Morgunblaðið - 31.01.1995, Síða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRÖFUR TIL
FJÖLMIÐLA
KRÖFUR um vönduð vinnubrögð fjölmiðla og áreiðan-
leik hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu.
Ljóst er, að kröfur þær, sem gerðar eru til fjölmiðla á
öllum sviðum, færast í vöxt og er það vel. Það er óum-
deilt, að áhrif fjölmiðla í nútímaþjóðfélagi eru mikil, og
ábyrgð þeirra að sama skapi.
í Morgunblaðinu í fyrradag var nokkuð ítarleg umfjöll-
un um það hlutverk, sem fjölmiðlar landsins höfðu að
gegna við fréttaflutning af náttúruhamförunum í Súðavík
og hvernig fjölmiðlar hefðu valdið því hlutverki sínu. í
megindráttum má lesa það út úr umsögnum þeirra sem
við var rætt, að fjölmiðlar hafi almennt skilað sínu hlut-
verki á þann veg, áð viðunandi teljist, eða jafnvel að þeir
hafi staðið sig mjög vel í þessu viðkvæma og vandasama
verki, þótt dæmi séu um annað.
Starfsregla sérhvers blaða- og fréttamanns, sem hefur
það hlutverk með höndum, að flytja þjóðinni fréttir af
jafn válegum atburðum og áttu sér stað í Súðavík, hlýtur
ávallt að vera sú, að hafa aðgát í nærveru sálar.
Fjölmiðlar, sem í umfjöllun sinni beina spjótum sínum
að stjórnmálamönnum og embættismönnum, gagnrýna
embættisfærslur þeirra, starfshætti og saka þá jafnvel
um spillingu, verða að vera viðbúnir því, að þeir og störf
þeirra séu með sama hætti undir smásjá almennings í
landinu. Gagnrýni Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráð-
herra, á fjölmiðla og starfsmenn þeirra kemur því ekki á
óvart. Fjölmiðlar eiga, á alla lund, að þola jafngagnrýna
umfjöllun og þeir beina að ráðamönnum þjóðfélagsins.
Því má búast við meiri kröfuhörku á hendur fjölmiðlum
um vinnubrögð og starfshætti. í nálægum löndum eru
nýleg dæmi um að stjórnendur og starfsmenn fjölmiðla,
sem hafa orðið uppvísir að óviðunandi vinnubrögðum,
hafi orðið að láta af störfum. Eftir því sem fjölmiðlar
veita umhverfi sínu meira aðhald má búast við að almenn-
ingur veiti fjölmiðlum og starfsmönnum þeirra sterkara
aðhald á móti. Og þannig á það að vera.
VERK JÓNS LEIFS
ROBERT von Bahr, eigandi BlS-tónlistarútgáfunnar í
Svíþjóð, hefur í hyggju útgáfu á allri tónlist Jóns
Leifs. Þetta eru gleðileg tíðindi fyrir tónlistarunnendur,
því törvelt hefur verið að nálgast verk Jóns og mörg þeirra
hafa alls ekki verið gefin út á plötum, böndum eða disk-
um. Sérstakur fengur er að heildarútgáfunni fyrir ís-
lenzkt tónlistarlíf og ekki sízt vegna þess, að Bahr hyggst
ganga til samstarfs við íslenzka tónlistarmenn við útgáf-
una.
Tónlist Jóns Leifs lá að miklu leyti í þagnargildi hér á
landi áratugum saman, en síðari árin hefur orðið eins
konar vakning meðal margra íslenzkra tónlistarunnenda
og áhugi stóreflst á verkum hans. Sænski tónlistargagn-
rýnandinn Carl-Gunnar Áhlén á þar mestan hlut að máli.
Einnig má nefna áhugann, sem blossaði upp í kjölfar frum-
flutnings Sinfóníuhljómsveitar æskunnar á „Baldri“ vorið
1991 undir stjórn Pauls Zukofskys.
Á síðasta ári komu út tveir geisladiskar með tónlist
eftir Jón Leifs hjá BlS-útgáfunni, píanótónlist með leik
Arnar Magnússonar og strengjakvartettar leiknir af
sænska kvartettinum Yggdrasill. Báðir hlutu frábærar
móttökur gagnrýnenda og reyndar hefur einn þeirra, Carl-
Gunnar Áhlén, tónlistargagnrýnandi Svenska Dagbladet,
haldið tónlist Jón Leifs fast að Robert von Bahr.
