Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðisflokkurinn og tilvísanamálið Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis- flokksins í október 1993 lagði und- irritaður fram tillögu í heilbrigðis- nefnd flokksins, um að sjálfstæðis- menn höfnuðu endurupptöku tilvís- anakerfís, vegna sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Töluverðar umræður urðu um tillöguna og að þeim loknum var gengið til at- kvæða um hana. Tugir einstakl- inga í heilbrigðisnefndinni greiddu tillögu minni atkvæði, en aðeins fjórir voru á móti. Tillagan var síð- ur en svo sett fram til að veija sérhagsmuni sérfræðilækna, held- ur til að styðja augljósa hagsmuni almennings, sem felast í aðgengi- legu og vel reknu heilbrigðiskerfi utan sjúkrahúsa, þar sem valfrelsi fólks er haft í heiðri. Það skal þeg- ar tekið fram, að undirritaður er heimilislæknir en ekki sérfræði- læknir. Þegar tillögur heilbrigðisnefnd- ar voru lagðar fyrir landsfundar- fulltrúa í heild voru þær samþykkt- ar nær mótatkvæðalaust. Auk ályktunar gegn tilvísanakerfinu höfnuðu sjálfstæðismenn tilkomu svonefndra heilsukorta og voru heilsukortin þar með úr sögunni. Hins vegar hefur landsfundará- lyktunin gegn tilvísanakerfínu ekki ennþá skilað sér nægilega vel til þingmanna og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Ég vil því ítreka tilmæli mín í grein hér í Morgun- blaðinu 28. september sl. um að „þeir virði landsfundarályktun flokksins og standi gegn hugmynd- um heilbrigðisráðherra um endur- komu tilvísanakerfisins". Heimíld ráðherra eldri en landsfundaráiyktunin Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, hefur hampað því, að hann hafi tveggja ára gamla heimild Alþingis til að koma á til- vísanakerfí á nýjan leik. Þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í október 1993 hafði Guðmundur Ámi Stefánsson tekið við embætti heilbrigðisráðherra af Sighvati. Guðmundur Ámi hafði ekki uppi áætlanir um endumpp- töku tilvísanakerfís. Tillaga mín á landsfundinum beindist því gegn áðumefndri heimild ráðherra um að koma á tilvísanakerfí, enda væri slíkt kerfi í andstöðu við hug- myndir sjálfstæðismanna um val- frelsi sjúklinga og atvinnufrelsi heilbrigðisstétta. Jafnframt var bent á, að ekki hefði verið sýnt fram á, að tilvísanakerfi leiddi til lækkunar á útgjöldum til heilbrigð- ismála. Villandi útreikningar Að undanfömu hafa verið birtar tölur, sem eiga að sýna allnokkra útgjaldalækkun hjá Trygginga- stofnun ríkisins með upptöku tilvís- anakerfís. Bomar em saman verkatakagreiðslur til sérfræðinga og launagreiðslur til heilsugæslu- lækna. Þeir sem em málum kunn- ugir vita þó, að langmestur hluti kostnaðar vegna ríkisrekinna heilsugæslustöðva er greiddur beint úr ríkissjóði en ekkiaf Trygg- ingastofnun ríkisins. í þessum samanburði er horft fram hjá stofnkostnaði, mest öllum rekstr- arkostnaði og launakostnaði ann- arra starfsmanna heilsugæslu- stöðvanna en lækna. Sama misskilnings gætir í skýrslu Hagsýslu ríkisins um heilsugæslustöðvar, sem út kom í júlí 1994. Þar er fullyrt, að kostn- aður við læknisverk sé sá sami hjá heimilislæknum á ríkisreknum heilsugæslustöðvum og þeim sem starfa sjálfstætt. Þegar betur er að gáð er í raun verið að bera saman heildargreiðslur hjá aðilan- um með sjálfstæðan rekstur við hluta kostnaðarins hjá þeim ríkis- rekna. Þannig er ekki tekið tillit til byggingar- eða húsnæðiskostn- aðar hjá heilsugæslustöðvunum í skýrslu Hagsýslunnar. Þó er vitað, að þessi kostnaður verður oft mjög hár hjá hinu