Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 20

Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT er komið ritið Man- uscript Material, Corre- spondence, and Graphic Material in the Fiske Ice- landic Collection. A Descrip- tive Catalouge eftir Þórunni Sigurðaróttur, bókmennta- fræðing. Þetta er 48. bindi í ritröðinni Islandica sem gefin er úr af Comell University Press, Ithaca, New York, en ritstjóri hennar er prófessor P.M. Mitchell. í ritið eru skráð handrit, bréfasöfn og myndir íslenska bókasafnsins, Fiskesafnsins, í Comellháskóla. Það gefur vitn- isburð um starf tveggja manna í þágu íslenskrar menningar. Annars vegar fræðimannsins og bókasafnarans Daniels Will- ards Fiskes, sem var upphafs- maður safnsins og hins vegar Halldórs Hermannsonar, sem var fyrsti bókavörður þess og hafði mikil áhrif á hvemig safnið þróaðist. Fiske hóf að safna íslensk- um bókum upp úr miðri nítj- ándu öld. Hann hafði það þó fyrir reglu að kaupa ekki hand- rit o g var á þeirri skoðun að íslensk handrit ættu heima á íslandi þar sem þau hefðu ver- ið skrifuð. Halldór Hermanns- son hélt þeirri stefnu að kaupa ekki handrit frá íslandi. Þau fáu gömlu handrit sem til em í safninu em keypt erlendis. í skránni er þessum handrit- um lýst, einnig myndum af handritum sem gerðar höfðu verið fyrir safnið, handritum Fiskes o g Halldórs, auk nokk- urra fleiri 19. og 20. aldar manna. Ennfremur em skráðar glósur og handskrifaðar at- hugasemdir í prentuðum bók- um og annað óútgefnið efni frá Fiske og Halldórri Hermanns- syni. Skráin er 291 bls. með nafna- og efnisorðalista. Com- ell University Press sér um dreifíngu. Cornell University Press, SageHouse, 512East State Street, P.O. Box 250, Ithaca, New York 14851-0250. • ÚT ER komið hefti með sjö orgellögum. í heftinu er „Már- íuvers“ eftir Páls ísólfssonar og „Siciliano" eftir J.S. Bach sem bæði em í útsetningu Hauks Guðlaugssonar. Þá eru tvö lög í útsetningu F. Liszt, en þau era „Ave vemm corp- us“ eftir W.A. Mozart og „Prelúdía" eftir F. Chopin. Þá em tvö lög útsett af Femando Germani, en það eru „Svanur- inn“ eftir C. Saint-Saéns og „Wiegenlied“, „Vögguljóð Maríu" eftir Max Reger. Einn- ig er „Ave Maria“ sem byggð er yfir prelúdíu eftir J.S. Back, en laglínan yfir prelúdíuna er samin af C. Gounod. í formála sem ritaður er af Hauki Guðlaugssyni er að nokkm rakin þróun pedal- tækni, þ.e. fótspilsins. Er þar stuðst við ritgerð eftir einn síð- asta nemanda sem J.S. Bach kenndi en hann hét Johann Christian Kittel. Vitnað er í formála að sálmasöngbók sem Kittel gaf út árið 1803. Vom þá liðin 55 ár frá því að Kittel var í námi hjá J.S. Bach, en Johann Kittel var þá aðeins 16 ára gamall (1748) er hann hóf nám hjá meistaranum. Máni Sigutjónsson, organleik- ari, þýddi þennan texta úr þýsku. Embætti söngmála- stjóra gefur út. I lok heftisins vitnar útgef- andi með þakklæti til þriggja kennara sinna, þeirra Árna Kristjánssonar, píanóleikara, prófessors Martins Gúnthers Förstemann og Maestro Fem- andos Germani, en á frábærri kennslu þeirra var útgáfan byggð eins og segir í formála. BÓKMENNTIR Mcnningarumræða ÍMYND ÍSLANDS Ritstjórar Elín Bára Magnúsdóttir og Úlfar Bragason. Stofnun Sigurðar Nordals, 1994. Prentun: Steindórs- prent-Gutenberg —119 síður. ÍMYND íslands nefnist ráð- stefna um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis sem haldin var í Norræna húsinu í Reykjavík 30. október 1993 í samvinnu Stofnunar Sigurðar Nordals og Norræna hússins. Stjóm Stofnunar Sigurðar Nor- dals fékk hugmyndina að ráðstefn- unni þegar hún komst að því að 400 ár vom liðin frá því að rit Arngríms lærða, Stutt greinargerð um Island (Breves commentarius de Islandia), kom út. Á þetta drep- ur Svavar Sigmundsson í formála og einnig það að stjóminni þótti tilefni til að ræða hvemig ástatt væri nú um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis. Hvað sem öðm líður, til dæmis að enginn fyrirlestranna getur tal- ist svo gullvægur að hann eigi sérstakt erindi í bók, er hér ýmis- legt rætt sem ástæða er til að huga að. Landsala í jákvæðri merkingu Kristinn Jóhannesson sendi- kennari í