Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 6

Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Oveður á öllum Vestfjörðum í gær og mikil snjóflóðahætta 500 manns þurftu að yfirgefa heimili sín Víða á Vestfjörðum voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu 20 íbúðir rýmdar | Fjölskyldan í Hjarðardal fluttur á Þingeyri HÚS voru rýmd að kröfu almanna- varnanefnda víða á Vestfjörðum í gær. Alls staðar gekk vel að flytja fólk á milli húsa þrátt fyrir vonsku- veður og ófærð. Flestir fengu húsa- skjól hjá vinum og vandamönnum en öðrum var komið fyrir í gistihús- um. Má áætla að rúmlega 500 manns hafi þurft að yfirgefa heim- ili sín. Fólk hélt sig víðast heima í gær og voru mörg fyrirtæki lokuð vegna þess að fólk komst ekki á milli húsa. Víða var beygur í fólki og óhugur vegna frétta frá Súðavík en samkvæmt upplýsingum al- mannavarnayfírvalda á flestum stöðum á Vestfjörðum hélt fólk ró sinni. Rafmagnstruflanir urðu alls staðar á Vestfjörðum og rafmagns- leysi í Strandasýslu, norðan Hólma- víkur. Snjóflóð féll við bæinn Hjarðar- dal í Dýrafirði í gær og var fjöl- skyldan sem þar býr sótt á snjóbíl frá Þingeyri. Að sögn Jónasar Ól- afssonar sveitarstjóra tókst bónd- anum að þjappa snjóinn með drátt- arvél og aka á móti snjóbílnum með eiginkonu sína og tvö börn. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Jónas í gærkvöldi hafði ferð snjó- bílsins tekið um sjö klukkustundir og var hann ekki enn kominn til Þingeyrar með fólkið. Jónas sagði að til stæði að skipta um mannskap á snjóbílnum þegar hann kæmi til Þingeyrar. Þá yrði haldið að bænum Haukadal, sem er í um sjö km fjarlægð frá Þing- eyri, til að huga að fullorðinni konu, sem þar býr ein. Hún hafði beðið um aðstoð vegna þess að hún hafði dottið og meitt sig. Hundrað hús rýmd á Patreksfirði Um eitt hundrað hús voru rýmd á Patreksfirði á því svæði þar sem talið var að snjóflóðahætta væri fyrir hendi ofarlega í bænum. Að sögn Jónasar Sigurðssonar, aðal- varðstjóra og staðgengils lögreglu- stjóra, þurftu um 300 manns að yfirgefa heimili sín. Hann segir að flestir hafi fengið inni hjá vinum og vandamönnum en milli 60 og 70 manns fengu inni í félagsheimil- inu. Jónas sagði að allir legðust á eitt við að koma fólki á milli staða; lögreglumenn, vegagerðarmenn og hjálparsveitarmenn hjálpuðust að. Hann sagði að fólk væri ekki ósátt við að þurfa að yfirgefa heimili sín og héldi ró sinni. Fólk felmtri slegið Á Flateyri voru 20 íbúðir rýmdar í gær og rúmlega 60 íbúar fluttir til vina og ættingja. Kristján Jó- hannesson hjá almannavarnanefnd sagði að fólk væri felmtri slegið og órói meiri en venjulega. Hann sagði að snjó hefði verið mokað í Ólafs- túni en það skæfi jafnóðum og erf- itt væri að komast á milli húsa en björgunarsveitarmenn hefðu verið að aðstoða fólk við það í allan gærdag. Hann segir að rafmagn hafí farið af nokkrum sinnum og útvarpssendingar hefðu ekki náðst um tíma síðdegis. Á Bíldudal þurftu um 35 manns að fara úr 11 íbúðum í ytri hluta þorpsins og komust allir í húsaskjól hjá vinum og vandamönnum. Örn Gíslason hjá stjórnstöð almanna- varnanefndar sagði að fóik hefði farið út úr fleiri húsum að eigin ósk og hefðu björgunarsveitarmenn flutt fólk á milli húsa. Hann sagði að einhver hræðsla væri í fólki en allt hefði gengið vel. Örn sagði að á þeim tveimur bæjum sem væru í byggð í nágrenni Bíldudals væri allt í góðu lagi. Menn legðu ekki í að fara neitt út fyrir byggðina vegna óveðurs og ófærðar. Rafmagn fór af öðru hveiju í gær á Bíldudal en .