Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 33
ROSA
GUÐBRANDSDÓTTIR
+ Rósa Guð-
brandsdóttir
fæddist á Breiðaból-
stað í Síðu i Vestur-
Skaftafellssýslu 7.
nóvember 1926.
Hún lést á Landspít-
alanum 22. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Auðuns-
dóttir húsfreyja á
Prestbakka á Síðu,
fædd 9. ágúst 1895,
lést 3. júní 1973 og
Guðbrandur Guð-
brandsson bóndi á
Prestbakka, fæddur 10. janúar
1892, lést 13. apríl 1981. Bróðir
Rósu, Ingólfur, f. 6. mars 1923,
forstjóri og tónlistarmaður.
Rósa vann lengst af við verslun-
arstörf.
Útför Rósu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag.
ÞAÐ var að sumarlagi í hlaðinu á
Prestbakka sem við hittumst fyrst.
Hún var 15 ára og geislaði af æsku,
fegurð og lífskrafti. Hárið hennar
var rautt og þykkt, augun athugul
og kímin, tilsvör hennar hnyttin og
kankvísleg. Við urðum mágkonur
og vorum síðan vinkonur allt lífið.
Rósa var tvítug þegar hún flutt-
ist til Reykjavíkur með foreldrum
sínum. Þau bjuggu í húsinu okkar
og þar fæddust dætur okkar Ing-
ólfs hver af annarri og leituðu í
fangið hennar. Þetta var stórfjöl-
skylda með afa og ömmu og Rósu
frænku og svo litlu stúlkurnar
fimm. Mannlífið var gott og blæ-
brigðaríkt.
Gleði barnanna, framför þeirra
og þroski varð gleði hinna fullorðnu
og Rósa tók ríkan þátt í þessu lífi
fjölskyldunnar. Hún bjó hjá okkur
í tæp tuttugu ár. Á þeim tíma og
svo ávallt síðan, meðan heilsa og
þrek leyfði, vann hún hin ýmsu
störf, lengst af við verslunarstörf.
Öll störf sín vann hún af óvenju-
legri trúmennsku og samviskusemi.
Rósa var mjög nátengd móður
sinni og annaðist heimili foreldra
sinna meðan Guðrún lifði. Rósa
sýndi henni mikla umhyggju og
kærleika alla tíð og veitti henni
stoð og styrk í veikindum hennar
og heilsuleysi.
Raunir mæddu Rósu á síðari
árum. Hún missti heimili sitt í tví-
gang vegna vatnsflóða og vegna
heilsuleysis varð hún að hætta
störfum fyrir tæpum þremur árum.
En í öllu mótlæti sýndi
Rósa kjark og þrek.
Oft virtist sem hún
dyldi tilfinningar sínar
svo hún ylli ekki öðr-
um ónæði eða yrði til
byrði fyrir samferða-
menn. Hún ggt verið
svo föst fyrir i afstöðu
sinni til manna og
málefna að það hefti
hamingju hennar og
gleði daganna.
Á liðnu hausti kom
í ljós að Rósa var hald-
in ólæknandi sjúk-
dómi. Hún tók því með
aðdáunarverðu æðruleysi og horfði
raunsæjum augum á endalok lífs-
ins. Sjálfbjargarviðleitni hennar var
sterk og hún kvartaði aldrei. Hún
leit til baka um liðinn æviveg og
gerði sér far um að líta í þökk og
sátt til samferðamanna.
Hún var 68 ára þegar hún
kvaddi. Hárið sitt fallega hafði hún
misst, en augun voru athugul og
hugsandi og tilsvörin glettin. Hugur
hennar dvaldi í birtu sumarsins á
Síðunni og hinstu orðin hennar
voru: „Mamma, mamma leiddu
mig.“
Við, fjölskyldan mín öll, þökkum
vináttu hennar gegnum öll ár. Við
biðjum Guð að varðveita hana og
blessa minningu hennar.
Inga Þorgeirsdóttir.
Nú er hún Guðlaug Rósa frænka
farin yfir móðuna miklu, eftir harða
baráttu við hinn illvíga sjúkdóm,
sem hægt og hægt vann sigur á
líkama hennar.
