Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum
Sóknarstjóm vemdar
fiskistofnana - „afla-
hámark44 verkar öfugt
Einar K. Einar Oddur
Guðfinnsson Kristjánsson
Ólafur Guðjón Arnar
Hannibalsson Kristjánsson
ÞAÐ KOM okkur ekki á
óvart að tiliögur okkar um
nýja stefnu í fiskveiðistjórnun
Islendinga yllu Ijaðrafoki, svo
sterkir hagsmunir sem hljóta
að snúast til vamar núver-
andi kvótakerfi. Hins vegar
fögnum við því að megin-
þungi þeirrar gagnrýni sem
fram hefur komið frá fyrrver-
andi og núverandi sjávarút-
vegsráðherrum jafnt sem
hagsmunaáðilum í LÍÚ, skuli
beinast að því að ekki er get-
ið um „aflahámark" í greinar-
gerð okkar. Þeir hafa haft
mörg orð um það að hér
væra á ferðinni ábyrgðarlaus-
ir menn, sem hyggðust hafa
ráð vísindamanna að engu og
stefna flotanum óbeisluðum á
varnarlausan fiskinn í sjón-
um. Þess yrði ekki langt að
bíða að hann hyrfi að fullu
og öllu ef slíkt stjórnleysi
kæmist á. Sá sem les slíkt
út úr greinargerð okkar, hlýt-
ur að lesa með sama hugarf-
ari og skrattinn er sagður
lesa biblíuna. Það er rétt að
í tillögum okkar er ekki rætt
beinum orðum um „aflahá-
mark“. Hins vegar má hverj-
um lesanda vera ljðst að við
stefnum ekki að stjómlausri
sókn. Þungamiðja tillagna
okkar er sóknarstýring og sérstak-
ir kaflar í greinargerðinni era helg-
aðir eftirlitskerfi og eflingu vís-
indastarfs. Það væri marklaust að
fjalla um þessi atriði í tillögunum
ef afnema ætti þær skorður sem
núverandi kerfi hefur reynt að
reisa við ofveiði úr einstökum fiski-
stofnum, án þess að nokkuð komi
í staðinn. Þvert á móti er ætlun
okkar að stýrikerfíð allt byggi á
traustari granni vísindanna, þar
sem í okkar kerfi verður ekki inn-
byggð freistingin til að fleygja
fiski, landa framhjá vigt og falsa
tölur, sem alþekkt er að er einn
megingalli á kvótakerfmu. Þetta
er ekki séríslenskt vandamál. Talið
er að í veröldinni hafi á síðasta
ári verið fleygt 27 milljónum tonna
af fiski, mest vegna þess að það
var bannað að koma með fískinn
að landi í stýrikerfum þar sem ein-
mitt „aflahámarki" er beitt.
Að sjálfsögðu verður að vernda
fiskistofnana. Við teljum að í sam-
Að sjálfsögðu verður
að vemda fiskistofn-
ana. Við teljum að í
samráði við vísinda-
menn skuli á hverjum
tíma ákvarðað hversu
mikla veiði hver tegund
á fiskislóðinni sé talin
þola og sókn á tímabil-
inu skuli ákveðin í sam-
ræmi við það.
ráði við vísindamenn skuli á hverj-
um tíma ákvarðað hversu mikla
veiði hver tegund á fiskislóðinni
sé talin þola og sókn á tímabilinu
skuli ákveðin í samræmi við
það. Sjálfvirkt eftirlit með
skipum um gervihnetti gerir
slíka sóknarstjórn einfalda í
framkvæmd. Meginstefið í til-
lögum okkar er að fækka
skipum í flotanum og minnka
sóknarmáttinn hratt. Þetta
stendur svart á hvítu í plagg-
inu sjálfu fyrir þá sem ekki
kjósa að lesa það gegnum
gleraugu skrattans: „Sóknar-
máttur flotans verði í sem
bestu samræmi við afkasta-
getu fiskistofnanna." í því
verður langtímalausn og hin
varanlega vernd fiskistofn-
anna aðaliega fólgin. Allt
annað er reist á þessum
grunni.
