Morgunblaðið - 23.02.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 27
j órnmálaflokkanna
VÍMUEFNAVAIMDI
Morgunblaðið/Sverrir
r, Kvennalista, og Sólveig Péturs-
voru meðal frummælenda á borg-
ölskylduvemd um fjölskylduna og
íkisvaldið.
Sólveigu þykir brýnt að hugur
fylgi máli þegar stjórnmálamenn
gera góðan róm að fjölskyldunni á
opinberum vettvangi. Hún vill einn-
ig að stjórnvöld móti heilsteypta
stefnu í fjölskyldumálum sem taki
mið af öllum fjölskyldumeðlimum,
óháð stöðu, kyni og aldri. Þá er
Sólveig hlynnt því að framkvæmd
slíkrar stefnu deilist á hendur ríkis
og sveitarfélaga auk þess sem meta
þurfi áhrif lagasetninga á fjölskyld-
una og endurskoða þær ef þörf kref-
ur.
Vill breyta samfélaginu
Guðný Guðbjörnsdóttir, sem á
sæti á framboðslista Kvennalistans
í Reykjavík, sagði að stefnumótun
ríkisvaldsins hefði ekkert breyst frá
því að konur komu inn á vinnumark-
aðinn sem sé fjölskyldunni mjög í
óhag. Hún sagði að Kvennalistinn
væri flokkur sem vilji breyta samfé-
laginu og setja mannréttindi og
samábyrgð í öndvegi. Efnahagslegt
sjálfstæði kvenna sé á stefnu-
skránni og kvaðst Guðný fullviss
um að væri fullkomið jafnrétti karla
og kvenna til staðar á heimilunum
og í þjóðfélaginu væri það fjölskyld-
unni til framdráttar. Hún sagði að
víða megi finna áherslur á fjöl-
skyldumál í stefnuskrá Kvennalist-
ans fyrir kosningarnar í ár enda sé
það undirstöðuatriði stefnumörkun-
ar á öllum sviðum að fólk geti lifað
sómasamlegu lífi í fjölbreyttum fjöl-
skyldugerðum.
Guðný sagði það lykilatriði í
hveiju samfélagi að fólk geti borið
traust til kerfisins. Hún fagnaði því
einnig að aukin áhersla sé nú Iögð
á mannréttindi kvenna og barna og
nefndi embætti umboðsmanns
barna máli sínu til fulltingis. Guðný
sagði þó að fjölskyldan væri ekki
alltaf sá sælureitur sem allir óskuðu
og því væri enn mikið verk óunnið
í þessum viðkvæma málaflokki.
Fyrirkomulag Guðs
Arni Björn Guðjónsson formaður
Kristilegrar stjórnmálahreyfingar
kvaddi sér hljóðs á fundinum í Jesú
nafni og sagði að grundvallarhugs-
unin í starfi kristilegra flokka í
--------- heiminum væri sú að fjöl-
réttindi skyWan eigi að ráða sín-
lábvrað um m^um sJálf- Ekkert
dveai annað afl eigi að koma
þar við sögu; hvorki ríkis-
vald, sveitarfélög né
stjórnmálaflokkar. Hann sagði að
Guð hefði skapað þetta fyrirkomu-
lag og með því að hnika því til
væri verið að vinna gegn vilja Hans.
Ennfremur sagði Arni Björn að
boðskapur Biblíunnar hefði mótað
hinn vestræna heim og samkvæmt
honum væri fjölskyldan grunnein-
ing þjóðfélagsins. Hann vill því þjóð-
arátak til verndar fjölskyldunni og
þeim einstaklingum sem hana
mynda allt frá getnaði. „Guð hefur
gefið okkur visku og áræði og við
getum gert þessa hluti!“
V
Heróín
sjaldséð
á Islandi
Heróín flæðir yfir Noreg
og Danmörku og blöð
flytja fréttir af miklum
dauðsföllum af þess
völdum. Hér er nánast
engin heróínnotkun, eins
og sjá má af rannsókn-
um sem Elín Pálma-
dóttir kynnti sér. Hér
er þó meiri amfetamín-
neysla og neysla LSD.
