Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 6

Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUIMDUR ÞJOÐVAKA Deilt um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál Hluti í'undar- manna yfir- gaf fundinn Morgunblaðið/Kristinn EFTIR formannskjör. Ágóst Emarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir fagna. Jóhanna fékk 97% í formannskjöri HARÐAR deilur urðu á landsfundin- um um stefnu Þjóðvaka í sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálum og gengu nokkrir fulltrúar af fundi vegna óánægju með afgreiðslu á breytingartillögum við stefnuskrána. Fyrir landsfundinum lágu drög að stefnuskrá sem síðan var fjallað um í vinnunefndum. Mikill ágreiningur um sjávarútvegsstefnuna kom fram í vinnunefnd og þar lögðu Njáll Harð- arson, Kristinn Pétursson, Karl Steinar Óskarsson, Sigurður Péturs- son, Marías Sveinsson og Þorsteinn Sigurjónsson fram tillögu um físk- veiðistjómun sem gekk mun lengra en fyrirliggjandi drög. Tillagan gekk út á að staðfesta eign þjóðarinnar á fiskveiðilöggjöf- inni með veiðileyfagjaldi, að skipta landinu upp í umdæmi með sjálfstæð- ar veiðiheimildir og banna framsal milli umdæma og að skipta flotanum eftir veiðarfærum og stærð fiskiskipa í grunnsióða- og djúpslóðaflota og skipta leyfilegum heildarafla á milli þeirra. Þannig yrði togskipum bann- að að veiða innan 30 mílna en línu-, neta- og handfærabátar fengju að veiða samkvæmt sóknarmarki innan 30 mílna. Haldinn var sérstakur fundur í nefndinni á laugardagskvöld til að reyna að leysa málin en á nefndar- fundi á sunnudagsmorgun var sam- þykkt með 27 atkvæðum gegn 10 að vísa tillögunni til stjómar flokks- ins en afgreiða fyrirliggjandi drög lítið breytt frá nefndinni. Engar tillögur um stjórnun Breytingatillaga sexmenninganna var síðan lögð aftur fram í einfald- ari mynd á landsfundinum sjálfum og þar gagnrýndu fiutningsmenn stefnuskrárdrögin harðlega. Sigurður Pétursson sagði að í sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka væru nánast engar tillögur um fiskveiði- stjórnun og ef stefnuskráin yrði samþykkt óbreytt væri það eins og blaut tuska framan í það fólk, sem stæði frammi fyrir því að búið væri að taka lífsbjörgina frá þeim og senda hana annað. „Við verðum að segja fólki að við ætlum að breyta hlutunum í sjávarútveginum og við viljum nýja fiskveiðistefnu,“ sagði Sigurður. Ágúst Einarsson nýkjörinn ritari flokksins lagði til, ásamt Svanfríði Jónasdóttur varaformanni, að vísa breytingartillögunni til stjórnar Þjóð- vaka, og sagði það vera í samræmi við afgreiðsluna í vinnunefndinni áður. Þetta var í raun frávísunartil- laga og Guðbjörn Jónsson sagði að Ágúst virtist strax hafa hnotið um siðferðið því samkomulag hefði verið gert í nefndinni um að leggja mætti tillöguna fram á aðalfundinum svo fundarmenn gætu tekið afstöðu til hennar. Tillaga Ágústs var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 40 atkvæðum gegn 38. Fundarstjóri hafnaði ósk um að endurtaka at- kvæðagreiðsluna og stóð um tugur fundarmanna upp og hætti störfum á fundinum, þar á meðal Kristján Pétursson sem skömmu áður var kosinn í stjórn Þjóðvaka. Sjávarút- vegskafli stefnuskrárinnar var síðan samþykktur með 22 atkvæðum gegn 19., Útgöngumenn höfðu uppi harðar ásakanir í garð Ágústs Einarssonar fyrir að hafa komið í veg fyrir að breytingartillagan kæmi til atkvæða. Ágúst sagði við Morgunblaðið að ástæðan fyrir því að vísa tillögunni til stjórnar væri sú, að stjórnin vildi gjarnan skoða og útfæra ýmsar