Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarráð Akureyrar tók tilboð SH fram yfír tilboð ÍS. Þriðjungur starfsemi SH flyzt norður í sumar Hnýting ÚA-flugnanna vekur öfund út um allt land . . . Þjónustusamningar gerðir milli ráðuneyta og stofnana Morgunblaðið/Kristinn ÞJÓNUSTUSAMNINGAR undirritaðir. Á myndinni til vinstri eru Hermann Guðjónsson, vita- og hafnarmálsstjóri, Halldór Blöndal og Friðrik Sophusson, en á hægri myndinni eru Aðalsteinn Ei- ríksson, skólameistari, Bessí Jóhannsdóttir .formaður skólanefndar, Ólafur G. Einarsson og Frið- rik Sophusson. Fyrir aftan er Haukur Ingibergsson, starfsmaður menntamálaráðuneytisins. Rekstrarábyrgð og stefnumótun aðskílin FJÁRMÁLARÁÐHERRA, sam- gönguráðherra og menntamálaráð- herra skrifuðu í gær undir tvo nýja þjónustusamninga við ríkisstofnanir, annars vegar við Kvennaskólann í Reykjavík og hins vegar við Vita- og hafnamálastofnun. Samningarnir eru til þriggja ára en fjárveitingar eru háðar fyrirvara um ákvörðun Alþingis. Áður hafa verið gerðir tveir þjón- ustusamningar á milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Geislavama ríkisins og iðnaðarráðu- neytisins og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Þá er samn- ingur landbúnaðarráðuneytisins við Bændaskólann á Hólum í undirbún- ingi. Þjónustusamningarnir eru gerðir í samræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar um nýskipan í ríkisrekstri sem miðast að því að dreifa valdi, auka sjálfstæði stofnana og skilja ábyrgð á rekstri frá pólitískri stefnumótun. I samningunum kemur fram hvernig viðkomandi stofnun selur ráðuneyti tiltekna þjónustu fyrir ákveðið verð. Þessi breytta tilhögun á samskiptum ráðuneyta og stofnana hefur verið nefnd samningsstjórnun, sem hefur verið reynd víða um lönd á seinustu árum. Ánnars vegar fær stofnun aukið sjálfræði til ákvarðana um til- högun rekstrar og hvemig hún nær árangri en hins vegar er gerður þjón- ustusamningur milli stofnunar og ráðuneytis sem felur í sér hvaða árangri stofnunin skuldbindur sig til að ná og hvaða endurgjald ráðuneyt- ið áformar að 'veita. Mikilvægt tilraunastarf Fram kom í máli Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra við undirrit- un samninganna í gær, að um væri að ræða mikilvægt tilraunastarf og hann sagði að stjórnendur ríkisstofn- ana hefðu sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í breytingum sem þjón- ustusamningar af þessu tagi fælu í sér. Markmiðið væri að gera upplýs- ingar um starfssvið og verkefni stofnana ljósara fyrir almenning og stjórnvöld og ná fram hagkvæmari og betri þjónustu í ríkisrekstri. „Ég tel þetta spor í rétta átt, þar sem verið er að auka fjárhagslegt sjálfstæði Vita- og hafnamálastofn- unar en tel raunar að það þurfi að ganga lengra í þeim efnum og að nauðsynlegt sé að flytja hluta af fjár- málastjóminni frá fjármálaráðuneyt- inu til einstakra ráðuneyta og dreifa þannig valdinu og tel að með þeim hætti náist ábyrgari fjármálastjórn," sagði Halldór Blöndal samgönguráð- heira í samtali við Morgunblaðið. Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sagði að samningur- inn við Kvennaskólann væri í sam- ræmi við markmið þeirrar mennta- stefnu sem mótuð hefði verið um aukið sjálfstæði skóla. Samningur- inn gæti orðið framfaraspor þar sem áhersla væri lögð á faglegt og fjár- hagslegt sjálfstæði stofnana. Stjórnendur ánægðir með nýtt samskiptaform Forstöðumenn stofnananna tveggja undirrituðu samningana ásamt ráðherrunum í gær. Aðal- steinn Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans, og Bessí Jóhanns- dóttir, formaður skólanefndar, lýstu ánægju með þetta nýja samskipta- form og aukið sjálfstæði stofnunar- innar. Bessí sagði að hér gæti verið um tímamótasamning að ræða í starfi skólanna ef vel tækist til. Hermann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri, lýsti einnig ánægju sinni með samninginn sem hann sagði að veitti stofnuninni aukið svigrúm og fijálsræði í sam- bandi við eigin rekstur og fæli í sér aðskilnað á milli pólitískrar stefnu- mörkunar og hefðbundins reksturs. Loðnan farin að veiðast Vertiðin búin að vera skelfileg Loðna er farin að veið- ast austur af Hval- bak á ný eftir langa bið. Lárus Gríms- son, skipstjóri á Júpíter, var kominn með um 900 tonn í gær eftir tveggja daga veiði. Lárus er samt allt annað en ánægður með vertíðina, enda búinn að vera að leita að loðnu öðru hveiju í rúma fjóra mánuði án árangurs. „Þessi vertíð er búin að vera hreint út sagt skelfi- leg. Við höfum ekki fengið loðnu í eitthvað á fimmta mánuð. Þetta er allt annað en var í fyrra þegar