Gautaborg kallar sitt innlegg Nýir tímar — ný landsala. Eins og hann segir hefur orðið landsala löngum haft neikvæða merkingu í íslenskri tungu, en með ferðamannaiðnaðinn í huga gæti orðið fengið jákvæðari hljóm, eink- um sé það látið standa fyrir skipu- lagða upplýsingamiðlun um landið meðal annarra þjóða. Kristinn Jóhannesson, Keneva Kunz, Sigurður A. Magnússon og Ný landsala Keneva Sigurður A. Kunz Magnússon fleiri lýsa þeim vandræðagangi sem einkennir íslenska menning- arkynningu erlendis, ekki síst hvað varðar bókmenntir. Það sem þau hafa um þetta að segja er lær- dómsríkt, en líka dapurlegt. Ástæða er til að spyija hvenær ákveðin stefna í þessum efnum verður mótuð svo að viðleitnin komi að veralegu gagni. Lítið sem ekkert gert Kristinn Jóhannesson vill láta ríkið styðja betur við bakið á sendi- kennumm til að auðvelda þeim landkynningarstarfsemi. Hann segir að um langt skeið hafi lítið sem ekkert verið gert og sendi- kennarastöður erlendis séu að langmestu leyti kostaðar af er- lendu fé. Þetta er bagalegt með kynningu íslenskra bókmennta erlendis til dæmis í huga því að Kristinn bendir á að íslenskukenn- arar erlendis séu „stöðugt að ala upp nýja þýðend- ur“ og nefnir meðal þeirra þýðendur samtímabók- mennta eins og Inge Knutsson í Lundi og Kristján Hallberg og Jan Karlsson í Gauta- borg og segir þá sprottna af sinni kennslu. Fróðlegt væri að vita hvort Kristinn Jóhannesson hefur til dæmis alið hinn fyrstnefnda bein- línis upp því að auk þess að hafa þýtt margar íslenskar bækur var hann um árabil bókmenntagagnrýnandi og að því er virtist með mjög mótaðar skoðanir á því hváða ís- lenskir höfundar væm þess virði að vera þýddir og hveija ætti að láta eiga sig. Þetta er vitanlega útúrdúr, en áréttar mikilvægi sendikennara í mótun bókmenntasmekks, hvaða íslenska höfunda beri helst að lesa. íslenska ríkið sem leggur upphæð til bókakaupa fyrir sendikennara (fagurbókmenntir og samfélags- fræði margs háttar að sögn Krist- ins) þarf að gera þær kröfur að bækur spegli það sem er að ger- ast í bókmenntum og helst fleiri en eitt sjónarmið. Einkaframtak Allra síst skal lasta einkafram- tak eins og hjá Sigurði A. Magnús- syni sem þýtt hefur mikinn íjölda íslenskra ljóða og meðal annars gefið út í viðamikilli bók í sam- vinnu við Iowa-háskóla í Banda- ríkjunum: The Postwar Poetry of Iceland. Það er ekki „karlagrobb“ hjá Sigurði að telja upp verk sem hann hefur unnið á erlendum vett- vangi í því skyni að kynna ísland og íslenskar bókmenntir. En vissu- lega kemst margt frásagnarvert ekki á blað í ritinu ímynd íslands sem vert væri þó að lofa. Auðvelt er að taka undir með Kenevu Kunz að „flaustur og fúsk“ á ekki að vera stefna kynn- ingar íslands erlendis. Hún nefnir of mörg slík dæmir* Bókmenntastofa Nokkrir íslenskir bókaútgefend- ur hafa af elju og dugnaði komið „sínum“ höfundum á framfæri erlendis. Þeir senda öðru hveiju frá sér „afrekaskrár" með nöfnum bóka og höfunda. Þetta sannar m.a. að vettvangur er fyrir íslensk- ar bókmenntir erlendis. Orðuð hefur verið sú skoðun í þessum þáttum og víðar að nauð- synlegt sé að Islendingar opni bókmenntastofu eða bókmennta- skrifstofu, eins konar miðstöð kynningar íslenskra bókmennta erlendis. Þetta gera að minnsta kosti Finnar og Norðmenn með góðum árangri. Slík stofa tiyggir meðal annars að verk fleiri höf- unda en þeirra sem eru á vegum vissra forlaga og njóta sambanda þeirra komi til álita og séu með í umræðunni um framlag til bók- mennta. Þeir sem sótt hafa alþjóð- legar bókastefnur vita að þörfín er brýn, einangrun á ekki að ráða í menningarkynningu. Er ekki starfsemi Stofnunar Sigurðar Nordals of takmörkuð til að ráða við þetta? Er ekki verk- svið hennar fyrst og fremst ís- lenskt mál og fombókmenntir? Jóhann Hjálmarsson Steyptir draumar MYNPLIST Gallcrí Sævars Karls MÁLVERK/LÁGMYNDIR KRISTINN MÁR PÁLMA- SON Opið alla virka daga á verslunartíma tQ 2. febrúar. Aðgangur ókeypis Á SÍÐASTA aldarfjórðungi hef- ur verið sótt að málverkinu frá ýmsum hliðum, eins og oft hefur verið bent á. Um tíma töldu menn þennan sígilda miðil með öllu geng- inn sér til húðar, og að hann yrði