Minningarnar um samveru okkar
eru fyrst og fremst bundnar við
vonglaða bemsku og æskudaga er
við lékum okkur áhyggjulausar
austur í Skaftafellssýslu.
Mæður okkar vora tengdar sterk-
um vináttuböndum umfram ættar-
tengsl, hrein og fölskvalaus vinátta
þeirra og trúnaðartraust varaði
meðan báðum entist líf til.
Hvort sem við hittumst að sumri
eða vetri fylgdi þvi ávallt gleði og
fögnuður að mega vera saman og
alltaf fannst okkur tíminn vera of
fljótur að líða á þessum vinafund-
um. Á sumrin var það alltaf fastur
siður að Guðrún á Prestbakka kom
fram að Fagurhlíð með bömin sín
tvö, Ingólf og Rósu, að tína ber í
hólunum þar, það voru miklir
ánægjudagar. Það var einnig mikið
fagnaðarefni á veturna þegar vötn-
MINIMINGAR
in voru ísilögð og hægt var að
ganga þurrum fótum frá Prest-
bakka fram að Fagurhlíð, því þá
birtust þær mæðgur einn góðan
veðurdag og gistu jafnan eina nótt.
Minningarnar frá þeim heim-
sóknum eru ógleymanlegar og mjög
dýrmætar. Hún Rósa var svo sér-
stök. Á þeim árum létum við enga
ferð sem féll milli bæjanna ónotaða
til þess að skrifast á um hugsanir
okkar og drauma.
Þegar okkar fjölskylda flutti að
austan, var sárt að slíta sig frá
ættingjum og vinum, en vonglatt
æskufólk sér bjartar hliðar á flest-
um málum og leiðir okkar lágu brátt
saman á ný þegar fjölskyldan á
Prestbakka flutti einnig suður 7
áram síðar. Þá treystust vináttu-
böndin á ný, því þótt ótal bréf færu
á milli okkar þessi ár var samt
ennþá betra að geta hist og talast
við. All mörgum árum síðar áttum
við þess kost að starfa um tíma á
sama vinnustað, þ.e. BSÍ. Þar sem
annarstaðar fylgdi Rósu glaðværð
og léttleiki sem þeir nutu góðs af
sem með henni störfuðu. Ávallt vildi
hún sjálf taka á sig erfiðustu verk-
in en hlífa þeim sem með henni
voru, í það minnsta ef þeir voru á'
einhvern hátt minni máttar og
hægt var að rétta þeim hjálpar-
hönd. Þær era til dæmis ótaldar
þær ferðir er hún ók með samstarfs-
systur sínar til þeirra heima að
loknu löngu dagsverki, þeim að
kostnaðarlausu, þótt hún væri ef
til vill þreyttust af þeim öllum, en
þannig var Rósa.
Þessi fátæklegu minningabrot
eru lítt til þess fallin að rekja lífsfer-
il Rósu, heldur aðeins sem örlítill
þakklætisvottur fyrir að hafa notið
þess að hafa átt vináttu hennar og
hennar íjölskyldu.
Ættingjum og vinum sendi ég
mína innilegustu samúðarkveðjur.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Guðlaug Þórarins.
í dag kveðjum við kæra vinkonu
okkar, Rósu Guðbrandsdóttur, Ból-
staðarhlíð 64 i Reykjavík, sem lést
á sextugasta og níunda aldursári.
Kynni okkar systkina af Rósu
eru frá blautu barnsbeini okkar
hvers um sig, því traust og náin
vinátta hafði þegar tekist milli
hennar og foreldra okkar er við
fórum að líta dagsins ljós hvert
af öðru.
Þau höfðu alist upp sem ungt
fólk í leik og faðmi Síðufjallanna
og sem nágrannar eftir að foreldr-
ar okkar hófu búskap á Breiðaból-
stað 1944, en Rósa bjó þá hjá for-
eldrum sínum á Prestbakka eða
þar til hún fluttist til Reykjavíkur
árið 1947.
Alla tíð eftir það var Rósa ár-
viss sumargestur á heimili foreldra
okkar um lengri og skemmri tíma
meðan þeirra beggja naut við.
