Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995"' Í7 STUTT Nýr yfir- maður ERLENT CIA * BILL Clin- ton, forseti Bandaríkj- anna, skipaði í fyrradag Michael Carns, upp- gjafahers- Carns höfðingja í flughemum, sem yfirmann CIA, bandarísku leyniþjón- ustunnar. Cams er óflokks- bundinn og hans bíður ekki síst að hressa upp á ímynd CLA eftir ýmis áföll, sem leyniþjón- ustan hefur orðið fyrir að und- anförnu. Reuter Mótmæla vatnslögn í Búlgaríu ALVARLEGUR vatnsskortur er í búlgörsku höfuðborginni Sófíu og er jafnvel óttast að farsóttir geti brotist út. Til þess að ráða bót á skortinum hófust sl. haust framkvæmdir við nýja vatnslögn sem veita á vatni úr ám í Rila- fjöllum í Iskam-uppistöðulónið. Ibúar Saparaeva Banya-héraðs- ins hafa hins vegar lagst gegn lagningu vatnsleiðslnanna og hafa hindrað framkvæmdir við vatnsveituna allt frá 23. desem- ber. Ríkisstjórnin ákvað í vik- unni að stöðva mótmælin og í fyrradag rauf búlgarska lög- reglan skörð í raðir fólks sem lokað hafði aðkomuleiðum að mannvirkjum. Var aldrað fólk áberandi i röðum mótmælenda. Hafði synina í huga DÍANA prinsessa af Wales hafði hagsmuni sona sinna að leiðarljósi þegar hún kærði og vann mál gegn eiganda heilsu- ræktarstöðvar, sem hafði tekið af henni myndir í leyfisleysi. Segpst hún vilja koma í veg fyrir, að fjölmiðlar fótum troði einkalíf þeirra með sama hætti og þeir hafi gert gagnvart henni. Var hún tilbúin til að bera vitni opinberlega og hefði þá orðið fyrst til þess af bresku kóngafólki á þessari öld. Rétt- arsátt náðist áður Fulbright látinn J. William Fulbright, stofnandi Fulbright-sjóðsins, sem styrkt hefur Bandaríkjamenn til náms erlendis og útlendinga í Banda- ríkjunum, lést í gær 89 ára að aldri. Hann var demókrati frá Arkansas, formaður utanríkis- málanefndar bandarísku öld- ungadeildarinnar um 15 ára skeið og mjög gagnrýninn á Víetnamstríðið á sínum tíma. eða 73.674 ^mBT* Raðgreiðslur, kr. 3.574 á mán., í 24 mánuði Raðgreiðslur, kr. 2.541 á mánuði, í 36 mánuði íraki framseldur vegna tilræðisins í World Trade Center Quayle ekki í framboð DAN Quayle, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að keppa ekki eftir því að verða forsetafram- bjóðandi Repúblik- anaflokksins í kosningun- um á næsta ári. Quayle hefur verið á sjúkrahúsi Quayle tvisvar sinn- um vegna blóðtappa í lungum en að sögn CNN-sjónvarps- stöðvarinnar er ákvörðun hans ekki sprottin af því, heldur vegna þess, að honum hefur ekki tekist að verða sér úti um nægan fjárstuðning. Neitar allri aðild New York. Reuter. HERSKÁR íraskur múslimi, Ramzi Ahmed Yousef, sem er sak- aður um að hafa skipulagt sprengj- utilræði í World Trade Center í New York, kvaðst saklaus af verknaðinum þegar hann var leidd- ur fyrir dómara í gær. Yousef var handtekinn í Pakistan og framseld- ur til Bandaríkjanna í fyrrakvöld. Innanríkisráðherra Pakistans sagði að Yousef hefði játað að hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu þegar hann var yfírheyrður áður en hann var framseldur. Yousef var upphaf- lega ákærður ásamt fjórum mú- slimum sem voru sakfelldir í mars og dæmdir 5 lífstíðarfangelsi. Sakborningurinn var á meðal tíu glæpa- og hryðjuverkamanna sem Pakistanar segja manninn hafa játað sprengju- tilræðið bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt mesta áherslu á að finna. Boðnar höfðu verið tvær milljónir dollara fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans. Sótti um hæli sem flóttamaður Youzef kom til Bandaríkjanna 1. september árið 1992, með íraskt vegabréf en án áritunar. Hann sótti um landvist sem pólitískur flóttamaður og beiðni