opinbera. Það er slæmt, að ekki sé hægt að treysta upplýsingum og útreikn- ingum opinberra aðila um kostnað og greiðslur í heilbrigðis- þjónustunni. Svo vikið sé að enn einu dæmi um villandi útreikn- inga slíkra aðila á kostnaði í heilbrigðis- þjónustu, þá voru verktakagreiðslur til heimilislækna taldar til launa í skýrslu Rík- isendurskoðunar um launakjör lækna árið 1993. Undirritaður kom á framfæri leið- réttingum á þessu til Ríkisendurskoðunar, en sú leiðrétting hefur hvergi birst opinberlega. Andstaða almennings við tilvísanakerfi í áðurnefndri grein minni um tilvísanakerfið í Morgunblaðinu sl. Tilvísanakerfí er, að mati Olafs F. Magnús- sonar, í andstöðu við hugmyndir sjálfstæðis- manna um valfrelsi sjúklinga og atvinnu- frelsi heilbrigðisstétta. haust var bent á óvinsældir þess tilvísanakerfis, sem var lagt niður fyrir tíu árum. í sömu grein var rætt um nauðsyn þess „að kanna viðhorf almennings til tilvísana- kerfis í heilbrigðis- þjónustunni, því tæp- ( lega geta heilbrigðis- yfirvöld komið á slíku kerfí ef bæði læknar og almenningur eru á móti því“. Skoðanak- annanir hafa nú litið dagsins ljós og eru ótvíræðar. Yfírgnæf- andi meirihluti fólks ( er á móti tilvísanakerfí og er andstaðan meira áberandi meðal ( kvenna en karla. Það kemur ekki á óvart, því að konur leita oftar til heilbrigðisþjón- ustunnar en karlar, bæði vegna sjálfra sín og annarra. Greiður aðgangur fólks að góðri heilbrigðisþjónustu og frelsi til að velja sér lækni er mikið hagsmuna- mál almennings. Það er skoðun | undirritaðs, að í flestum tilvikum , sé bæði heppilegt og eðlilegt, að fólk leiti fyrst til heimilislæknis síns, sérstaklega ef um nýjan heilsufarsvanda er að ræða. Flestir heimilislæknar eru sérfræðingar í sinni starfsgrein og jafningjar ann- arra sérfræðinga varðandi læknis- menntun. Það er sjálfsagt að reka áróður fyrir því, að fólk hafí heimil- islækni sinn með í ráðum varðandi heilsufarsvandamál, en að sama skapi er afleitt að beita þvingunar- i aðgerðum og skriffinnskukerfí til að ná þessu fram. Verðstýring til heilsugæslunnar er þegar fyrir hendi, því sjúklingar greiða mun lægri gjöld hjá heimilislæknum en læknum í öðrum sérgreinum. Að mínu mati því bæði óþarft og óæskilegt, að bæta þar við tilvís- anakerfí. Ólafur F. Magnússon Hin létta pyngja samn- inganefndar ríkisins DAGINN fyrir kennaraverkfall komst Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, þannig að orði við fréttamann Sjónvarpsins að það virtist hafa hækkað í pyngju samninganefndarinnar. Þá var búið að bjóða kennurum 700 millj- ónir og að auki það sem almennt semdist um. í sama fréttatíma fengu landsmenn að heyra hvers konar smápeningum væri verið að veifa í þessari pyngju til að leysa þennan hluta kjaradeilnanna. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, var innt eftir því hvort þetta dygði til að Ijúka' deilunni. „Þeir eru að tala um milljónir en við erum að tala um milljarða" var svarið. Þótt kröf- ur kennara hafí að vonum verið oftast í fókus undanfamar vikur verður ríkissjóður einnig að svara kröfum allra annarra opinberra starfsmanna og kröfum Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins. Þegar allt er talið virðast þær fela í sér að útgjöld ríkisins og tekjutap vegna skatta- lækkana nemi a.m.k. 10 milljörð- um króna. I kjarasamningum hækkar ekki í pyngju samninganefndar rik- isins. Þvert á móti, götin á tómri pyngju stækka. Ég býst við að fleiri en ég eigi sér ósk um það að kröfur og tilboð í kjarasamningunum gætu hvílt á traustari og röklegri gmnni en við heyrum og sjáum þessa dagana. Hætt yrði að gá í tóma pyngju! Raunar segir sú líking ekki allt vegna þess að við eig- um eftir að greiða stóra skuld við þessa pyngju. Ríkissjóður hefur verið rekinn undanfarin ár með hátt í 10 milljarða halla á ári og miðað við desemberloforðin og fjárla- gaumræðuna má gera ráð fyrir framhaldi á því. Ef ríkissjóður þarf 10 milljarða til viðbótar til að liðka fyrir kjarasamningum vantar um 20 milljarða, eða u.