Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 13 LAIMDIÐ ^Morgunblaðið/Alfons FRÁ einu skemmtiatriðanna á þorrablóti þeirra Ólsara þar sem gert var létt grín að helstu atburðum bæjarins á sl. ári. Þorrablót Ólafsvíkurbúa Hljómsveitin þijá sólarhringa á leiðinni Höfnin í Helguvík Tílbúín að taka á móti loðnu í næstu viku Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FRÁ höfninni í Helguvík þar sem menn vinna nú hörðum hönd- um til að hafa allt tilbúið þegar og ef loðnan færist nær svæðinu. Ólafsvík - Ólafsvíkurbúar héldu sitt árlega þorrablót í félags- heimilinu Klifi fyrir nokkru og var aðsókn að vanda mjög góð. Öll félagasamtök bæjarins sáu um þorrablótið og var vel vandað til verksins. Hin hefðbundni þorramatur var á borðum auk skemmtiefnis, þar sem hæst bar Ólafsvíkur- króníkuna, sem fjallaði í léttum dúr um það sem mest hefur bor- ið á i bæjarfélaginu á sl. ári. Að borðhaldi og skemmtiatrið- Selfossi - Fyrsta sýningartafla um búnað og ráðstafanir til varnar slys- um á börnum var afhent í Heilsu- gæslustöðinni á Selfossi þriðjudaginn 7. febrúar. Sýningartaflan er liður í slysavarnarátakinu Vörn fyrir börn í heimahúsum. Það er slysavarnarnefnd 17 slysa- varnarfélaga á Suðurlandi sem stendur fýrir þessu átaki. Það er kynnt og unnið í samstarfí við Kaup- félag Árnesinga sem er stuðningsað- ili verkefnisins. Búnaðurinn sem sýndur er á sýningartöflunni fæst um loknum spilaði Hjónabandið frá Önundarfirði undir dansi og náði upp mikilli stemmningu meðal gesta og mættu stærri hljómsveitir læra mikið af þess- ari tveggja manna hljómsveit. Þess má geta að það tók hljóm- sveitina þriggja sólarhringa ferðalag að komast á staðinn. Veislustjóri kvöldsins var Jón Þór Lúðvíksson og skilaði hann sínu hlutverki með sóma eins og allir þeir sem áttu veg og vanda af þorrablótinu. hjá KA og söluhagnaður af vörunum rennur til stuðnings slysavömum á Suðurlandi. í verslun KÁ á Selfossi er einnig sýningarbás með þessum vörum og öðrum undir heitinu örygg- isvörur fyrir heimili. Áformað er að setja upp sýningar- töflur víða á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum. Forsvarsmenn slysa- vamamefndarinnar segja töflunum ætlað að minna fólk á og fá það til að hugsa um slysavarnir fyrir börn og þær slysagildrur sem leynast á heimilum. Keflavík - „Menn vinna nú hörðum höndum að þeim þáttum sem snerta loðnulöndunina og við vonumst til að geta tekið á móti loðnu í höfninni í Helguvík strax í næstu viku ef á þarf að halda,“ sagði Pétur Jóhanns- son hafnarstjóri í Keflavík, Njarðvík og Höfnum um þær hafnarfram- kvæmdir sem nú standa yfir í Helgu- vík. Að sögn Péturs er unnið að gerð 150 metra langs viðlegukants sem að hluta til verður notaður á þess- ari vertíð. Nú væri lokið byggingu 600 fermetra flokkunarstöðvar sem afkastaði 70 tonnum á klukkustund og búið væri að koma upp einum 2.000 tonnatanki til geymslu á loðn- unni. Verið væri að byggja annan samsvarandi tank og verið væri að taka niður 4.000 tonna tank við höfnina í Keflavík sem fluttur yrði til Helguvíkur, þannig að tankarím- ið þar yrði um 8.000 tonn. Finnskur - snillingur í harmonikuleik Egilsstöðum - Harmonikufélag Héraðsbúa hefur fengið hingað til lands kornungan finnskan harmonikuleikara til þess að kenna