Örn sagði að raf- magnsleysið hefði ekki verið til vandræða. Hann sagði þó að um leið og rafmagnið færi af útvarps- sendi þá heyrðust ekki FM-útsend- ingar útvarps og langbylgjuútsend- ing heyrðist ekki of vel. Bolvíkingar gátu sig hvergi hreyft Þijátíu hús efst í byggðinni í Bolungarvík og meðfram Traðar- hyrnu voru rýmd síðdegis í gær. Milii 50 og 60 manns yfirgáfu heim- ili sín og fóru flestir til vina og vandamanna. Jónas Guðmundsson, formaður almannavarnanefndar í Bolungarvík, sagði að þeir sem hefðu ekki í önnur hús að venda hefðu fengið inni á veitingastað þar sem verið væri að innrétta gisti- heimili. Jónas sagði að hann hefði ekki fundið fyrir hræðslu í fólki og allir héldu ró sinni. Þeir sem hefðu óskað þess hefðu verið fluttir á milli húsa í snjóbíl. Hann sagði að lítils háttar rafmagnstruflanir hefðu verið í gær, sjónvarp sást ekki og illa heyrðist í útvarpi. Veð- ur var svo slæmt í Bolungarvík að höfnin lokaðist og gátu Bolvíkingar sig því hvergi hreyft, því kolófært var landleiðina. Almannavarnanefnd ísafjarðar ákvað í gærmorgun að 16 hús í Hnífsdal skyldu rýmd og tvö á ísafirði, Brúarnesti og Seljaland við mynni Tungudals. Hluti íbúanna fór til ættingja en aðrir fengu inni á heimavist Menntaskólans á ísafirði. Hjálparsveitin á Hnífsdal sá um að koma fólki á milli staða og gekk allt snurðulaust fyrir sig. Öll umferð um Eyrarhlíð, milli ísafjarðar og Hnífsdals, var bönnuð nema undir eftirliti lögreglu. Ekki hætta á Tálknafirði Á Tálknafirði var ekki snjóflóða- hætta en að sögn Brynjólfs Gísla- sonar, sveitarstjóra og formanns almannavarnanefndar, var mjög vel fylgst með ástandinu. Menn voru sendir upp í Tungufell til að kanna aðstæður en ekki reyndist ástæða til að lýsa yfir hættuástandi. Snjór hafði ekki safnast fyrir, vindáttin var þannig að snjór fauk að mestu í burtu. Að sögn Helgu Jónasdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins á Tálknafirði, leið fólki betur að heyra að öllu væri óhætt vegna þess að nokkur beygur hefði verið í fólki. Áður en fólk vissi að öllu væri óhætt voru nokkrir sem fluttu úr húsum sínum í efstu götunni undir Tungu- felli en þeir fóru heim til sín aftur. Alls staðar rafmagnstruflanir Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða, sagði að ástand rafmagns hefði verið eins gott og aðstæður og veður leyfðu í gær. Rafmagn hefði verið að detta út alls staðar á Vestfjörðum vegna truflana á vesturlínu en það hefði yfirleitt ekki staðið lengur en í um hálfa til eina klukkustund í hvert sinn. Hann sagði að rafmagnslaust hefði verið meira og minna í Strandasýslu norðan Hólmavíkur og ástæða þess yrðj könnuð um leið og veður leyfði. Hann sagðist ekki vita af neinu alvarlegu tjóni utan að orkubúið hefði misst spennistöð í snjóflóðinu á Súðavík en það væri hjóm eitt miðað við það manntjón sem þar hefði orðið. Páll Ásgeirsson læknir 200 símtöl til Rauða krossins HÁTT í tvö hundruð símtöl höfðu borist Rauða krossi Is- lands seint í gærkvöldi. Al- mannavarnir ríkisins fólu Rauða krossinum að halda utan um upplýsingar um íbúa á Súða- vík og sinna áfallahjálp í hús- næði sínu á Rauðarárstíg. Þar var opið hús í allan gærdag og fram til miðnættis. Fimm sérfræðingar á sviði sálgæslu, tveir prestar, tveir sálfræðingar og geðlæknir, hafa rætt við fólk sem hefur átt vini eða ættmenni sem hafa farist eða er saknað í snjóflóð- unum í Súðavík. Páll Ásgeirsson geðlæknir segir að einnig hafi margir leitað til Rauða krossins sem ekki eigi sjálfir um sárt að binda í Súðavík heldur hafi sett sig í spor þeirra sem hafa orðið fyrir missi. Páll segir að þá rifj- ist oft upp fyrir þeim sem