hans^ var óútkljáð þegar hann slapp til íraks undir fölsku nafni 26. febrúar 1993, kvöldið sem sprengjan sprakk í World Trade Center. Sex manns biðu bana og um 1.000 særðust í sprengjutilræðinu. Youzef er 27 ára gamall og tal- inn hafa búið lengst af í Kúveit. Hann barðist einnig með mú- slimskum skæruliðum í stríðinu í Afganistan. Þegar hann var í New York var hann í söfnuði egypska klerksins Omars Abdel-Rahmans, sem hefur verið sóttur til saka fyrir að hafa lagt á ráðin um fjöl- mörg sprengjutilræði í bandarísk- um borgum. Reuter * I geimnum GEIMFARARNIR Mike Foale og Bernard Harris gera tilraunir sem tengjast smíði geimstöðvar. Þeir eru í áhöfn geimfeijunnar Discovery og Harris er fyrsti blökkumaðurinn í geimgöngu. BRÆÐURNIR DJQRMSSONHF Lágmúla 8, sími 38820. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helliss- andi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúö, Búöardal. Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blöndu- ósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvik. Kf. Þin- geyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Stál, Seyðisfirði. Versl. Vlk, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fit Hafnarfirði. óbvrgð á öllum AEG ÞVOTTAVÉLUM AEG þvottavélar AEG Lavamat 508 Vinduhraði 800 sn/mín, tekur 5 kg, sér hitavalrofi, ullar- forskrift, orkusparnaðarforskrift, orkunotkun 2,1 kWst á lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi, Kr. 69.990 stgr. Jeltsín setur tvo ráð- herra af fyrir gagnrýni Mnvkn. firnsní. Rpiifpr Movku. Grosní. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti setti tvo aðstoðarvamarmálaráðherra af í gær vegna afstöðu þeirra til herfar- ar rússneska hersins í Tsjetsjníju. Yfírmaður rússneska hersins í Moldovu, Alexander Lebed, bættist í gær í hóp leiðtoga hersins sem gagnrýnt hafa Jeltsín fyrir að senda herinn gegn uppreisnarsveitum í Grpsní. í tilskipun, sem gefin var út án nokkurra skýringa, sagði, að forset- inn hefði létt skyldum af hershöfð- ingjunum Georgíj Kondratjev og Matvej Búrlakov, sem voru aðstoð- arráðherrar Pavels Gratsjovs vam- armálaráðherra. — Búrlakov er fýrrverandi yfirmað- Uppreisnarmenn yfirgefa Grosní en segja að stríðinu sé ekki lokið ur sovéska og síðar rússneska her- aflans í Þýskalandi. Honum var vik- ið ótímabundið úr starfi í fyrra- haust vegna ásakana í fjölmiðlum um mikla spillingu í sveitum hans. Aðeins sérsveitir Kondratjev er meðal margra her- foringja sem gengið hafa fram fyr- ir skjöldu og fordæmt, að hefð- bundnar hersveitir skyldu sendar til Grosní. Hefur hann sagt, að þangað hefði átt að senda sérsveit- ir innanríkisráðuneytisins einar. Alexander Lebed hershöfðingi í Moldovu bættist i hóp gagnrýnenda er hann sagði ráðamenn í Kreml hafa gerst seka um „glæpsamlegt“ athæfí í Tjsetsjníju. Krafðist hann þess að Jeltsín segði af sér eða yrði settur af. „Óreyndum og óþjálfuðum stráklingum hefur verið varpað beint fyrir byssukjaftana. Einungis glæpastjóm sendir borgara sína vís- vitandi í dauðann með þessum hætti,“ sagði Lebed í viðtali við blaðið Bergmál Tsjísínau. Með þessum ummælum er ólíklegt að hann komi til greina sem arftaki Gratsjovs á stóli vamarmálaráð- herra, eins og blaðið Ízvestíja taldí vel koma til greina í gær. Yfirgefa Grosní Liðsmenn uppreisnarsveita tsjetsjena hafa nær allir yfírgefíð Grosní. Aslan Maskhadov, yfírmað- ur sveitanna, sagði í gær, að fall borgarinnar væri enginn ósigur og stríðinu við rússneska herinn væri engan veginn lokið. „Hveiju skiptir ein borg? Það er alltaf til sú næsta, eða næsta þorp,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.