Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Oveður á öllum Vestfjörðum í gær og mikil snjóflóðahætta 500 manns þurftu að yfirgefa heimili sín Víða á Vestfjörðum voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu 20 íbúðir rýmdar | Fjölskyldan í Hjarðardal fluttur á Þingeyri HÚS voru rýmd að kröfu almanna- varnanefnda víða á Vestfjörðum í gær. Alls staðar gekk vel að flytja fólk á milli húsa þrátt fyrir vonsku- veður og ófærð. Flestir fengu húsa- skjól hjá vinum og vandamönnum en öðrum var komið fyrir í gistihús- um. Má áætla að rúmlega 500 manns hafi þurft að yfirgefa heim- ili sín. Fólk hélt sig víðast heima í gær og voru mörg fyrirtæki lokuð vegna þess að fólk komst ekki á milli húsa. Víða var beygur í fólki og óhugur vegna frétta frá Súðavík en samkvæmt upplýsingum al- mannavarnayfírvalda á flestum stöðum á Vestfjörðum hélt fólk ró sinni. Rafmagnstruflanir urðu alls staðar á Vestfjörðum og rafmagns- leysi í Strandasýslu, norðan Hólma- víkur. Snjóflóð féll við bæinn Hjarðar- dal í Dýrafirði í gær og var fjöl- skyldan sem þar býr sótt á snjóbíl frá Þingeyri. Að sögn Jónasar Ól- afssonar sveitarstjóra tókst bónd- anum að þjappa snjóinn með drátt- arvél og aka á móti snjóbílnum með eiginkonu sína og tvö börn. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Jónas í gærkvöldi hafði ferð snjó- bílsins tekið um sjö klukkustundir og var hann ekki enn kominn til Þingeyrar með fólkið. Jónas sagði að til stæði að skipta um mannskap á snjóbílnum þegar hann kæmi til Þingeyrar. Þá yrði haldið að bænum Haukadal, sem er í um sjö km fjarlægð frá Þing- eyri, til að huga að fullorðinni konu, sem þar býr ein. Hún hafði beðið um aðstoð vegna þess að hún hafði dottið og meitt sig. Hundrað hús rýmd á Patreksfirði Um eitt hundrað hús voru rýmd á Patreksfirði á því svæði þar sem talið var að snjóflóðahætta væri fyrir hendi ofarlega í bænum. Að sögn Jónasar Sigurðssonar, aðal- varðstjóra og staðgengils lögreglu- stjóra, þurftu um 300 manns að yfirgefa heimili sín. Hann segir að flestir hafi fengið inni hjá vinum og vandamönnum en milli 60 og 70 manns fengu inni í félagsheimil- inu. Jónas sagði að allir legðust á eitt við að koma fólki á milli staða; lögreglumenn, vegagerðarmenn og hjálparsveitarmenn hjálpuðust að. Hann sagði að fólk væri ekki ósátt við að þurfa að yfirgefa heimili sín og héldi ró sinni. Fólk felmtri slegið Á Flateyri voru 20 íbúðir rýmdar í gær og rúmlega 60 íbúar fluttir til vina og ættingja. Kristján Jó- hannesson hjá almannavarnanefnd sagði að fólk væri felmtri slegið og órói meiri en venjulega. Hann sagði að snjó hefði verið mokað í Ólafs- túni en það skæfi jafnóðum og erf- itt væri að komast á milli húsa en björgunarsveitarmenn hefðu verið að aðstoða fólk við það í allan gærdag. Hann segir að rafmagn hafí farið af nokkrum sinnum og útvarpssendingar hefðu ekki náðst um tíma síðdegis. Á Bíldudal þurftu um 35 manns að fara úr 11 íbúðum í ytri hluta þorpsins og komust allir í húsaskjól hjá vinum og vandamönnum. Örn Gíslason hjá stjórnstöð almanna- varnanefndar sagði að fóik hefði farið út úr fleiri húsum að eigin ósk og hefðu björgunarsveitarmenn flutt fólk á milli húsa. Hann sagði að einhver hræðsla væri í fólki en allt hefði gengið vel. Örn sagði að á þeim tveimur bæjum sem væru í byggð í nágrenni Bíldudals væri allt í góðu lagi. Menn legðu ekki í að fara neitt út fyrir byggðina vegna óveðurs og ófærðar. Rafmagn fór af öðru hveiju í gær á Bíldudal en .