Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FLOÐ I EVROPU
Um 100.000 manns hafa oröiö aö flýja heimili sín í noröanveröri
Evrópu vegna fióöa, hinna mestu á þessari öld.
Brugge:---
Öll skipaumferö
bönnuö á síkjum
II
Dinant:
50 manns fluttir
í burt og 250
manns úr Lesse-
dalnum suöur
af Namur. 6
hafa látiö
lífið.
! Austurhluti Hollands:
85.000 manns hvattir til aö yfirgefa
heimili sín. f Lobith þar sem Rín
rennur yfir landamærin frá
Þýskalandi var búist viö því
aö yfirborð árinnar færi í
16,45 m yfir sjávarmáli
í dag, þriðjudag.
Charleville-Mezieres:
Hættuástandi lýst yfir
er yfirborö árinnar Meuse
fór í sex metra yfir sjávarmáli.
flEUTER
Köln:
Yfirborö
Rínar fór í
10,64 metra
yfir sjávarmáli.
Gamli borgar-
hlutinn á kafi og
um 30.000 íbúar
yfirgefa heimili sin.
ÍBÚAR Beuel, sem er úthverfi í Bonn, urðu að sigla á milli húsa.
Flóð aldarinnar í Þýska-
landi og Frakklandi
Flóðasvæði girt af til að hindra ránsferð-
ir og „flóðaferðamenn“ flykkjast að
FLÓÐ víðs vegar um Evrópu vaxa
enn og í gær hækkaði vatnsyfir-
borð Rínar meira í Köln en í „flóð-
um aldarinnar" í desember 1993.
Að minnsta kosti 30.000 íbúar í
gamla borgarhlutanum urðu að
yfírgefa heimili sín og umhverfis-
ráðherra Nordrhein-Westphalen
hvatti „flóðaferðamenn" til að
halda sig heima, þar sem þeir tru-
fluðu björgunarstörf. Þá urðu um
65.000 manns í Geldenland í Hol-
landi að yfírgefa heimili sín en það
er mesti fjöldi sem hefur orðið að
gera slíkt þar í landi í 40 ár. í
Frakklandi er talið að um 40.000
hús hafi skemmst í flóðunum.
Veðurfræðingar spá áframhald-
andi úrkomu.
„Það hækkar enn í Rín og menn
óttast að vatnsyfirborðið fari yfir
11 metra en allar öryggisráð-
stafanir í Köln, þar sem ástandið
er einna verst, eru miðaðar við að
ekki hækki meira í Rín en sem
því nemur,“ segir Sigþór Einars-
son, fréttaritari Morgunblaðsins í
Darmstadt. Er rætt var við hann
í gær rigndi enn og hækkaði í Rín
um 2-3 sm á klukkustund.
Ráðstafanir þær sem gerðar eru
er Rín flæðir yfir bakka sína fel-
ast í því að hús á hættusvæði eru
rýmd en það gerist á nokkurra ára
fresti. Ekki hefur hins vegar verið
gert ráð fyrir að vatnsyfírborðið
hækki yfir 11 metra og því er nú
unnið hörðum höndum að því að
skipuleggja hvaða svæði verði að
rýma, komi til þess, auk þess sem
reistir eru vamarmúrar, að sögn
Sigþórs.
Hörmungatúrismi
Það vakti athygli að hópur
manna fagnaði í Köln um helgina
er Rín flæddi yfír varnargarðana
sem miðaðir eru við flóð upp að
10,20 metrum. „Þetta skiptist í
tvennt. Þeir sem hafa nýlokið við
að lagfæra hús sín eftir flóðin í
desember 1993 og sjá þau nú
hverfa undir vatn að nýju, eru
gráti nær en sumum þeim, sem
hafa allt sitt á þurru, finnst þetta
hins vegar bráðskemmtilegt. Þetta
er í raun nokkurs konar hörmun-
gatúrismi, fólk flykkist til svæða
þar sem náttúruhamfarir eða önn-
ur óáran hefur dunið yfir.“
Meðal þeirra vandamála sem
komið hafa upp á flóðasvæðunum
eru rán og gripdeildir. íbúar á
flóðasvæðum verða að yfirgefa
hús sín, einnig þeir sem búa á
efri hæðum húsa. Ástæðan er sú
að ekkert rafmagn er á flóðasvæð-
unum. íbúar eiga að skilja eftir
opna glugga og dyr, færist flóðið
í aukana og hafa óvandaðir menn
siglt um og rænt öllu fémætu úr
íbúðum manna. Lögreglan hefur
nú girt af gamla borgarhlutann
til að koma í veg fyrir þjófnað.