félagsmönnum. Tatu Kantomaa er tvítugur að aldri og kom hingað fyrst sem heiðursgestur á Landsmót harm- onikuleikara árið 1993 þar sem hann spilaði sig inn í hug og hjörtu móts- gesta. Að sögn T»tu Hreins Halldórs- Kantomaa sonar, formanns Harmonikufé- lags Héraðsbúa, er mikill fengur fyrir félagið að njóta leiðsagnar Tatu, hann hefur lært frá unga aldri og notið einkakennslu hjá mjög færum kennurum og er nú í hópi efnilegustu harmon- ikuleikara heims. Harmonikufé- lögin víða um heim hafa Ieitað eftir því að fá kennslu og halda tónleika með Tatu. Þessi finnski snillingur verður hér á landi þar til í apríl og verður með tónleika víða. Fyrstu tónleikar hans verða í Valaskjálf laugardaginn 10. febrúar. Pétur sagði að mikill áhugi væri hjá skipstjórnar- og útger,ðamönn- um á svæðinu vegna þessara fram- Hvammstanga - Mikið fannfergi er nú í Vestur-Húnavatnssýslu og segja menn nú meiri snjó í héraðinu en um langt árabil. Flutningar á mjólk til mjólkurstöðvarinnar á Hvamms- tanga hafa gengið erfílega og hafa snjóruðningstæki oft farið fyrir mjólkurbílum. Óstöðugt veður hefur orðið til þess að opnun vega í sumar sveitir, t.d. Vesturhóp, hefur ekki enst nema í nokkra klukkutíma. Að sögn Brynj- ólfs Sveinbergssonar, mjólkurbús- stjóra, hefur þurft að hella niður mjólk á tveimur bæjum á Vatnsnesi, en flutningarnir hafa heppnast að öðru leyti. Björgunarsveitir hafa aðstoðað ýmsa í erfiðleikum, 'm.a. fór snjóbíll kvæmda og ljóst væri að svo gæti farið að færri kæmust að en vildu til að landa í Helguvík. Káraborgar hlaðinn vörum á Vatns- nes vestanvert en vegur þangað hef- ur ekki verið ruddur nokkurn tíma. Hefur bíllinn reynst mikið þarfaþing innan hérðas. Snjórinn hefur víða fært girðingar í kaf og hafa menn áhyggjur af lausagöngu hrossa, m.a. á stofn- brautum. Eitthvað er um ákeyrslur á hross en alvarlegt slys ekki hlotist af. Víða eru jarðbönn og ráfa þá hrossin gjarnan um, jafnvel þótt þeim sé gefíð á ákveðna staði. Einnig hafa orðið nokkur óhöpp og slys af völdum snjóa og hálku. Þremur þorrablótum hefur verið frestað í héraðinu í Vesturhópi, Víðidal og Miðfírði, en stefnt að því að halda þau um næstu tvær helgar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ afhendingu fyrstu öryggistöflunnar. Forsvarsmenn slysa- varnadeildanna og Heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Átak gegn slysum á börnum Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson JÓNÍNA Signrðardóttir, búkona, stendur í snjógöngum en snjó- ruðningstækið er frá Vík í Mýrdal. Erfiðleikar við mj ólkurflutninga ■ ■ ■hhhhhi Laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Allt það besta frá Hewlett-Packard! ,ú\b oö' Laugardags 20°/o a\s\á^nr áöWum b\ekbv'^um —irr e\naóa9- Glæsileg laugardagskynning á öllu því nýjasta og besta frá Hewlett-Packard. o Við kynnum litaprentara mánaðarins, HP DeskJet 1200C, á hreint ótrúlegu o tilboðsverði kr. 134.900,- stgr.m.vsk. Auk þess Hewlett-Packard * geislaprentara, bleksprautuprentara, ferðaprentara, borðskanna o.fl. Kynning í verslun Tæknivals frá 10.00 til 14.00 á morgun laugardag. H Tæknival QjdWaOáos ■Wfeboia1 1995 $00 HP * XN. JL #> Vl. Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 X u ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.