Gagnrýnendur okkar hafa
látið sér sæma að gera lítið
úr tillögum okkar vegna þess
að orðið „aflahámark“ kemur
ekki fyrir í greinargerðinni.
Það er rétt, enda forðuðumst
við orðið með vilja og höfum
rökstutt það hér að ofan. Þeir
gera þetta hins vegar gegn
betri vitund, því að greinar-
gerðin ber það glögglega með
sér að verndun fiskistofnanna
er meginmarkmið tillagna
okkar rétt eins og yfirlýst
markmið núverandi kerfís.
Munurinn - og hann skiptir
sköpum - er sá að í núverandi
kerfi hafa fiskistofnamir minnkað
en flotinn stækkað - hvað sem líð-
ur góðum vilja og frómum óskum
Halldórs Asgrímssonar, Þorsteins
Pálssonar og Kristjáns Ragnars-
sonar.
Sé þessum gagnrýnendum al-
vara og beri ekki annað á milli en
áhyggjur manna af því að ekki sé
kveðið á um „hámarksafla" i sam-
ræmi við vísindalega ráðgjöf er það
bara deila um orð en ekki inni-
hald. Þá ættu hinar stríðandi fylk-
ingar að geta sest niður á morgun
og unnið að sáttum um tilhögun
nýrrar fiskveiðistjórnar. Við eram
tilbúnir til þess samstarfs, enda
er hér ekki um einkamál, sérvisku
eða sérhagsmuni Vestfirðinga að
ræða. Hér er einfaldlega þjóðar-
hagur að veði.
Einar K. Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Ólafur Hannibalsson
Guðjón Arnar Kristjánsson
R-listaflokk-
arnir auka ál ög-
ur á borgarbúa
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1995 kemur
til seinni umræðu í borgarstjórn
fimmtudaginn 2. febrúar. Sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn taka af
festu og ábyrgð á Ijármálum borg-
arinnar og leggja fram sína eigin
ijárhagsáætlun. Hugmyndir sjálf-
stæðismanna fyrir fjárhágsár
Reykjavíkur 1995 gera ráð fyrir
að borgin rifí seglin í
rekstri og fram-
kvæmdum og eftir sér-
stakt átak undanfarin
3 ár vegna erfiðs at-
vinnuástands verði
dregið saman að nýju.
Fyrirtæki í borginni
eru að rétta úr kútnum
og tækifæri er til að
þau taki nú við í upp-
byggingu og getur
borgin því látið fram-
lÖg til rekstrar og
framkvæmda vera inn-
an eðlilegra marka að
nýju. Þessi stefna er í
fullu samræmi við yfir-
lýsingar sjálfstæðismanna undan-
farin ár.
Öndvert við hugmyndir R-lista-
flokkanna byggir stefna sjálfstæð-
ismanna á því að skattar á borg-
arbúa verði ekki hækkaðir. Sjálf-
stæðismenn leggja fram markviss-
ar og raunhæfar tillögur um sam-
drátt í ákveðnum málaflokkum en
í þeim efnum bjóða R-listaflokkarn-
ir einkum upp á úrræðaleysi. Borg-
arráð hefur á undanförnum vikum
farið yfir öll rekstrarútgjöld borg-
arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar.
Á þeim fundum hafa engar raun-
hæfar tillögur komið frá fulltrúum
R-listaflokkanna um slíkan niður-
skurð rekstrarútgjalda. Þess í stað
koma R-listaflokkarnir á elleftu
stundu og vilja skipa nefnd með
sjálfstæðismönnum sem á að koma
með tillögur um 260 milljóna króna
sparnað. Þessi vinnubrögð bera
vott um úrræðaleysi núverandi
valdhafa og óvandaðan undirbún-
ing þeirra við gerð fjárhagsáætlun-
ar, en núverandi meirihluti hefur
haft nægan tíma til að henda reið-
ur á Ijármál borgarinnar.
