Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPA
ERLENT
Framkvæmdastjórn ESB mótmælir
formlega grálúðukvóta við Kanada
Bonino segist verja
sögulegan rétt á
N-Atlantshafi
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins hefur mótmælt form-
lega úthlutun grálúðukvóta við
Kanada fyrir árið 1995 og telur sig
því ekki lengur bundna af kvóta-
ákvörðun NAFO, Norður-Atlants-
hafsfiskveiðinefndarinnar. ESB
hefur ákveðið að skammta sjálfu
sér 27.000 tonna kvóta, eða jafn-
mikið og NAFO telur að megi veiða
af grálúðunni.
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framk’væmdastjórn-
inni, segist fagna ákvörðun fram-
kvæmdastjórnarinnar. „Kvótinn,
sem okkur var úthlutað, var svo
óréttlátur að við áttum einskis ann-
ars úrkosta en að mótmæla ákvörð-
un NAFO til að verja sögulegan
rétt fiskimanna ESB til veiða á
Norður Atlantshafi," segir Bonino.
Hafa veitt um 75%
grálúðunnar
Skip frá ESB-ríkjum hafa veitt
grálúðu fyrir utan 200 mílna lög-
sögu Kanada um árabil. Undanfarin
þrjú ár hefur ESB veitt að meðal-
tali 45.000 tonn á ári, sem eru um
75% heildaraflans.
Framkvæmdastjómin telur að sú
ákvörðun NAFO að úthluta ESB
aðeins 3.400 tonnum af 27.000
tonna heildarkvóta á þessu ári, en
Kanada 16.300 tonnum og Rúss-
landi 3.400 tonnum, endurspegli
ekki á neinn hátt veiðireynslu und-
anfarinna ára og sé mismunun,
EMMA Bonino.
strandríkinu í vil, sem ekki eigi sér
stoð í þjóðarétti.
ESB bendir á að Kanadamenn
hafi veitt um 6.000 tonn af grálúðu
á ári og Rússar nánast ekki neitt
undanfarin ár.
Framkvæmdastjórnin telur að-
gerðir sínar innan ramma NAFO-
samkomulagsins og hefur jafnframt
lýst því yfir að hún vilji halda fis-
kvemdarsjónarmið í heiðri með því
að taka sér ekki meiri kvóta en
heildarkvótann, sem NAFO hefur
mælt með.
Danir borga
meira en
þeir fá frá
1997
• DANIR munu frá árinu 1997
greiða meira til fjárlaga Evrópu-
sambandsins en þeir fá til baka
úr sjóðum þess. Undanfarin 22
ár, sem Danmörk hefur verið í
ESB, hafa Iandsmenn fengið
meira úr ESB-sjóðum en þeir
lögðu fram. A árinu 1997 verður
nettóframlag Dana um einn millj-
arður íslenzkra króna.
• RÁÐHERRAR iandbúnaðar-
mála í ESB náðu ekki samkomu-
lagi um aðbúnað í gripaflutning-
um á fundi sínum á þriðjudag.
Þýzki landbúnaðarráðherra, Joc-
hen Borchert, sagði að reynt
yrði að nýju að ná samkomulagi
um strangari reglur í næsta
mánuði.
• í ÞÝZKA seðlabankanum hafa
menn efasemdir um að „ecu“ sé
heppilegt nafn á nýrri myntein-
ingu Evrópu. Tillögur þýzkra
seðlabankamanna munu að sögn
Svenska Dagbladet vera gyllini,
dalur, franki — eða mark. Gjarn-
an með forskeytinu „Evró“.
• EMBÆTTISMENN ESB gáfu
í skyn í gær að Króatía gæti fljót-
lega fengið aðild að áætlunum
ESB um fjárhagsaðstoð við Aust-
ur-Evrópu. Króatía hefur lítið
fengið úr sjóðum ESB til þessa,
enda hafa tilraunir sambandsins
til að fá stjórnvöld til að hætta
við að reka gæzlulið Sameinuðu
þjóðanna úr landi, Iítinn árangur
borið.
Hvað þarf marga
í myntbandalag’?
Brussel. Reuter.