þær hugmyndir sem þar kæmu fram. Ef breytingatillagan hefði hins vegar verið felld á fundinum væri hún út af borðinu. „Við erum ekkert að loka neinum sjávarútvegsumræðum. Við af- greiddum hér stóra og merkilega sjávarútvegsstefnu með mörgum nýmælum og útfærslan kemur svo til frekari skoðunar innan stjórnar- innar. Sjávarútvegsmál eru mikið til- finningamál og eins og önnur stjórn- málasamtök tökumst við á um þetta og leiðum málið til lykta í atkvæða- greiðslu. Vinnubrögðin voru því al- veg eðlileg, og ég á ekki von á að þessi órói hér hafí eftirmál," sagði Ágúst. Stríðshanski Ágreiningur var einnig um stefnu Þjóðvaka í landbúnaðarmálum. Jó- hannes Gunnarsson greiddi atkvæði gegn stefnúskrárdrögunum í vinnu- hópnum og lagði á fundinum fram breytingartillögur við þær ásamt Merði Amasyni, Þorláki Helgasyni og fleirum. Tillögurnar voru m.a. um að afnema kvótakerfi í landbúnaðar- framleiðslu og beita GATT-samn- ingnum til að knýja fram hagræð- ingu, bæði hjá framleiðendum og milliliðum. Ýmsir fundarmenn af landsbyggð- inni gagnrýndu tillögur Jóhannesar, þar á meðal Runólfur Ágústsson, Sveinn Allan Morthens og Jón Daní- elsson, sem sagði að tillögurnar væru stríðshanski framan í landsbyggðar- menn og fæli í sér þá hagræðingu eina að afnema laun bænda. Ágúst Einarsson lagði til að tiilög- um Jóhannesar og öðrum tillögum um landbúnaðarmál yrði vísað til stjórnar og var það samþykkt með 50 atkvæðum gegn 10. Jóhannes Gunnarsson bað um orðið til að ræða fundarstjórn en fékk ekki og yfirgaf þá fundinn. Aðrir hlutar stefnuskrárinnar voru afgreiddir hávaðalaust en öllum breytingartillögum sem fram komu á fundinum sjálfum var vísað til stjórnar að tillögu Ágústs Einarsson- ar. Afdráttarlausar tekið á málum Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Morgunblaðið að landsfundurinn hefði verið góður og hún væri bjart- sýn á framtíðina fyrir hönd Þjóðvaka. „Hér höfum við verið að marka stefnu í öllum helstu málaflokkum og í stefnuskránni er að fínna marg- ar veigamiklar nýjar áherslur í stór- um málaflokkum. Hér hefur orðið lífleg umræða og tekist á um nokkur mál eins og sjávarútvegsmál og land- búnaðarmál, sem er eðlileg. En það hafa verið átök um málefni en ekki menn. Ég er mjög sátt við þá niður- stöðu sem orðið hefur og við í stjóm- inni höfum verk að vinna.“ - Hver er munurinn á Þjóðvaka og öðrum flokkum? „Að mörgu leyti er.mun afdráttar- lausar tekið á málum, bæði varðandi fiskveiðistefnuna og í atvinnumálum. Það em ýmis mál sem snerta endur- skoðun á ákveðnum atriðum sem fiokkurinn telur til sóunar og spill- ingar í kerfinu, og ýmsar leiðir, sem við viljum fara aðrar en hinir flokk- arnir. Annars er það ljóst, að fram- kvæmdastefnur flokkanna, til dæmis í velferðarmálum, eru oft líkar ög það reynir fyrst á þegar menn setj- ast við stjórnvölinn til að framkvæma stefnuna." Þegar Jóhanna var spurð hvort hún teldi það lofa góðu um framtíð samtakanna að hluti fundarmanna gekk af fundi vegna óánægju með afgreiðslu mála, svaraði hún að lýð- ræðisleg niðurstaða hefði fengist í sjávarútvegsmálunum. JÓHANNA Sigurðardóttir var kjörin formaður Þjóðvaka á fyrsta landsfundi flokksins á sunnudag. Hún fékk 105 af 108 greiddum atkvæðum eða 97%. Svanfriður Jónasdóttir var ein í kjöri til varaformanns. Tillaga kom fram á fundinum um Jón Sæmund Sigurjónsson en hann gaf ekki kost á sér. Svanfríður fékk 90 atkvæði af 106, eða 85%. 