Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frjáls fjölmiðlun sem gefur út DV 50% hlutur skipt- ir um eigendur I GÆR var gengið frá kaupum Sveins R. Eyjólfssonar á 50% hlut Harðar Einarssonar, sem skráður hefur verið á Reylq'aprent hf., í Frjálsri fjölmiðlun hf. sem gefur út DV og á Tímamót, útgáfufyrir- tæki Tímans, og einnig Isafoldar- prentsmiðju. Hörður Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að söluverðið væri trúnaðarmál og sömuleiðis með hvaða hætti gengið verður frá kaupunum, enda sé t.d. greiðslu- tími hluti af kaupverðinu og þar af leiðir trúnaðarmál einnig. Salan hafí verið í undirbúningi í taisverð- an tíma og hann sé sáttur við sölu- verðið. Hörður sagðist ekki ætla að draga sig í hlé frá viðskiptalífínu, Komst undan LÖGREGLUNNI var snemma í gærmorgun tilkynnt um alblóðug- an mann á Dunhaga á móts við Háskólabíó. Hann var með áverka á höfði og var fluttur í sjúkrabif- reið á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði maðurinn, sem er á sjötugsaldri, verið gestkomandi í húsi við Amargötu þegar til átaka kom milli hans og húsráðanda. Hann reyndi að komast undan en árásarmaðurinn fylgdi honum eftir og greiddi honum m.a. höfuðhögg en hins vegar sé ótímabært að ræða þau framtíðaráform sem hann hafí í huga. Hann muni þó tæplega starfa á sama sviði og Fijáls fjölmiðlun gerir. Hörður kveðst ekki hafa selt sökum óánægju vegna afkomu DV, heldur séu ástæðumar persónulegar og honum henti ágætlega að selja nú. Ekki sé að vænta mikilla skipu- lagsbreytinga innan fyrirtækisins í kjölfar sölunnar. Hörður og Sveinn hafa verið aðaleigendur Fijálsrar fjölmiðlun- ar hf. frá því í nóvember 1981 og ségir sá fyrmefndi samstarfíð hafa gengið með ágætum og verið ánægjulegt. Hann kveður samn- inginn miða við að hann láti af störfum í dag. árásarmanni með barefli. Árásarmaðurinn náði einnig peningaveski af manninum í eftirförinni. Sá sem ráðist var á komst und- an, gat látið vita af sér og var flutt- ur k slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn á heimili sínu og var hann einnig fluttur á slysadeild með minnihátt- ar áverka. Hann er á fertugsaldri og hefur margoft komið við sögu lögreglu, oftast vegna ölvunarmála en einnig vegna Iíkamsmeiðinga. .. , Morgunblaöið/Júiíus HJÖRDÍS Einarsdóttir (þriðja frá vinstri) er hér í hópi bridsfélaga sinna frá Bandaríkjunum. EIN af þeim fjölmörgu sem spila brids á alþjóðlegu bridsmóti sem hefst í Reykjavík í dag er Hjör- dís Einarsdóttir bridsspilari frá Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um. Hjördís er fædd á Patreks- flrði og bjó á íslandi fram til tvítugs, en hefur búið vestan hafs í yfir 40 ár. Hjördís hefur komið hingað fjórum sinnum frá því hún flutti héðan búferlum, en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í alþjóðlegu bridsmóti á íslandi. Mjög spennt „Ég lærði brids þjá foreldrum mínum þegar ég var fimm eða sjö ára,“ sagði Hjördís. Hún sagð- ist hafa haldið þessari kunnáttu við og spila brids þijú kvöld í viku síðustu áratugina, sem virk- ur þátttakandi í bridsklúbbi í Kemur heim eftir 40 ártilað spila brids heimabæ sínum í N-Karólínu. Hjördís sagði að tíu meðlimir bridsklúbbsins kæmu til íslands til að taka þátt í mótinu, en á þriðja tug bridsspilara kæmu frá Bandaríkjunum að þessu sinni. Hún sagði að allt væru þetta öflugir spilarar; margir með meistaratitila. „Ég var injög spennt þegar ég frétti af þessu móti á íslandi og var alveg ákveðin í að fara. Ég hef tekið þátt í alþjóðlegum bridsmótum um öll Bandaríkin, en aldrei tekið þátt í móti á ís- landi. Þetta verður mjög gaman. Ég hlakka til að kynnast íslensku spilurunum, sem ég veit