Morgunblaðið - 31.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 31.01.1995, Síða 1
64 SÍÐUR B 25. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flóð valda hörmungum í Hollandi, Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi 65.000 manns flýja heimili sín í Hollandi París, Amsterdam, Brussel, Köln. Reuter. EKKERT lát varð í gær á hörmungum milljóna manna í Hollandi, Belg- íu, Prakklandi og Þýskalandi af völdum flóða. Um 65.000 íbúum tugi þorpa og smábæja í héraðinu Gelderland í austurhluta Hollands var skipað að yfirgefa heimili sín. Hafa brottflutningar af þeirri stærðar- gráðu ekki átt sér stað þar í landi í 40 ár, frá því að flóðgarðar brustu í héraðinu Zeelandi með þeim afleiðingum að 1.800 manns drukknuðu. Reuter Ekki sér fyrir endann á flóðunum Perúher lýsir yfir sigri Lima. Reuter. STJÓRNARHERINN í Perú hélt því fram í gær, að tekist hefði að hrekja hersveitir Ekvadors frá umdeildu frum- skógarsvæði á landamærum ríkjanna. Að sögn yfirvalda í Lima, höfuðborg Perú, gerði her Ekvadors „umfangsmikla inn- rás“ á sunnudag, en átökin hófust raunverulega sl. fimmtudag. í janúar ár hvert vex spenna á landamærum ríkj- anna, sem aldrei hafa verið nákvæmlega dregin þó að þau hafi gert samkomulag 29. jan- úar 1942 þar sem ríkin létu af tilkalli til stórs regnskógasvæð- is sem náði að Amazon-ánni. í frétt hersins í Lima sagði að hersveitir Ekvadors hefðu skotið niður M-l-herþyrlu stjórnarhers Perú og hefði fimm manna áhöfn hennar far- ist. Franska stjórnin fordæmdi átökin í gær og hvatti ríkin til þess að leysa ágreininginn um landamærin með samningum. Bæði í Þýskalandi og Frakklandi var af opinberri hálfu rætt um flóð aldarinnar. Lögregla girti gamla hluta miðbæjar Kölnar af til þess að koma í veg fyrir að forvitnir „stórslysatúristar" fylltu ekki þröngar göturnar og tefðu björg- unar- og hjálparstarf. Til þess að tryggja eigur manna og vernda þær fyrir óprúttnum hófu sveitir hers og lögreglu sömu- leiðis varðstöðu við hverfi og bæi í suðurhluta Belgíu sem fólk hefur orðið að yfirgefa vegna flóða. í Frakklandi höfðu flóðin eyði- lagt 40.000 hús og íbúðir í gær og 800 vegir voru stórskemmdir. Búist var við að ástandið ætti enn eftir að versna. Talið var að há- flæði við Atlantshafsströndina myndi aðeins gera illt verra. Yfir- gáfu rúmlega þúsund manns þorp- ið Givet í héraðinu Ardennes í austurhluta landsins. Óttast var að bakkar árinnar Meuse myndu gefa sig og færa það í kaf. ■ Flóð aldarinnar/18 Bærinn Venlo í Hollandi var allur undir vatni í gær og þannig var um að litast í kjörbúðarverslun þar í bæ. A annan tug manna hef- ur drukknað af völdum flóðanna í Belgíu og Frakklandi síðustu daga. Ekki sér fyrir endann á vatnavöxtunum. Yfirborð Signu hafði hækkað um fimm metra í París í gær og var vegum með- fram ánni lokað með tilheyrandi umferðarörðugleikum í borginni. 38týna lífi í Al- geirsborg Túnis. Reuter. ÖFLUG sprengja sprakk við lög- reglustöð í miðborg Algeirsborgar í gær með þeim afleiðingum að a.m.k. 38 manns biðu bana. Að sögn alsírska útvarpsins varð mikið tjón á mannvirkjum í sprengingunni og 256 menn slös- uðust. Skuldinni var skellt á sam- tök íslamskra bókstafstrúar- manna. Birti útvarpið tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu þar sem lýst var eftir blóðgjöfum og lækn- ar, skurðlæknar og annað hjúkr- unarfólk var hvatt til þess að koma til hjálpar á Moustapha-sjúkrahús- inu í miðborginni. Reuter RÚSSNESKUR hermaður virðir fyrir sér eyðilegginguna í miðborg Grosni á sunnudag. Vesturlandabú- ar segja að umhorfs sé í borginni eins og í Dresden eftir loftárásir bandamanna í seinna stríðinu. 