þ.b. sjöttu hveija krónu sem ætlunin er að nota í þjónustu á vegum ríkisins þetta árið. Við eram á leið inn í dæmi sem lýst er þannig í Skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 1995- 1998 frá fjármála- ráðuneytinu, útg. 14. júní 1994. „Auk þeirra neikvæðu áhrifa sem vaxandi halli á ríkissjóði hefur á vexti, hagvöxt og atvinnuleysi leiðir hann til stóraukinna vaxtaútgjalda ríkis- sjóðs. í því dæmi sem rakið var j fjórða kafla kemur í ljós að vaxtaútgjöld nær tvö- faldast á tímabilinu 1994-1998 og verða um 20 milljarðar króna árið 1998. í reynd má því rekja allan hallarekstur ríkissjóðs til vaxta- greiðslna og þannig að veralegu leyti til hallareksturs og skulda- söfnunar fyrri ára. Með viðvarandi hallarekstri er því verið að skerða lífskjör komandi kynslóða. Sú leið getur ekki talist ábyrg.“ Ekki skal dregið í efa að þróun Hörður Bergmann sem þessi hækkar vexti, dregur úr hagvexti, eykur atvinnuleysi og þrengir kosti unga fólksins í fram- tíðinni. Séu slegin lán til að halda nokkum veginn óskertum ríkis- rekstri áfram og auka þannig vandann með hveiju árinu sem líð- ur er myndaður vítahringur: vax- andi skuldir - þyngri vaxtabyrði - minna fé til ráðstöfunar - minna svigrúm til að veita þjónustu. Ligg- ur því beint við að spyija: Hvaða peninga er ríksstjórnin og samn- inganefnd ríkisins að bjóða til að leysa kjaradeilumar? Hvert verða þeir sóttir? Hvaða tillögur hafa stéttarfélögin um það? Geta þau Þjóðin hefur þrengt kosti sína með ofveiði og of miklum lántökum. Hörður Berginanii telur tímabært að átta sig á nýjum efnahagsgrunni. útfært kröfur sem bijóta vítahring- inn og koma í veg fyrir að samn- ingamir auki atvinnuleysi, dragi úr þjónustu ríkisins og þyngi skatta og skuldabyrðar á uppvax- andi kynslóð? Hvað segir unga fólkið? Unga fólkið ætti að blanda sér af meiri krafti og yfírsýn í umræð- urnar um kjaramál og æskilega lendingu í deilum um þau. Á því bitnar atvinnuleysi harðast. Það axlar skuldabyrðarnar sem ætlun- in virðist að auka svo um munar til að leysa kjaradeilumar. Með megnið af skuldum heimilanna á herðunum og sem skattgreiðendur framtíðarinnar verður unga fólkið að skerpa skilning þeirra sem leiða stjórnmála- og kjarabaráttu á samhengi hlutanna. Auka skilning á afleiðingunum af umframeyðslu samtímans. Ef við viljum í alvöra bæta kjör þeirra sem mest þurfa á því að halda virðist óhjákvæmi- legt að fara aðrar leiðir en nú er verið að ræða. Það ætti að liggja í augum uppi að þjóðin þefur þrengt kosti sína í framtíðinni með ofveiði og of miklum lántökum. Það er vara- samt að nærast á draumóram. Reynslan bendir ekki til þess að hjal helstu álitsgjafa þjóðarinnar um markaðssókn, nýsköpun og samkeppnishæfni á yfírfullum heimsmarkaði breyti miklu. Ekki heldur aukin fjárframlög til skóla sem bjóða kennslu í 26-28 vikur á ári. Eða til rannsókna sem enda- laust virðist þurfa að bíða eftir árangri af. Vaxtarhyggjan hefur rannið sitt skeið. Efnahagsumsvif- in era farin að ógna vistkerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.