Morgunblaðið/J úlíus
JAKOB Kristinsson, sérfræðingur í eiturefnafræði, og Ingibjörg
Halla Snorradóttir, lyfjafræðingur, í rannsóknastofu sinni.
Fjöldi amfetamín-, kannabis- og kókaínsýna sem komu til rannsóknar
í Rannsóknastofu í lyfjafræði 1981-1994
Kannabis
Kókaín
0 ....|--------.........................i.v:j.:;,l.:öj
'82 '84 '86 '88 ’90 ’92 ’94 ’82 ’84 ’86 '88 ’90 '92 ’94 '82 ’84 ’86 '88 ’90 ’92 ’94
ALLT annað mynstur virðist
vera á fíkniefnamarkað-
inum og neyslunni á ís-
landi en í nágrannalönd-
um okkar. Heróín, sem veldur flest-
um og ört vaxandi bráðadauðsföllum
vegna of stórra skammta, er hér
mjög sjaldgæft. En heróín og kóka:
ín eru talin hvað hættulegust. í
Ósló og Kaupmannahöfn hefur
bráðadauðsföllum af völdum of-
neyslu fíkniefna fjölgað mjög, enda
herma blaðafregnir að ódýrt heróín
og mishreint hafí streymt inn á
markaðinn.
Á íslandi er skráning á dauðsföll-
um vegna ólöglegra fíkniefna ekki
samskonar og í þessum löndum.
Dauðsföll hafa þó orðið, kókaíntil-
felli kom t.d. til rannsóknar 1989.
í skýrslu um banvænar eitranir af
völdum áfengis og lyfja á íslandi
segir m.a.: „Olögleg ávana- og fíkni-
efni komu afar sjaldan við sögu ...
Er það í samræmi við það að hér á
landi hefur heróín ekki náð fótfestu,
en það er það ávana- og fíkniefni,
sem oftast veldur banvænum eitrun-
um annars staðar á Norðurlöndum.”
Efnin rannsökuð hjá
Rannsóknastofu í lyfjafræði
Frá 1969 hefur Rannsóknastofa
í lyfjafræði við Háskóla íslands ann-
ast rannsóknir á efnasýnum, þ. á m.
ávana- og fíkniefnasýnum, fyrir lög-
reglu- og dómsyfirvöld í landinu.
Framkvæmdin er í höndum Jakobs
Kristinssonar, sérfræðings í eitur-
efnafræði, og Ingibjargar Höllu
Snorradóttur, lyfjafræðings, sem í
viðtali veittu Mbl. upplýsingar, sem
aðallega taka til fjölda jákvæðra
sýna frá 1981 til 1994 og styrkleika
efnanna. Talið er að uppgjör á
ávana- og fíkniefnasýnum eins og
hér er skýrt frá, gefi að jafnaði
góða mynd af útbreiðslu einstakra
ávana- og fíkniefna. Þó er það háð
óbreyttum starfsaðferðum lögreglu
og tollayfirvalda, sem hér hefur
haldist nokkuð óbreytt, enda hafa
fyrri rannsóknir sýnt greinilega
fylgni milli fjölda sýna og þess
magns af efnum, sem lögregluyfir-
völd hafa lagt hald á hveiju sinni.
Hlutfallslegur fjöldi sýna hverrar
tegundar er því talinn endurspegla
hlutfall efnanna innbyrðis á fíkni-
efnamarkaði og kemur heim við
neyslukönnun frá 1984.
Heróín ekki á markaðnum hér
Hjá íslensku lögreglunni eru
skráðir á sl. ári yfir 300 einstakling-
ar sem teknir hafa verið með ólögleg
fíkniefni, að því er Hákon Sigurjóns-
son upplýsti. Af þeim fara til Rann-
sóknastofu í lyfjafræði öll sýni í
málum sem sæta ákæru og fleiri sem
þá miðast við magn. Heróín og kóka-
ínsýni eru alltaf send, en t.d. amfet-
amínið ekki alltaf. Hákon sagði að
vitað væri að einhveijir heróínneyt-
endur væru til hér, en efnið væri
ekki á markaðinum og kemur því
ekki til lögreglu. Ástæðuna fyrir því
að þetta efni er ekki á markaði hér
taldi hann vera þá að við erum fá
og afskekkt og efnið því miklu dýr-
ara á svo Iitlum markaði. Talið er
að nú berist það til Norðurlanda úr
fyrrverandi austantjaldslöndum.
