Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 37
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
BJÖRNSSON
-4- Guðmundur Björnsson
• fæddist í Þingeyjarsýslu
14. september 1899. Hann lést
í Reykjavík 6. janúar síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Lágafellskirkju í dag.
ÆVISTARFI afa míns lokið. Það
var langt ævistarf og mikilsvert.
Hann var fæddur á seinustu öld
og líklega kallast það að andast
95 ára að aldri að andast í hárri
elli. Samt var einhvem veginn eins
og afi væri aldrei neitt sérstaklega
gamall þrát að árin hans væru
mörg. Afi var hraustur og ótrúlega
liðugur miðað við sín mörgu ár.
Hann var með stálminni og hugs-
unin var skýr allt undir það síð-
asta. Það eru einungis nokkur ár
síðan hann hætti að sækja vinnu
daglega til Reykjavíkur frá Mos-
fellsbæ. Næstum því heil öld er
löng mannsævi og breytingarnar
sem afi hefur upplifað eru gífurleg-
ar, bæði á tækni og þjóðfélagi.
Þegar hann fór til náms á Hvan-
neyri í kringum tvítugsaldurinn
gekk hann milli landshluta, frá
Melrakkasléttu, þar sem hann ólst
upp og til Hvanneyrar og þótti
þetta svo sem ekkert stórafrek í
þá daga. Nú er það einungis talið
á færi afreksmanna að stunda slík-
ar gönguferðir.
Afi bar virðingu fyrir mannkost-
um og gáfum manna en ekki ver-
aldlegri auðæfasöfnun. Oft hef ég
heyrt hann minnast fólks vegna
mannkosta þess en aldrei vegna
dugnaðar í lífsgæðakapphlaupinu.
Sjálfur var hann mjög vel
menntaður og sérstaklega vel að
sér um hugðarefni sín. Þó að afí
hafi gengið í framhaldsskóla á sín-
um tíma held ég að mest af mennt-
un sinni hafi hann aflað sér sjálfur
án aðstoðar skóla eða kennara.
Meðal annars í öllum bókunum
hans var sá fróðleikur sem hann
sóttist eftir og hann vissi nákvæm-
lega hvar hvaða bók var í bókahill-
unum og á hvaða blaðsíðum þeir
kaflar voru sem honum þóttu
áhugaverðir, þó að sjónin væri
döpur síðustu árin.
Það er gott að minnast hlýjunn-
ar heima hjá afa, hlýja faðmlagsins
og allra frásagnanna frá liðnum
+ Steinn Ágúst Baldursson
fæddist í Reykjavík 25.
október 1994. Hann lést á
Landspítalanum 20. janúar síð-
astliðinn og fór útför hans
fram frá Stykkishólmskirkju
28. janúar.
MIG LANGAR að minnast litla
frænda míns með fáeinum orðum,
með ósk um að góður Guð geymi
hann.
Hann staldraði ekki lengi við hér
á jörð. Ég fékk þó að sjá hann og
halda á honum stutta stund og þá
stund geymi ég í hjarta mínu.
tímum, sem nú er skylda þeirra
sem eftir lifa af varðveita. Það er
líka gott að muna eftir þeim tímum
sem ég var í fóstri hjá ömmu og
afa á Hraunteignum og möndlun-
um tuttugu sem afi færði mér
óvænt og voru mikil auðævi.
Seinast þegar við mamma heim-
sóttum afa í Mosfellsbæinn sýndi
hann okkur mynd af ömmu í brúð-
arkjólnum. Myndin hafði komið í
leitimar nokkru áður og það var
hlýja í augunum á afa þegar hann
sagðist vera svo feginn því að
myndin væri komin í leitimar því
að hann hefði saknað hennar. Þetta
fannst mér segja meira en mörg
orð um þeirra. samband, en amma
lést fyrir rúmum fjórum árum.
Við mamma biðjum guð að varð-
veita afa, með kærri þökk fyrir
allt og sendum fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Helga Sigríður Böðvarsdóttir.
Elsku Gyða og Baldur, ég og fjöl-
skylda mín hugsum til ykkar og
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jón Magnússon)
Með þessum fáu orðum kveð ég
þig, elsku frændi.
Katrín Baldvinsdóttir.
STEINN ÁGÚST
BALD URSSON
yt't-i'rr’t'VSi
ÍÍÍÉÉiSÍI
Jjþ ' Í 1
iP’T-'W: m 1 | 1
Morgunblaðið/Amór
SIGURSVEITIRNAR í parakeppninni, talið frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Sverrir Ármannsson,
Anna Þóra Jónsdóttir, Ragnar Hermannsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Jón Ingi Björnsson, frú Soffía
Guðmundsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir og Jón Hjaltason.
