Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 12.TBL. 83.ÁRG. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX Skarfar í Hafnarfjarðarhöfn ÞESSIR skarfar spókuðu sig í blíðviðrinu í Hafnarfjarðarhöfn í byijun vikunnar. Von er til þess að veðrið batni að nýju um vestanvert landið eftir éljaganginn síðustu daga, því spáð er björtu veðri og hægri austlægri átt seinni partinn í dag og á morgun. Á Norður- og Austurlandi snýst þetta hins vegar við í austanáttinni. Rússneskur liðsafli kominn til Grosní og gerir linnulitlar árásir Rússar segjast ráða miðborginni að mestu Grosní, Bonn. Reuter. Hugðust ná Abkhazíu FYRRUM varnarmálaráðherra Georg- iu, Tengiz Kitovani, var í fyrrinótt tek- inn höndum ásamt 370 stuðningsmönn- um sínum er þeir voru á leið til Abkhaz- íuhéraðs sem þeir hugðust ná á sitt vald. Um 500 stuðningsmenn Kitovanis og Tengiz Sigua, fyrrum forsætisráð- herra, sem eru harðir andstæðingar Edúards Shevardnadzdes, forseta Ge- orgíu, lögðu upp frá höfuðborginni Tblisi á föstudag. Shevardnadzde sagði för hópsins vera tilraun að koma að nýju af stað borgarastyijöld í Georgíu. Rússar fara með eftirlit í landinu eftir að friðarsamkomulag náðist við abk- hasíska aðskilnaðarsinna. Skólastjórinn át orníana Boston. Morgunblaðið. TOM Dixey, aðstoðarskólastjóri gagn- fræðaskóla eins í Illinois í Bandarikjun- um, opnaði ormagryfju þegar hann skoraði á nemendur sína að setjast nið- ur og lesa fjögur þúsund bókmennta- verk. Dixey kvaðst mundu leggja sér skordýr til munns ef áskoruninni yrði tekið. 450 nemendur af 1.500, sem í skólanum eru, tóku hann á orðinu og hófu lesturinn. Á föstudag kom að Dix- ey að standa við sinn hluta. Hann sett- ist niður í beinni sjónvarpsútsendingu, setti upp í sig hráan orm og tuggði vel. Því næst borðaði hann annan fyrir framan nemendur. Ekki fylgdi sögunni hvort ormarnir voru lifandi, en hér voru á ferð lirfur mjölbjöllunnar, sem eitt sinn þótti lostæti í Grikklandi og fyrir botni Miðjarðarhafs. Flugkona upp á punt BRESK flugkona hefur nú höfðað mál á hendur flugfélagi sem sagði henni upp störfum fyrir skömmu í kjölfar þess að hún kvartaði yfir áreitni starfs- félaga sinna og stöðugum tilraunum þeirra til að niðurlægja hana. Nefnir flugkonan, Sandra Valentine, sem dæmi að í sjö stunda æfingaflugi hafi hún ekkert fengið að fljúga, heldur verið skipað að ná í kaffi og samlokur fyrir hina flugmennina. í fyrstu flug- ferðinni hafi flugstjórinn kynnt Valent- ine fyrir fullri vél af farþegum með orðunum: „Við sitjum uppi með konur fram í og aftur í núorðið, svo ekki kenna mér um.“ Þá hafi yfirmaður hennar kallað hana „flugkonu upp á punt“ og sagt að „ekki ætti að hleypa konum í neitt tæknilegra en hnífa og gaffla um borð i flugvél". RÚSSAR héldu í gær áfram stöðugum stór- skotaliðsárásum á Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu. Létust fjórir í sprengjuárás á Minutka-torg nærri miðborginni, þar af tveir rússneskir hermenn. Aukinn liðstyrkur var í gær á leið til borgarinnar og segjast Rússar ráða yfir stærstum hluta miðborgarinnar, þar á meðal höfuðstöðvum Dzhokhars Dúdajevs, forseta héraðsins. íbúar Grosní sem fréttarit- ari Reuters ræddi við, voru hins vegar víg- móðir og sögu Rússum ekki hafa tekist áætl- unarverk sitt, sem þeir hefðu sagst myndu uppfylla á tveimur dögum. Að sögn Interfax héldu 24 rússneskir skriðdrekar og 72 flutningabílar með her- mönnum frá Norður-Ossetíu til Grosní í gær- morgun. Gera Rússar nær linnulausar árásir á borgina en harðasta hríð gerðu þeir að forsetahöllinni, bæði úr lofti og af jörðu niðri. Á föstudag gerðu Rússar árásir á þau fáu svæði sem ekki höfðu orðið fyrir sprengjum. Sögðu fréttamenn í borginni að allt sem hefði mátt eyðileggja, væri nú rústir einar. Meðal annars var skotið á strætisvagnamiðstöð borgarinnar en þaðan hafa borgarbúar flúið til fjalla. Rússnesk yfirvöld segja að nú veijist að- eins fáeinir uppreisnarmenn í Grosní eftir að hafa haldið uppi vörnum í rúman mánuð. Dómsmálaráðherra Rússlands, Valentín Kov- aljov, sagði að aðeins væri veitt mótspyma í þremur byggingum og að Rússar myndu ná borginni innan viku. Zhírínovskíj vill ganga lengra Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær stuðning sinn við Borís Jeltsín Rúss- landsforseta en lýsti jafnframt yfír áhyggjum yfir því að mannréttindi væru fótum troðin í uppreisnarhéraðinu Tsjetsjeníu. Þetta kom fram í viðtali við dagblaðið Frankfurter Allge- meine. Hinn öfgafulli þjóðernissinni, Vladimír Zhírínovskíj, segir í samtali við þýska tímarit- ið Der Spiegel yfir að Rússar hefðu ekki gengið nógu langt gangvart Tsjetsjenum. Jeltsín hefði átt að látajafna Grosní við jörðu. Þá fullyrti Zhírínovskíj að fréttir um að meiri- hluti Rússa væri andvígur hernaði Rússa í Tsjetsjeníu væri hrein lygi. MEÐ MAMESU RÍÐUHEYTIÐ 10 UPPBYGGING A BESSASTÖÐUM VANTAR NYJAR LEIKREGL UR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.