Það fylgdi því jafnan mikil eftir-
vænting þegar von var á Rósu í
heimsókn.
Hvort tveggja kom tii að hennar
eðlislæga glaðværð og hressileiki
var sem krydd á hversdagsleika
daganna og ekki spillti fyrir að hún
hugsaði ávallt vel fyrir því að upp-
fylla þarfir sælkeranna á bænum
með hvers kyns gómgæti sem ekki
var daglegur aðgangur að til sveita
í þá daga.
Ekki dró Rósa heldur af sér í
að aðstoða við bústörfin, hvort
heldur var utandyra eða innan og
sá þess jafnan vel stað, því Rósa
gekk rösklega til hvers þess verks
sem hún tók sér fyrir hendur.
Að loknum erilsömum vinnudegi
var gjarnan lagt á hrossin og þeyst
út í bjarta og milda sumarnóttina,
um svið æskustöðvanna þar sem
margar af kærastu endurminning-
um áttu sér rætur.
Engum duldist að Rósa bar alla
tíð sterkar taugar til sveitarinnar
sinnar og þess fólks sem hún þar
hafði bundist vinarböndum.
Þegar kom að því að við systkin-
in hvert af öðru fórum að heiman
til náms eða í atvinnuleit, var Rósa
óþreytandi við að greiða götu okk-
ar á allan hátt og verður seint
fullþökkuð öll sú tryggð og vinátta
sem við og fjölskyldur okkar urðum
aðnjótandi af h.ennar hálfu.
En nú skiljast leiðir okkar um
sinn, því Rósa er gengin til endur-
funda við áður burtkallaða ástvini
sem veita munu henni hlýjar við-
tökur í nýjum heimi. Þann hóp
fyllir meðal annarra móðir okkar
kær og við viljum trúa því að þeim
vinkonum hafi nú verið falin ný
og göfug verkefni, sem þær munu
án efa takast á við af sömu einurð
og samviskusemi og einkenndi allt
þeirra jarðneska lífshlaup.
Elsku Rósa. Við þökkum þér
samferðina. Allar kæru minning-
arnar um glaðværð og trygglyndi
munum við geyma í hugum okkar.
Guð blessi vegferð þína í nýjum
heimi.
Eftirlifandi aðstandendum vott-
um við dýpstu samúð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Systkinin frá Breiðabólstað.
Með þessum fátæklegu línum
viljum við minnast kærrar vinkonu
okkar, Rósu Guðbrandsdóttur.
Kynni okkar af Rósu hófust þeg-
ar hún flutti í Álfheimaná, í kjall-
araíbúðina hjá foreldrum okkar.
Samgangur var mikill milli hennar
og fjölskyldunnar og fljótlega varð
hún eins og ein af okkur. Rósa var
hress og skemmtileg kona, reyndist
okkur sem besti félagi og var alltaf
tilbúin að leggja okkur lið, hvert
sem tilefnið var. Við minnumst
hinna fjölmörgu ferða í gyllta fólks-
vagninum hennar, allra sumarbú-
staðadvalanna og_ góðu stundanna
sem við áttum í Álfheimunum.
Þrátt fyrir að Rósa flytti burt
hélst alltaf gott samband milli okk-
ar og hennar, hún fylgdist með lífi
okkar og starfi af áhuga og bar
hag okkar ætíð fyrir bijósti. Við
þökkum henni þann hlýhug sem hún
sýndi okkur alla tíð.
Nú legg ég aupn aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Blessuð sé minning hennar.
Sverrir, Vilborg, Sigurlaug
og Sigrún.'
Rósa var draumakona. Hana
dreymdi mikið, hún mundi drauma
sína og hugsaði um þá. Hún vitn-
aði oft til þeirra og af frásögn henn-
ar mátti ráða að þetta vora skýrir
draumar, myndrænir og viðburða-
ríkir. Hún átti bláa, snjáða drauma-
ráðningabók sem okkur systranum
ungu þótti mjög dularfull og sótt-
umst eftir að fá að skoða.
