Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 NOATUN ODYR MATARKAUP! ÓOÝBT. saltkjot ÁÐUR NU 1/2 Lambaskrokkar BESTU KAUPIN (Takmarkaö magn) 349 - 269." 399-. Svínalundir HÓ ÁÐUR ,— 1.669-999 Lambalifur pr.Kg. AÐUR NU SvínahnakKa sneiöaí 899.- 699" 369-169: Lambahjörtu pr.kg. AÐUR NU WÝTT NYTT TAP EXTRA 99.? 499- 299: Lambanýru pr.kg. AÐUR NU pr.kg. Nupo létt - megrun fyrir alla 179.- 99; BACON SPARIPAKKNING AÐUR NU 949- 799; pr.kg. niöursneitt pakkinn Venjulegt verö kr. 999.< Sparið 200 KRÓNUR p».K9* 89^ pt.KS* KID'S bleiur mjúkar og rakadrægar 599,- pakkinn NOATUN X MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Öflugnr jarðskjálfti í vésturhluta Kólombíu Tugir manna fórust og hundr- uð slösuðust Bogota. Reuter. ÖFLUGUR jarðskjálfti skók borgir og bæi í Vestur-Kólombíu í fyrradag og fórust að minnsta kosti 37 manns. Meira en 230 slösuðust og tugir íbúð- arhúsa og annarra bygginga hrundu til grunna. Óttast er, að þessar töiur eigi eftir að hækka mikið. Styrkur skjálftans var 6,4 á Richter og er hann sá mesti síðan í mars 1983 þegar um 250 manns fórust og um 2.000 slösuðust í borginni Popayan. Skelfing greip um sig í Bogota, höfuðborginni, þegar skjálftinn reið yfir en tjónið varð mest í iðnaðar- borginni Pereira en þar búa 300.000 manns. Mynduðust víða sprungur í jörðina með þeim afleiðingum, að vatnið fossaði niður úr sundlaugum og hús og byggingar sprungu og hrundu saman. „Við horfðum á eina byggingu, ritstjórnarskrifstofur dagblaðs, springa upp úr og leggjast síðan saman,“ sagði íbúi í Pereira. „Fólk er skelfingu lostið.“ Skriðuföll og hjartaáfall Fjögurra manna fjölskylda fórst í Pereira þegar skriða féll á veg í hlíðunum við borgina og vitað er um nokkra, sem létust af hjartaáfalli vegna óttans, sem greip um sig í hamförunum, þar á meðal um eina 16 ára stúlku. Talið er, að margir dagar eða vik- ur muni líða áður en afleiðingar jarð- skjálftans verða fullljósar, einkum í litlum þorpum úti á landsbyggðinni. Svo virðist sem stjómvöld og yfir- völd í Pereira hafi þó brugðist skjótt við og voru hermenn sendir strax á vettvang til að sinna björgunarstörf- um. Barist um gullið LOFT er enn lævi blandið á landamærum Perús og Ekvadors en ríkin deila um gullauðug landsvæði í Amazon-skógunum, sem aldrei hafa verið mörkuð nákvæmlega. Hér eru sigurreifir, perúskir hermenn á leið í stríðið við granna sína í Ekvador. Hjálparstofnan- ir kæra Boesak Jóhannesarborg. Reuter. FULLTRÚAR norrænna hjálpar- stofnana áttu í gær fund með Thabo Mbeki, varaforseta Suður-Afríku, um mál Allan Boesaks. Hann er sakaður um að hafa misnotað fé, sem hjálparstofnanirnar gáfu til stofnunar á hans vegum á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Boesak neitar öllum ásökunum og segist ekki þurfa að biðjast afsökunar. Aðstoðarmenn Mbekis sögðu að taka yrðu ákvörðun bráðlega um það, hvort að Boesak yrði næsti sendiherra Suður-Afríku hjá Sam- einuðu þjóðunum í Genf, líkt og ákveðið hafði verið áður en málið kom upp. Boesak hefur lýst því yfir við suður-afríska fjölmiðla að hann vilji eiga fund með Mandela til að skýra mál sitt en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um slíkan fund. Hann segist vera reiðubúinn að af- sala sér sendiherrastöðunni. Ekki vegna þess að hann sé sekur heldur vegna umræðunnar um málið. I tílkynningu frá norrænu hjálp- arstofnununum, sem gefin var út í gær, segir að þau munu leggja fram formlega kæru hjá suður- afrískum lögregluyfirvöldum á hendur öllum þeim starfsmönnum stofnunarinnar, sem grunaðir eru um fjárdrátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.