Hákon kvaðst óttast að það ætti
eftir að koma hingað með tímanum
eins og allt annað.
Hass og amfetamín mest hér
Langflest þeirra ávana- og fíkni-
efnasýna sem komu til Rannsókna-
stofu í lyfjafræði síðan 1981 voru
kannabis og amfetamín, eins og sést
á upplýsingum frá Jakobi og Ingi-
björgu Höllu í meðfylgjandi töflu.
Til ársloka 1994 reyndist 871 sýni
vera ólögleg ávana- og fíkniefni.
Um helmingur sýnanna kannabis og
liðlega þriðjungur amfetamín. Lang-
flest kannabissýnanna voru hass.
Marijúanasýni voru algeng í upphafi
tímabilsins, en fækkaði mjög er á
leið og virðist þessi tegund kannabis
nú að mestu horfin úr umferð. Sama
máli-gegnir um hassolíu. Amfetam-
ínsýni komu sjaldan til rannsóknar
fyrstu tvö ár tímabilsins. Þeim fjölg-
aði þó og urðu fleiri en kannabissýn-
in árið 1985.
Jakob og Ingibjörg segja athygl-
isvert að verulegar breytingar urðu
Meðalstyrkur amfeta
mínsýna 1981-94
50------------------% amfetamín
0-t—I—l-1- i i i i i i i i i i
'82 '84 '86 '88 ’90 ’92 ’94
LSD er nokkuð
algengt hér á
landi, kemur oftar
við sögu en í
Danmörku. Það
selst sem litfagrir
pappírsstrimlar
eða miðar með
áprentuðum
fallegum myndum.
á amfetamíninnihaldi sýnanna á
þessu tímabili. Var það í hámarki
árið 1983, en hefur farið töluvert
minnkandi og er það nú mjög lé-
legt. Samskonar breytinga hefur
orðið vart í Danmörku, sem eflaust
stafar af því að sífellt verður erfið-
ara að afla hráefnis til framleiðsl-
unnar. Þess má geta að fíkniefna-
neytendur sprauta sig gjarnan með
amfetamíni. Einnig virðist sem hass
í umferð hér á landi hafi að meðal-
tali verið lakara en hass í umferð í
Danmörku.
LSD nokkuð algengt hérlendis
LSD er önnur tegund ávana- og
fíkniefna, sem er nokkuð algeng hér
á landi, virðist koma hlutfallslega
oftar við sögu en í Danmörku og
Noregi. Sýnafjöldi er breytilegur
eftir árum. Flest sýnanna eru papp-
írsstrimlar eða miðar með áprentuð-
um myndum. Kókaín hefur komið
nokkuð við sögu hér á landi. Virðist
hlutfallslega miklu algengara að
lagt sé hald á umtalsvert magn af
kókaíni hér en í Danmörku. Eins og
sést á myndinni voru miklar sveiflur
í sýnafjölda á nefndu tímabili. Helm-
ingur sýnanna kom þannig til rann^,
sóknar á tveimur árum, þ.e. 1987
og 1989, ekkert 1991, 2 1993 og 6
á síðastliðnu ári. Langflest kókaín-
sýnin voru mjög sterk, þ.e. innihéldu
meira en 50% kókaín.
Það sem virðist greina íslenska
fíkniefnamarkaðinn mest frá fíkni-
efnamörkuðum grannþjóðanna er að
heróín er hér nánast ófáanlegt. Miðað
við danska markaðinn ætti framboð
af heróíni að vera hér svipað og af
amfetamíni. Jakob og Ingibjörg Halla
gefa þá líklegu skýringu að þeir sem
hafa ánetjast heróíni leggja miki^
upp úr að framboð af efninu sé stöð-
ugt. Væntanlega vegna þess að frá-
hvarfseinkenni eftir heróínneyslu eru
mikil og illbærileg. Margt bendi til
þess að hér á landi hafi ekki tekist
að halda uppi nægilega áreiðanlegum
fíkniefnamarkaði til þess að heróín-
neysla fái þrifíst. Eigi einangrun
landsins og öflug löggæsla sjálfsagt
mestan þátt í því.