sjálf- ir hafi orðið fyrir missi áður. Prestar heimsóttu syrgjendur Sigrún Árnadóttir fram- kvæmdastjóri Rauða kross Is- lands sagði að um tuttugu manns komið á Hótel Lind á Rauðarárstíg i gær. Páll sagði að samtölin hefðu verið af ýmsum toga. Hann hefði þurft að segja sumu fólki að ættingja þeirra væri saknað og það væri erfitt að koma því á framfæri með aðeins símtólið milli handa. Sigrún sagði að haft hefði verið samband við sóknarpresta þeirra sem hefðu misst ættingja eða vini og þeir hefðu jafnvel heimsótt syrgj- endur. Innri barátta semferígang „Við vitum ekki hvort það sé ástæða til að hjálpa þessum hópi eitthvað frekar, þá með samtölum eða þá að það kæmi hingað í hóp,“ sagði Sigrún. Páll hefur reynslu af starfi sem þessu því hann tók þátt í því að setja upp áfallahjálp með Rauða krossinum 1973 þegar eldgos braust út í Heimaey. Þá hefði mönnum reiknast til að fimmtungur Vestmanneyinga hefði á einn eða annan máta leitað aðstoðar. Páll segir að aðalatriðið í aðstoð sem þessari væri að hlusta með opnum hug og leyfa fólki að létta á sér. „Það er innri barátta sem fer í gang við svona atburði sem þarf að vinna úr,“ segir Páll. Hjalti Hjaltason skipsljóri á Fagranesinu sem fór milli ísafjarðar og Súðavíkur Allt leggst á eitt að gera þetta eins erfitt og hægt er DJÚPBÁTURINN Fagranes flutti í gær um 100 björgunar- sveitarmenn og hjúkrunarfólk í tveimur ferðum frá ísafirði til Súðavíkur og síðan til ísafjarðar 86 íbúa Súðavíkur auk sjö sem slösuðust í snjóflóðinu. Hjalti Hjaltason, skipstjóri á Fagranes- inu, segir að skipið hafi svo sann- arlega sannað tilverurétt sinn. Snarbrjálað veður Hjalti sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að boð hefðu borist frá lögreglunni klukkan að verða 7 í gærmorgun um að þörf væri á aðstoð Fagra- nessins vegna snjóflóðanna í Súðavík, og hefði áhöfnin þegar verið kölluð til skips. Erfiðleikar vegna veðurs og ófærðar á Isafirði gerðu það að verkum að tafsamt var að koma skipinu úr höfn, en um borð voru auk áhafnarinnar um 50 björgunar- sveitarmenn frá ísafirði sem komu um borð í Sundahöfn. Fagranesið var komið til Súða- víkur kl. 9.50 og lagðist þar að bryggju. Til stóð að skuttogarinn Bessi ÍS annaðist flutning á slösuðum og öðrum farþegum frá Súðavík, en vegna veðurs og sjávarfalla gat togarinn ekki lagst þar að bryggju. „Yið fórum slðan í snarbijál- uðu veðri frá Súðavík um klukk- an tvö eftir hádegið og komum til Isafjarðar að verða hálffjögur. Við fórum síðan frá ísafirði um leið og skipið var tilbúið klukkan rúmlega fimm með 40-50 manna hjálparlið. Ætlunin var að fara líka með gröfur og önnur hjálpar- tæki til Súðavíkur, en það var hins vegar ekki hægt þar sem veður og ókyrrð við bryggjuna á ísafirði leyfði ekki að koma tækj- unum um borð. Eins og alþjóð veit þá höfum við ekki feiju- bryggju á ísafirði og því erfitt um vik fyrir okkur. Það er því allt sem hjálpast að hér til að gera þetta eins erfitt og hægt er,“ sagði Hjalti. Stjórnstöð í Fagranesinu í gærkvöldi var Fagranesið við ófyggju á Súðavík og stóð til að skipið yrði notað sem hvíldarað- staða og stjórnstöð fyrir útkeyrða björgunarsveitarmenn. „Fólk verður að átta sig á að við búum á íslandi en ekki ein- hvers staðar á suðlægum slóðum og hér getur allt gerst.. Þetta skip er að ég held það hentug- asta hér um slóðir sem getur veitt fyrstu aðstoð af þessu tagi, og það hefur svo sannarlega sannað gildi sitt svo ekki verður um villst núna,“ sagði Hjalti. 4~ i i i Í < i i t i i i i i i i i i Í i i ( i i I ( ( I ( (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.