Morgunblaðið - 31.01.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 25
AÐSEIMDAR GREIIMAR
★ Eitt af kosningaloforðum R-
iistaflokkanna var að framkvæmd-
um við hjúkrunarheimili í Suður-
Mjódd „yrði hraðað“. Á þessu fjár-
hagsári hyggjast þeir leggja aðeins
20 milljónir króna til þeirra fram-
kvæmda, sem tefur þær verulega
frá því sem fyrirhugað var.
Eins og þessi upptalning gefur
til kynna boðar R-listinn auknar
álögur á borgarbúa og minni fram-
lög til atvinnumála, þvert á stefnu-
yfirlýsingar sínar fyrir síðustu
kosningar. Það er augljóst að þess-
ar aðgerðir boða afturhvarf til
þeirrar fortíðar er vinstri flokkarn-
ir sátu við stjórnvölinn í borginni
á árunum 1978-82 en þá hækkuðu
gjöld á borgarbúa svo um munaði,
sbr. fasteignagjöld og útsvar.
i f!
Framlög Reykjavíkurborgar
sjálfstæðismanna
1993 og 1994 og
;ta flokkanna 1995
til átaksverkefna
í atvinnumálum
600
500
400
300
200
100
0
1992 1993 1994 1995
um 430 milljónir króna í sérstök
átaksverkefni og að auki 239 millj-
ónir króna í Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð. Samtals 669 milljónir
króna. Þessi framlög hafa alltaf
verið talin innan rekstrarliða eins
og vera ber. R-listaflokkarnir hafa
hneykslast á því að rekstrarkostn-
aður borgarinnar væri orðinn jafn-
hár skatttekjum og því væri ekkert
eftir til framkvæmda. í orði hafa
þeir neitað að viðurkenna þessi
sérstöku aukaframlög sem tíma-
bundinn útgjaldaauka. Nú viður-
kennir R-listihn hve þessi málfiutn-
ingur hefur verið óvandaður, með
því að leggja fram 150 milljónir
króna til slíkra verkefna og afnema
519 milljónir króna í rekstrarút-
gjöldum með einu pennastriki.
Úrræðaleysi R-listaflokkanna
Það má hveijum manni ljóst vera,
að það fólk sem í vor kaus R-listann
hefur keypt köttinn í sekknum.
Vinstri menn hafa ekkert lært af
reynslunni. Þegar þeir loks komast
til valda hafa þeir ekki hugmynd
um hvað gera skal, fjárhagsáætlun
þeirra er hvorki fugl né fiskur. Á
síðustu stundu koma þeir og biðja
sjálfstæðismenn að hjálpa sér við
niðurskurð. Það eina sem þeir koma
sér saman um af eigin rammleik
er að hækka skatta borgarbúa og
skera framlög til atvinnumála niður
um hálfan milljarð.
Höfundur er borgarfulltrúi og
fyrrverandi borgarstjóri.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
Það eina sem R-lista-
flokkarnir koma sér
saman um af eigin
rammleik, segir Arni
Sigfússon, er að hækka
skatta borgarbúa og
skera framlög til at-
vinnumála niður um
hálfan milljarð.
Raunhæfar tillögur
sjálfstæðismanna
Öfugt við R-listaflokkana vilja
sjálfstæðismenn standa við sín
kosningaloforð í þeirra hugmynd-
um. I dagvistarmálum hugðust
sjálfstæðismenn opna 12 deildir og
er gert ráð fyrir rekstrarkostnaði
við þær, auk framlags í þróunarsjóð
leikskólakennara og framlaga til
eflingar dagmæðrakerfis fyrir
yngstu börnin. Sjálfstæðismenn
leggja til 90 milljóna króna hærri
framlög til skólastarfs á þessu ári
en R-listinn gerir ráð fyrir. Þar
skiptir mestu að áfram verði haldið
öflugu skólastarfi með auknum
rannsóknar- og þróunarverkefnum,
samskiptaverkefnum, tölvuvæð-
ingu og nettengingu innanlands
sem utan, nýsköpunarkennslu,
þjónustu heilsdagsskóla og öflugu
starfi Vinnuskólans fyrir unglinga
á vorin og sumrin. Uppbyggingu
hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd
verður haldið áfram, en tillaga
sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir
85 milljóna króna framlagi til upp-
byggingar hjúkrunarheimilisins
sem miðast við að hægt verði að
taka það í notkun fyrrihluta árs
1997.
Sérstakt atvinnuátak
Vert er að vekja athygli á að á
síðasta ári lagði Reykjavíkurborg
um Sjálfstæðisflokksins í nefndinni
né öðrum.
Það hlýtur að vera umhugsunar-
efni fyrir stærsta flokk þjóðarinnar
að hugmyndir hans í þessum mikil-
væga málaflokki séu jafn illa og
óljóst kynntar og raun ber vitni,
að því er virðist bæði innan flokks
og utan.
Tilgangur greinar minnar var
að bera saman ýmsar þær leiðir
sem ræddar hafa verið í kjördæma-
málum, sérstaklega með tilliti til
misvægis atkvæða. Lesendur munu
áreiðanlega vera sammála mér í
því, að það hvort misvægi atkvæða
í 11 kjördæmum er mest 1:1,8 eða
1:2,1 er bitamunur en ekki fjár.
Eftir stendur að til þess að ná al-
gjörri og varanlegri jöfnun þeirra
mannréttinda sem atkvæði kjós-
enda eru í lýðræðisþjóðfélagi, er
aðeins ein leið: að gera landið að
einu kjördæmi.
Höfundur er kerfisfræðingur og
ritari Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna.
SAFIR
Frá 588.000,- kr.
148.000,- kr. út og
14.799,- kr.
í 36 mánuði.
Frá 677.000,- kr.
169.250,- kr. út og
17.281,- kr.
í 36 mánuði.
SAMARA
677
Frá 624.000,- kr.
156.000,- kr. út og
15.720,- kr.
í 36 mánuði.
SPORT
624
Frá 949.000,- kr.
237.250,- kr.útog
24.101,- kr.
í 36 mánuði.
949
Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum
ýmsa aðra greiðslumöguleika.
Tekið hetur verið tillit til vaxta í útreikningi á
mánaðargreiðslum.
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36