Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 15 ÚRVERINU Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Skagaströnd - Sautján manns hafa undanfarinn mánuð stundað nám til 30 tonna skipstjórnarrétt- inda í kvöldskóla á Skagaströnd. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var Gylfi Guðjónsson stýrimaður og er þetta annað námskeiðið sem hann stýrir. Ein kona var í 17 manna hópn- um en námskeiðið var haldið á vegum Farskóla Norðurlands vestra í samvinnu við Stýri- _ mannaskólann í Reykjavík. Á námskeiði til 30 tonna réttinda Sjómenn á skólabekk er farið yfir siglingafræði, sigl- ingareglur og stöðugleika skipa ásamt dálítilli vélfræði og stutt námskeið í slysavörnum. Vél- fræðina kenndi Ernst Berndsen, yfirvélstjóri en tveir menn frá Slysavarnaskóla Slysavarnafé- lagsins sáu um námskeiðið í slysavörnum. Þess má geta til gamans að Gylfi og Ernst eru báðir á frysti- togaranum Arnari HU 1 og voru báðir í frítúr meðan námskeiðið stóð yfir. Á myndinni fá þátttak- endur í námskeiðinu tilsögn í að slökkva eld með handslökkvi- tækjum hjá mönnum frá Slysa- varnaskólanum. Með þeim eru Gylfi Guðjónsson og mennirnir tveir frá Slysavarnaskólanum. Allur undirmálsfiskur reiknast til kvóta „Grunar að undírmálið hætti að berast á land“ ÓLAFUR Jóhannesson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja ótt- ast að ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins þess efnis að allur undirmáls- fiskur skuli reiknast til kvóta muni leiða til verri umgengni um auðlind- ir sjávar. Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands tekur í sama streng og telur að þessi nýja reglugerð sé ekki til bóta. Guðmundur Karlsson hjá Fiskistofu er hins vegar á öðru máli og segir reglugerðina tímabæra. „Því miður grunar mig að undir- málið hætti hreinlega að berast á land,“ segir Ólafur Jóhannesson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. „Það hefur verið rætt um að stór híuti af dauðblóðguðum netafiski og minna verðmætum þorski komi ekki á land vegna þess hve verðlitlir þeir eru og mér sýn- ist margt benda til að eins fari fyrir undirmálinu. Útgerðirnar reyna að ná sem mestu út úr kvót- anum og vilja því ekki fá fisk sem er minna virði en óveiddur fiskur á land. Þessi reglugerð ýtir því bara undir að fiski sem er ódýrari en kvótinn verði hent í stórum stíl.“ í skýrslu samstarfsnefndar um bætta umgengni um auðlindir sjáv- YFIRVÖLD í Svolvær í Lófót hafa grun um, að rnikið af síld hafi ver- ið selt á svörtum markaði eða fram- hjá eftirlitinu. Hafa engar ákærur verið birtar enn en ljóst þykir, að mörg fyrirtæki hafi flutt út meira en þau hafi keypt og gefið upp. Talið er, að um verulegt magn sé að ræða hjá mörgum þeirra. Jafnt yfirvöld sem sölusamtök síldarverkenda vinna að rannsókn- inni og verður farið yfir bókhald margra fyrirtækja allt síðastliðið ár. Er litið mjög alvarlegum augum á þetta mál og til stendur að herða ar segir að athuganir sýni að stór hluti eða allt að 70-80% þess fisks sem landað er sem undirmálsfiski standist mál. Samkvæmt gömlu reglunni reiknaðist þriðjungur und- irmálsfisks, sem komið er með að landi, utan kvóta. Nefndin telur að þessi regla hafi verið misnotuð, stuðlað að aukinni löndun fisks undir máli og leitt til sjálftöku á kvóta. í ljósi þess var hún afnumin. Sala á undirmálsfiski dregist saman Ólafur er forviða á þessari rök- semdafærslu og segir að þróunin á Fiskmarkaði Suðurnesja hafi verið þveröfug; milli áranna 1993 og 1994 hafi sala á fiski undir máli eftirlitið verulega. I Noregi eru notaðar ýmsar að- ferðir við að umreikna afla upp úr sjó í fullunna vöru