15 skiluðu auðu og eitt atkvæði var ógilt. Ágúst Einarsson var einn í kjöri ritara. Einnig var stungið upp á Sigurði Péturssyni en hann gaf ekki kost á sér. Ágúst fékk 85 atkvæði af 107 eða 80%. Sigurður Pétursson fékk 4 atkvæði, Sveinn Hálfdánarson 1 atkvæði, Kristinn Pétursson 1 atkvæði og 16 seðlar voru auðir. 36ísijórn í aðalstjórn voru að auki kosin eftirfarandi: Alfreð Guðmunds- son, Hafnarfirði, Arnór Péturs- son, Reykjavík, Elín Magnúsdótt- ir, Stokkseyri, Guðmundur Unnar Agnarsson, Blönduósi, Guðmund- ur Ólafsson, Álftanesi, Guðrún Árnadóttir, Reykjavík, Heimir í STEFNUSKRÁ Þjóðvaka er meðal annars lagt til að heimila takmark- aða fjárfestingu erlendra aðila í út- gerð og fiskvinnslu. Þá verði kostir og gallar mögulegrar aðildar að Evr- ópusambandinu kannaðir í ljósi þró- unar í Evrópu og fyrirhugaðrar ríkj- aráðstefnu ESB. ► Stefnuskráin er í nokkrum köflum og í einum þeirra er fjallað um sjávar- útveg, landbúnað og iðnað. Gert er ráð fyrir áframhaldandi kvótakerfi í sjávarútvegi en tekið verði upp hóf- legt veiðileyfagjald í áföngum. Kom- ið verði í veg fyrir að kvóti safnist saman á fáa lögaðila, rekstrargrund- völlur smábátaútgerðar verði tryggð- ur og kanna þurfi rækilega hvernig koma megi í veg fyrir að meðafla verði hent í sjóinn. ► Þá verði rannsóknir á fiskistofnun og áhrifum veiða á Iífríkið stóraukn- ar og kannað verði hvort rétt sé að takmarka togveiðar á grunnslóð. Talið er rétt að stuðla að því að allur afli fari um innlenda fiskmarkaði. Loks eigi að heimila erlendum aðilum að fjárfesta í útgerð og fískvinnslu en eignarhlutur þeirra megi ekki vera stærri en 20% ► í landbúnaði vill Þjóðvaki gera breytingar á kvótakerfinu sem tryggi hagsmuni bænda til lengri tíma, m.a. þannig að eðlileg samkeppni komist á. Auka þurfí hagkvæmni og sérhæf- ingu afurðastöðva og samkeppni milli þeirra. Hugsanleg ESB-aðild könnuð ► í kafla um nýja sókn í atvinnumál- um eru lykilatriðin m.a. sögð vera öflugur stuðningur við markaðsmál og þróunarstarf, fjölbreytt mennta- kerfí með aukinni áherslu á verk- Ríkarðsson, Reykjavík, Helga Kristinsdóttir, Reykjavík, Hólm- fríður Bjarnadóttir, Hvamms- tanga, Jón Benónýsson, Suður- Þingeyjarsýslu, Jón Sæmundur Siguijónsson, Hafnarfirði, Katrín Theodórsdóttir, Reykjavík, Krist- ján Pétursson, Garðabæ, Laufey Jónsdóttir, Isafirði, Lára V. Júlíus- dóttir, Reykjavík, Marías Sveins- son, Reykjavík, Mörður Árnason, Reykjavík, Ólína Þorvarðardóttir, Reykjavík, Óskar Guðmundsson, Reykjavík, Páll Halldórsson, Reykjavík, Ragnheiður Jónasdótt- ir, Hvolsveili, Runólfur Ágústsson, Borgarfirði, Sigríður Rósa Krist- insdóttir, Eskifirði, Sigríður Sig- urðardóttir, Kópavogi, Sigurður Pétursson, Reykjavík, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Hvalfjarðar- strönd, Snorri Styrkársson, Nes- kaupstað, Sólveig Ólafsdóttir, Reykjavík, Sveinn Hálfdánarson, Borgarnesi, Sveinn Allan Morth- ens, Skagafirði, Sæmundur Páls- son, Akureyri, Vilhjálmur Ingi Árnason, Akureyri, Þorsteinn Hjartarson, Árnessýslu, Þór Vík- ingsson, Reykjavík, Þorbjörn Gísladóttir, Hafnarfirði, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Reykjavík. * Utlending- ar fái að fjárfesta í veiðum menntun, stuðningur við lítil og með- alstór fyrirtæki og atvinnuuppbygg- ingu kvenna. Erlend fyrirtæki verði hvött til að starfa hérlendis og hlúð verði að ferðaþjónustu, störf lág- launahópa verði endurmetin og launakerfið endurskoðað. ► Fjallað er um Evrópusamstarf í kafla um alþjóðamál og bent á að langflest ríki Evrópu hafi valið Evr- ópusambandið sem vettvang sam- skipta. Væntanleg ríkjaráðstefna