Robert von Bahr segir m.a.: „Jón er mjög sérstakt tón-
skáld og það er í raun ekki hægt að líkja honum við neitt
tónskáld annað; tónlistarheimur hans var einstakur."
Áhlén segir aftur á móti, að Jón Leifs standi fyllilega
jafnfætis Sibelius og Bela Bartok. Bahr segir, að byijað
verði á Sögusinfóníunni og Eddu í heildarútgáfunni. Hann
hyggst leita samstarfs við Sinfóníuhljómsveit Islands og
íslenzka tónlistarmenn um flutninginn.
Áhugi Bahrs, Áhléns og Zukofskys á verkum Jóns Leifs
er mikil hvatning fyrir íslenzkt tónlistarfólk og mikilvæg-
ur fyrir land og þjóð. Þess vegna eiga íslenzk stjórnvöld
g.ð greiða götu hins sænska útgefanda eftir því sem í
þeirra valdi stendur.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um tillögur
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum í sjávarútvegsmálum
Hafa heldur aukið ósætti
manna innan flokksins
Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra segir
að tillögur frambjóðenda
SjálfstæðisflokksinS á
Vestfjörðum um breytta
fiskveiðistjórn hafi held-
ur aukið á ósætti manna
innan Sjálfstæðisflokks-
ins fremur en hitt. í við-
tali við Ómar Friðriks-
son gagnrýnir Þorsteinn
tillögugerð Vestfirðing-
anna harðlega.
ORSTEINN Pálsson segir að
markmiðin með fiskveiði-
stjórnun skipti höfuðmáli.
„Eg er þeirrar skoðunar að
það séu þijú höfuðmarkmið sem menn
þurfa að hafa að leiðarljósi. Í fyrsta
lagi verndun og uppbyggingu fiski-
stofnanna, í öðru lagi sem mesta hag-
kvæmni í veiðum og vinnslu og í þriðja
lagi sem mest athafnafrelsi atvinnu-
greinarinnar, innan þeirra takmarka
sem takmörkuð auðlind setur,“ segir
Þorsteinn.
Þorskstofninn myndi hrynja
„Ef menn ná saman um megin-
markmiðin þá má alltaf ræða um
hvaða verkfæri á að nota til þess að
ná þeim. Það sem mér finnst helst
ámælisvert við þessar hugmyndir, sem
Vestfirðingarnir hafa sett fram, er að
það er ekki eitt orð um að byggja eigi
á vísindalegri ráðgjöf. Það er sagt að
tillögurnar séu.fullútfærðar en það er
ekki eitt orð um að það eigi að byggja
á vísindalegri ráðgjöf og heildarafla-
marki. Af sjálfu leiðir að ef ætti að
framkvæma tillögurnar þannig myndi
þorskstofninn hrynja á örskömmum
tíma. Nú heyri ég í samtölum sem
flutningsmenn tillögunnar hafa átt
eftir að þessi gagnrýni kemur fram,
að þeir eru byijaðir að draga í land.
Þó þannig að þeir vilja ekki byggja á
vísindalegri ráðgjöf heldur setja heild-
arafiamark, sem er fyrst og fremst
ákveðið að ósk skipstjórnarmanna og
sjómanna. í því sambandi minni ég á
að þetta eru þeir menn sem jafnan
hafa gagnrýnt að byggt sé á tillögum
fiskifræðinga. Þeir hafa alltaf talið að
það hafí verið farið of nærri þeirra
tillögum, þó að reynslan sýni
að við höftim farið að meðal-
tali 30% fram úr tillögum
þeirra í þorskveiðunum. Það
er því augijóst að markmið
þeirra eru allt önnur en
vemdun á vísindalegum grundvelli.
Þeir hljóta þá líka að sníða sér stjóm-
tæki í samræmi við það,“ segir Þor-
steinn.