að eru nýög góðir,“ sagði Hjördís. Hjördís sagði að þó að hún væri ákveðin í að standa sig vel á mótinu myndi hún gefa sér góðan tíma til að heimsækja ætt- ingja sína hér á landi, en hún á m.a. systur sem býr í Reykjavík. Hjördís stoppar á íslandi í viku að þessu sinni, en hún sagðist ætla koma aftur í júlí og með manninum sínum og skoða gamla landið þá betur. ■ Yfir 100 sveitir/37 Fortíð Alþýðubanda- lagsins aðalefni utanríkisumræðu Umræða um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær snerist upp í mjög hörð orða- skipti um fortíð Al- þýðubandalagsins og svonefnd Stasi-skjöl. IUMRÆÐU um skýrslu utan- ríkisráðherra um utanríkis- mál gerði Bjöm Bjamason formaður utanríkismála- nefndar að umtalsefni svonefnd Stasi-skjöl, eða skýrslur austur- þýsku öryggislögreglunnar sem hafa verið mjög til umræðu eftir sjónvarpsþátt um síðustu helgi. Bjöm sagði skjölin staðfesta að mjög náin tengsl hafi verið á milli stjómmálamanna hér á landi og ráðamanna kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi. Tveir núver- andi þingmenn hefðu meðal annars notið góðs af þessari samvinnu þar sem þeir hefðu verið valdir á flokkslegum forsendum til að stunda nám í land- inu. Hinn sálræni og póli- tíski vandi, sem tengdist hruni kommúnismans, teygði sig því hingað til lands og raunar inn fyr- ir veggi Alþingis. Tónninn hefur breyst „í upphafí [þessa kjörtímabils] hvatti ég þá sem starfa í Alþýðu- bandalaginu til að gera upp við þessa fortíð sína og flokks síns. Þeim kröfum var í engu sinnt og gjaman svarað með skætingi eða flissi og útúrsnúningum. Ég heyri ekki betur en tónninn hafí dálítið breyst eftir sjónvarpsþátt um síð- ustu helgi. Við höfum meðal ann- ars hér á þingi mann sem segist hafa flúið ófrelsið, einskonar póli- tískan flóttamann, sem þó var sendur á flokkslegum forsendum til náms í Austur-Þýskalandi. Ég hvet enn til þess að Alþýðubanda- lagið geri hreint fyrir sínum dyrum. Það fer ekki vel á því að skjöl frá útlöndum hreki menn þar úr einu víginu í annað,“ sagði Björn. Hann vitnaði einnig í viðtal við Þór Whitehead prófessor í Alþýðu- blaðinu á miðvikudag þar sem Þór spurði m.a. hvers vegna hinn gamli kjami í Alþýðubandalaginu hefði alltaf færst undan uppgjöri við for- tíðina. „Hvers vegna sögðu þeir ekki frá tengSlum sínum við austur- þýsku leynilögregluna Stasi. Framburður þess- ara manna var ekki mjög trúverðugur í sjónvarps- þættinum," hafði Bjöm meðal annars eftir Þór og sagðist gera orð hans að sínum. Sjúklegt hugarfar Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins gagn- rýndi Bjöm harðlega fyrir ummæli sín og sagði þau röng og ósæm- andi, og eingöngu til þess ætluð að villa um fyrir þingi og þjóð. Þau væm þó ef til vill fyrst og fremst vitni um, sjúklegt hugarfar þing- mannsins. Hann sagðist ekkert hafa að fela sem forustumaður í Alþýðubanda- laginu. Hann benti m.a. á að hann hefði skrifað grein um hrun komm- únismans árið 1989, áður en stjórn- kerfí þessara ríkja hrundi, þar sem því var lýst yfír að gagnrýnendur þessara stjórnkerfa á árum áður hefðu haft rétt fyrir sér. „Þess vegna er það fals að segja að af hálfu Alþýðubandalagsins, hafi þeirri stefnu og stjórnkerfí, sem ríkti í þessum heimshluta, ekki verið afneitað. Alþýðubandalagið neitaði frá upphafi öllum samskipt- um við ráðaflokka þessa kerfís þótt ýmsir aðrir flokkar, eins og t.d. Framsóknarflokkurinn, héldu árum saman nánum flokkslegum samskiptum við kommúnistaflokka Austur-Evrópu." Ógeðfellt Ólafur Ragnar spurði hvað liði uppgjöri þeirra forustumanna Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra Morgunblaðsins og blaðamanna á íslandi sem studdu Bandaríkin