fór drengur sem hafði þjónustulund, hann var trúr, iðinn og samviskusamur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég vissi það ekki þegar ég kynntist honum að hann gekk með illvígan sjúkdóm. Hann bar það ekki með sér, hann kvartaði ekki. Að heimsækja Zóphónías meðan hann háði lokabaráttuna var mjög sérstakt. Hann átti svo mikla ró, svo mikinn styrk að ég fór ríkari í hjarta en ég kom. Það var Iíka svo gott að fá að biðja með honum, deila því sem við áttum sameigin- legt. Hann var svo þakklátur fyrir allt. Nú er hann horfinn sjónum okk- ar. Eftir sitja indælar minningar og vissan um að hann er í dýrðinni hjá Guði. Helga, Þröstur, Lovísa og Ragn- heiður, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar innilegustu samúð í sorg ykkar og söknuði. Ég bið góð- an Guð um að veita ykkur huggun og styrk. Megi minningar um ljúfan dreng veita ykkur gleði og huggun. Guðmundur Ómar Guðmundsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Zóphóníasar sem dó eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég þekkti hann ekki mikið en strax við fyrstu kynni fann ég að hann var sérstakur. Hann byijaði að koma á fundi KFUM og KFUK í byrjun árs 1994. Hann var hægur, hlédrægur en alltaf virtist honum líða vel. Hann var ábyrgur og fékk strax hlutverk sem hann sinnti mjög vel. Hann afgreiddi í sjoppunni og hitaði kaffi eftir samkomur. Gjarn- an kom hann með brauð sem hann hafði bakað handa okkur. Það var það sem gerði Zóphónías frábrugð- inn okkur hinum, það var þjónustu- lundin, hann var alltaf reiðubúinn að gera allt fyrir aðra og gefa af sér. Þegar Zóphónías varð veikur báðum við mikið fyrir honum og fjölskyldu hans. Við báðum Guð um lækningu fyrir Zóphónías. Guð læknaði hann á annan hátt, nú er hann í fullkomlega heilbrigðum lík- ama hjá Guði. Oft er erfitt að skilja fyrirætlanir Guðs en Guð huggar okkur einnig í sorg. Hann gaf okk- ur Zóphónías sem var okkur hinum fyrirmynd. Þakka má Guði fyrir að Zóphónías þekkti hann og treysti honum þannig að hann gat hitt hann sáttur eftir dvöl sína hér. Guð blessi fjölskyldu hans og alla ástvini. „Varpa áhyggjum þínum á Drott- in, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ (Sálm. 55,23.) Hanna Þórey Guðmundsdóttir. Fyrir átta, níu mánuðum eða svo fór Zóphónías að koma reglulega til okkar í KFUM-KFUK í Sunnu- hlíð. Hann virkaði frekar einn á báti til að byrja með, eins og oft vill verða á nýjum stað, en fljótlega var hann farinn að mæta hvar sem eitthvað var um að vera og var hjartanlega boðinn velkominn enda féll hann strax í hópinn. Áður en langt um leið tók hann þá ákvörðun að ganga formlega í félagið okkar. Þegar hausta tók fórum við að sjá að hann tók Guð mjög alvarlega og hann þráði samfélag við Guð og trúsystkin sín. Við urðum þess einn- ig snemma vör að eitthvað var að angra Zóphónías og síðar sagði hann okkur frá þessum sjúkdómi sem við skildum þó harla lítið í þá og þekktum ekki heldur einkenni eða afleiðingar hans. Þegar líða tók á veturinn fundum við að Guð var að gera eitthvað sérstakt í Zóphón- íasi, við sáum að Guð var að snerta við hjarta hans og að Hann var að kalla Zóphónías til sérstakrar þjón- ustu fyrir sig. Zóphónías fór að hafa það fyrir vana að koma manna fyrstur á stað- inn og gera húsið tilbúið fyrir sam- komur og aðra mannfagnaði. Hann hellti á könnuna, raðaði í salinn og margt fleira og þegar fólk mætti á staðinn tók hann á móti því og bauð það velkomið með vingjarn- legu og' einlægu brosi. Þetta voru í flestum tilfellum verkefni sem aðrir höfðu nú ekki beint hlaupið í af sjálfsdáðum en hann vann þessi verkefni glaður og af mikilli sam- viskusemi. Þessi þjónusta sem hon- um var falin átti eftir að setja mark sitt á okkur hin eftir því sem vikurnar liðu, því að þessi þjónustu- lund, sem hann af mikilli trú- mennsku og einlægni rækti svo vel, verður okkur hinum um langan tíma fordæmi um hlýðni við Guð, fúsleika, fórnfysi, einlægni, trú- mennsku og kærleika til þess sam- félags sem Guð hafði leitt hann inn í. Þegar Guð snerti við hjarta hans fór Zóphónías að biðja Guð að lækna sig af sjúkdómi sínum, það var mikið beðið með honum og hann var viss um það að Guð ætl- aði að lækna sig. En Guð er óút- reiknanlegur Guð og oft skiljum við ekki hvað það er sem hann ætlar okkur. En það var eitthvað annað sem Guð hafði í hyggju með Zóphónías. Síðustu vikurnar sem hann var á sjúkrahúsinu báðum