Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 43

Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 43 BREF TIL BLAÐSIIMS Sérþjálfaðir hundar og hundahald í þéttbýli Hvert er samhengið? Frá Axel Haugen: ALLIR íslendingar eru meðvitaðir um þær miklu náttúruhamfarir sem áttu sér stað á Súðavík fyrir skömmu og þær sorglegu og hörmulegu af- leiðingar sem þær hafa haft fyrir heimamenn og reyndar landsmenn alla. Ég ætla í sjálfu sér ekki hér í þessari grein minni að tíunda frekar atburðarásina fyrir vestan, en víkja þess í stað að þætti björgunarhund- anna sem þar björguðu dýrmætum mannslífum og tala örlítið, eins og fyrirsögnin bendir til, um samhengið milli sérþjálfaðra hunda á íslandi og hundahalds í þéttbýli, en það sam- hengi er óijúfanlegt eins og ég mun sýna fram á. Reyndar þarf ég ekki að færa nein rök fyrir máli mínu, þar sem reynslan talar blákalt sínu máli. Eða minnist einhver íslendingur þess að fréttir hafi borist af sérþjálf- uðum hundum hér á landi fyrr en fyrir tiltölulega fáum árum? Ég minnist þess ekki og leyfi mér að fullyrða að sérþjálfaðir hundar hafi ekki verið til á íslandi fyrr en eftir 1980-1984. Reyndar með einni und- antekningu, en Þorsteinn Hraundal lögreglumaður hafði þá undir hönd- um sérþjálfaðan fíkniefnaleitarhund sem hann hafði sjálfur þjálfað. En hvað gerðist árið 1984 sem olli því að skömmu seinna tóku frétt- ir að berast um hin ýmsu hlýðninám- skeið fyrir flestöll hundakyn, leitar- og björgunarhunda, sprengjuleitar- hunda fleiri fíkniefnaleitarhunda og þar fram eftir götunum? Var það nokkuð annað en að þá var farið að veita undanþágur frá því banni við hundahaldi sem gilt hafði í Reykja- vík árin þar á undan? Ótrúlegir fordómar Málið er nefnilega ekki flóknara en svo, eins og ég benti á í grein í bréfi til blaðsins 28. mars 1993, að ef engir hundar eru til staðar er engin þörf fyrir hundaþjálfara, en ef engir hundaþjálfarar eru til staðar eignumst við aldrei sérþjálfaða hunda á íslandi, þar sem enginn hundur þjálfar sig sjálfur. Þetta ætti hver einasti maður að sjá í hendi sinni og því er það furða hversu margir íslendingar hafa í gegnum tíðina verið með ótrúlega fordóma gagnvart hundahaldi í þétt- býli og ég persónulega er orðinn dauðleiður á að heyra að hundar eigi einungis heima í sveit, en það er klisja sem er orðin sígild í munnum andstæðinga hundahalds. Reyndar er það rétt að sé illa hugsað um hundinn er það skömm- inni skárra að hann sé staðsettur í sveitinni en í þéttbýli, en sé vel hugs- að um hundinn líður honum mun betur í borg, þar sem hann getur legið við fætur húsbónda síns og notið félagsskapar hans eða þeirrar fjölskyldu sem hann tilheyrir. Málið er bara það að á meðal hundeigenda, rétt eins og alls staðar annars staðar, fyrirfinnst allskonar fólk. Sumir eru slóðar og það er rétt að hundum þeirra líður yfirleitt illa, en svo er einnig til fólk sem hugsar vel um hundana sína og er bæði þeim og sjálfum sér til sóma. Við verðum að gæta þess að reyta ekki upp blómin með illgresinu, björgunarhundarnir fyrir vestan tala sínu máli og ég held að flestir geri sér grein fyrir því að ef aðstoðar þeirra hefði ekki notið við hefðu fleiri látið lífið en raun bar vitni. Það er því umhugsunarefni að nýlega kom upp tillaga í borgarráði Reykjavíkur um að banna hundahald í borginni á ný. Mig langar til að enda þessa grein á sömu orðum og aðra grein sem ég skrifaði í Mbl. og fyrr hefur verið vitnað í, en þau eru þessi: Hinn almenni hundur og hundeig- andi eru þau fræ sem vaxa upp og verða að sérþjálfuðum hundum og hundaþjálfurum. Ef ekki væru til fræ yrðu aldrei til blóm. AXELHAUGEN, Austurbrún 2, Reykjavík. Athugasemd frá framkvæmdastj óra kvikmyndasj óðs Frá Bryndísi Schram, fram- kvæmdastjóra kvikmyndasjóðs ís- lands: UM helgina birtist í ijölmiðlum frétt um athugasemd ríkisendurskoðanda við risnukostnað og ferðareikning Kvikmyndasjóðs íslands árið 1993. Til þess að forðast misskilning og óþarfa vangaveltur um þessa frétt vill framkvæmdastjóri sjóðsins koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: Arið 1993 var var fyrsta ár núver- andi framkvæmdastjóra í starfi. Þetta var mjög annasamt og við- burðaríkt ár. Aldrei höfðu fleiri ís- lenskar kvikmyndir verið framleiddar og þær voru á stöðugu ferðalagi milli hátíða um allan heim. Þar á meðal var kvikmyndinin Sódóma sem var valin til sýningar á einni virtustu hátíð í_heimi, hátíðinni í Cannes. (1) Á árinu 1993 var í fyrsta sinn haldin norræn kvikmyndahátíð á Is- landi. Það þýddi aukinn risnukostnað. (2) Á árinu 1993 var í fyrsta sinn gert sérstakt kynningarátak á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Það þýddi auðvitað aukinn risnukostnað. (3) Á árinu 1993 hélt stjórn Scand- inavian Films í fyrsta sinn ársþing sitt á íslandi. Það þýddi líka aukinn