Sigþór segir ástandið í Þýska-
landi verst við Rín á milli Dussel-
dorf og Kolblenz. Þá eru einnig
mikil flóð í Mosel, skammt frá
Trier. Lísa Kristjánsdóttir í Trier
segir að enn sem komið er sé ekki
talin hætta á flóðum í borginni
vegna staðsetningar hennar en
hækki mikið meira í ánni sé hins
vegar voðinn vís.
Ástandið í Hollandi, Belgíu og
Frakklandi er einnig slæmt. Edou-
ard Balladur, forsætisráðherra
Frakklands, sagði að víða um land
væri um flóð aldarinnar að ræða.
Þau hefðu haft áhrif í um helm-
ingi landsins. Vatnsflaumurinn í
vesturhluta Frakklands hefur
sjatnað eitthvað en aukist í austur-
hlutanum. Yfirborð árinnar Meuse
fór í sex metra í bænum Charle-
ville-Mezieres í Ardenna-héraði.
Um 5.000 manns hafa orðið að
yfírgefa heimili sín og um 40.000
hús hafa eyðilagst í flóðunum.
íslendingar ekki í vanda
Guðni Bragason sendiráðsritari
í íslenska sendiráðinu í Bonn segir
flóðin vissulega hafa sett sitt mark
á daglega lífíð. Flóðin hafi áhrif á
daglegt líf, einhveijir verði að flýja
heimili sín, skólum og fyrirtækjum
hafí verið lokað, ekki síst hótelum
og veitingahúsum við árbakka
Rínar. íslenska sendiráðið stendur
það ofarlega að ekki er talin hætta
á að rýma þurfl það og sagðist
Guðni ekki vita til þess að íslend-
ingar hefðu þurft að flýja hús sín.
Svissneska lögreglan til atlögu gegn fíkniefnasölum
„Nálagarði“ í
Ziirich senn lokað
ZUrich. Reuter.
LÖGREGLAN í Ziirich hyggst
í febrúar gera gangskör að
því að binda enda á viðskipti
með fíkniefni sem farið hafa
fram fyrir opnum tjöldum í
„Nálagarði", Lettner-
skemmtigarðinum í grennd
við járnbrautarstöð borgar-
innar. Liðsafli lögreglunnar
hefur verið aukinn og bætt við
120 fangaklefum sem hýsa
eiga sölumennina. Fyrir þrem
árum var farin herferð gegn
sölumennskunni en viðskiptin
hófust fljótlega aftur á nýjum
stöðum í borginni.
Yfirvöld segja að ekki sé
búist við því að hægt verði að
uppræta fíkniefnaviðskiptin
en markmiðið sé að losna við
glæpafárið sem fylgir við-
skiptunum.
Fjöldi fólks sem býr nálægt
sölustöðunum hefur undan-
farna mánuði sagt fjölmiðlum
frá því hvernig fíkniefnasalar
hafa í hótunum við það og fí-
klarnir krefja gangandi veg-
farendur um peninga eða
sprauta sig úti á götu. Fyrir
skömmu var sagt frá hliðar-
götum við járnbrautarstöðina,
notaðar nálasprautur og blóð-
ugir baðmullarhnoðrar, sem
heróín-neytendur hafa notað,
liggja eins og hráviði um allt
svæðið.