Eðlilegt að bera saman
núverandi kerfi og sóknarmark
Hann segir að menn geti rætt um
ýmsar hugmyndir um stjórnkerfí í
fískveiðum ef Jieir séu sammála um
markmiðin en Islendingar hafí nokkra
reynslu af sóknarmarkskerfi. „Við
bjuggum við sóknarmark á meðan
skrapdagakerfið var við lýði en við
gáfumst upp á því. Fram til 1990
bjuggum við við tvöfalt kerfi aflakvóta
og sóknarmarks og menn gáfust upp
á sóknarmarkinu. Við höfum því allm-
ikla reynslu af þessu og hún var ekki
góð. í endurskoðun fiskveiðistefnunn-
ar gerði tvíhöfðanefndin samanburð á
ólíkum fiskveiðistjórnunarkerfum og
komst að þeirri niðurstöðu
að sóknarmarkið væri
óhagstætt, óhagkvæmfr og
hefði hvergi reynst vel.
Þrátt fyrir bæði reynslu
og skoðanir af þessu tagi,
þá finnst mér mjög eðlilegt
að menn geri enn á ný
samanburðarathuganir á
faglegum grundvelli á nú-
verandi kerfi og sóknar-
markskerfi. Ég hef ekki á
móti því en bendi á að við
höfum þessar athuganir
og reynslu að baki,“ segir
Þorsteinn.
Hann segir jafnframt
að hér séu á ferðinni gaml-
ar tillögur og bendir á að þrír þing-
menn hafi flutt frumvarp um samskon-
ar tillögur á Alþingi veturinn 1988-
1989. „Þeirra tillögur voru að því leyti
miklu ábyrgari en þessar að þar var
gert ráð fyrir heildaraflamarki," segir
Þorsteinn.
Leysa ekki hugmynda-
fræðilega vandann
„í sóknarmarkskerfí, þar sem byggt
er á fiskverndun en ekki aðeins stjórn-
lausum veiðum, magnast mjög átök á
milli byggða. Það má segja að sóknar-
markskerfið sé byggð gegn byggð, því
sóknarkapphlaupið er í því fólgið að
ná í fisk svo að næsta byggð við hlið-
ina eða pláss á öðru landshorni nái
ekki í þann hlut. Hins vegar deilir
aflahlutdeildarkerfið aflanum fyrir-
fram niður á skipin, þannig að menn
eru ekki að klóra augun hver úr öðrum
í veiðiskapnum. Þetta er mikill ágalli
við sóknarmark,“ segir Þorsteinn.
Þorsteinn segir ljóst að
tillögumar um sóknarstýr-
ingu byggist á einkaeign
útvegsmanna á veiðiréttin-
um. „Það var mjög ræki-
lega útskýrt af hálfu flutn-
ingsmanna á fundi sjávarútvegsnefnd-
ar Sjálfstæðisflokksins að svo væri í
þessu tilviki. Þessar deilur leysa því
ekki þann hugmyndafræðilega vanda
sem hefur verið uppi. Ég hefði viljað
sjá menn koma með einhveijar lausnir
á þeim vanda ef menn væru að koma
með tillögur á annað borð,“ segir Þor-
steinn.
Að hans mati leysir fískveiðikerfi á
borð við þetta á engan hátt þann vanda
sem uppi er þegar fiski er hent. „Á
það er að líta að ljótustu sögurnar sem
við höfum fengið um að fiski er hent
hafa komið af veiðum á Reykjanes-
hrygg og í Smugunni en þar ríkir
engin stjórnun. I þessu kerfi, sem
þarna er verið að leggja til, er líka
Ijóst að menn munu keppast við að
veiða verðmætustu tegundirnar fyrst
og .þegar menn væru komnir upp í
þakið á verðmætustu tegundunum, þá
f æru menn að snúa sér
að öðrum en það fer
ekkert hjá því að menn
halda áfram að fá
þorsk, þótt þeir séu
komnir upp í þakið á
þorskinum tiltölulega
snemma á fiskveiðiár-
inu. Freistingamar til
að henda fiski eru al-
veg jafn miklar eins
og í núverandi kerfi
og þetta felur ekki í
sér neina lausn að því
leyti,“ segir hann.
Þorsteinn telur
einnig að í tillögunum
Vestfirðinganna felist
of mikil ofstjórn af hálfu ríkisins.