ein- dregið í Víetnamstríðinu. Hann sagðist þó ekki vera að knýja á um slíkt uppgjör og teldi það ekki vera verkefni samtímans. Hann sagðist síðar í umræðunni vera viss um að þegar öll skjöl hefðu verið opnuð í öllum þeim erlendu ríkjum sem seilst hefðu til áhrifa á íslandi, þá myndi koma í ljós að í öllum stjóm- málaflokkum á íslandi hafí ýmsir einstaklingar haft samskipti út- sendara þessara ríkja, sem menn yrðu sammála um að hefðu verið óeðlileg. „Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti yfír þessum einstakl- ingum. Þeir voru uppi á öðmm tíma, mótaðir af öðmm þjóðfélags- legum vemleika,“ sagði Ólafur Ragnar. Fleiri þingmenn Alþýðubanda- lagsins mótmæltu ummælum Bjöms. Steingrímur J. Sigfússon sagði að ræða Björns Bjamasonar hefði verið afar ógeðfelld. Björn hefði ekki haft manndóm í sér að nafngreina þá sem hann réðst á en ekki hefði verið hægt að skilja annað en hann væri að saka Hjör- leif og Svavar um Stasi-tengsl. Það væri órökstuddur rógur og ósannur á gmndvelli löngu liðinna atburða. Hjörleifur Guttormsson sagði það ótrúlegan málflutning að leggja það til jafns að dvelja í ríki og hafa tengsl við leyni- þjónustu þess. Hjörleifur rakti afstöðu sína og Al- þýðubandalagsins til Austur-Evrópu, en flokk- urinn hefði samþykkt við stofnun 1968 að klippa á öll tengsl við árásarríkin gegn Tékkóslóvakíu það ár. Hjörleifur sagðist m.a. hafa tekið þá pólitísku afstöðu, eftir að hann kom frá námi 1963, að fara ekki í ferðalög og sækja um vega- bréfsáritanir í austurveg. „Þetta var gert til að undirstrika andúð mína á því þjóðskipulagi og vinnu- brögðum sem viðhöfð vom í þessum ríkjum," sagði Hjörleifur. Landráðabrigsl Svavar Gestsson sagði að Björn Bjamason hefði borið sér það á brýn að hafa brotið gegn hagsmun- um þjóðarinnar, og hann teldi það vera landráðabrigsl að segja það um sig að hann hefði haft Stasi- tengsl. „Ég þakka þingmanninum ekki fyrir ummæli af því tagi. Þau em ósönn og særandi í alla staði. Hafí hann ætlað að særa undirrit- aðan með því að tengja hann við landráðahreyfingu þá tókst honum það. En ég fullyrði að það er ekki til þess fallið að greiða fyrir eðlileg- um skoðanaskiptum um framtíðar- stefnu íslands í utanríkismálum," sagði Svavar. Björn sagði að ekki væri hægt að lesa landráðabrigsl út úr ræðu sinni og í einu skiptin sem hann hefði notað orðið tengsl var þegar hann vitnaði í ummæli Þórs White- heads. Björn sagðist ekki hafa sak- að Svavar um Stasitengsl enda hefðu engin skjöl fundist um Svav- ar í fórum Stasi. Því væri ekki hægt að fjalla um hvernig slík tengsl hefðu verið eða hvort þau hefðu verið. Prófsteinn á sinnaskipti Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði spurninguna snúast um það hvers vegna þeir ungu menn, sem kynntust þjóð- skipulagi austantjaldslandanna af eigin reynd, hefðu ekki gert upp við það á 6. og 7. áratugnum. Hitt væri mál Alþýðubandalagsins hvort það sem flokkur hefði gert upp við þetta með ærlegum hætti og dregið rétt- ar ályktanir af því sem menn hefðu sannanlega haft rangt fyrir sér með. „Og hver er prófsteinninn á þau sinnaskipti? Hefur þetta breytt af- stöðu þeirra til Atlantshafsbanda- lagsins? Hefur það breytt afstöðu þeirra til lýðræðisríkja? Hefur það breytt afstöðu þeirra til þátttöku erlends fjármagns í íslensku at- vinnulífi? Hefur það breytt afstöðu þeirra til EFTA, til EES?“ sagði Jón Baldvin og bætti við að ekki i væri trúverðugt þegar alþýðu- 1 bandalagsmenn segðust vera hinir einu sönnu jafnaðarmenn þegar ; horft væri á fortíð flokksins. „Geri hreint fyrir sínum dyrum" „Ber vítnf um sjúklegt hugarfar"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.