Örn sagði að raf- magnsleysið hefði ekki verið til vandræða. Hann sagði þó að um leið og rafmagnið færi af útvarps- sendi þá heyrðust ekki FM-útsend- ingar útvarps og langbylgjuútsend- ing heyrðist ekki of vel. Bolvíkingar gátu sig hvergi hreyft Þijátíu hús efst í byggðinni í Bolungarvík og meðfram Traðar- hyrnu voru rýmd síðdegis í gær. Milii 50 og 60 manns yfirgáfu heim- ili sín og fóru flestir til vina og vandamanna. Jónas Guðmundsson, formaður almannavarnanefndar í Bolungarvík, sagði að þeir sem hefðu ekki í önnur hús að venda hefðu fengið inni á veitingastað þar sem verið væri að innrétta gisti- heimili. Jónas sagði að hann hefði ekki fundið fyrir hræðslu í fólki og allir héldu ró sinni. Þeir sem hefðu óskað þess hefðu verið fluttir á milli húsa í snjóbíl. Hann sagði að lítils háttar rafmagnstruflanir hefðu verið í gær, sjónvarp sást ekki og illa heyrðist í útvarpi. Veð- ur var svo slæmt í Bolungarvík að höfnin lokaðist og gátu Bolvíkingar sig því hvergi hreyft, því kolófært var landleiðina. Almannavarnanefnd ísafjarðar ákvað í gærmorgun að 16 hús í Hnífsdal skyldu rýmd og tvö á ísafirði, Brúarnesti og Seljaland við mynni Tungudals. Hluti íbúanna fór til ættingja en aðrir fengu inni á heimavist Menntaskólans á ísafirði. Hjálparsveitin á Hnífsdal sá um að koma fólki á milli staða og gekk allt snurðulaust fyrir sig. Öll umferð um Eyrarhlíð, milli ísafjarðar og Hnífsdals, var bönnuð nema undir eftirliti lögreglu. Ekki hætta á Tálknafirði Á Tálknafirði var ekki snjóflóða- hætta en að sögn Brynjólfs Gísla- sonar, sveitarstjóra og formanns almannavarnanefndar, var mjög vel fylgst með ástandinu. Menn voru sendir upp í Tungufell til að kanna aðstæður en ekki reyndist ástæða til að lýsa yfir hættuástandi. Snjór hafði ekki safnast fyrir, vindáttin var þannig að snjór fauk að mestu í burtu. Að sögn Helgu Jónasdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins á Tálknafirði, leið fólki betur að heyra að öllu væri óhætt vegna þess að nokkur beygur hefði verið í fólki. Áður en fólk vissi að öllu væri óhætt voru nokkrir sem fluttu úr húsum sínum í efstu götunni undir Tungu- felli en þeir fóru heim til sín aftur. Alls staðar rafmagnstruflanir Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða, sagði að ástand rafmagns hefði verið eins gott og aðstæður og veður leyfðu í gær. Rafmagn hefði verið að detta út alls staðar á Vestfjörðum vegna truflana á vesturlínu en það hefði yfirleitt ekki staðið lengur en í um hálfa til eina klukkustund í hvert sinn. Hann sagði að rafmagnslaust hefði verið meira og minna í Strandasýslu norðan Hólmavíkur og ástæða þess yrðj könnuð um leið og veður leyfði. Hann sagðist ekki vita af neinu alvarlegu tjóni utan að orkubúið hefði misst spennistöð í snjóflóðinu á Súðavík en það væri hjóm eitt miðað við það manntjón sem þar hefði orðið. Páll Ásgeirsson læknir 200 símtöl til Rauða krossins HÁTT í tvö hundruð símtöl höfðu borist Rauða krossi Is- lands seint í gærkvöldi. Al- mannavarnir ríkisins fólu Rauða krossinum að halda utan um upplýsingar um íbúa á Súða- vík og sinna áfallahjálp í hús- næði sínu á Rauðarárstíg. Þar var opið hús í allan gærdag og fram til miðnættis. Fimm sérfræðingar á sviði sálgæslu, tveir prestar, tveir sálfræðingar og geðlæknir, hafa rætt við fólk sem hefur átt vini eða ættmenni sem hafa farist eða er saknað í snjóflóð- unum í Súðavík. Páll Ásgeirsson geðlæknir segir að einnig hafi margir leitað til Rauða krossins sem ekki eigi sjálfir um sárt að binda í Súðavík heldur hafi sett sig í spor þeirra sem hafa orðið fyrir missi. Páll segir að þá rifj- ist oft upp fyrir þeim sem sjálf- ir hafi orðið