Rósa lauk upp heimi leyndar-
dóma þegar hún sagði okkur börn-
unum drauma sína og reyndi að
ráða þá. Það var sem sýnir annarra
heima birtust í hugskoti okkar
barna sem vissum ekki einu sinni
hvað sjónvarp var.
Draumarnir fylgdu henni allt líf-
ið. Ef vil vill hefur hún lifað sterk-
ast og best í draumum sínum. Þá
hafði ímyndunaraflið algjört frelsi
og hugmyndir fóru á flug. í lífi
hversdagsleikans var hún bundnari
og heimur hennar þrengri.
Nú segir hún okkur ekki drauma
sína meir. Við felum hana góðum c
Guði sem einn á ráðningu draum-
anna okkar allra.
Þorgerður Ingólfsdóttir.
ARNIPALSSON
+ Árni Pálsson kaupmaður
var fæddur hinn 11. júlí
1907. Hann lést á Borgarspítal-
anum hinn 7. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 20.
janúar.
ÁRNI Pálsson, kaupmaður, Byggð-
arenda 1, í Reykjavík, er látinn.
Fyrir aðeins tveimur vikum lýsti
ég mínum fyrstu kynnum af
tengdaforeldrum mínum, Díu og
Árna, fyrir 42 árum. Við kvöddum
ömmu Díu í lok desember og nú
er Árni allur.
Tveim dögum eftir jarðarför Díu,-
kom Árni, sonur minn, í heimsókn
til afa. Hann sat í stólnum sínum,
með kertaljós á gamla píanóinu.
Sagði hann nafna að hann hafí
haft lifandi ljós þar, síðan amma
dó og setið þar og hugsað um hana.
Sagði hann, að sinn tími væri nú
bráðum kominn. Fáum dögum síðar
var hann fluttur á Borgarspítala.
Hafði hjartað gefið sig og hann
reyndar fundið til þess, allmörg ár.
Nokkra daga lagaðist hann við
meðferð. Komum við Elín til hans.
Var hann málhress en nokkuð las-
inn. Ræddum við skamma hríð. Svo
mókti hann. Spurði þá Elín hvort
hann vildi að við stöldruðum aðeins
lengur ... nei, blessuð verið þið,
þakka þér fyrir komuna, Ingvar
minn og þér Ella mín, snöggur upp
á lagið, að vanda.
Þann 3. jan. kom ég til hans.
Sat hann uppi og var hress. Ræddi
um börn og bamabörn. Segir svo:
Veiztu, þetta getur farið að stytt-
ast hjá mér. Líkaminn er orðinn
það slitinn, hér og þar. Morguninn
eftir fékk hann slag og Iést hinn
7. jan. Ekki þurfti hann mörg orð
um það og ókvartsár að vanda.
Þannig dó hann og þannig lifði
hann, sjálfum sér líkur, fram á
hinstu stund.
Fyrri ár Árna þekki ég minna.
Þó kom ýmislegt fram, þau ár sem
við bjuggum saman, á Miklubraut-
inni, í frásögn hans, eða Díu. Hann
ólst upp í .litlu húsi á Grettisgöt-
unni í stórum systkinahópi. Var oft
ekki úr miklu að moða. Páll var
sjómaður, eða reri á eigin báti, frá
Klöppinni. Fóru börnin niðureftir á
móti honum. Sást þá oft langan
veg ef vel aflaðist. Sat þá „sá
gamli“ hnarreistur undir stýri og
sigldi mikinn. Var þá glatt heima.
Var þetta glaðlynt fólk. þótt allir
ynnu, hörðum höndum. Öll laun
barnanna gengu til heimilisins.
Um tvítugt fengu eldri strákarn-
ir eina krónu sjálfir af laununum.
Á laugardögum tók amma Margrét
stundum fram harmóniku og þá
var dansað. Önnur kvöld komu vin-
ir þeirra og tefldu, eða spiluðu.