YVES-Thibault de Silguy, sem fer
með efnahagsmál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, viður-
kenndi fyrir peningamálanefnd
Evrópuþingsins að hann vissi ekki
hversu mörg ríki þyrfti til þess að
stofna til myntbandalags ESB-
ríkja.
„Ef þið ætlizt til að ég svari
ykkur, munið þið verða fyrir von-
brigðum," sagði de Silguy. „Ýmsar
lagatúlkanir eru uppi og engin ein
þeirra sannfærir mig.“
Vafinn liggur í því að í Maastric-
ht-sáttmálanum segir að taka megi
upp sameiginlega mynt árið 1997
ef helmingur aðildarríkja ESB sé
tilbúinn til þess. Hins vegar hefur
Danmörk ákveðið að taka ekki þátt
í myntbandalagi og Bretland á rétt
á að koma sér undan því líka. Þess
vegna velta menn því fyrir sér hvort
þurfi meirihluta allra ríkjanna 15
eða aðeins 13 ríkja.
Bjartsýnn þrátt fyrir allt
Ekki eru líkur á að fleiri en sjö
ESB-ríki verði efnahagslega reiðu-
búin fyrir myntbandalag árið 1997.
Maastricht-sáttmálinn kveður á um
að komist bandalag ekki á það ár-
ið, skuli taka það upp árið 1999
meðal þeirra ríkja sem uppfylla
efnahagsleg skilyrði sáttmálans.
De Silguy sagðist þó bjartsýnn á
að myntbandalag yrði til árið 1997
og neitaði orðrómi um að reynt
hefði verið að spilla fyrir því mark-
miði á fundi fjármálaráðherra ESB-
ríkja fyrr í vikunni.
Suður-Afríka
Inkatha
sniðgeng-
ur þingið
Höfðaborg. Reuter.
MANGOSUTHU Buthelezi,
leiðtogi Inkatha-flokksins í
Suður-Afríku, hefur ákveðið
að sniðganga þingið, sem var
kjörið í fyrra, vegna meintra
vanefnda Nelsons Mandela
forseta og F.W. de Klerks
varaforseta.
Buthelezi og þingmenn
Inkatha gengu af þingi á
þriðjudag og flestir þeirra
sniðgengu þingfundi í gær.
Buthelezi mætti þó á fund
þjóðstjórnarinnar.
Suzanne Vos, þingmaður
Inkatha, sagði að Mandela
yrði að verða við kröfum
flokksins fyrir sérstakt
flokksþing sem ráðgert er í
byrjun næsta mánaðar. Á
flokksþinginu verður ákveðið
hvort þingmenn Inkatha, sem
eru 43, eigi að gegna þing-
mennsku og hvort þrír ráð-
herrar flokksins verði áfram
í þjóðstjóminni.
Buthelezi sakaði Mandela
■ og de Klerk um að hafa svik-
ið loforð um að leggja kröfur
Inkatha í stjórnarskrármálinu
fyrir erlenda milligöngumenn.
Deilan snýst um stöðu kon-
ungs Zulumanna og völd níu
héraðsstjórna.
Mandela fordæmdi ákvörð-
un Buthelezis og óttast er að
hún leiði til frekari átaka í
KwaZulu-Natal, þar sem þús-
undir manna hafa beðið bana
vegna deilna Inkatha og Af-
ríska þjóðarráðsins, flokks
Mandela.
Minnsta bók
í heimi
CHEN Fong-hsien, 39 ára gam-
all prenttæknifræðingur á Tæ-
van, sýnir hér eina minnstu bók
í heimi, „Mjallhvít og dvergana
sjö“. Bókin er á ensku, 76 blaðs-
íður og vegur 0,6 grömm. Chen
vonast til að bókin verði skráð
í Heimsmetabók Guiness sem
sú minnsta í heimi.
Reuter
Palestínsk samtök gegn samningum við ísrael
Krefjast afsagnar
Yassers Arafats
Nablus, Kairó. Reuter.
PALESTÍNSKIR þjóðemissinnar og
bókstafstrúarmenn hafa stofnað með
sér samtök til að berjast gegn friðar-
samkomulagi ísraela og PLO, Frels-
issamtaka Palestínumanna. Er það
ein helsta krafa þeirra, að Yasser
Arafat, leiðtogi PLO, segi af sér.
