Morgunblaðið - 23.02.1995, Page 26

Morgunblaðið - 23.02.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jlforgtiiifrljitoife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJARASTAÐA EFT- IRL AUN AFÓLKS TÆPLEGA HELMINGUR þjóðarinnar er illa á vegi staddur með skipulagningu eftirlaunasparnaðar. Sú er meginnið- urstaða Gallup-könnunar, sem kynnt var á nýafstaðinni nám- stefnu Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. Stór hluti landsmanna virðist ekki hafa gert ráðstafanir til að tryggja sér viðunandi afkomu á eftirlaunaárum. Jafnvel þeir, sem greitt hafa reglu- bundið í lífeyrissjóði alla starfsævina, verða fyrir töluverðri kjaraskerðingu við starfslok. Þeir einir, sem lagt hafa fjármuni reglubundið til hliðar, auk greiðslna í hefðbundna lífeyrissjóði, búa við lítt eða óskert kjör á eftirlaunaárum. Verðbréfamarkaður íslandsbanka á þakkir skildar fyrir könn- un og námstefnu um kjarastöðu íslenzkra eftirlaunaþega. Kjara- staða þeirra hefur ekki hlotið sömu athygli og umræðu og staða annarra þjóðfélagshópa. Könnunin leiðir í ljós að einungis þriðj- ungur þjóðarinnar telur sig frekar vel eða mjög vel undirbúinn til eftirlaunaáranna. Fimmtungur telur sig hvorki vel né illa staddan með tilliti til skipulagningar fjármála sinna að lokinni starfsævi. Tæplega helmingur, eða 45 af hundraði, telur sig frekar illa eða mjög illa á vegi staddan að þessu leyti. Nokkur hluti síðast talda hópsins hefur engar ráðstafanir gert til að búa í haginn fyrir sig þegar starfsævi lýkur. Ef ekkert er lagt fyrir til eftirlaunaára hefur viðkomandi engar tekjur eftir starfslok, utan bætur almannatrygginga. Ef aðeins er greitt í hefðbundna lífeyrissjóði hefur viðkomandi um það bil 95% af meðaltekjum eða rétt rúm 65% af lokatekjum á eftirlaunaárum. Þar að auki skerðast bætur lífeyrisþega frá almannatryggingum. Sú virðist niðurstaða könnunar og nám- stefnu Verðbréfamarkaðar íslandsbanka að þeir einir, sem Ieggi reglubundið fyrir til efri ára, auk þess að greiða iðgjöld til hefðbundinna lífeyrissjóða, tryggi sér tekjur á eftirlaunaárum yfir meðaltekjum sínum á starfsævinni, þann veg að kjaraskerð- ingin við starfslok verður ekki eins tilfinnanleg. AÐ KASTA KRÓNUNNI EKKI VERÐUR annað séð, en að sú ákvörðun heilbrigð- isyfirvalda, að skera niður fjárframlög til Landspítal- ans, með þeim hætti, að engar hjartaaðgerðir verður hægt að framkvæma á börnum á þessu ári, byggist á mikilli skammsýni. Samkvæmt frásögn Ásgeirs Haraldssonar, yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins, hér í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, myndi stofnkostnaður til að hægt yrði að fram- kvæma slíkar aðgerðir hérlendis, borga sig upp á innan við tveimur árum og eftir það myndu um 10 milljónir króna sparast á ári. Rökstuðningur talsmanna þess, að ekki verði hætt því þróunarstarfi sem hófst í fyrra, þegar Bjarni Torfason, hjartaskurðlæknir, og Hróðmar Helgason, sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna, framkvæmdu sjö hjartaaðgerðir á börnum, með frábærum árangri, virðist eiga fyllsta rétt á sér. Heilbrigðisráðuneytinu ber skylda til þess að svara þeirri gagnrýni sem fram er komin á þessar ákvarðanir og rökstyðja svör sín. Fram er komið, að það kostar tvöfalt meira að flytja börn til hjartaaðgerða til Englands,-eins og gert var í tilvikum 20 barna á liðnu ári, en að láta aðgerðirnar fara fram hér á landi. Auk þess sem bÖrnin og aðstandendur þeirra verða tvímælalaust að þola mun meira álag með slíkum ferðalögum og langdvöl erlendis. Málefnalega virðast engin rök fyrir þeim niðurskurði, sem nú