Sjálfstæðismenn leggja fram til-
lögur um lækkun rekstrargjalda í
Ijölmörgum málaflokkum en aukn-
ingu þeirra í skóla-, öldrunar- og
dagvistarmálum. Jafnframt er gert
ráð fyrir áframhaldandi uppbygg-
ingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða
í stað stöðnunar eins og fjárhagstil-
lögur R-listaflokkanna sýna. Allt
þetta er unnt að framkvæma án
skattahækkana R-listans.
En lítum á helstu tillögur
R-listaflokkanna fyrir
fjárhagsár Reykjavíkur-
borgar 1995:
★ R-listaflokkarnir svíkja strax á
fyrsta ári fjálgleg kosningaloforð
um að hækka ekki skatta. Þeir
hafa lagt 26% skatt á
borgarbúa undir dul-
nefninu „holræsa-
gjald“. Þessi nýi skatt-
ur gefur 550-600 millj-
ónir króna í borgar-
sjóð, en einungis 399
milljónir eru ætlaðar í
nýframkvæmdir við
aðalholræsi borgarinn-
ar. 150-200 milljónum
króna er dælt eitthvert
annað. Athygli vekur
að þessa er ekki getið
í greinargerð með
frumvarpi að fjár-
hagsáætlun.
★ R-listaflokkamir
skera atvinnuskapandi aðgerðir
verulega niður, eða um rúman hálf-
an milljarð. Hástemmdar yfirlýsing-
ar þeirra fyrir síðustu kosningar um
stórátak í atvinnumálum og fjölgun
atvinnutækifæra vora orðin tóm.
★ Rekstrarframlög til Vinnuskól-
ans eru skorin niður um 74 milljón-
ir króna. Þessar aðgerðir skerða
tekjur fjölskyldna með börn og
unglinga á framfæri þvert á þá
stefnuyfirlýsingu R-listaflokkanna
að búa vel að barnafólki og leggja
sitt af mörkum til að skapa öryggi
og góðar ytri aðstæður í daglegu
lífi fjölskyldnanna.
★ Byggingaáætlun R-listans í
skólamálum gerir ráð fyrir að
byggingar, sem nú er verið að
ákveða að reisa, verði fullbúnar í
ágúst. Þessi framgangsmáti mun
óhjákvæmilega þýða meiri kostnað
vegna yfirvinnu tiltölulega fárra
manna og ófullkomið húsnæði þeg-
ar skólastarf á að hefjast. Þetta
vinnulag er í algjörri andstöðu við
ábendingar samtaka iðnaðarmanna
sem komið var á framfæri við borg-
aryfirvöld s.l. sumar varðandi
lausnir í atvinnumálum.
★ R-listinn gerir ráð fyrir sérstök-
um nýjum skatti á fyrirtæki, svo
kölluðu heilbrigðiseftirlitsgjaldi,
sem upphaflega skyldi nema 30
milljónum króna og leggjast á
margvíslegan rekstur, smáan sem
stóran. Búast má við gjaldtöku á
miðju ári 1995.
Árni Sigfússon
Kjördæmamál og reiknikúnstir
í GREIN í Morgunblaðinu 15.
