Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 13 LAIMDIÐ Atak slysavarnafélagsdeilda á Suðurlandi Vörn fyrir börn Fagradal - Slysavarnafélags- deildir á Suðurlandi hrintu af stað núna í febrúarátakinu Vörn fyrir börn og fengu til sam- starfs við sig Rauðakrossdeildir á Suðurlandi, Kaupfélag Árnes- inga og Mjólkurbú Flóamanna. Átakið verður í fernu lagi og nær yfir allt Suðurland frá Kirkjubæjarklaustri að Selfossi. Fyrsti áfangi felst í því að gefin eru spjöld með upplýsingum og myndum af öryggisbúnaði fyrir börn á allar heilsugæslustöðvar á svæðinu og munu allar verslanir Kaupfélags Árnesinga selja öryggisvörur fyrir börn i sérstökum básum og mun hagn- aður af sölunni renna til slysa- varna barna á Suðurlandi. í sam- bandi við átakið er dreift bækl- ingi með myndum af helstu ör- yggisvörum til að varna slysum á börnum bæði heima og í bíln- um. Hópur á vegum átaksins, Her- dís Storgaard frá Slysavarnafé- lagi Islands, Gunnar Einarsson, björgunarsveitinni Tryggva SVFI, Selfossi, formaður átaks- ins, og Bryndís Harðardóttir frá björgunarsveitinni Víkverja SVFI, Vík, Grétar Einarsson, formaður Víkverja, Sigurður Ævar Harðarson, formaður Rauðakrossdeildar Víkurlækn- ishéraðs, kom saman á heilsu- gæslustöðinni í Vík í Mýrdal í vikunni og var þar afhent eitt af þessum skiltum. Þar lýsti Helga Þorbergsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, ánægju sinni með þetta framtak og upplýsti að ákveðið er að halda námskeið á vegum Rauða krossdeildar Vík- urlæknishéraðs um slysavarnir á börnum og skyndihjálp í Vík ef næg þátttaka fæst. Frá heilsugæslustöðinni var haldið til verslunar Kaupfélags Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ afhendingu spjaldsins i heilsugæslunni á Vík. F.v.: Helga Þorbergsdóttir, Bryndís Harðardóttir, Herdís Storgaard, Grétar Einarsson og Sigurður Ævar Harðarson. Árnesinga og Guðmundi Pétri, verslunarstjóra, kynntar vör- urnar. Þegar því var lokið var haldið á Kirkjubæjarklaustur þar sem hópurinn fékk fádæma góðar viðtökur. Hofshreppur Þak féll á fjárhúsi Morgunblaðið/Sig. Jóns. FJÖLMENNT var í Skálholtskirkju við útskrift sérkennaranna. 30 kennarar luku sérkennslunámi Selfossi - Þrjátíu kennarar sem lokið hafa sérkennslunámi frá Kennaraháskóla íslands fengu prófskírteini sín afhent í Skálholti þar sem fram fóru formleg slit á náminu. Kennararnir eru víða að af landinu en flestir af Suður- landi, 14 talsins. Um er að ræða tveggja ára nám sem að hluta til var fjarnám en auk þess unnið í námslotum á vor-, sumar- og hausttíma og að auki í janúar. Mikið af verkefnum er unnið í náminu sem miðast að því að gera kennarana færari um að fást við hið flókna starf sérkennarans. Gréta K. Björnsdóttir kennari og fulltrúi námsmanna sagði að hún og aðrir sem stunduðu námið hefðu haft af því mikið gagn og það veitti kennurum sem fást við sérkennslu öryggi í starfinu. Hún sagði þau hafa kynnst hugmynd- um og fengið þjálfun í að leita að þekkingu út frá þeim viðfangsefn- um sem birtust í sérkennum nem- enda þeirra hveiju sinni. Við athöfnina söng Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn og við undirleik Glúms Gylfasonar og Stefáns Þorleifssonar. Ávörp fluttu Jón Hjartarson fræðslustjóri á Suðurlandi, Grétar L. Marinós- son umsjónarmaður sérkennslun- ámsins og Þórir Ólafsson rektor Kennaraháskóla íslands. Hofsósi - Undanfarið hefur verið mikil ótíð og kyngt niður snjó um austanverðan Skagafjörð og hefur snjórinn í flestum tilfellum verið mjög þungur þar sem snjóað hefur nánast í frostlausu veðri. Aðfaranótt mánudags féll þak á fjárhúsi niður undan snjóþunga á bænum Enni í Hofshreppi. Þetta var stálgrindarhús og féll þakið Læknirinn gangandi vegna ófærðar Miðhúsum, Reykhólahreppi - Þórður Ingólfsson læknir í Búðardal var að láta lyf og fleira ofan í bakpoka er fréttaritari átti við hann stutt samtal. Svínadalur verður ekki mokaður í bili og farið verður út fyrir strandir. Aðspurður sagði Þórður að læknunum í Búðardal hefði tekist að komast í Reyk- hóla í hverri viku í vetur utan einu sinni. Hins vegar hefði sjaldan tekist að halda áætl- un. Ætla má að Þórður hafi ekki komist til Reykhóla í gærkvöldi. Hann mun þurfa að ganga yfir Slitrin í Gils- firði. að hluta til niður í húsið. Engin kind Ienti undir þakinu því þær björguðu sér sjálfar í þann enda hússins er þakið hékk uppi. Beðið var um aðstoð hjá björg- unarsveitinni Gretti á Hofsósi og brugðust félagar úr sveitjnni fljótt við og aðstoðuðu við að hreinsa til og loka þeim hluta hússins sem uppi stóð. Eyja- og Mikla- holtshreppur Þak lætur undan snjóþunga Borg, Eyja- og Miklaholts- hreppi - Þak á fjárhúsum á Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi brotn- aði undan snjóþunga fyrir skömmu. Mikill snjór hafði safnast á hlöðuþak og féll það niður á fjár- húsin með þessum afleiðingum. Ekki slys á skepnum Engin slys urðu á skepnum en í húsunum eru bæði nautgripir og sauðfé. Mikill snjór féll ofan í hús- in og munu það vera um 150 fer- metrar sem féllu niður af þakinu. . Furðufólk búið til úr snjónum ÞAÐ hefur snjóað töluvert á Norðurlandi það sem af er vetri og þó allir séu ekki jafn- hrifnir þá kunna börnin að meta snjóinn því úr honum geta þau reist sér heilan furðu- heim og skapað í hann furðu- fólk. Þessi fríði hópur si\jó- trölla er reyndar ekki hár í loftinu og er sennilegt að hann verði bráðnaður áður en hann vex sköpurum sínum yfir höf- uð. Fataskópur 145 cm breiður x 200 cm hór og 60 cm djúpur. s^* -----O-------- Postulínsfílar hæð 43 cm. Ýmsir litir. Frábivrt pottatilboð 3 stk. t,s itr. + 2,0 m. + 5,0 m Allt adetns 1.998 Stgr. Samlokugrill 2.900 stgr. Hraðsuðukanna 2.320 Stgr. Brauðrist 1.990 stgr. Hrœrívél 2.460 stgr. Ukufoim 3 stk. Stœr} 23,25 o<! 27 cm. Allt a 650 Stgt. iVVt góð tilboð. ^ eldhus- miðstöðin Amsterdam sófasett leðurlíki 3+2 sæti. *9- 11 m* 1 p 1 Sófaborð 105x53 cm og 2 stk. bomborö 53x53 tm. AII,4aííilj^0sVÍ* Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Lágmúla 6, simi 684910, fax 684914.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.