Árni gekk að allri vinnu, að loknu
skyldunámi. Byijaði sem sendi-
veinn. Var þó svo feiminn að „mað-
ur gekk þijá hringi kringum húsið,
áður en maður fór inn“. Til sjós,
uppskipun, byggingarvinna. Var
t.d. kolum og salti mokað í poka
og þeir bornir í land. Á hveijum
stað lærði hann eitthvað. Ungur fór
hann að vinna í Liverpool. Þar
þurfti að læra hvert verk, áður en
unglingi var trúað fyrir því. Tutt-
ugu og fímm ára var hann orðinn
verzlunarstjóri þar. Þá fer hann að
heiman og giftist Guðmundíu „Díu“
Pálsdóttur. Átti hánn þá aðeins
fötin, sem hann stóð í. Bauðst hon-
um svo að kaupa verzlunina. Lýsti
ég því, fyrir aðeins tveim vikum, í
minningarorðum um Díu, hvernig
þau byggðu á Barónsstíg og síðar
á Miklubraut 68 og enn síðar á
Byggðarenda. Var mikið af þessu
eigin vinna og útsjónarsemi á því
að ekki yrðu tafir á verkinu. Hafði
Árni mikla ánægju af þessu eins
og margir hans jafnaldrar. Á
Miklubraut var Árni einn af frum-
byggjunum, í Hlíðunum og hafði
þar allmikinn verslunarrekstur.
Með aldrinum dró hann saman
seglin. Hafði þó lengi eftir búðina
á horninu. Enn er ótalinn sumarbú-
staðurinn í Grafarvogi. Áttum við
þar margar glaðar stundir og var
oft mannmargt þar. Alltaf var þar
margmenni á afmæli Árna, í júlí,
og þá var alltaf sólskin. Þegar
byggt var íbúðarhverfi þar, voru
skilin eftir stærstu trén og kallað
Árnalundur. Má það vel vera til
minningar um allar ánægjustund-
irnar sem börn og tengdaböm og
barnabörn hafa átt þar, hjá Díu
og Árna.
Barnabörnin hafa misst mikið,
það yngsta nú aðeins tveggja ára.
Alltaf var Árni sami afínn, frá því
að hann kom og náði í mín börn,
á sunnudögum, til að gefa öndun-
um á Tjörninni. Alltaf hress, til í
fótbolta eða hlaupa, langt fram
eftir aldri. Voru þau Día samhent
í þessu eins og öðru. Mest unnu
þau þó saman að garðrækt og kart-
öflurækt. Voru bæði mjög kappsöm
í þessu og ekki alltaf sammála í
kartöfluræktinni.
Árni var meðalmaður á hæð á
yngri árum, en taldi sig lágvaxinn,
seinni árin eins og flest hans fólk.
Hann var þrekvaxinn og bar sig
vel, alla tíð. Hann var orðhvatur
og orðheppinn og hafsjór af minn-
ingum um menn og málefni, sér-
staklega um Reykjavík og Reykvík-
inga. Ef hann ekki fann málshátt
eða orðatiltæki, til að tjá sig, þá
bjó hann iðulega til nýyrði, á stund-
inni. Hann var fylginn sér á yngri
árum, en mildari með aldrinum.
Ávallt var hann þó mildur við börn
og gamalmenni og hændust þau
að honum. Hann gat munað lengi
órétti frá fyrri áram, en leiddi það
þó hjá sér. Vinum og fjölskyldu var
hann trygglyndur svo af bar.
Mér var hann tengdafaðir, afi
barnanna og síðar æ meir vinur
minn og þeirra. Áður naut ég slíks
stuðnings og tryggðar hjá öfum
mínum og föður mínum. í huga
mínum fyllir Árni vel. sinn sess,
þeirra á meðal og get ég ekki lengra
til jafnað.
Að lokum hefur Árni kennt mér,
langskólagengnum, feiknalega
margt, af lífsreynslu sinni og lífs-
speki. Hefi ég oft notað orðatiltæki
hans að hnyttiyrði til að skýra mál
mitt fyrir sjúklingum, bæði heima
og heiman. Eitt þeirra var: Þið
konur hugsið of mikið. Þegar hún
var öll, konan hans í öll þessi ár,
fylgdi hann eftir. Ég held að honum
hafi fundist tími til kominn.
Ingvar Kjartansson.