Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 37 Stærsta Bridshátíðin hefst 1 kvöld Um hundrað sveitir eru skráðar til leiks Brlds Hötcl Loftlciðir BRIDSHÁTÍÐ 1995 Bridshátíð 1995 verður haldin 10. febrúar til 13. febrúar BRIDSHÁTÍÐ 1995 hefst í kvöld kl. 19. Hátíðin verður sú stærsta sem haldin hefur verið til þessa. Nærri 100 sveitir eru skráðar til leiks í Flugleiðamótinu og stækka varð tvímenningskeppnina og breyta keppnisforminu frá fyrri mótum vegna mikillar þátttöku erlendra spilara. Að venju taka margir sterkir erlendir spilarar þátt í Bridshátíð. Boðsgestir eru Michael Ros- enberg, einn af sigurvegurunum í keppninni um Rosenblum-bikar- inn í Albuequerque í sumar, og vinkona hans, Debbie Zucker- burg, sem er fyrrverandi heims- meistari unglinga og atvinnuspil- ari. Sveitarfélagar þeirra verða Fred Stewart og Steve Weinstein, sem hafa lengi verið í fremstu röð í Bandaríkjunum og öttu kappi við íslendinga í Yokohama á sínum tíma. Zia Mahmood frá Pakistan kemur að venju en hann spilar að þessu sinni við Bretann Tony Forrester. Sveitarfélagar þeirra eru Kanadamennimir Georg Mittelman og Fred Gitelman, en þeir verða í kanadíska landsliðinu sem spilar á heimsmeistaramót- inu í Kína í haust. Loks er bresku Evrópumeisturum í flokki yngri spilara boðið á mótið. Eins og áður sagði varð að stækka tvímenningskeppnina úr 48 pörum í 72 og breyta keppnis- forminu úr barometer í mitchell. Það þýðir að ekki verða spiluð sömu spil í einu á öllum borðun- um. Ástæðan fyrir stgskkuninni er meðal annars sú, að stór hóp- ur Bandaríkjamanna kemur á vegum ferðaskrifstofu sem sér- hæfir sig í bridsferðum. í hópnum er meðal annars fólk sem fæddist á íslandi en fluttist til Bandaríkj- anna fyrir mörgum árum. Farar- stjórinn, Tom Smith, var á árum áður í hópi sterkustu spilara Bandaríkjanna. Fleiri spilarar koma hingað á eigin vegum, þar á meðal kemur Rita Shugart hingað á einkaþotu sinni frá Bandaríkjunum með sveit. Sveitarfélagar hennar eru ekki af verri endanum, eða Andy Robson, sem venjulega spilar við Forrester, og Larry Cohen og Dave Berkowitz, eitt sterkasta par í Bandaríkjunum. Þá kemur tyrkneskt landsliðspar, færeyska landsliðið og norskt par. Spilið sem hvarf Michael Rosenberg er nýliði á Bridshátíð en hann þykir með allra snjöllustu bridsspilurum heims. Rosenberg fæddist í Skot- landi og komst í breska landslið- LARRY Cohen og Dave Berkowitz hafa spilað saman í sjö ár en í fyrsta skipti sem þeir spiluðu saman unnu þeir á einu virtasta tvímenningsmóti í Bandaríkjunum. Þessi mynd var tekin þá og Berkowitz virðist ekki síður stoltur af börn- unum sínum en sigrinum. ið um tvítugt en fluttist síðan til Bandaríkjanna. Hann spilaði í bandaríska landsliðinu á síðasta Ólympíumóti við auðkýfínginn Seimon Deutsch, en spilar einnig mikið við Zia. Zia og Rosenberg unnu fyrir skömmu á Cap Gemini-boðsmót- inu í Hollandi. Á þetta mót er árlega boðið 16 af sterkustu pör- um heims og Rosenberg og Zia voru að vinna á þessu móti sam- an í annað skipti og Zia í þriðja skiptið, en hann vann einu sinni með Eric Rodwell. Þess má geta að Cohen og Berkowitz enduðu þarna í 10. sæti og Forrester og Robson í 9. sæti Þetta spil kom fyrir í innbyrðis viðureign