við Guð að gefa honum það í jólagjöf að hann mætti verða heill. Skömmu fyrir áramót vorum við að biðja fyrir honum og þá uppgötvuðum við að á síðustu mánuðum hafði Guð kall- að hann til samfélags við sig svo að Zóphónías mætti eignast eilíft líf á himnum með sér. Er hægt að eignast betri gjöf en þá að mega dveljast með Guði Föður vorum á himnum um eilífð? Þá skildum við að ef Guð ætlaði ekki að lækna hann hér á jörðinni þá átti hann enn betra í vændum á himnum, heilbrigt, eilíft líf með Guði. Zóph- ónías eignaðist, á þessum fáu mán- uðum sem hann átti eftir að lifa hérna á jörðinni, þessa dýrmætu gjöf og einnig fékk hann fyrir nafn Jesú Krists að gefa öðrum að sjá hvað einlægt og traust hjarta getur gert ef Guð fær að nota okkur eins og Hann vill. Guð hefur gefið okkur þessar dásamlegu minningar um góðan dreng og góð verk sem hann vann fyrir Drottinn sinn og Herra, til eftirbreytni, og ég bið hann að blessa það ríkulega. Að lokum vil ég biðja Guð að blessa fjölskyldu hans, að Hann sefi trega og sorg og gefi frið í hjarta þannig að minningarnar um dýrmætan dreng lifi um ókomna tíð og að þær megi verða til að minna okkur á það að Zóphónías er nú á himnum með Guði. Jóhannes Valgeirsson. Skóli er viðkomustaður líkt og lestarstöð. Alltaf einhveijir að koma, aðrir að fara. Sumir koma inn með látum og vekja á sér at- hygli meðan þeir staldra við og verða minnisstæðir fyrir vikið. Aðr- ir fara með veggjum, ganga um hljóðlega og gleymast fyrr. Nokkrir lifa leijgur í minningunni einmitt vegna þess að þeir fóru hægt og vöktu athygli fyrir ljúfmennsku fremur en gauragang. í þeim hópi var Zóphónías Árni. Af einhverjum ástæðum man ég betur eftir fyrstu komu hans í skól- 1 I I Krossar I I I áleÍÖ' I viðarlit og máloSjr. Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Simi 91-35929 oq 35735 ann en flestra annarra nemenda. Líklega af því að ég hafði þá aldrei séð hann áður eins og alla hina. Hann kom lallandi með móður sinni, lítill strákur með stórt höfuð. Ég tók eftir því hvað hann var háleitur. Mér fannst það vera til þess að þessi stóru, þungu gler- augu, sem hann þurfti að hafa, dyttu ekki fram af þessu litla nefi. Á andlitinu, ekki bara vörunum, heldur andlitinu öllu, örlaði á nettu brosi. Þetta bros stækkaði oft og varð að hlátri á þeim skólaárum sem framundan foru. En afar sjaldan sá ég það hverfa með öllu. Tvennt var það sem gerði að ég hafði meira saman að sælda við Zóphónías en flesta aðra nemend- ur. Lengst af skólagöngu sinni hélt. hann þeim vana að byija daginn með því að setjast andartak inn til mín og ræða landsins gagn og nauð- synjar á sinn hátt. Og síðustu árin sátum við tvisvar í viku tveir sam- an, stundum við þriðja mann, og glímdum við torræðar gátur stærð- fræðinnar eða önnur vísindi sem skólakerfið lagði á herðar okkar að beijast gegnum. Zóphónías var ekki einn af þeim sem gleypa í sig skólabækurnar fyrirhafnarlaust. Bóklegt nám var honum erfitt. En hann sannaði það að fleiri hafa sitthvað að gefa en þeir einir sem hafa leiftrandi náms- hæfileika. Ég er ekki frá því að þegar hann átti í hlut hafi það oft- w ar verið lærimeistarinn sem nam en lærisveinninn sem kenndi. Hann kenndi umburðarlyndi með um- gengni sinni við aðra, alltaf ljúf- mennskan uppmáluð hvað sem í skarst. Hann kenndi jafnaðargeð með því að haggast aldrei þótt glím- an við viðfangsefnið væri oft og tíðum töpuð fyrirfram. Hann kenndi æðruleysi með viðhorfi sínu til þess hlutskiptis sem hann vissi að síð- ustu árin beið hans; að ná e.t.v. aldrei fullorðinsaldri. Frá unga aldri var ljóst að Zóph- ónías gengi með sama ólæknandi sjúkdóm og lagði föður hans að velli. Þrettán ára gekkst hann und- ir erfiðan uppskurð þegar tekið var æxli úr höfði hans. Hann náði sér furðulega vel eftir þá aðgerð. En eftir það var þó ljóst að tæplega mundi hann ná háum aldri. Nú hefur hann kvatt okkur á miðjum morgni lífsins og við sitjum eftir með áleitnar spurningar sem enginn fær svarað. Við getum ekk- ert að gert nema þakkað fyrir sam- fylgdina þennan stutta spöl og vott- að aðstandendum hans alla samúð okkar. Ef það gengur eftir, sem hann trúði, að við hittumst aftur hinum megin þá mun hann taka á móti okkur með nýbakaða köku og bros á vör þegar okkar tími kemur. Björn Ingólfsson. Blómmtofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðil kvöld tilki. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.