hefur verið ákveðinn. Augljóst virðist að heilbrigðis- yfirvöld séu með þessari skipan mála, að spara eyrinn, með niðurskurði fjárveitinga til Landspítalans, en kasta krónunni, með því að auka útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins til muna frá því sem þyrfti að vera. Ráðstöfun sem þessi er vanhugsuð og hana á að taka til endurskoðunar. Það er óráð að taka ákvörðun um ráð- stöfun fjármuna úr ríkissjóði, sem í fljótu bragði virðist fela í sér sparnað, en þegar til lengri tíma er litið, felur í sér stóraukin útgjöld ríkissjóðs. Því að lokum eru það skatt- greiðendur þessa lands, sem fjármagna útgjöld ríkisins, hvort sem þau felast í fjármögnun á rekstri Landspítal- ans, Tryggingastofnunar, eða öðrum ríkisrekstri. Því er það frumskilyrði, til þess að skynsamlegar og jafnframt arðbærar ákvarðanir séu teknar um fjárútlát hins opinbera, að þeir sem valdið hafa til þess að ráðstafa fjármununum, hafi yfirsýn yfir það hvað ákvarðanirnar fela í sér. Fundur samtakanna Fjölskylduverndar með fulltrúum st Morgunblaðið/Sverrir FUNDARMENN og frummælendur voru á einu máli um að fjölskyldumál séu í brennidepli nú um stundir og tóku þeir fyrrnefndu virkan þátt í umræðum á fundinum. GUÐNÝ Guðbjörnsdótti dóttir, Sjálfstæðisflokki, arafundi samtakanna Fj r Fjölskyldan í fyrirmmi Kosningabaráttan er hafín og hafa stjómmála- flokkamir tekið til óspilltra málanna við að kynna stefnumál sín. Ef marka má borgara- fund sem haldinn var á vegum samtakanna Fjölskylduvemdar verða fjölskyldumál ofarlega á baugi að þessu sinni. Orri Páll Ormarsson sat fundinn og hlýddi á fulltrúa flokkanna flytja boðskap sinn. SAMTÖKIN Fjölskylduvernd efndu síðastliðið þriðju- dagskvöld til borgarafund- ar með fulltrúum stjórn- málaflokkanna í safnaðarheimili Langholtskirkju undir yfirskriftinni Fjölskyldan og ríkisvaldið. Fram- sóknarflokkurinn sendi ekki fulltrúa á vettvang en stefnur annarra flokka í fjölskyldumálum fyrir kom- andi Alþingiskosningar voru reifað- ar og tóku fundarmenn virkan þátt í umræðum að framsöguerindum loknum. Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra sá sér ekki fært að mæta sakir anna á Alþingi og talaði Bragi Guðbrandsson aðstoð- armaður ráðherra fyrir hennar hönd. Hann sagði að Alþýðuflokk- urinn legði mikla áherslu á, að því starfi sem unnið var á ári fjölskyld- unnar verði fylgt eftir og benti á, að ráðherra hefði nýverið Iagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um mótun opinberrar fjölskyldu- stefnu. Bragi er vongóður um að hún fái viðunandi umfjöllun áður en þing er úti, þrátt fyrir að lítill tími sé til stefnu og sagði að ríkis- stjórn Islands hefði ekki á öðrum ííma verið falið að móta slíka stefnu. Bragi sagði að í tillögunni sé fjall- að um forsendur, viðfangsefni og aðferðir sem brýnt sé að grípa til í því skyni að efla stöðu fjölskyldunn- ar. Markmiðið er þríþætt; að stuðla að því að fjölskyldan geti verið vett- vangur tilfinningatengsla; að gera fjölskyldum kleift að annast uppeldi barna af kostgæfni og að stuðla að því að virðing sé borin fyrir einstök- um fjölskyldumeðlimum. Bragi sagði að brýnt væri að hlúa að fjöl- skyldunni í sinni fjölbreyttustu mynd og nefndi sérstaklega fjöl- skyldur nýbúa og samkynhneigðra í því sambandi. Þá lagði hann jafn- framt áherslu á að nauðsynlegt væri að vernda einstaka fjölskyldu- meðlimi fyrir áreiti sem rekja má til ofneyslu vímUefna eða ofbeldis. í máli Braga kom einnig fram að í tillögunni er gert ráð fyrir að Fjöl- skylduráð verði sett á laggirnar. Er því ætlað að fjalla vítt og breitt um viðfangsefni sem heyra undir