ekki virkur þáttur lifandi listar öllu lengur. Þetta álit hefur ekki gengið eft- ir, heldur þvert á móti; málverkið hefur öðlast endumýjun lífdaga, og ólíkir listamenn hafa með ýms- um tilraunum með efni, form og yinnslu orðið til gera málverkið enn á ný einn sterkasta miðil myndlist- arinnar. Þetta sést glögglega þeg- ar litið er yfír viðfangsefni þekktra erlendra listtímarita hin síðari ár, en þar er málverkið áberandi vett- vangur margra þeirra listamanna, sem mestrar athygli njóta. Hér á landi dafnar málverkið ágætlega, og yngri listamenn hafa óhræddir nýtt sér þennan miðil á persónulegan hátt, þar sem sér- tækar vinnuaðferðir blómstra. Kristinn Már Pálmason er meðal hinna yngstu í þessum hópi, en hann hefur nýlokið námi við mál- unardeiid Myndlista- og handíða- skóla íslands. í stað þess að mála á striga hefur hann hins vegar kosið að vinna á steypta fleti. Með því fær listamaðurinn möguleika til útfærslu flatanna, þannig að hægt er að tala um lágmyndir ekki síður en málverk, þá hér sé ris flatanna í lágmarki. Hins vegar er lögun þeirra óreglu- leg, og Kristinn Már byggir mjög á mýkt formsins, sem kemur á óvart í þessu efni. í þessum myndum sínum fer listamaður- inn afar vel með litina, sem hann vinnur inn í verkin, og ristir jafn- vel í þau til að dýpka flötinn. Þó að risið frá fletinum sé í fæstum tilvikum mikið (og stundum falið að nokkru) er það mikil- vægur þáttur verk- anna þar sem það kemur fyrir, t.d. í „Áhorf (nr. 2) og „Viðhorf (nr. 5), en þessar tvær myndir tengjast frá andstæðum veggjum og skapa ákveðinn ás sem sýningin hverfist um. í þessum verkum má segja að sé tekin annars vegar gáska- full afstaða, en hins vegar að ríki hlutleysi deyfðarinnar. Hið síðarnefnda tengist tveim myndum, sem era í formi sjón- varpsskjáa en bera fremur með sér drunga áhorfandans en einhveija þá lífsfyllingu, sem „hið bláa ljós MARÍA Másdóttir sýnir olíupastel- myndir unnar á pappír í Baðhús- inu, Ármúla 30. María útskrifaðist með BFA- gráðu frá Rockford College í Bandaríkjunum 1986. Hún hefur tekið þátt í fjórum samsýningum kann að bera inn í heim áhorfandans; tit- ill eins og „Harmleik- ur (nr. 4) vísar vissu- lega ekki til annars. í nokkram verk- anna hér hefur lista- maðurinn verið að fást við fjarvíddina, og beitir m.a. í því skyni reitaskiptingu í lands- lagi, sem Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur unnið mikið með. Hér er úrvinnsla Kristins Más ef til vill ekki nægilega markviss, þó draumkenndur svipur sé vissulega á verkun- um, en í sýningarskrá segir að verkin séu „gerð úr steypu, blönd- uðu rými, litum, draumum o.fl. Þegar litið er yfir þetta vinalega sýningariými í heild sinni er niður- staðan sú að hér er á ferðinni góð fyrsta sýning ungs listamanns, sem hefur náð ágætum tökum á vinnuaðferðum, sem hann á vænt- anlega eftir að þróa til meiri af- reka í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson í Bandaríkjunum, þremur hérlend- is og er þetta hennar þriðja einka- sýning hér á landi. María er með vinnustofu í Borgartúni 19, sem heitir Stúdíó Höfði og er vinnustof- an opin á mánudagskvöldum milli kl. 20 og 23. Kristinn Már Pálmason María Másdóttir sýnir í Baðhúsinu Kaffileikhúsið Tvær opnar sýningar „ÞÁ MUN enginn skuggi vera til“ er leikþáttur um sifjaspell og afleið- ingar þess eftir Björgu Gísladótt- ur og Kol- brúnu Ernu Pét- ursdóttur. Verkið er einleikur konu og leikur Kolbrún hlutverk henn- ar, en leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Yfir 50 sýningar Leikþátturinn hefur verið sýndur yfir 50 sinnum víða um land frá því síðastliðið haust. Verkið hefur aðallega verið sýnt á vinnustöðum og hjá félagasamtökum. Alls hafa á milli 3 og 4 þúsund manns séð leikþáttinn, en engu að síður hefur áhugi á verkinu ekki dofnað, segir í kynningu frá Kaffileikhúsinu. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvær opnar sýn- ingar i Kaffileikhúsinu, fimmtudagana 2. og 9. febr- úar. Sýningarnar hefjast kl. 21 en húsið verður opnað kl. 19 og er boðið upp á kvöldverð fyrir og eftir sýningu. Kolbrún Ema Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.