„Mín skoðun er sú að það eigi að reyna
að hafa fiskveiðistjórnunarkerfíð sem
fijálslegast fyrir atvinnugreinina en
þarna er gert ráð fyrir opinberri fjár-
festingarstefnu. Hún mun meðal ann-
ars koma fram í því, samkvæmt þess-
um tillögum, að eiganda 300 tonna
skips, sem þarf að endurnýja það,
verður gert það ókleift nema hann
minnki skipið niður í 100 lestir. Menn
sjá í hvaða vanda byggðarlög myndu
lenda sem byggja afkomu sína kannski
á einu skipi, sem komið er að endurnýj-
un á. Menn sjá í hvaða vanda menn
lenda þegar taka þarf á tækninýjung-
um og umbótum í gerð skipanna.
Opinber fjárfestingarstjóm af þessu
tagi hefur aldrei gefist vel og þetta
væri að mínu viti skref til gömlu hafta-
áranna. Það er líka ljóst að það yrði
að byggja í mjög vemlegum mæli á
banndögum, þar sem skrifborðskarlar
í sjávarútvegsráðuneytinu væru fyrir-
fram að segja til um hvenær
menn mættu róa og hvenær
ekki. Það yrði ekki fijáls
ákvörðun útvegsmanna og
sjómanria eins og nú er.
Þetta tel ég að sé opinber
ofstjórn sem eigi ekki við í íslenskum
sjávarútvegi," segir hann.
Erfitt að samræma veiðar,
vitinslu og markað
Þorsteinn bendir einnig á að í sókn-
armarkskerfi sé mjög erfítt að koma
við samræmingu milli veiða, vinnslu
og markaðar. „Þá leggja menn allt
kapp á að hugsa bara um hagsmuni
útvegsmanna en ekki stöðu vinnslunn-
ar og markaðsfyrirtækjanna. Frá mín-
um bæjardyrum séð verður þróunin í
sjávarútvegi á næstu árum fyrst og
fremst fólgin í því að samræma þessa
þijá þætti. Að vinnslufyrirtækin fái
aðstöðu til að fullvinna afurðir og
koma þeim á markað. Vinnsla sjávar-
fangs í neytendaumbúðir kallar til að
mynda á stöðugt aðstreymi hráefnis
og stöðuga afhendingu vöru. í sóknar-
marki er nánast útilokað fyrir fisk-
vinnslufyrirtæki að skipuleggja veið-
arnar þannig að það sé hægt að byggja
markvisst upp framleiðslu beint fyrir
neytendamarkað. Að því leyti er sókn-
armarkið verra en núverandi kerfi,"
segir hann.
I greinargerð með tillögu Vestfírð-
inganna kemur fram að ofveiði und-
anfarinna ára sé ekki afleiðing af
ákvörðun einhvers kerfís, heldur af
ákvörðun stjórnmálamanna, að sögn
Þorsteins. „Þeir menn sem standa að
þessari tillögugerð eru þeir sömu og
harðast hafa barist gegn því að taka
ákvarðanir á grundvelli vísindalegrar
ráðgjafar og þeir hafa staðið fyrir því
að hafa opin göt í stjórnkerfínu til
þess að veiðin færi fram úr því sem
að var stefnt á grundvelli vísindalegr-
ar ráðgjafar. Það þýðir ekki að kenna
kerfínu um þegar allir vita að það er
breyskleiki stjómmálamannanna
sjálfra sem hefur ráðið niðurstöðunni,“
segir hann.
Þá segist Þorsteinn ekki hafa áttað
sig alveg á því af lestri greinargerðar
Vestfírðinganna hvort þeir væru að
leggja til nýja skattlagningu á greinina
með hugmyndum sínum um að setja
á sjávarútvegsgjald. „Flutningsmenn
hafa dregið mjög í land með þetta og
það má nánast skilja það svo að það
gjald sem innheimt er í dag eigi ekki
að innheimta fyrr en eftir tíu eða tutt-
ugu ár. Ég geri því ekki mikið úr
þeim þætti tillagnanna," segir hann.