og það þykir raunar bjóða hættunni heim, að ekki skuli vera notaður einn og sami mælikvarðinn alls staðar. Stundum er miðað við kör á hafnar- bakka, stundum við vigt eftir flokk- un og stundum við vigt á einhverju tilteknu framleiðslustigi. I Noregi hefur verið nokkur umræða um þörfina á samræmingu í þesu efni og er búist við, að þetta mál muni verða til að ýta á eftir henni. dregist saman um 39% þar á bæ. „Ég held að þetta séu óþarfa áhyggjur, allavega hvað fiskmark- aðina varðar. Enda er fylgst með þessu. Sé undirmálið sett saman við stóra þorskinn lækkar meðal- verðið. Að mínu mati er þetta því spor í öfuga átt.“ Guðmundi Karlssyni hjá Fiski- stofu þykir eðlilegt að allur undir- málsfiskur reiknist til kvóta. Hann segir að mikil brögð hafi verið að því að gamla reglan hafi verið mis- notuð og því hafí þurft að grípa I taumana. Að sögn Guðmundar hef- ur mikill hluti þess afla sem landað héfur verið sem undirmáli alls ekki verið undirmálsfiskur heldur mun stærri fiskur en miðað hefur verið við 50 sentímetra þorsk eða minni, 45 sentímetra ýsu og 500 gramma karfa. Hann óttast ekki að nýja reglugerðin muni leiða til þess að afla verði hent í ríkari mæli í sjó- inn. „Varla fara menn að henda stóra fiskinum sem þeir voru að koma með í land sem undirmál.“ Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fískimannasam- bandsins er smeykur um að reglu- gerðin geti snúist upp í andhverfu sína. Hann telur að hún geti orðið til þess að minna af undirmálsfiski komi á land sem þýði ennþá vit- lausari tölur varðandi samsetningu landaðs afla en verið hefur; ekkert knúi lengur á um að halda undir- málinu sér um borð í veiðiskipun- um. „{ mjög þröngri kvótastöðu flot- ans á ég ekki von á því að menn séu mjög ginkeyptir fyrir að eyða aflaheimildum sínum í undirmál frekar heldur en dauðblóðgaðan fisk og ég get ekki séð að hann sé að koma mikið á land. Menn reyna fyrst og fremst að eyða þess- um litlu kvótum sínum í verðmæt- asta fiskinn. Ég tel því að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ Selja síldina á „svörtum“ FRÉTTIR: EVRÓPA Sænsk orkufyrirtæki hætta samráði ESA gerði athuga- semdir við raforku- viðskipti við Noreg SÆNSK orkufyrirtæki hafa hætt samráði sín á milli vegna raforkum- iðlunar til og frá Noregi. Sáu fyrir- tækin sitt óvænna, þegar Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) fór að gera athugasemdir við samráðið og lögðu niður samtök sín, KSN (Kraftind- ustrins samarbetsorgan för samk- örning med Norge). KSN hefur stýrt sölu og kaupum á raforku til og frá Noregi frá því á áttunda áratugnum. væri fijáls og opinn og háttsemi sænsku fyrirtækjanna stefndi eðli- legri starfsemi hans í hættu. Athugasemdum ESA var komið á framfæri við sænsku orkufyrirtækin og svöruðu þau því til að samráðinu yrði hætt og skammtímaviðskipti með orku milli Noregs og Svíþjóðar myndu hér eftir fara fram milli ein- stakra fyrirtækja eingöngu, án víð- tækara samráðs. ESA barst kæra á KSN á seinasta ári og taldi kærandinn að starfsemi samtakanna bryti í bága við sam- keppnisreglur Evrópusambandsins, sem gilda á Evrópska efnahagssvæð- inu. Eftir að hafa skoðað málið komst ESA að þeirri niðurstöðu að verðs- amráð sænsku fyrirtækjanna og samræming athafna þeirra á norska markaðnum færi í bága við sam- keppnislög. Stofnunin lagði áherzlu á að norski raforkumarkaðurinn Samkeppnisreglur eiga við um raforkugeirann „Þetta mál sýnir að evrópskar samkeppnisreglur gilda einnig í raf- orkugeiranum,“ segir Nic Grönvall, framkvæmdastjóri ESA, sem ábyrg- ur er fýrir samkeppnismálum. „Það ætti að minna evrópsk orkufyrirtæki á að með auknu frjálsræði í opin- berri löggjöf um þessa atvinnugrein verða einkafyrirtæki jafnframt að aflétta þeim samkeppnishömlum, sem þau hafa komið sér saman um.