„Arafat hefur mistekist gjörsam-
lega og þetta er það eina, sem hann
getur gert,“ sagði Bassam al-
Shakaa, fyrrverandi borgarstjóri í
Nablus. Kvað hann nýju samtökin
beijast fyrir því að sameina alla
Palestínumenn undir einni forystu
eftir að PLO hefði fyrirgert rétti til
að tala fyrir þeirra munn.
Hvorki stuðningsmenn Arafats í
Fatah-hreyfingunni né Iiðsmenn
Hamas-samtakanna eiga aðild að
nýju samfylkingunni en þetta er í
fyrsta sinn sem ólíkir hópar samein-
ast í andstöðunni við friðarsamkomu-
lagið.
Enginn árangur í viðræðum
Fulltrúar PLO og ísraels ræddust
við í gær í Kairó um fyrirhugaðar
kosningar meðal Palestínumanna án
nokkurrar niðurstöðu. Segja Palest-
ínumenn, að tilgangslaust sé að ræða
um kosningar nema ísraelar standi
við samninga um að flytja herinn frá
Vesturbakkanum. Fulltrúar PLO
hafa rætt við ríkisstjórnir víða um
heim á síðustu dögum og lagt áherslu
á, að það séu fyrst og fremst ísrael-
ar, sem standi nú í vegi fyrir
framkvmd friðarsamkomulagsins.
Leitað að svöludriti
fyrir Kim Jong-il?
Scoul. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu
hafa sent fólk víða um heim til að
leita að efnum í fágæt töfralyf,
meðal annars tævanskt svöludrit,
til að tryggja að Kim Jong-il, leið-
togi landsins, verði langlífur, 'að
sögn fréttastofunnar Yonhap í Suð-
ur-Kóreu í gær.
Fréttastofan hafði eftir ónafn-
greindum heimildarmanni, sem var
sagður „þaulkunnugur málefnum
Norður-Kóreu“, að hópar Norður-
Kóreumanna hefðu verið sendir til
Tævans, Rússlands, Japans og
Kákasusfjalla til að safna efnum í
töfralyfin.
Hann sagði að einn hópurinn
hefði komið með svöludrit og hreið-
ur frá Tævan og annar hefði kom-
ist yfir efni í Kína sem talið er vera
gott fyrir lungun.
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa
margoft skýrt frá sögusögnum um
að Kim eigi við veikindi að stríða
og hann hefur meðal annars verið
sagður haldinn sykursýki, hjarta-,
nýrna- og lifrarsjúkdómum.
fSaPWcTIITT
STUTT
Reyklaust
flug- til
Astralíu
REYKINGAR verða bannaðar
í öllu farþegaflugi milli
Bandaríkjanna, Ástralíu og
Kanada frá og með 1. júlí
1996, samkvæmt nýju sam-
komulagi samgönguyfirvalda
í ríkjunum þremur. Ástralir
hafa auk þess bannað reyk-
ingar í öllu millilandaflugi frá
landinu frá sama tíma. Þar í
landi hafa reykingar verið
bannaðar í innanlandsflugi frá
1987.
Straumurinn
til N-Kóreu
NORÐUR-Kóreumenn hafa
ákveðið að slaka á ströngum
reglum um vegabréfsáritanir
til landsins í 10 daga í apríl.
Sögðu ferðamálayfirvöld í höf-
uðborginni Pyongyang, að von
væri á allt að 20.000 útlendum
gestum til íþrótta- og menn-
ingarhátíðar í borginni í lok
apríl. Yrði það mesti fjöldi
útlendinga sem sótt hefði
landsmenn heim frá stofnun
ríkisins. Ekki er nóg gistirými
á hótelum fyrir þann fjölda.
Uppreisn
fanga stöðvuð
LÖGREGLAN í Algeirsborg
drap um 100 bókstafstrúar-
menn er hún braut í gær á
bak aftur uppreisn i ramm-
gerðu öryggisfangelsi. Er
föngunum varð ljóst að þeir
gætu ekki brotist út skáru
þeir fjóra verði á háls. Þá var
frá því skýrt í gær að bók-
stafstrúarmenn hefðu setið
fyrir leigubílstjóra og grafíð
hann lifandi við fjallaþorpið
Tighrine í norðausturhluta
landsins á sunnudag.