Zia og Rosenbergs og Forrester og Robsons. Spilið er ef til vill ekki merkilegt séð frá tæknilegum sjónarhóli. En það veitir skemmtilega innsýn í heim atvinnuspilaranna, sem hittast oft á ári víðsvegar um heiminn, spila ýmist sem andstæðingar eða samherjar og því eru mörkin á milli vináttu og samkeppni stund- um óljós. Vestur Norður ♦ Á962 ¥K92 ♦ K52 ♦ Á96 Austur ♦ D107 ♦ K3 ♦ ÁD76 ♦ G104 ♦ 876 ♦ D943 ♦ K76 ♦ D1042 Suður ♦ G854 ♦ 853 ♦ ÁG10 ♦ G83 Zia spilaði 2 spaða í suður og Forrester í vestur spilaði út tígli. Zia drap drottningu Robsons með ás, spilaði hjarta á kóng og litlum spaða úr borði. Forrester fékk á tíuna, tók tvo hjartaslagi og spil- aði sig út á spaða. Zia stakk upp spaðaás, tók tíg- ulslagina og spilaði sig út á spaða og Forrester var inni á drottning- una. Hann varð að spila laufi frá kóngnum og þegar Zia gaf í borði fékk Robson slaginn á laufdrottn- inguna. Hann spilaði lauftvistin- um til baka og Zia lagðist undir feld. Spilið var sýnt á sýningartöflu og áhorfendur sáu að ef Zia léti laufáttuna í slaginn myndi hún kosta kónginn hjá Forrester og spilið væri unnið. En Robson gat vel átt laufkónginn og þá væri rétt að stinga upp gosanum. Zia hugsaði og hugsaði og loks leiddist Robson þófið og stakk upp á því að þeir tækju næsta spil meðan Zia væri að ákveða sig! Þetta þótti öllum ágætis hug- mynd og furðu lostnir áhorfendur í sýningarsalnum sáu spilið allt í einu hverfa af skjánum og næsta spil kom í staðinn. Að því loknu tóku spilararnir upp leif- arnar af fyrra spilinu, Zia stakk upp laufgosanum og fór einn nið- ur og allir við borðið hlógu sig máttlausa. Guðm. Sv. Hermannsson AFMÆLI MAGNÚS KR. JÓNSSON Snjóbreiðan hylur sumarbústaðalandið þeirra Stínu og Magn- úsar, trén híma blað- laus, „ófætt vor býr í kvistum" núna þegar Magnús Kristján Jónsson nær 75 ára markinu. Einhvern veginn er það svo að í hvert sinn sem mér verður hugsað til Magnúsar kemur í hugann gróðurvinin sem þau hjónin hafa skapað austur í Bisk- upstungum. Þar hitti ég þau svo oft á sumrin þegar sól skín á himni og bjart er í sinni. Þar hefur hugur þeirra og hjarta verið síðustu áratugina. Magnús Kr. Jónsson er fæddur í Bolungarvík 10. febrúar 1920. Foreldrar hans voru hjónin Jón Valdimar Bjarnason frá Reykjar- fírði, N-ísafjarðarsýslu, og Kristín Margrét Guðmundsdóttir frá Mið- húsum í Reykjarfjarðarhreppi, N- ísafjarðarsýslu. Magnús er næst- elstur fimm bræðra. Elstur er Guðmundur, næstur Magnús, síð- an Bjarni, Anton og Gunnbjöm. Magnús hefur unnið marghátt- uð störf bæði til lands og sjávar. Hann aflaði sér menntunar við meðferð véla og kynditækja. Hann var vélstjóri og smyijari til sjós, vann meðal annars hjá Skeljungi, Vélsmiðjunni Hamri, Fiskiðjuveri BUR og Þýsk-íslenska. Frá fyrra hjónabandi á Magnús uppeldis- dóttur, Þórdísi Söndru. Ég kynntist Magnúsi fyrst þeg- ar hann kvæntist móðursystur minni, Kristínu Guðmundsdóttur árið 1966. Ég horfði dálítið rann- sakandi á þennan mann í fyrstu því okkur þótti öllum svo vænt um Stínu og vissum að hún átti það svo innilega skilið að verða ham- ingjusöm. Og auðvitað fór það svo að við Magnús urðum góðir vinir. Magnús getur verið skapharður nokkuð og ber þá svipmót vestf- irsku íjallanna sem steypast