risnukostnað. (4) Á árinu 1993 gerði bandarísk- ur hermaður sér sérstaka ferð til íslands til þess að afhenda mennta- málaráðherra tveggja tíma kvikmynd sem hann hafði tekið hér á landi á stríðsárunum. Það þýddi aukinn risnukostnað. (5) Stjómarfundir Kvikmynda- sjóðs eru haldnir einu sinni í mánuði og þá i húsakynnum sjóðsins á Laugavegi 24. Fundirnir eru haldnir í hádeginu, þar eð allir stjórnarmenn eru í fastri vinnu annars staðar. Á fundunum bera framkvæmdastjóri og ritari fram léttan málsverð. Tvisv- ar sinnum árið 1993 ákvað stjórn að halda fund utan húsakynna sjóðs- ins (til þess að fá vinnufrið, eins og þeir sögðu). Þá voru það ekki fram- kvæmdastjóri og ritari sem báru fram mat, heldur launaður starfs- kraftur. Það þýddi aukinn risnu- kostnað. Þó skal tekið fram að allur þessi kostnaður var innan marka fjárlaga. Varðandi skil á ferðareikningum fyrrum starfsmanna sjóðsins þá hef- ur verið unnið að því að gera það mál upp og hafa upp á þessum starfs- mönnum. Enn fremur heldur fram- kvæmdastjóri nú skrá yfir fjarvistir starfsmanna sjóðsins (sem er einn utan framkvæmdastjóra). Hvorugt þessara atriða var framkvæmda- stjóra kunnugt um fyrr en leið fram á árið 1993. Vonar undirrituð að þetta reynist fullnægjandi skýringar á athuga- semdum ríkisendurskoðenda. Það skal tekið fram að um áramót 1994 tóku nýir menn sæti í stjórn Kvik- myndaasjóðs íslands. Sú stjórn ber því enga ábyrgð á rekstri Kvik- myndasjóðs á árinu 1993. BRYNDÍS SCHRAM. Kvikmyndasjóður íslands, Laugavegi 24, Reykjavík Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 hvítur, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,2 millj. MMC Galant GLSi '91, hvítur, sjálfsk., ek. 109 þ. km, rafm. í öllu o.fl. Gott ein- tak. V. 1.090 þús. VW Golf CL 1,4 ’94, rauður, 5 g., ek. 22 þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús. I I I I I I ; I - I lutoble wsof mm Laws MAl .fllRIESfi Æm EINN ÞEKKTASTI MARKAÐSMAÐUR HEIMS A ISLANDI rThe22 Lmrnutnbj IVIAR K AÐ ARIN S Þú brýtur þau á eigin ábyrgð! NAMSTfeEFNA MEÐ JACK TROUT FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1995 Á SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM, KL. 9-15. Tekið er á móti skráningum á námstefnuna hjá Stjórnunar- félagi íslands í síma 562 1066, meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er kr. 24.900 (Almennt verð). Félagsverð SFí er kr. 21.165 (15% afsláttur). Innifalið í þátttökugjaldi er mappa með námstefnugögnum og ítarefni auk hádegisverðar. Ef þrír starfsmenn sama fyrirtækis skrá sig, fær fjórði þátttakandinn að fljóta með FRÍTT. Ráðlegt er að skrá sig tímanlega því síðast komust færri að en vildu. [ SKRÁNING 562 1066"] Stjórnunarfélag islands i samstarfi við ÍMARK- SÉRTILBOÐ TIL ÞÁTTTAKENPA UTAN AF LANDI: 30% afsláttur af flugfargjöldum (gisting á Hótei Loftleiðum er innifalin í flugfargjaldi). FLUGLEIDIR INNANIANDSÁ. Nissan Sunny SLX Sedan ’93, steingrár, sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.080 þús. Fjöldi bifreiða á mjög góðu verði og hagstæð- um kjörum. Nissan Sunny SLX station 4x4 (Arctic Edition) '94, blár, 5 g., ek. 16 þ. km., rafm. í öllu, dráttarkúla, tveir dekkjagangar. V. 1.530 þús. Sk. ód. Toyota Corolla XLi station ’95, græn- sans., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód. Chevrolet Suburban 4x4 '79, sjálfsk., 7-8 manna. Gott eintak. V. 490 þús. MMC Lancer GLC '89, brúnsans., sjálfsk., ek. 74 þ. km. Gott eintak. V.675 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 ’89, hvít- ur, 5 g., ek. 95 þ. km., dráttarkúla o.fl. Gott eintak. V. 870 þús. Cherokee Laredo 2,8 L 5 dyra ’86, svart- ur, sjálfsk. og millikassi. Allur ný yfirfar- inn. V. 980 þús. Sk. ód. Hyundai Pony LS Sedan '93, rauður, 5 g., ek. 32 þ. km V. 810 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '91, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 39 þ. km. V. 890 þús. Toyota Corolla XL ’88, 3ja dyra, GTi út- lit, 4 g., ek. 74 þ. km. V. 520 þús. Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 1.090 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa) '89, svartur, sjálfsk., óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. Suzuki Vitara JLXi ’92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750 þús. Sk. ód. V.W Golf 1,8 GTi ’88, rauður, 5 g., ek. 79 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. Toppein- tak. V. 780 þús. Sjaldgæfur bíll: Audi 1,8 Coupé ’91, grás- ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geilslaspilar o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX '92, hvitur, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 38 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 960 þús. Sk. ód. Toyota Hi Ace van 4x4 '91, 5 g., ek. 75 þ. km., vsk bíll. V. 1.450 þús. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.