Enginn flokkur með heilt
bakland í þessu máli
Aðspurður hvort hann teldi að til-
lögurnar gætu stuðlað að samkomu-
lagi innan Sjálfstæðisflokksins um
sjávarútvegsstefnuna segir
Þorsteinn: „Mér sýnist að
þetta fmmkvæði hafi heldur
aukið á ósætti manna innan
flokksins fremur en hitt.“
Þorsteinn segir að ágrein-
ingur um þessi mál innan Sjálfstæðis-
flokksns sé þó ekki meiri í dag en
hann hafí verið. Vestfirðingar hafi
jafnan haft sérstöðu í þessum málum.
Auk þess hefðu tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins á sínum tíma flutt
frumvarp ásamt einum þingmanni
Borgaraflokksins þar sem mátti finna
samskonar tillögur og því væri ekkert
nýtt hér á ferðinni.
Þorsteinn var þá spurður hvort hann
teldi að Sjálfstæðisflokkurinn gæti
boðið upp á heildstæða stefnu í þessum
máíaflokki fyrir kosningarnar í vor.
„Hún verður náttúrlega hvorki heil-
steyptari eða markvissari en flokkur-
inn ákveður sjálfur en hitt er ljóst að
það eru skiptar skoðanir í öllum stjórn-
málaflokkum um þessi málefni. Það
er enginn stjórnmálaflokkur með heilt
bakland í þessum málum,“ segir Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra.
Ekki eitt orð
um vísinda-
lega ráðgjöf
Þorsteinn Pálsson
Skreftil
gömlu hafta-
áranna
FRA skoska bænum Lockerbie eftir að Boeing 747-þota í eigu bandaríska flugfélagsins
Pan Am kom í tætlum eins og skæðadrífa yfir bæinn 21. desember 1988.
ERLENDUM
VETTVANGI
NOKKRUM klukkustundum
eftir að farþegaþotan
sprakk og hrapaði í tætlum
yfir Lockerbie í desember
árið 1988 hóf hópur bandarískra leyni-
þjónustumanna leit í brakinu. Daginn
eftir hafði litlu svæði við útjaðar bæj-
arins verið lokað. Bandaríkjamennirnir
eru sagðir hafa tekið þaðan ferðatösku
fulla af heróíni og skjölum frá banda-
rískum leyniþjónustumanni, sem lést
í sprengjutilræðinu og tók þátt í eitur-
lyfjasmygli frá Líbanon til að afhjúpa
smyglhring.
Flug farþegaþotunnar hófst í
Frankfurt og tveimur mánuðum fyrir
sprengjutilræðið hafði þýska lögreglan
handtekið 14 palestínska hryðjuverka-
menn í borginni. Höfuðpaurarnir voru
gripnir glóðvolgir. Sprengja fannst í
bíl þeirra og hún var næstum nákvæm-
lega eins og sú sem grandaði farþega-
þotunni og varð 270 manns að bana.
Eftir fjmm daga yfírheyrslur voru
12 af Palestínumönnunum 14 látnir
lausir í október árið 1988 og þeir fengu
að halda búnaði sínum til sprengju-
gerðar.
Margir sérfræðingar í málinu telja
að einn þeirra sem voru látnir lausir,
Marwan Khreesat, sem er þekktur
sprengjusmiður, hafi lagt á ráðin um
að koma sprengjunni fyrir í farþega-
þotunni á flugvellinum í Frankfurt.
Leyniskýrsla hunsuð
Stjómvöld í Bretlandi, Þýskalandi
og Bandaríkjunum keppast nú við að
vísa á bug nýjum upplýsingum sem
fram hafa komið um málið. Til að
mynda þegar leyniskýrsla frá leyni-
þjónustudeild bandaríska flughersins
var birt í síðustu viku. í skýrslunni,
sem var skrifuð tveimur árum eftir
sprengjutilræðið, er því haldið fram
að atkvæðamikill erkiklerkur frá íran,
Ali Akbar Mohtashemi, hefði greitt
palestínska hópnum, sem var handtek-
inn í Frankfurt, fyrir að setja sprengj-
una í farþegaþotuna. Mohtashemi var
þá sendiherra Irans í Sýrlandi.
Um leið og skýrslan var birt tóku
bresk og bandarísk stjórnvöld að gera
lítið úr áreiðanleika hennar. í Wash-
ington var sagt að skýrslan væri „feil-
skot“, byggð á óáreiðanlegum upplýs-
ingum frá þriðja aðila, og skýrslan
hefði verið skrifuð og prentuð vegna
mistaka. í London var talað um
„gamla tuggu“ sem engin ástæða
væri til að æsa sig yfir.