mok- veiddist." - Hver heldur þú að sé skýringin á þessari dræmu veiði? „Það er erfítt að svara því. Við erum náttúrlega spældir út í fískifræðingana okkar. Það er búið að telja okkur trú um að loðnustofninn hafí verið byggður upp og gefnir hafa verið út risa- kvótar. Við höfum viljað halda því fram að loðnan hafí breytt um hegðun og þess vegna gangi veið- arnar svona illa. Við teljum að magnið hafí ekki minnkað heldur sé hegðunarmynstrið breytt. En auðvitað vitum við ekki hver skýringin er,_ekki frekar en fiski- fræðingar. Á þessari spá fiski- fræðinga hafa menn hins vegar verið að byggja fjárfestingar fyrir fleiri milljónir í bræðslum, flokk- unarbúnaði og endurbættum skip- um.“ - Er ekki rangt að kenna fiskifræðingum um þetta allt? Menn hafa aldrei getað gengið að loðnunni vísri. „Jú, það er rétt, en við erum gramir út í þá ekki síst vegna þess að þeir voru fyrir nokkrum árum að banna okkur að veiða þegar nóg var af loðnu. Þetta er auðvitað ekkert fiskifræðingum að kenna, en málið er að þeirra fræði eru handónýt. Það þarf að láta miklu meiri peninga í rann- sóknir á loðnu og fá fískifræðinga til að vera úti á sjó miklu lengur. Þeir byggja sínar mælingar á allt- of lítilli viðveru úti á sjó.“ - Hvernig er þá afkoman hjá ykkur sjómönnunum og út- gerðum skipanna? „Hún er náttúrlega skelfíleg í samræmi við þetta allt. Það verður mjög erfitt að ná endum saman á þessum skipum og sjálfsagt verður það ekki hægt því að þó að við finnum alla þessa loðnu sem okkur er sagt að sé í sjónum er ekki nokkur lífsins leið að veiða þetta allt. Bræðslurnar hafa -_________ takmarkaða bræðslu- getu og því liggur al- veg fyrir að það verða ekki veidd nema fáein hundruð þúsund tonn " það sem eftir lifir vertíðar." - Hvað getið þið stundað loðnuveiðar lengi? „Það er mjög misjafnt. Oft er þetta búið í byijun mars. Stundum hangir þetta fram í 20. og stund- um fram í miðjan apríl. Það er mín reynsla að eftir að vetrarveið- in fer af stað má reikna með að hún standi í rúma 50 daga.“ - Hvað gerið þið á Júpiter þegar vertíðin er búin? „Þá förum við í Smugusíldina. Nú stefna allir á hana og ætla ná upp öllu tapi ef menn tapa á loðn- unni. Ef síldin klikkar líka kemur úthafskarfí til greina." - Bjargaði ekki loðnan öll- um í fyrra? ,Jú, hún gerði það og fyllti menn bjartsýni. Árin á undan voru Lárus Grímsson ► LÁRUS Grímsson er skip- stjóri á Júpíter ÞH 61, en hann hefur verið skipstjóri á loðnu- skipum í um 15 ár. Júpíter er 1.300 tonna loðnuskip og eitt af stærstu og öflugustu skipunum í flotanum. Lárus er fæddur 3. mars 1951. Hann hefur stundað sjómennsku all- an sinn starfsaldur, en hann lauk prófi frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík 1975. Lárus er kvæntur Jóhönnu Krist- mundsdóttur. Þau eiga fjórar dætur. Þarf að setja meiri peninga í rannsóknir erfið og það má segja að þessi atvinnugrein hafi verið í hættu. Menn voru að veiða þennan fisk í tvo, þijá mánuði á ári, sem er auðvitað allt of Iítið.“ Hvað hefur þú verið að gera undanfarna mánuði þegar ekkert hefur veiðst? „Við erum búnir að hanga yfir þessu. Skipið fór í breytingar í Póllandi í vor og fór beint á loðnu þegar það kom heim. Við veiddum vel í ágústmánuði, en síðan höfum við hangið yfír þessu. Við fengum reyndar að veiða síld í nóvember, sem bjargaði því sem bjargað varð þann mánuðinn. Hina mánuðina hefur gangurinn verið sá að við höfum farið út og leitað og legið í landi þess á milli.“ - Nú þegar mikið er um íjár- festingar í loðnuvinnslu í landi hafa sumir talað um að það sé hættulegt hvað loðnuflotinn sé orðinn gamall og úreltur. „Já, það er alveg satt. Þetta eru mest allt 30-40 ára gömul skip. Á þessi skip reynir líklega hvað mest af öllum flotanum. Við erum að sigla á þeim dauða- hlöðnum og það segir sig sjálft að þegar skip- in eru orðin 30 ára gömul er jámið farið ..... að þynnast, enda veit ég dæmi um að það hafa verið að koma göt á skipsskrokkana. Það er mitt mat að loðnuflotinn sé að verða hættulegur. Hann dugar ekki í mörg ár í viðbót. Menn eiga á hættu að hér fari að verða alvarlegar uppákomur. Norðmenn hafa byggt tvær eða þijár gerðir af skipum þessi ár sem við erum búnir að vera á þessum draslum okkar. Norsku skipin era með kælitanka og maður sá það vel í sumar hvað það skiptir miklu máli. Þá komu Norðmenn með fyrsta flokks hráefni að landi eftir 12 daga veiðiferð. Við komum með loðnu eftir tveggja sólar- hringa utiveru og hún var öll í kássu. Á sama tíma era verksmiðj- urnar að fara út í gæðamjöl og það útheimtir ferska vöra.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.