ESB árið 1996 muni móta þróun í Evrópu næstu ár. Islendingar verði að fylgjast vel með þessari þróun, kanna kosti og galla hugsanlegrar aðildar og endurmeta stöðu sína í ljósi breyttra aðstæðna hveiju sinni. ► 1 kafla um ábyrga efnahagsstefnu er lögð áhersla á að varðveita stöðug- leikann i efnahagslífínu. Sérstök áhersla er lögð á að skuldbreyta lán- um einstaklinga sem hafa búið við samdrátt í tekjum og miklar skuldir og tryggja að Iaunafólk geti lifað sómasamlega af launum sínum. Hús- bréfakerfið verði fest í sessi. Þá verði mótuð opinber fjölskyldustefna sem lúti að rétti allra til að eiga heimili og innihaldsríkt líf í samneyti við aðra. ► í kafla um átak gegn skattsvikum Hlutfall hvors kyns aldrei undir 40% í LÖGUM Þjóðvaka - hreyfíngar fólksins segir að þess skuli gætt við val á framboðslistum að hlutdeild kvenna og karla verði sem jöfnust og að hlutfall annars kyns verði aldr- ei undir 40%. Sama regla gildir um kjör í stjórnir, nefndir og ráð. í fyrstu grein laganna, sem sam- þykkt voru á sunnudag, segir að hreyfíngin sé stjómmálaafl sem vinn- ur að framgangi jafnaðarstefnu og félagssvæði þess sé allt landið. Til- gangurinn sé meðal annars að „mynda breiðan samstarfsvettvang fyrir alla þá sem aðhyllast jafnaðar- stefnu á grundvelli jafnréttis, lýðræð- is, valddreifíngar, félagshyggju, um- hverfísverndar, mannúðar og mann- réttinda og beijast gegn hvers konar spillingu og misnotkun á almannafé“. Æðsta vald Þjóðvaka í öllum mál- um er landsfundur, sem halda skal árlega, fyrri hluta árs. Hægt er að kalla saman aukalandsfund' telji stjórn Þjóðvaka þess þörf eða ’/io hluti félagsmanna óskar þess. Stjórn fer með æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Lögum Þjóðvaka er ekki hægt að breyta nema á landsfundi og þarf til þess % hluta fundartnanná. Sama fyrirkomulag gildir ef ákveðið yrði að leggja Þjóðvaka niður. eru tillögur um skattadómstól, lág- markssektir vegna skattsvika, hærri skattfrelsismörk lágra og meðal- tekna og að persónuafsláttur verði að fullu millifæranlegur milli hjóná. Siðareglur ► Sérstakur kafli er um bætt sið- férði og þar kemur fram að Þjóðvaki muni setja þingmönnum sínum og öðrum fulltrúum siðareglur sem verði birtar opinberlega. Þá er ýtarlegur kafli um mannréttindi þar sem m.a. er lögð áhersla á að breyta mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar þannig að þegnum landsins verði tryggð félagsleg, efnahagsleg og menning- arleg réttindi, svo og borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Nefna megi jafnrétti karla og kvenna, jafnan kosningarétt, réttarstöðu fólks af erlendum uppruna o.fl. Lagt er til að kallað verði saman stjórnlagaþinþ til að endurskoða stjórnarskrána. ► í menntamálum ér lögð áhersla á að laga menntakerfið að hinum hröðú breytingum í upplýsingatækni, sem líklega verði helsti vaxtarbroddur í fræðastarfi og atvinnulífí í framtíá- inni. Efla þurfi menntakerfíð, fullord- insfræðslu og símenntun, lengjá kennaramenntun og auka sjálfstæði skóla svo nokkuð sé nefnt. ► í menningarmálum vill Þjóðvaki afnema virðisaukaskatt af íslenskum bókum, gera framlög til menningaií- mála frádráttarbær frá skatti, eflá launasjóði listamanna, halda uppi öflugu þjóðanítvarpi og slíta Sinfóni- íuhljómsveit íslands úr tengslum viþ Menningarsjóð útvarpsstöðva. ► I umhverfismálum er lögð áhersla á sjálfbæra þróun, umhverfisfræðslli og umhverfísrannsóknir. Stefnuskrá Þjóðvaka samþykkt á landsfundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.