Engin þeirra stofnana, sem hafa
átt þátt í rannsókn sprengjutilræðis-
ins, gaf til kynna að vert væri að
kanna skýrsluna nánar.
Vildu hefna árásar
á íranska þotu
Þegar morðmál eru rannsökuð er
lögð höfuðáhersla á að grafast fyrir
Nýjar upplýsingar um Lockerbie-
tiiræðið vekja spurningar
Hylmt
yfir með
Irönum?
Margir telja að bresk og bandarísk stjórnvöld
hafí hylmt yfír með írönum og Sýrlendingum,
er hafí staðið fyrir sprengjutilræðinu í farþega-
þotu Pan Am semsprakk í loft upp yfír bænum
Lockerbie í Skotlandi fyrir rúmum sex árum.
um ástæðu verknaðarins. íranir höfðu
næga ástæðu til að granda banda-
rískri farþegaþotu þar sem bandarískt
herskip hafði skotið íranska Airbus-
þotu niður á Persaflóa sumarið 1988.
290 manns biðu þá bana.
Bandaríkjamenn báðust aldrei af-
sökunar á árásinni og Margaret Thatc-
her, þáverandi forsætisráðherra Bret-
lands, virtist réttlæta hana og kynti
þannig undir reiði írana. Mohtashemi
erkiklerkur, sem stofnaði Hizbollah-
hreyfinguna í Líbanon á síðasta áratug
og lagði á ráðin um töku vestrænna
gísla, sór opinberlega að hefna árásar-
innar.
Vitað var að Mohtashemi hafði stutt
hryðjuverkastarfsemi og það var því
ærin ástæða til að rannsaka hugsan-
legan þátt hans í sprengjutilræðinu.
Sú staðhæfíng að bandaríska skýrslan
hafi verið skrifuð og prentuð vegna
mistaka þykir ekki trúverðug skýring.
Sérfræðingar benda á að starfsmönn-
um leyniþjónusta er gert að rannsaka
gaumgæfílega upplýsingar áður en
prentaðar eru skýrslur um þær. Ef
marka megi talsmenn bandarískra
stjórnvalda virðist upplýsingar um
Lockerbie-tilræðið hins vegar ekki
vegnar og metnar fyrr en þær hafa
verið gerðar opinberar og valdið ráða-
mönnunum vandræðum.
Játaði áform um hermdarverk
Þýska stjórnin brást á svipaðan
hátt við í síðustu viku þegar The
Sunday Telegraph skýrði frá því að
Abdel Ghadanfar, sem margir telja
að tengist sprengjutilræðinu, hefði
verið sleppt úr fangelsi í Frankfurt
og fluttur til Sýrlands samkvæmt
leynisamningi við írani.
Skoskum rannsóknarmönnum var
mjög í mun að yfírheyra Ghadanfar,
sem var einn Palestínumannanna sem
voru handteknir í Frankfurt og var
dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir hermd-
arverk.
Ghadanfar var hins vegar fluttur
frá Þýskalandi með leynd áður en
Skotamir fengu fullnægjandi svör við
þeim spurningum sem þeir ætluðu að
leggja fyrir hann.
Skosku rannsóknarmennirnir og
embættismenn breska utanríkisráðu-
neytisins vissu ekki að Ghadanfar
hefði verið sleppt fyrr en þeir lásu um
það í The Sunday Telegraph í síðustu
viku. Milliríkjasamvinnan vegna rann-
sóknarinnar virðist því ekki upp á
marga fiska.
Ghadanfar játaði fyrir þýskum yfir-
völdum að hann og samverkamaður
hans, Hafez Dalkamoni, hefðu ásamt
fyrmefndum Khreesat safnað saman
hópi hermdarverkamanna sem hefðu
lagt á ráðin um um sprengjutilræði í
Evrópu tveimur mánuðum áður en
farþegaþotan sprakk í loft upp. Mörg-
um þykir það með ólíkindum að tólf-
menningunum skyldi hafa verið sleppt
í kjölfar slíkrar játningar.
