Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 23 Efla þarf heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa Á- undanfömum árum hefur fjöldi aðgerða, sem áður voru fram- kvæmdar á sjúkrahúsum, færst yfir á stofur sérfræðilækna utan sjúkrahúsa. Kostnaðaraukning sem af þessu hlýst skilar sér til baka og vel það í lægri útgjöldum á sjúkrahúsum. Stytting biðlista skilar fólki fyrr til heilsu og starfa á ný. Lokanir sjúkradeilda hafa einnig aukið álag á sérfræðiþjón- ustuna. Miklar framfarir innan læknisfræðinnar og fjölgun aldr- aðra leiða einnig til hækkaðra út- gjalda í heilbrigðisþjónustunni. Með hliðsjón af framansögðu virð- ist mér sem kostnaður vegna sér- fræðiþjónustunnar hafi alls ekki aukist umfram það sem eðlilegt má telja. Það stafar m.a. af því að kostir einstaklingsframtaks umfram ríkisrekstur hafa nýst í sjálfstæðri starfsemi sérfræði- lækna. Mikilvægt er að þessir sömu kostir fái notið sín í heilsugæsl- unni, en þróun mála þar stefnir beint í átt til ríkiseinokunar og þeirri þróun þarf að snúa við. Til að draga úr álagi á sérfræði- þjónustuna þarf að efla heilsuvernd og heilsugæslu. Markvissar að- gerðir í frumheilsugæslunni skila miklum árangri, eins og annað forvarnarstarf. Það er athyglisvert, að á sama tíma og talað er um að koma á tilvísanakerfi „til að efla heilsugæsluna" eru uppi hug- myndir um að leggja húsnæði Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur undir sjúkrahúsastarfsemi. Heislu- vemdarstöðin var reist fyrir fram- kvæði manna, sem höfðu skilning á gildi heilsuverndar umfram Allt ætti þetta að knýja okkur til að fara í alvöra að huga að því hvernig haga skuli kjarasamning- um þegar ekki er meira til skipt- anna heldur minna. Hveijir eiga að fá meira? Hinar breyttu forsendur gera ákveðna kröfu um að kjarasamn- ingar og ríkissjóður færi einungis auknar tekjur til hinna lægstlaun- uðu. Ef við viðurkennum núver- andi stöðu ríkissjóðs og væntum ekki of mikils af markaðssókn á yfirfullum mörkuðum þá er spum- ingin hvernig eigi áð hjálpa þeim sem þurfa mest á því að halda. Það verður naumast gert öðruvísi en með tekjutilfærslu. Húsaleigu- bæturnar eru ágætt dæmi um velheppnaða tekjutilfærslu. Bætur sem gagnast best þeim sem hafa lág laun og eiga ekki húsnæði. Alþingi gæti samþykkt frekari tekjutilfærslur með nýjum lögum um tekjutengdar barnabætur og markvissan hátekjuskatt og fjár- magnsskatt. En meira þarf til. í þeirri þröngu stöðu sem fortíðar- syndir og vistkreppa skapa má ekki horfa fram hjá því að kjara- samningar geta beinst að meiri jöfnuði í stað þess að miða að meiru handa öllum. Ég tel t.d. að það bæri vitni um sterka ábyrgðar- kennd hjá opinberam starfsmönn- um, ríkisstjórninni og stjómarand- stöðunni að beita sér fyrir því að hækka einungis laun þeirra ríkis- starfsmanna sem hafa minna en 90 þúsund á mánuði í grannlaun og lækka þau sem eru yfir 180 þúsund. Launalækkun er vitaskuld erfíð í framkvæmd en réttmæt reiði almennra launþega vegna síendurtekinna afhjúpana fíöl- miðla á tekjuaukum karlanna á toppinum gerir brýnna en nokkru sinni fyrr að afnema slík hlunn- indi. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur gengið á undan með góðu fordæmi. Það er komið að ríkis- valdinu. Kjarabarátta á nýjum grunni Stefna og starfhættir stjórn- málaflokka og stéttarfélaga mót- uðust á hagvaxtarskeiði þegar unnt var að auka bæði einka- neyslu og opinbera þjónustu jafnt marga samtíðarmenn sína. Hún var reist sem heilsuverndarstofnun en ekki sem sjúkrahús. Að mínu mati á að nota Heilsuverndarstöð- ina áfram sem miðstöð og sam- ræmingaraðila í heilsuvernd og heilsugæslu í Reykjavík en ekki að breyta henni í sjúkrahús eða öldrunarstofnun. Tilfærsla á starf- semi -stöðvarinnar myndi hafa mikla röskum og fjárútlát í för með sér. Þeim íjármunum væri mun betur varið til annarra að- gerða í heilsugæslunni. Stundum virðist manni sem spara eigi aurinn á einum stað til að eyða krónunni annars staðar. Forðumst ríkiseinokun í heilsugæslunni Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórrimálaaflið hérlendis sem hefur meiri trú á frelsi og einstaklings- framtaki en forræðishyggju og rík- isrekstri. í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur hlutur ríkisins aukist á kostnað einstaklingsframtaks í