fyrir missi áður. Prestar heimsóttu syrgjendur Sigrún Árnadóttir fram- kvæmdastjóri Rauða kross Is- lands sagði að um tuttugu manns komið á Hótel Lind á Rauðarárstíg i gær. Páll sagði að samtölin hefðu verið af ýmsum toga. Hann hefði þurft að segja sumu fólki að ættingja þeirra væri saknað og það væri erfitt að koma því á framfæri með aðeins símtólið milli handa. Sigrún sagði að haft hefði verið samband við sóknarpresta þeirra sem hefðu misst ættingja eða vini og þeir hefðu jafnvel heimsótt syrgj- endur. Innri barátta semferígang „Við vitum ekki hvort það sé ástæða til að hjálpa þessum hópi eitthvað frekar, þá með samtölum eða þá að það kæmi hingað í hóp,“ sagði Sigrún. Páll hefur reynslu af starfi sem þessu því hann tók þátt í því að setja upp áfallahjálp með Rauða krossinum 1973 þegar eldgos braust út í Heimaey. Þá hefði mönnum reiknast til að fimmtungur Vestmanneyinga hefði á einn eða annan máta leitað aðstoðar. Páll segir að aðalatriðið í aðstoð sem þessari væri að hlusta með opnum hug og leyfa fólki að létta á sér. „Það er innri barátta sem fer í gang við svona atburði sem þarf að vinna úr,“ segir Páll. Hjalti Hjaltason skipsljóri á Fagranesinu sem fór milli ísafjarðar og Súðavíkur Allt leggst á eitt að gera þetta eins erfitt og hægt er DJÚPBÁTURINN Fagranes flutti í gær um 100 björgunar- sveitarmenn og hjúkrunarfólk í tveimur ferðum frá ísafirði til Súðavíkur og síðan til ísafjarðar 86 íbúa Súðavíkur auk sjö sem slösuðust í snjóflóðinu. Hjalti Hjaltason, skipstjóri á Fagranes- inu, segir að skipið hafi svo sann- arlega sannað tilverurétt sinn. Snarbrjálað veður Hjalti sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að boð hefðu borist frá lögreglunni klukkan að verða 7 í gærmorgun um að þörf væri á aðstoð Fagra- nessins vegna snjóflóðanna í Súðavík, og hefði áhöfnin þegar verið kölluð til skips. Erfiðleikar vegna veðurs og ófærðar á Isafirði gerðu það að verkum að tafsamt var að koma skipinu úr höfn, en um borð voru auk áhafnarinnar um 50 björgunar- sveitarmenn frá ísafirði sem komu um borð í Sundahöfn. Fagranesið var komið til Súða- víkur kl. 9.50 og lagðist þar að bryggju. Til stóð að skuttogarinn Bessi ÍS annaðist flutning á slösuðum og öðrum farþegum frá Súðavík, en vegna veðurs og sjávarfalla gat togarinn ekki lagst þar að bryggju. „Yið fórum slðan í snarbijál- uðu veðri frá Súðavík um klukk- an tvö eftir hádegið og komum til Isafjarðar að verða hálffjögur. Við fórum síðan frá ísafirði um leið og skipið var tilbúið klukkan rúmlega fimm með 40-50 manna hjálparlið. Ætlunin var að fara líka með gröfur og önnur hjálpar- tæki til Súðavíkur, en það var hins vegar ekki hægt þar sem veður og ókyrrð við bryggjuna á ísafirði leyfði ekki að koma tækj- unum um borð. Eins og alþjóð veit þá höfum við ekki feiju- bryggju á ísafirði og því erfitt um vik fyrir okkur. Það er því allt sem hjálpast að hér til að gera þetta eins erfitt og hægt er,“ sagði Hjalti. Stjórnstöð í Fagranesinu í gærkvöldi var Fagranesið við ófyggju á Súðavík og stóð til að skipið yrði notað sem hvíldarað- staða og stjórnstöð fyrir útkeyrða björgunarsveitarmenn. „Fólk verður að átta sig á að við búum á íslandi en ekki ein- hvers staðar á suðlægum slóðum og hér getur allt gerst.. Þetta skip er að ég held það hentug- asta hér um slóðir sem getur veitt fyrstu aðstoð af þessu tagi, og það hefur svo sannarlega sannað gildi sitt svo ekki verður um villst núna,“ sagði Hjalti. 4~ i i i Í < i i t i i i i i i i i i Í i i ( i i I ( ( I ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.