Dalkamoni er sá eini í hópnum sem
er enn í haldi Þjóðvetja og þeir hyggj-
ast nú flytja hann úr landi í sumar.
Margir telja að verði það gert komi
sannleikurinn um atburðina í Frank-
furt aldrei í ljós.
Nýjar upplýsingar hunsaðar
Mörgum þykir erfiðara að útskýra
hvers vegna stjórnvöld í Bretlandi og
Bandaríkjunum halda enn fast við þá
kenningu að Líbýumenn einir hafi
staðið fyrir sprengjutilræðinu, þrátt
fyrir vísbendingar um hið gagnstæða.
Bretar og Bandaríkjamenn gáfu út
handtökuskipun á hendur tveimur lí-
býskum leyniþjónustumönnum árið
1991 eftir að skoskir og bandarískir
rannsóknarmenn höfðu komist að
þeirri sameiginlegu niðurstöðu að
mennirnir tveir hefðu sent ferðatösku
með sprengju með flugvél frá Möltu
og taskan hefði síðan verið sett í far-
þegaþotu Pan Am í Frankfurt.
„Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós
neinar vísbendingar sem styðja tilgát-
ur um að önnur ríki hafí átt hlut að
máli,“ sagði Douglas Hurd, utanríkis-
ráðherra Bretlands, skömmu eftir að
handtökuskipunin var birt. „Þetta mál
hefur því ekki áhrif á samskipti okkar
við önnur ríki í þessum heimshluta."
Sérfræðingar segja þetta mjög
þægilega afsökun fyrir bresku stórn-
ina og þeir benda á að meðan deilan
um framsal Líbýumannanna tveggja
er óútkljáð geta þeir sem taka þátt í
rannsókn málsins í Skotlandi ekki tjáð
sig um nýjar upplýsingar sem fram
koma í málinu.
Þannig að þegar sir Teddy Taylor,
þingmaður Ihaldsflokksins, kveðst
hafa „nýjar og sláandi" upplýsingar
um að sýrlenskir hermdarverkamenn,
ekki Líbýumenn, hafi staðið fyrir
sprengjutilræðinu fást engin opinber
viðbrögð.
Og þegar Tam Dalyell, þingmaður
Verkamannaflokksins, sagði á þinginu
að hann hefði upplýsingar um að
Bandaríkjamenn hefðu „stolið“ líki úr
flaki farþegaþotunnar var því aðeins
svarað með skætingi af hálfu Douglas
Hoggs, staðgengils Hurds í utanríkis-
ráðuneytinu.
Persaflóastríðið ástæðan?
Þeir sem saka bresk og bandarísk
stjórnvöld um yfirhylmingu segja að
þau hafí haft margar ástæður til að
hindra að Sýrlendingar og íranir yrðu
bendiaðir við sprengjutilræðið. í fyrsta
lagi áhyggjur þeirra af örlögum vest-
rænu gíslanna sem voru í haldi í Líban-
on; síðan þörfín á að halda Sýrlending-
um og írönum góðum í stríðinu fyrir
botni Persaflóa.
Handtökuskipanimar á hendur
Líbýumönnunum tveimur vom gefnar
út eftir að íranir og Sýrlendingar
höfðu unnið með bandamönnum í
stríðinu gegn írökum. En nú þegar
fram koma nýjar upplýsingar, sem
benda til þess að Líbýumennirnir hafi
ekki verið einir að verki, er fast lagt
að bresku stjórninni að skipa nefnd
til að annast viðamikla rannsókn á
tilræðinu.
Ættingjar fórnarlamba sprengjutil-
ræðisins vilja til að mynda fá að vita
hvað það var sem bandarísku leyni-
þjónustumennirnir gerðu í Lockerbie
daginn eftir tilræðið og hvers vegna
standi á litlu samstarfi þýskra og sko-
skra yfírvalda vegna rannsóknarinnar.
„Meira en sex ár em nú liðin frá'
Lockerbie-tilræðinu og við höfum ekki
enn fengið almennilega skýringu á því
sem gerðist,“ sagði Jim Swire, tals-
maður ættingjanna. „Það sem gerðist
þetta kvöld lagði líf okkar í rúst og
stjórninni ber skylda til að segja okkur
hvers vegna þetta saklausa fólk dó.“
Heimild: The Sunday Telegrapli.