heilsugæslunni. Þó hníga mörg rök að því, að nýta megi kosti einstakl- ingsframtaksins í þágu heiidarinn- ar á þessu sviði sem mörgum öðram í íslensku þjóðlífi. Það er verkefni sjálfstæðismanna að snúa þessari öfugþróun við og koma í veg fyrir ríkiseinokun í heilsugæslunni. Markviss og skynsamleg uppbygg- ing heilsugæslunnar er miklu heppilegri fyrir alla aðila en koll- steypuaðgerð á borð við tilvísana- kerfí. íslensk heilbrigðisþjónusta er góð og við eigum að þróa skipu- lag hennar en ekki að bylta því. Höfundur er heimilislæknir og sérfræðingur í heinúlislækningum. og þétt frá ári til árs án þess að ganga á auðlindir. Verkefni stjórn- mála- og hagsmunasamtaka var einkum fólgið í því að skipta sívax- andi afrakstri auðlindanna og tekj- um þjóðfélagsins með réttlátum og skynsamlegum hætti. Átökin stóðu um það hvernig ætti að skipta sívaxandi feng. Leiðtogar og málsvarar flokka og hags- munasamtaka hafa enn ekki áttað sig nógu vel á því að við lifum nú aðra tíma. Hagvaxtarskeiðinu mikla, sem mótaði úreltan hug- myndagrandvöll, er lokið. Hinn auðveldi uppskeratími úr yfirfljót- andi auð- og orkulindum er liðinn og tímabært orðið að átta sig á nýjum efnahagsgranni. Hinar breyttu forsendur efna- hags- og lífskjara gera kröfu um breytt viðhorf og markvissa við- leitni til að auka jöfnuð og sann- gjarna tekjudreifíngu. Væntingar um betri kjör era háðar réttlátum skiptum, jöfnuði. Það setur fram- tíð stjórnmálastarfs og kjarabar- áttu í nýtt samhengi. Þröng staða unga fólksins gerir kröfu um nýja hugsun og endurmat á kerfi og venjum sem ríkisvaldið og verka- lýðshreyfíngin hafa byggt upp. Róttæk breyting gæti t.d. falist í því að snúa launakerfínu við. Hætta að borga fólki hærri laun eftir því sem það eldist í starfí og uppeldis- og húsnæðiskostnaður- inn lækkar. Og láta unga fólkið með bömin og þunga húsnæðis- kostnaðinn fá full laun þeim mun fyrr. Nauðsyn nýrrar hugsunar í kjarasamningum verður þeim mun brýnni sem ríkjandi viðhorf setja hag þeirra verst settu í meiri hættu. Kröfur, sem auka skuldir ríkis og sveitarfélaga, geta auð- veldlega bitnað á þeim sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfísins að halda og þeim sem neyðast til að leita eftir félagslegri aðstoð hjá sveitarfélögunum. Ef kröfur um aukinn kaupmátt allra og þar með aukna einkaneyslu leiða til þess að minna rennur til samneyslunn- ar er komið út fyrir mörk þess réttlætanlega og tímabært að hugsa betur sinn gang. Höfundur stundar ritstörf. L O R 40 sm hár er þriggja ára gamalt í endann og að meðaltali hefur það verið þvegið 600 sinnum og burstað 2100 sinnum. Það reynir á! É A • .— Þegar háríð eldist tapar jxið smátt og smátt bindiefninu. Hornþekjan fíaanar afog hárið verður reytt og slitið. CÉRAMIDE R* smýgur inn í hári&y fyliir upp í holrúmin oa "límir" fíögumar í nornþekjunni fastar við kjarnann. Hárið er endurbyggt. Smásjáin sýnir að bindiefnið er horfið. Eftir eru holrúm milli hornþekjunnar og kjamans. I smásjánni má sjá að holrúmin eru aftur full af bindiefni. Hárið er aftur orðið slétt og sterkt. L PARIS Á rannsóknastofum L'ORÉAL hefur veríð búin til ný sameind: CÉRAMIDE R' NÝJUNG! FORTIFIANCE með CÉRAMIDE R* byggir hárið upp að nýju - innan frá. DIÚPNÆRING NÆRINGARSJAMPÓ HÁRNÆRING FROOUNÆRING UORÉAL STYRKJANDIOG ENDURNÝJANDIFYRIR HÁRIÐ MEÐ CÉRAMIDE R* Þegar hárið slitnar hverfur náttúrulega bindiefnið (ceramide) sem límir hornþekjuna við kjarnann. Hárið hrörnar qg missir mýkt, styrk og^gljáa. A rannsóknastofum L'OREAL hefur lengi verið unnið að lausn vandamálsins og nú hefur tekist að þróa nýtt bindiefni sem L'QREAL hefur fengið einkarétt á - CERAMIQE R* - sem kemur í stað þess sem glatast. CERAMIDE R* binst hárinu og gefur því fyrri styrk - glataða æsku 7 á ný. Nýja hársnyrtilínan frá L'ORÉAL, FÓRTIFIANCE, er sú eina sem inniheldur CÉRAMIDE R*. Gagnstætt öðrum hársnyrtivörum vinnur FORTIFIANCE ekki utan á hárinu, heldur styrkir það innan frá og vinnur þannig á móti hrörnun þess. Hárið verður sterkt, mjúkt og gljáandi á ný. Sýnilegur árangur eftir 3 vikur! FORTIFIANCE með CERAMIDE R* er svo hraðvirkt að þriggja vikna notkun á sjampói og næringu nægir til að bæta byggingu og útlit hársins. FYRSTA HÁRSNYRTILÍNAN SEM VINNUR Á MÓTI HRÖRNUN HÁRSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.