“ Svíkur mafían fé úr sjóðum ESB? Brussel. The Daily Telegraph. FRANSKI þingmaður- inn FranQois d’Aubert heldur því fram að glæpamenn svíki um 600-900 milljarða króna úr landbúnaðar- og þróunarsjóðum Evr- ópusambandsins á ári. Telur hann ítölsku maf- íuna bera ábyrgð á stór- um hluta fjársvikanna. Þingmaðurinn sakar framkvæmdastjórn ESB og Jacques Delors, fyrrum forseta hennar, sérstaklega um að stunda það sem hann kallar „Euromerta“ sem er tilvísun í „omerta", þagnarheit sikileysku mafíunnar. Skipulega sé hylmt yfír spillinguna. D’Aubert hefur setið í fjárlaga- nefnd franska þingsins, sem sér um Evrópumál, og hann var formaður nefndar sem kannaði ítök ítölsku mafíunnar í Frakklandi. Nýlega gaf hann út bók sem ber heitið „A kafí í evrópsku kjötkötlunum“, þar sem hann gagnrýnir embættismenn í Brussel fyrir slælegt eftirlit með fjár- málum sambandsins og jafnvel aðild að fjársvikum. Stuðningi við Suður-Ítalíu verði hætt Á fundi í Brussel á dögunum, þar sem hann kynnti bókina, hélt d’Au- bert því fram að verst væri ástandið á Ítalíu þó að hann hefði einnig áhyggjur af vaxandi mafíu- tengdri spillingu á frönsku eyjunni Kor- síku. Lagði hann til að hætt yrði stuðningi við suðurhluta Ítalíu, þar sem spillingin er mest. Hann segir ríkis- stjórnir Evrópu tregar til að grípa til aðgerða gegn spillingu þar sem þær óttist að þurfa að endurgreiða háar fjár- hæðir til ESB komi eitthvað misjafnt í ljós. Segir hann ítölsku lög- regluna koma upp um fjórum sinnum fleiri spillingarmál en stjómvöld greini ESB frá. D’Aubert rekur flestar helstu aðferðir sem fjársvikarar nota til að ná fé á ólöglegan hátt úr land- búnaðarsjóðum, sem gleypa helming sameiginlegra útgjalda ESB. Hann hrósar Bretum fyrir tilraun- ir þeirra til að fá framkvæmdastjóm- ina til að herða eftirlitið með land- búnaðargreiðslunum en sakar Delors um að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir slíkt. Frakkinn segir 10-15% af heildar- útgjöldum ESB fara í svikahítina en á þó erfitt með að færa rök fyrir þeirri tölu. Margir sérfræðingar telja að í raun sé um mun lægri upphæð- ir að ræða og Evrópusambandið sjálft gerir ráð fyrir 1% útgjalda. Delors: Sakaður um yfirhylmingu. Atak gegn spillingu Brussel. The Daily Telegraph. ÞÓ AÐ ESB vísi fullyrðingum Fran?ois d’Aubert um að spilling- in innan ESB nemi allt að 900 milljörðum króna viðurkenna for- ráðamenn sambandsins að málið sé alvarlegt. Anita Gradin, sem situr í framkva'mdastjórninni og sér um baráttuna gegn spillingu, segir að það sé „eitt brýnasta verkefni" sambandsins að vinna bug á spillingunni. ESB telur Ijóst að rúmir hundrað milljarðar króna renni í hendur svikara ár- lega og viðurkennir að um hærri upphæðir geti verið að ræða. Gradin hefur nú uppi áform um að svika-simalínan, sem fram- kvæmdastjórnin setti á laggirnar á síðasta ári verði efld, en þangað geta íbúar ESB hringt inn upplýs- ingar ef þeir vita af dæmum um að illa sé farið með opinbert fé. Er hugmynd Gradin sú að greidd verði þóknun til þeirra er koma með góðar upplýsingar. Þá er verið að setja á laggirnar deildir innan kerfisins, er eiga að taka á spillingunni. Hafa nýlega verið ráðnir 50 nýir embættis- menn til þeirra starfa og eru þeir nú alls 130. Á næstunni verða lík- lega ráðnir menn til að fylgjast sérstaklega með þeim sviðum, þar sem svikin eru mest, eða í tengsl- um við tóbaks-, mjólkur-, ólífuoliu- og nautakjötsframleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.