Frá Líbanon ogKosovo
Að sögn lögreglu eru flestir
sölumennirnir frá Líbanon og
Kosovo, héraði í Serbíu sem
aðallega er byggt Albönum.
Þeir eru þegar byrjaðir að
leita að nýjum stöðum í borg-
inni fyrir starfsemi sína en
hyggjast ekki stunda viðskipt-
in á götuhornum fyrir allra
augum.
Snemma á níunda áratugn-
um var það stefna borgaryfir-
valda að sýna lempni og var
það látið óátalið þótt fíknieefni
væru seld í Lettner-garði sem
er skammt frá fjármálahverf-
inu. Þetta var harðlega gagn-
rýnt, íbúar í hverfinu og ríkis-
sijórnin voru þar fremst í
flokki, en neytendur og sölu-
menn frá mörgum Evrópu-
löndum voru þá farnir að
flykkjast til Ziirich. Var
garðinum þá lokað fyrir þess-
um viðskiptum en erfiðlega
hefur gengið að bijóta þau á
bak aftur.
Fjöldi
Frakka
óákveðinn
SEXTÍU og eitt prósent fran-
skra kjósenda hefur ekki enn
gert upp hug sinn vegna for-
setakosninganna, sem fram
fara í lok apríl. Könnunin var
birt í blaðinu Info-Matin í gær
en aldrei áður hefur jafnstór
hópur kjósenda verið óákveð-
inn svo skömmu fyrir kosning-
ar. í aldurshópnum 18-24 ára
voru 80% enn óákveðin. Fyrir
síðustu forsetakosningar, árið
1988, höfðu 66% kjósenda
gert upp hug sinn.
Búast við
jarðskjálfta
RÚSSNESKIR vísindamenn
telja miklar líkur á að mikill
jarðskjálfti muni verða í
Austurlöndum ijær einhvern
tímann á tímabilinu febrúar
til nóvember. Er búist við að
hann verði af sama styrkleika
og jarðskjálftinn í Kobe fyrr
í mánuðinum. Fréttastofan
Itar-Tass segja sérfræðinga
rússneskra stjórnvalda telja
80% líkur á skjálftanum.
Mestar líkur eru á að skjálft-
inn verði á Kamtsjaka eða
Kúríleyjum. Fyrir tíu dögum
mældist jarðskjálfti á Kúrí-
leyjum á milli fímm og sex á
Richter-mælikvarðanum.
Engar skemmdir urðu þó á
mannvirkjum og engin slys á
mönnum.
Kasparov í
flugmálin
GARRÍ Kasparov, einn besti
skákmaður heims, ætlar að
setja á laggirnar ráðgjafar-
fyrirtæki sem þjónusta mun
þá aðila, er áhuga hafa á að
fjárfesta í flugrekstri í Rúss-
landi. Fyrirtækið verður með
skrifstofur í London og Rúss-
landi og ætlar Kasparov að
leiðbeina útlendingum um
frumskóg rússneskra flug-
mála. Er flug „Megnið af
mínum tíma fer enn í skákina
en kaupsýsla og stjórnmál
sækja sífellt á,“ segir Kasp-
arov.
Afskrifa
skuldir
RÚSSAR og Pólveijar hafa
undirritað samkomulag um
að afskrifa nær alveg gagn-
kvæmar skuldir ríkjanna frá
því. á kommúnistatímanum.
Alls námu þær 2,5 milljörðum
Bandaríkjadala. Gregorz Ko-
lodko, fjármálaráðherra Pól-
lands, skýrði frá þessu í gær.
Fleiri hlusta á
einkastöðvar
FLEIRI Bretar hlustuðu á
einkareknar útvarpsstöðvar á
síðasta ársfjórðungi ársins
1994 en á ríkisútvarpið BBC.
Alls hlýddu að meðaltali 49%
Breta á einkareknar stöðvar
en 48,6% á einhveija af stöðv-
um BBC. Á sama tíma árið
1993 hlýddu 54,9% á BBC.