fjölskyldumál. Þá er einnig lagt til að stofnaður verði sérstakur fjölskylduverndarsjóður í þeim tilgangi að styrkja rannsóknir á málefnum fjölskyld- unnar. Ekkert óviðkomandi Sólveig Pétursdóttir alþingismað- ur og frambjóðandi á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík sagði að allar aðgerðir ríkisstjómarinnar miðist að því að bæta kjör fjölskyld- unnar. Fjölskyldunni er, að hennar mati, ekkert óviðkomandi og hag- stæð efnahagskilyrði og nægileg atvinna eru forsenda þess að hún þrífist. Sólveig sagði að fjölskyldumál hefðu ekki þótt pólitískt spennandi fyrir nokkrum árum; nú hefði veður hins vegar skipast í lofti. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að ríkis- stjórnin hefði beitt sér fyrir bættum hag barna með því að koma á fót embætti umboðsmanns þeirra. Enn- fremur gat hún þess að fyrirhugað- ar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar væru fjölskyld- unni í hag svo og frumvarp til laga um grunnskólann. Þá sagði Sólveig að breytingar á barnalögum væru í undirbúningi á Alþingi meðal ann- ars í því skyni að bæta stöðu forsjár- lausra foreldra. Sólveig sagði að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar væru í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins enda hafi hann lengi verið í fararbroddi þegar baráttumál fjölskyldunnar eru annars vegar. Þrátt fyrir marga góða sigra vakti hún þó athygli á því að ýmislegt mætti betur fara. Sérstaklega vill hún halda atvinnu- leysi í skefjum enda auki það álag á fjölskylduna og geti haft sundrungu í för með sér. Bryndís Illöðversdóttir sem skipar 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík lagði einnig áherslu á efnahagsmál í sinni ræðu og sagði að atvinnan væri forsenda þess að unnt sé að skapa sér og sínum viðunandi skilyrði í þjóðfélag- inu. Þá gætu félagslegar afleiðingar þess að glata vinnunni verið mjög slæmar. Margar fjölskyldur á barmi gjaldþrots Hún sagði að hlutverk ríkisvalds- ins væri að tryggja atvinnu, sam- tryggingu, jöfnuð og öflugt félags- legt kerfi sem þjóni öllum án tillits til efnahags. Hún bar núverandi ríkisstjórn ekki vel söguna í þessu sambandi og sagði einkennilegt að á sama tíma og staða þjóðarbúsins hefði batnað til muna römbuðu margar íslenskar fjölskyldur á barmi gjaldþrots. Bryndís sagði að fjölskyldunni sé gert hátt undir höfði í stefnuskrá Alþýðubandalagsins og óháðra fyrir komandi kosningar. Hún er þess sir.nis að slíkt hið sama beri að gera í stefnumótun ríkisvaldsins og hafa beri í huga að eitt sé í orði og annað á borði. Nefndi Bryndís meðal annars að þrátt fyrir fallegar samþykktir í alþjóðasáttmálum séu hagsmunir fjölskyldunnar ítrekað fyrir borð bornir. Hún vill einnig tryggja rétt einstaklinga gagnvart misgjörðum annarra og að mál þeirra fái réttláta meðferð komi þau til kasta ríkisvaldsins. Fjölskyldan ráði sjálf Sólveig Ólafsdóttir steig í pontu fyrir hönd Þjóðvaka og ____________ sagði að fjölskyldan eigi |\/|anni að ráða sínum málum san sjálf innan þess lagalega og siðferðislega ramma sem samfélagið setur henni. Hlutverk ríkisvaldsins er, að hennar mati, að sníða stoðkerfi utan um þennan ramma enda verði fjölskyldan að búa við forsvaranleg ytri skilyrði; skírskotaði hún eink- um til atvinnu- og húsnæðismála í því samhengi. Hún Iíkti hlutverki stjórnvalda við hlutverk björgunar- sveita; þegar út af bregður verði þau einatt að vera reiðubúin að skakka leikinn. Að sögn Sólveigar virðast stjórnvöld hins vegar ekki alltaf vera með kveikt á boðtækjun- um. Fjölskyldunni er ekkert óviðkomandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.