150.000 manns felast í kjöllurum í höfuðstað Ts.iets.jníju Grosní minnir á Dresden Grosní. Kcuter. RÚSSNESKAR hersveitir létu stórskotum rigna yfir miðborg Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, og sunn- anverð úthverfi hennar í gær. Höfðu þeir að engu tilmæli fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem hvöttu til vopnahlés af mann- úðarástæðum eftir að hafa kynnt sér ástandið í lwrginni uni helgina, svo bera mætti dauða til graf- ar og gefa öðrum kost á að flýja borgina. Rússar fluttu stóraukinn mannafla og vopn til borgarinnar í gær. Istvan Gyarmati, formaður sendinefndar ÖSE, vildi ekki staðfesta, að Rússar hefðu stundað kerfisbundnar pyntingar á tsjetsj- enskum stríðsföngum í fangabúðum við Grosní. Hann sagði að báðir stríðsaðilar hefðu sakað andstæðinginn um mannréttindabrot. Dró hann í efa tölur um mannfall í átökunum. Rússar segjast hafa misst 600 menn og fullyrða að 5.000 uppreisn- annenn hafi fallið. „Fjöldi fallinna og særðra er miklu meiri en við töldum áður en við komum hing- að,“ sagði Gyarmati. Hann gagnrýndi Rússa harðlega fyrir umfang hernaðarins og sagði þá liafa gengið fram af miklu meiri hörku en eðlilegt gæti talist. „Heilu hverfin eru ijúkandi rúst, gijóthrúgur, engin bygging er heilleg. Það var eins og á ljósmyndum sem ég hef séð frá Dresden eftir loftárásir í seinna stríðinu," sagði Gyarmati. Finnskir fjölmiðlar höfðu eftir Rene Nyberg, fulltrúa í nefnd ÖSE, að ólýsanlegar mannlegar hörmungar blöstu við í Grosní. Um 150.000 manns, aðallega aldrað fólk og veikt, konur og böm, hefð- ust við í húsakjöllurum og væri í raun flóttafólk í eigin heimaborg. Fæstir hefðu vatn og lyf. Talsmaður rússneska hersins hélt því fram í gær, að herinn væri um það bil að ljúka herförinni í Grosní. Hefði hann tvo þriðju hluta borgarinnar á valdi sínu. Uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi haldið inn- rásarhernum í skefjum og staðan í stríðinu breyt- ist ekkert dag frá degi. Rúslan Tsjenajev, yfirmað- ur hersveita Dzhokahrs Dúdajevs, sagði að Rússar þyrfu a.m.k. að fímmfalda mannafla sinn í Grosní til að eiga möguleika á því að yfirbuga uppreisnar- menn. „Við eigum nóg skotfæri til að beijast um aldur og eilífð," sagði Tsjenajev. Hörð gagnrýni Howe Major gísl ESB-and- stæðinga? London. Reuter. HOWE lávarður, íhaldsmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Bret- lands, réðst í gær harkalega á John Major forsætisráðherra vegna ut- anríkisstefnunnar. Howe gaf í skyn að Major stefndi þjóðarhagsmunum í hættu með tilraunum sínum til að friða andstæðinga aukins sam- runa ríkja Evrópusambandsins, ESB, í íhaldsflokknum. Nokkrir andstæðingar Evrópu- samrunans í þingflokknum eru í opinberri uppreisn gegn ESB- stefnu stjórnarinnar og hefur hún því í reynd ekki lengur meirihluta á þingi. Hurd á förum? Ýmsir ráðherrar hafa að undan- förnu flutt ræður þar sem fram kemur ákveðin andstaða við aukinn samruna og Brusselvaldið. Major hefur verið talinn hliðhollur Evr- ópusinnum en stefna Breta í ESB hefur undanfarin ár valdið miklum klofningi í Ihaldsflokknum. Að sögn Howe er Major nú orðinn gísl þeirra sem betjast gegn samrunan- um eða hafa miklar efasemdir um hann. Einn helsti Evrópusinninn í stjórn Majors er Douglas Hurd ut- anríkisráðherra og saka andstæð- ingarnir hann um að hafa engin tengsl við hinn almenna íhaldskjós- anda, Hurd sé maður liðins tíma. Árásirnar á hann valda því að orð- rómur er á kreiki um afsögn Hurds. ■ Berska stjórnin lýsir/17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.