janúar sl. undir nafninu „Hvað er
til ráða í kjördæmamálum?" rakti
ég nokkrar hugmyndir sem verið
hafa í umræðunni um breytta skip-
an kjördæmamála til þess að
minnka misvægi atkvæða. Meðal
annars minntist ég á hugmynd sem
Björn Bjarnason hefur kynnt og
fjallar um að fjölga kjördæmum
úr 8 í 11; hvert kjördæmi kjósi 3
þingmenn og uppbótarþingsæti séu
20, þannig að þingmenn verði alls
53. í Morgunblaðinu 24. janúar
svarar Björn grein minni og telur
mig fara með rangfærslur í út-
reikningum mínum á þessari hug-
mynd. Eg reikni út of marga þing-
menn hjá Reykjavíkur- og Reykja-
nesskjördæmum; misvægi atkvæða
sé mest 1:1,8 en ekki 1:2,1 eins
og útreikningar mínir sýni, og að
ég geri of mikið úr þingmanna-
fjölda Sjálfstæðis-
flokksins þegar ég telji
að hann hefði fengið
26 þingmenn í kosn-
ingunum 1991; 22
þingmenn séu nær
sanni.
Ég hef af þessu til-
efni farið yfir útreikn-
inga mína og sann-
reynt að þeir eru réttir
miðað við þá forsendu
sem ég tók skilmerki-
lega fram í grein
minni. Hún er sú, að
hinum 20 uppbótar-
þingsætum sé skipt
með svokallaðri
d’Hondts reglu eftir
atkvæðafjölda á bak við frambjóð-
endur af öllu landinu. Þessi útreikn-
ingsaðferð varð fyrir valinu vegna
þess að hún liggur beint við, er í
senn einföld og stærð-
fræðilega viðurkennd,
og er notuð við úthlut-
un jöfnunarsæta í hug-
mynd Páls Pétursson-
ar sem einnig var rædd
í grein minni og notuð
í samanburði. Til frek-
ara öryggis reiknaði
ég dæmið nú einnig
með svonefndri Sa-
inte-Legúe reglu og
fékk sömu niðurstöðu
hvað varðar úthlutun
milli kjördæma, en
jafnvel meira misvægi
milli flokka en með
d’Hondt.
Ég hef hlustað á
Bjöm Bjarnason kynna hugmynd-
ina um 11 kjördæmi opinberlega
(á fundi hjá Félagi frjálslyndra
jafnaðarmanna um kjördæmamál)
en þá fylgdu hvorki dæmi né nán-
ari upplýsingar um hvernig úthlut-
un jöfnunarþingsætanna ætti að
fara fram. Þessar upplýsingar var
heldur ekki að finna í ítarlegum
gögnum sem lágu fyrir undirbún-
ingsnefnd stjómarflokkanna um
kjördæmamálið, sem ég átti sæti
í. Því miður bætir grein Björns enn
ekki úr skák, og eru áhugasamir
lesendur, þar á meðal ég sjálfur,
jafnnær um það hvernig Björn og
reiknimeistarinn Jón Ragnar Stef-
ánsson hyggjast úthluta þessum
margnefndu sætum. Þó virðist
mega álykta að nokkuð flóknar
reiknireglur séu þar á ferð.
Sá mismunur sem kemur fram
hjá okkur Birni er því hvorki sprott-
inn af vanþekkingu minni né vísvit-
andi rangfærslum, eins og Björn
leiðir getum að í grein sinni, heldur
vegna þess að mismunandi forsend-
Vilhjálmur
Þorsteinsson
Útreikningar mínir eru
réttir, segir Vilhjálmur
Þorsteinsson, miðað
við þær forsendur sem
skilmerkilega voru tí-
undaðar í greininni.
ur hljóta að liggja að baki, sem
aftur stafar af skorti á greinargóð-
um upplýsingum frá talsmönnum
hugmyndarinnar. Forsendur mínar
eru valdar beint af augum og af
hlutleysi, enda hef ég engan áhuga
á öðru en að láta hugmynd Björns
í útfærslu Jóns Ragnars njóta sann-
mælis. í því sambandi vil ég taka
fram að drögum að grein minni var
dreift í núverandi þingflokkanefnd
um kjördæmamálið nokkrum vik-
um áður en hún birtist í Morgun-
blaðinu, og bárast engar athuga-
semdir við hana, hvorki frá fulltrú-