Otrúleg lokastaða
í parasveitakeppninni
BRIDS
II ú s
B r i d s s a m b a n d s i n s
ÍSLANDSMÓT í PARA-
SVEITAKEPPNI
28. og 29. janúar - Aðgangur ókeypis
Sveit Ljósbrár Baldursdóttur
sigraði í parasveitakeppninni í
brids 1995 en mótið fór fram um
helgina og tók 21 sveit þátt í
keppninni. Lokastaðan í mótinu
var hreint ótrúleg því tvær sveitir
voru efstar og jafnar og því ekki
vitað hveijir höfðu unnið mótið
fyrr en tölvan hafði reiknað út
árangur andstæðinganna hjá
hvoru liði fyrir sig. Sveit Ljósbrár
fékk 790 punkta en sveit Hörpu
Jónsdóttur, sem leitt hafði mótið
nær allan tímann, fékk 789
punkta.
í sigursveitinni spiluðu Ljósbrá
Baldursdóttir, Sigurður Sverris-
son, Anna Þóra Jónsdóttir, Ragnar
Hermannsson og Sverrir Ár-
mannsson. í sveit Hörpu Jónsdótt-
ur spiluðu Guðný Guðjónsdóttir,
Jón Hjaltason, Soffía Guðmunds-
dóttir og Jón In'gi Björnsson.
Lokastaða efstu sveita:
Ljósbrá Baldursdóttir 135
HarpaJónsdóttir 135
Svenniogfélagar 129
Sekasveitin 117
Suðurlandsvídeó 117
HJÁB 113
Bryndís Þorsteinsdóttir 112
Spilaðar voru 7 umferðir með
Monrad-fyrirkomulagi. Keppnis-
stjóri var Jakob Kristinsson en
Elín Bjarnadóttir framkvæmda-
stjóri Bridssambandsins afhenti
verðlaun.
Arnór G. Ragnarsson
+
Þökkum af alhug nærveru ykkar, kveöjur, blóm og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR,
Hávegi 14b,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir
einstaka umönnun.
Ásta Þorvarðsdóttir, ^Þorvaldur Ö. Vigfússon,
Stefán Þorvarðarson, ’Laufey Ólafsdóttir,
systkini, barnabörn og barnabarnabörn.
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
STEFÁNS HALLSSONAR
fyrrverandi kennara,
Vfðihlið, Grindavik,
áðurtil heimilis
á Ásabraut 16,
Keflavík,
ferfram frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 1. febrúar kl. 15.00.
Þórhalla Stefánsdóttir, Örn Geirdal Gíslason,
Margrét Stefánsdóttir, Alfreð Árnason,
Auður Stefánsdóttir, Sæmundur Gunnólfsson,
Sigrún Hochheiser, Ron Hochheiser,
Hreinn Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auösýndan hlýhug
og samúð við fráfall og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KARLS ÞORLEIFS
KRISTJÁNSSONAR
verkstjóra,
Seljahlíð,
áður Hrefnugötu 7.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild
B-5 Borgarspítalanum fyrir einstaka umönnun og umhyggju.
Svava Lárusdóttir,
Ragnheiður Karlsdóttir, Örn Árnason,
Svala Karlsdóttir, Jón Þórðarson,
Hafdis Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSABET SVEINBJÖRNSDÓTTIR
fyrrverandi Ijósmóðir,
dvalarheimilinu Höfða,
áðurtil heimilis
á Heiðarbraut 55, Akranesi,
sem lést 24. janúar, verður jarðsung-
in frá Akraneskirkju miðvikudaginn
1. febrúar kl. 14.00.
Rútuferðir verða frá Akraborginni kl. 13.30 og að Akraborginni
kl. 16.50.
Steingrímur Bragason,
Edda Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Hjálmarsdóttir,
Sesselja Einarsdóttir,
Gísli S. Einarsson,
Rögnvaldur Einarsson,
Elísabet H. Einarsdóttir, Reynir Elíeserson,
Droplaug Einarsdóttir, Gústav A. Karlsson,
Rósa Einarsdóttir,
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞYRÍ MÖRTU MAGNÚSDÓTTUR,
Tjarnargötu 16,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erna Jónsdóttir.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HÓLMSTEINS EGILSSONAR,
Vfðilundi 25,
Akureyri.
Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Erla Hólmsteinsdóttir, Svanur Eiríksson,
Hugrún Hólmsteinsdóttir,
Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Rut Ófeigsdóttir,
Margrét Hólmsteinsdóttir, Haukur Kristjánsson
og afabörnin.