snarbrött í sjó fram. Honum er eiginlegt að segja skoðun sína umbúðalaust og fer þá ekki í manngreinarálit. Hann hefur ríka samúð með þeim sem minni mátt- ar eru og ákveðnar skoðanir á stjórnmálum. Magnús hefur alla tíð verið mjög vinstri sinnaður og ekki farið duit með álit sitt á þjóð- málum. Magnús Kr. Jónsson er afar hjálpsamur maður og til hans er gott að leita, ef á bjátar. Vinnu- samur er hann og hefur alla ævi unnið hörðum höndum og sjaldan fallið verk úr hendi. Hann er full- trúi þeirrar kynslóðar sem varð að beijast fyrir öllum lífsins gæð- um, menn fengu ekkert fyrirhafn- arlaust upp í hendurnar og menn urðu að bera ábyrgð á sér og sín- um gerðum. Þrautseigjan og orð- heldnin eru ríkir þættir í skapgerð hans. Fyrir um það bil 20 árum eignuðust þau Stína dálítinn blett í Biskupstungum. Svæðið var eins og hver annar mói. En þau hófu ótrauð það starf að breyta þessu óræktarlandi í gróðurvin. Magnús sléttaði landið, stakk hveija þúfu með skóflu, lagði drenlagn- ir, sáði og ræktaði. Mörgum sem á horfðu þótti þetta mikið starf og löng leið fram und- an þegar þau lögðu hjólhýsinu sínu fyrst þama. Nú er þessi blettur einhver falleg- asti reiturinn á svæð- inu. Birkitré, grenitré, lerkitré, alaskaaspir og fleiri og fleiri teg- undir prýða landið þeirra og litskrúðug blómabeð skarta inn á milli. Þarna reisti Magnús dálítið hús og það lýsir hugviti hans vel að þetta litla hús rúmar allt sem til þarf. Oft er þar þröng á þingi á sumrin þegar ættingjarnir streyma að og þá sannast að „húsið rúmar allt sem hjartað rúmar“. Við veröndina hefur Magnús gert heitan pott og oft er glatt á hjalla við og í pottin- um. Magnús er fróður vel og víð- lesinn. Hann er listfengur og við sumarbústaðinn þeirra Stínu em nokkur list'averk sem Magnús hef- ur smíðað í jám. Einhvern tíma labbaði með mér listamaður um landið þama. Hann dáðist mikið að listaverkum Magnúsar og sagði: „Hér hefur listamaður verið að verki.“ En Magnús yrkir líka . Sjálfur gerir hann lítið úr þessari iðju sinni. Á góðri stund skellti hann þessu fram: Eins og skriða í vorleysingum, veltur þjóðlífíð áfram, og ýtir á undan sér, vólcéði fyrri ára. En við skriðufót tímans, gróa jurtir framtíðarinnar í fógrum ljóma fyrirheits, um betra líf fyrir bömin þín, ó fagra land, frelsis og vona. 0 þú veltandi steinn, úr visku tímans, statt þú kyrr, og vert þeim blómum skjól, sem skjóta rótum, við skriðufót sannleikans í bijósti þjóðar þinnar, í tíma óttans, við afkomu mannsins, á atóm öld. í minnispunktum erfiðismanns- ins gætir margra grasa. Einhvem tíma réðust krakkarnir mínir í að skrifa upp ljóðin hans Magnúsar. Það var ærið verk. Innst í hugan- um er eins og leitin sé óstöðvandi og fær útrás í verkum hans. Nú er heilsan farin að bila hjá Stínu. Það kemur í hlut Magnúsar að hjálpa henni og hlúa að henni. Sjálfur er Magnús ern og tiltölu- lega heilsuhraustur. Um leið og ég sendi honum og þeim báðum mínar bestu kveðjur á þessum tímamótum í lífí hans, vil ég óska þess að þau muni enn um hríð njóta gróðurvinar sinnar í Bisk- upstungunum, að sumarið verði þeim ánægjulegt og að við eigum eftir að eiga margar góðar stund- ir saman. Guðm. G. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.